Morgunblaðið - 29.08.2016, Síða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. ÁGÚST 2016
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
„Ég sá hákarl undir mér, kannski
eins og hálfs metra. En ég hugsaði
með sjálfum mér, ég ætla ekki að
fara að hrópa á hundrað manns. Ég
var ekki einu sinni viss um hvað ég
sá. Ég var kannski 100 metra frá
landi. Svo kom ég mér upp á land en
þar sem ég var nýbúinn að leigja
brettið, þá hugsaði ég með mér að há-
karlinn væri búinn að bíta einhvern
ef hann vildi bíta einhvern. Því náði
ég að útiloka þessa hugsun og fór
bara aftur út í,“ segir Kristján Valdi-
marsson um fyrstu kynni sín af svo-
kölluðu SUP-bretti sem hann hefur
mikinn áhuga á að kynna Íslendinga
betur fyrir. Sup-brettum má líkja við
brimbretti nema þau eru umtalsvert
breiðari sem gerir þeim sem þau nota
auðveldara um vik við að halda jafn-
vægi þar sem þeir standa og skoða í
kringum sig. Brettinu fylgir svo ár
sem róið er með.
Alls ekki kalt
Kristján segir að síðar hafi hann
fengið að vita að umræddur hákarl
sem hann sá við strendur Banda-
ríkjanna var svokallaður leopard
shark og gerir hann mannfólki ekki
mein. „Einn af kostunum við að
stunda tómstundaiðju á sjónum á
Íslandi er sú að þú veist að það er
enginn að fara að bíta þig. Ég hef
stundum séð sel koma upp að brett-
inu og kíkja á mann. Sumir hafa séð
hval nokkuð langt í burtu. En maður
þarf ekkert að hafa áhyggjur af
því,“ segir Kristján sem segist þó
langmest nota brettin á vötnum hér-
lendis.
Kristján kynntist Sup-brettum í
Ástralíu fyrir nokkrum árum og á
þessu ári flutti hann inn ein 20 bretti,
ásamt vinum sínum, sem hann hefur
notað í ferðir sem hann býður upp á.
Þeir eru þegar búnir að selja ein 13
bretti sem eru um 2,5 metra löng.
„Það er ekkert mál að halda jafnvægi
á þessu. Ef þú dettur út af brettinu,
þá ertu með það tengt við þig og
klifrar upp á það aftur, ekkert ves-
en,“ segir Kristján.
Hann lék áður knattspyrnu með
Fylki en ákvað eftir að hann komst í
kynni við brettin í Ástralíu og á Nýja-
Sjálandi að hann myndi sökkva sér
ofan í þessa iðju eftir knattspyrnu-
ferilinn. „Þetta er vel mögulegt á Ís-
landi. Það eru margir sem halda að
það sé allt of kalt að vera í sjónum á
Íslandi að leika sér en það er rangt.
Þetta er eingöngu spurning um
klæðnað. Ég hef farið á brimbretti á
Íslandi í 12 stiga gaddi og við sem
vorum þar vorum sammála um að
okkur væri alls ekkert kalt,“ segir
Kristján. Hann mælir þó ekki með
því að fólk geri það nema vera vel bú-
ið og ef fólk fer út á sjó er betra að
vera í samfloti við einhvern ef eitt-
hvað kemur upp á.
Kristján hefur meðal annars róið á
brettinu út í Viðey þótt hann fari oft-
ar á því út á stöðuvötn. Sjálfur býr
hann nærri Elliðavatni sem hann hef-
ur mikið notað við þessa iðju. „Mín
hugmynd er ekki endilega að hafa
tekjur af þessu, heldur kynna þetta
sport á Íslandi,“ segir Kristján. Hann
segir að fólk sé 10-20 mínútur að ná
tökum á því að standa á brettinu. „Ég
fer bara á þetta þegar fyrirspurnir
koma. Ég hef minnst farið með þrjá í
einu. Þetta er allt í startholunum enn
þá og ég er að prófa mig áfram með
þetta,“ segir Kristján.
Upplifir náttúru öðruvísi
Hann segir að maður upplifi náttúr-
una á allt annan hátt þegar komið er
út á vatn. „Þú stendur þarna og finnur
hvað þú ert lítill. Flestir sem fara
t.a.m. út á Elliðavatn átta sig þá á því
að vatnið er nokkuð stórt. Samhliða
ná menn kyrrðinni, fuglalífinu og allt
öðrum tengslum við náttúruna en þú
upplifir kannski í fjallamennsku, eða á
hjólreiðum,“ segir Kristján. Hægt er
að kynna sér nánar Sup-bretti á vef-
síðunni supadventures.is
„Enginn er að fara að bíta þig“
Vill kynna Íslend-
inga fyrir Sup-brett-
um Fór út í Viðey
á brettinu
„Maður fer ekki langt frá
landi. Pælingin er ekkert sú
að storka örlögunum, heldur
er öryggið það sem skiptir
mestu. Ef maður er á sjó þá
reynir maður að vera með ein-
hvern með sér, því hann getur
verið óútreiknanlegur. Þú ert
hins vegar alltaf festur við
brettið og því ertu aldrei í
vanda að komast upp á það
aftur. Svo er náttúrulega mik-
ilvægt að kanna aðstæðurnar
áður en þú ferð út. En þetta
er rólyndis afþreying og ég
hef farið með börnin út á
þetta. Ég hef meira að segja
farið með strákinn minn út á
bretti þegar hann var á bleyj-
unni,“ segir Kristján.
Ekki að storka
örlögum
MEÐ STRÁKINN Á BLEYJUNNI
Ekkert kalt Kristján segir að það sé misskilningur að halda að það sé of kalt
að vera á sjó að vetri til. Góður klæðnaður sé þó lykilatriði til að njóta sín.
Fjölskyldusport Kristján með Mar-
ínó Þorsteini syni sínum.
SVIÐSLJÓS
Atli Vigfússon
laxam@simnet.is
„Ég þarf ekki að vera í íþróttahúsum
til þess að halda mér í formi. Þetta er
fín hreyfing og útivist sem gefur
manni mikið,“ segir Friðrik L. Jó-
hannesson sem hefur verið önnum
kafinn við að endurnýja sandgræðslu-
girðinguna nyrst í Aðaldalshrauni
ásamt Þorláki Páli Jónssyni nú í vik-
unni, en þeir starfa báðir hjá Land-
græðslu ríkisins.
Þorlákur vinnur mest við áburð-
ardreifingu og sáningu, en Friðrik er
aðallega í girðingarvinnunni. Til
stendur að endurnýja 2-3 kílómetra
af gömlu girðingunni norðan og vest-
an við Aðaldalsflugvöll, en hún er orð-
in mjög léleg, enda mestur hluti
hennar frá 1953.
Nýja girðingin verður rafmagns-
girðing, en gamla girðingin er úr
gaddavír og rekaviðarstaurum og má
segja að hún hafi enst mjög vel miðað
við aðstæður, en á þessu svæði eru oft
stormar og sandfok. Þeir félagar nýta
sér tæknina við girðingarvinnuna og
nota dráttarvél til þess að leggja alla
vírana út í einu, en um er að ræða
fimm strengja girðingu sem þarf að
vera mjög vel strekkt og vönduð í alla
staði.
Þorlákur segir að það þýði ekki að
flýta sér með vírana, það verði að fara
mjög hægt svo þeir leggist jafnt og er
Friðrik í því að hagræða þeim á jörð-
inni á eftir vélinni. „Hér keyrir maður
bara á tveggja kílómetra hraða,“ seg-
ir Þorlákur og brosir, en vinnur verk-
ið af öryggi enda vanur maður á ferð.
Landið er misjafnt yfirferðar, en
víða eru gjótur í úfnu hrauninu og
þess vegna þarf að gæta sín vel. Á
þriðjudaginn munaði litlu þegar að
eitt hjólið á farartæki þeirra fór niður
í gjótu, en allt fór vel og ekkert
skemmdist. Þeir segja báðir að þetta
sé skemmtileg vinna og sérstaklega
þegar veður er gott og þá gengur
verkið hratt. Friðrik segir að góð tíð á
haustin komi sér oft vel í girðing-
arvinnunni og stundum hefur hann
verið að girða fram í nóvember ef jörð
hefur verið ófrosin og snjólaus.
Heyrúllur eru hentugar
Sandgræðslugirðingin á sér langa
sögu, en foksandur hefur lengi farið
illa með landsvæðið inn af Skjálfanda
og gengið hefur á birkiskóginn í út-
jaðri hraunsins.
Melgresið, sem sáð var á sínum
tíma, hefur varið landið á margan
hátt vel, en sumstaðar hefur það
rýrnað og lítill gróður komið í stað-
inn. Mest var um að ræða flugsán-
ingar, þ.e. frá 1968, og var miklum
fjármunum varið til þess að efla gróð-
urþekjuna.
Landgræðsla ríkisins hefur á und-
anförnum árum borið tilbúinn áburð
á landið með dráttarvél, en vegna
fjárskorts er það einungis annað
hvert ár (6-10 tonn) og þykir mörgum
það lítið miðað við umfang landsins.
Þá hefur einnig verið sáð berings-
punkti og vallarsveifgrasi auk mel-
gresisins. Hins vegar er búið að fara
með töluvert magn af moði og heyleif-
um norður fyrir flugvöllinn og hefur
það gefist mjög vel. Fyrir nokkrum
árum fékk Landgræðslan 80 heyrúll-
ur ofan úr Aðaldal til þess að dreifa á
tilteknum svæðum og má segja að
það sé mjög mikill árangur af því.
Þorlákur dreifði úr rúllunum með
dráttarvél og myndaðist gott fræset í
kjölfarið. Svo virðist sem melgres-
isfræin spíri vel í rúllunum og hver
rúlla verður að litlum melgresisskúf.
Þarna er mikið verk að vinna ef menn
vilja, því víða eru til fyrningarúllur
sem mætti gera mikið úr á svæði sem
þessu.
Mikið ógróið land eða lítt gróið
Héraðssetur Landgræðslu ríkisins
á Húsavík hefur umsjón með fram-
kvæmdum þessum, en svæði þess eru
Norður- og Suður-Þingeyjarsýsla
ásamt Eyjafjarðarsýslu. Í heild eru
girðingar, sem huga þarf að, um 375
km. Þar ber helst að nefna girðingar
á Hólsfjöllum, Hólasandi og í Vatna-
jökulsþjóðgarði, samtals 160 km.
Daði Lange Friðriksson, héraðs-
fulltrúi setursins, er ánægður með
það að hægt sé að endurgera girð-
inguna í Aðaldal núna, því hér sé um
að ræða girðingu sem friðar um 780
hektara og þar af séu 500 hektarar
ógróið land eða lítt gróið. Girðingin
var gróðurkortlögð árið 2014 og mið-
að við þá kortlagningu er nauðsynlegt
að halda áfram aðgerðum.
„Það er alltaf verið að gera eitthvað
í svæðinu,“ segir Daði, en á ekki von á
að farið verði í neinar stórar aðgerðir
á sandsvæðunum að svo stöddu. Þeim
Friðriki og Þorláki miðar vel í sínu
verki. Veðurspáin segir að von sé á
einhverri rigningu öðru hvoru, en
hvað sem því líður þá er gaman að
girða. Menn sjá mikið eftir sig, enda
léttir á fæti. Góða tíðin gerir verkið
enn skemmtilegra.
Gaman að girða í góðu veðri
Sandgræðslugirðingin nyrst í Aðaldalshrauni loksins endurnýjuð Stærstur hluti hennar frá
árinu 1953 Áralöng og erfið barátta við foksand Melgresisfræ spíra vel í heyrúllum
Morgunblaðið/Atli Vigfússon
Girðingarvinna Þorlákur Páll Jónsson og Friðrik L. Jóhannesson kunna vel við sig í girðingarvinnu í Aðaldal.
Sandgræðsla Heyrúllur gefast vel
við að hefta sandfokið í hrauninu.