Morgunblaðið - 29.08.2016, Page 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. ÁGÚST 2016
Vertu upplýstur!
blattafram.is
VIÐ VILJUM GETA TREYST.
ÞAÐ TRAUST ROFNAR
AUÐVELDLEGA ÞEGAR HIÐ
VERSTA GERIST.
HVAÐ GERIR ÞÚ ÞEGAR
TRAUSTIÐ ROFNAR?
Keflvíkingurinn Magnús Kjart-
ansson tónlistarmaður verður
einnig með tónlistarveislu á há-
punkti Ljósanætur, laugardags-
kvöldinu. „Lögin mín eru þema
þessara tónleika, lög sem ég
sjálfur hef samið, einn eða með
öðrum. Lítill drengur, Skólaball,
To be greatful og Sólarsamba
eru meðal þessara laga. Svo
verða þarna nokkur lög sem fólk
hugsanlega veit ekki að ég hef
samið. Það er nefnilega býsna al-
gengur misskilningur að fólk
kenni lögin við flytjendurna, sem
kannski er bara eðlilegt,“ segir
Magnús. Á tónleikum verða
Magnúsi til halds og trausts
Keflvíkingarnir Gunnar Þórðar-
son, Þórir Baldursson ásamt öðr-
um góðkunnum hljóðfæraleik-
urum – og svo munu söngvar-
arnir Björgvin Halldórsson,
Stefanína Svavardóttir grípa í
míkrófóninn.
Tónelskir í stuði
Einnig mun hljómsveitin Júdas
reka inn nefið. Þá kemur Söng-
hópur Suðurnesja fram, kór sem
Magnús stjórnar og hefur gert
góða lukku á síðustu árum.
„Draumurinn er að fylla sviðið af
tónelskum, syngjandi Suð-
urnesjamönnum í stuði,“ segir
Magnús.
Mörg lög eftir Magnús
TÓNLISTARVEISLA Á LAUGARDAGSKVÖLDINU
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Tónlist Allir þekkja lög Magnúsar Kjartanssonar sem nú verða öll á einu silfurfati.
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Rúmlega fimmtíu list- og hand-
verkssýningar með yfir 100 þátt-
takendum og rúmlega 60 aðrir við-
burðir þar sem tónlistin er
áberandi eru uppistaðan í dagskrá
Ljósanætur í Reykjanesbæ sem
verður sett á fimmtudag í næstu
viku, 1. september. Eins og hefð er
fyrir koma öll börn úr grunnskólum
í Reykjanesbæ og þau elstu úr leik-
skólunum að Myllubakkaskóla þar
sem setningarathöfnin hefur frá
upphafi verið, en Ljósanótt er nú
haldin í 17. sinn.
Fyrsta Ljósanæturlagið
Söngur hefur alltaf verið í aðal-
hlutverki á setningarathöfninni og
sú verður einnig raunin nú þegar
flutt verður lagið Velkomin á
Ljósanótt eftir Ásmund Valgeirs-
son sem er fyrsta Ljósanæturlagið,
ásamt fleirum undir stjórn Friðriks
Dórs. Fleira verður til gaman gert,
en nú er vikið frá því að sleppa
blöðrum á loft við athöfnina og er
það gert vegna umhverfissjónar-
miða. Risaboltar verða notaðir í
staðinn.
Á miðvikudag, kvöldið fyrir
formlega setningu Ljósanætur, er á
dagskrá tónlistarsýningin Með blik
í auga. Þar hefur saga áratuga í
tónlistinni verið rakin með ýmsu
móti og nú verður sveitatónlistin
tekin fyrir á skemmtun sem nefnist
Hvernig ertu í kántrýinu? Þar verð-
ur farið verður yfir sviðið í íslenskri
og erlendri sveitatónlist undir
stjórn Kristjáns Jóhannssonar.
Valinkunnir söngvarar og fleiri
koma fram á sýningunni sem verð-
ur endurtekin tvisvar á sunnudag
eftir formleg lok Ljósnætur.
Með hjólbörur í kirkjuna
Af öðrum viðburðum má tiltaka
tónleika í elsta hluta bæjarins í
Keflavík sem bera yfirskriftina
Heima í gamla bænum. Sex fjöl-
skyldur bjóða heim þar sem ólíkir
tónlistarmenn flytja tónlist, ýmist í
stofu gesta, görðum eða bílskúrum.
Svo verða hjólbörutónleikar í
Keflavíkurkirkju á fimmtudags-
kvöld, þar koma fram Arnór Vil-
bergsson, organisti í Keflavík-
urkirkju, Kjartan Már
Kjartansson, fiðluleikari og bæj-
arstjóri, og söngvarinn Elmar Þór
Hauksson. Þeir félagar eru með 100
lög á efnisskrá, eða hjólbörum eins
og það er kallað, og getur fólk valið
úr þeim lagabunka og spila þeir fé-
lagar þau sem óskalög.
Fljótlega eftir setningu Ljós-
anætur mun Helga Ingólfsdóttir
þroskaþjálfi opna sýningu á dúkku-
og leikfangasafni sínu sem er gríð-
arstórt. Helga hefur verið áfram
um að kynna safn sitt og hluta af
því við ýmis tilefni, en hluti þess er
nú þegar kominn á byggðasafnið í
Reykjanesbæ.
Árelía í árgangagöngu
Af öðrum atburðum má nefna
svonefnda árgangagöngu sem er á
laugardeginum. Þá hittist fólk við
húsnúmer á Hafnargötu sem segir
til um hvenær það er fætt. Elstu
íbúarnir eru því neðst og næst há-
tíðarsvæði, þangað sem gengið er.
Byrjað er efst og gengið niður eftir
götunni undir lúðrablæstri – og svo
bætast árgangnir við koll af kolli
niður alla götuna. 50 ára árgang-
urinn er í aðalhlutverki hverju sinni
og fær meiri athygli en allir hinir.
Að þessu sinni er Árelía Eydís
Guðmundsdóttir, rithöfundur og
kennari í Háskóla Íslands, ræðu-
maður þess árgangs, en Árelía Ey-
dís er brottfluttur Reyknesingur en
heldur þó enn góðum tengslum við
heimahagana eins og þátttaka
hennar í Ljósanótt vitnar um. Einn-
ig eru áhugaverðar sýningar í öllum
sölum Duus Safnahúsa og sýnendur
tengjast allir eða hafa tengst Suð-
urnesjum. Sjá nánar á ljosanott.is
sbs@mbl.is
Söngur og leikföng á Ljósanótt
Bæjarhátíð í Reykjanesbæ Fjöldi sýninga og tónlistarviðburðir
Bæjarstjórinn leikur óskalög 50 ára í aðalhlutverki
Leikföng Helga Ingólfsdóttir við uppsetningu á sýningu og með henni er
Rósa Jónsdóttir sem er henni til halds og trausts í því verkefni.
Heimatónleikar Margir góðir listamenn koma fram og hér eru félagar í
sveitinni Ælu og áheyrendur fylgjast með af miklum áhuga.
Gunnar Þórðarson, tónlistarmaður og
tónskáld, hefur óskað eftir því við
bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ að lag
hans, „Gamli bærinn minn“, verði
ekki flutt við flugeldasýningu Ljós-
anætur líkt og venja hefur verið.
„Samskipti fjölskyldu minnar við eina
af undirstofnunum Reykjanesbæjar
eru með þeim ólíkindum að ég banna
flutning lagsins á Ljósanótt. Þetta er
ekki gamli bærinn minn,“ segir hann í
tilkynningu á vef Víkurfrétta.
Bannar flutning lags