Morgunblaðið - 29.08.2016, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.08.2016, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. ÁGÚST 2016 Hafðu samband og kynntu þér vöruúrvalið og þjónustuna Vottaður hífi- og festingabúnaður Námskeið um notkun á hífibúnaði Skoðanir og eftirlit á hífibúnaði Hífi- og festingabúnaður Erla María Markúsdóttir erla@mbl.is Mér finnst sykurneyslaorðin mjög mikil. Éghef gaman af að verslaí matinn, en þegar ég fer í búðina sé ég hvað sykur er löðrandi í öllu, ef maður er smá meðvitaður um það,“ segir Geir Gunnar, sem er matvæla- og nær- ingarfræðingur að mennt. Hann starfar á Heilsustofnun Náttúru- lækningafélags Íslands (NLFÍ) í Hveragerði og er einnig ritstjóri á vef NLFÍ. Geir Gunnar lítur mikið upp til Jónasar Kristjánssonar læknis og stofnanda NLFÍ. „Jónas var mikill frumkvöðull í heilsueflingu lands- manna. Hann talaði mikið í ræðu og riti um það að takmarka syk- urneyslu og helst vildi hann út- rýma sykrinum úr mataræði Ís- lendinga. Jónas lést árið 1960 og það er ekki seinna að vænna en 56 árum eftir andlát hans, að orð hans um heilsuspillandi áhrif hvíta syk- ursins eru tekin trúanleg. Ég reyni að vera málsvari hans, hans orð fengu ekki mikið vægi á sínum tíma og enn þann dag í dag er syk- urneysla mjög mikil,“ segir Geir Gunnar. Á fimmtudag mun hann halda fyrirlestur í Heilsu og Spa í Ármúla undir yfirskriftinni: „Er sykurlaus lífsstíll raunhæfur?“ þar sem hann mun fjalla um leiðir til að minnka sykur í fæðunni og fræða áhugasama um hvaða áhrif óhófleg neysla hefur á líkams- starfsemina. En er sykurlaus lífsstíll raun- hæfur? „Stutta svarið er nei, við lifum í þannig heimi í dag að sykurinn er kominn til að vera. En ég er ekki að fara að halda þennan fyrirlestur með það að markmiði að fólk eigi að fara út í öfgar eða aldrei að borða sykur aftur, heldur frekar til að vekja fólk til umhugsunar um sykurneyslu,“ segir Geir Gunnar. Að hans mati er sykur ekki eitur, en hann vill reyna að höfða til al- mennings með því að beita ýmsum leiðum við að minnka sykurneysl- una. „En þegar við erum að borða sykur þá eigum við að gera það Nýtur og forðast sykur samtímis Er sykurlaus lífsstíll raunhæfur? Matvæla- og næringarfræðingurinn Geir Gunn- ar Markússon hefur velt þessu fyrir sér og mun deila hugsunum sínum með áhugasömum á samnefndum fyrirlestri á fimmtudag. Geir Gunnar hefur mikinn áhuga á sykri á sama tíma og hann hefur engan áhuga á honum, í þeim skilningi að við ættum að borða sem minnst af honum. Hann telur að erfitt sé að forðast sykur með öllu en það sé þó hægt að beita ýmsum ráðum til að minnka sykurneysl- una, en njóta hennar inn á milli. Morgunblaðið/Eggert Sykur Sykurneysla hefur verið hluti af samfélagsumræðunni í mörg ár. Að flokka dósir og flöskur getur verið tímafrekt. Grænir skátar eru hins vegar sérfræðingar í söfnun á skilagjaldskyldum umbúðum og létta lífið með þjónustu sinni. Fé- lagið er í eigu Bandalags íslenskra skáta og hefur starfað síðan 1989. Á heimasíðu Grænna skáta má finna upplýsingar um móttöku- stöðvar víðs vegar um landið þar sem allir geta losað sig við dósir og gefið áfram. Fyrirtækjaþjónusta Grænna skáta sér svo um að sækja dósir til fyrirtækja og félagasamtaka og skila til baka sem peningagreiðslu. Allur ágóði af starfsemi Grænna skáta rennur óskertur í heilbrigt uppeldis- og félagsstarf ungs fólks á vegum íslenskra skáta víðs veg- ar um landið. Á heimasíðunni er hægt að fylla út einfalt umsókn- arform. Vefsíðan www.graenirskatar.is Þjónusta Grænir skátar aðstoða einstaklinga og fyrirtæki við flokkun dósa. Einfaldara að flokka og skila „Við erum hér, en hugur okkar er heima,“ er yfirskrift viðburðar í Mengi á morgun, þriðjudag, kl. 21. Í tilkynningu segir að könnunarleið- angurinn á Töfrafjallið verði þar til staðar og deili tíðindum úr samtíma með viðstöddum. Við lifum á tíma þar sem núið er aðeins orsök og tilfinn- ingin er iðandi ótti blandinn eftir- væntingu. Leiðangurinn á Töfrafjallið er sjö ára könnun og lestur á sjúk- dómseinkennum samtímans. Þátt- takendur eru Ása Helga Hjörleifs- dóttir, Birna Bjarnadóttir, Gauti Kristmannsson, Haraldur Jónsson, Karlotta Blöndal, Steingrímur Eyfjörð og Unnar Örn Auðarson. Endilega… …kannið Mengi á morgun Þátttakendur Þau munu tjá sig. Það er á fleiri stöðum en Íslandi sem ferðamenn eru svo ljónheppnir að rekast á hesta á óvæntum stöðum. Villtir hestar valsa víða um í Assatea- que Island, sem er í Maryland í Bandaríkjunum, en það ku vera meira en 300 villtir hestar á svæðinu milli Maryland og Virginia. Talið er að þeir hafi upphaflega komið þangað með flutningaskipi sem sökk fyrir margt löngu, eða í kringum árið 1600. Þessi villtu hross eru hin spökustu enda orðin alvön mannfólkinu sem alls staðar er á ferli. Hestarnir sækja ekki síður inn á tjaldstæði og aðra staði sem ætlaðir eru fyrir mannskepn- urnar, enda getur margt leynst þar sem þeim þykir spennandi, til dæmis matarleifar. Fjórfætlingar þessir fara sér að engu óðslega þar sem þeir þvælast á milli bíla og virðast ekki hafa lært umferðarreglur til fulls, þeir eiga það til að vaða út á akbraut- ir og fara sínar eigin leiðir eins og dýrum er tamt. En sambúðin gengur vel og auðvitað gleðst fólk og þá sér- staklega börn að fá að klappa bless- uðum skepnunum. Samvistir dýra og manna eru gefandi Villtir hestar njóta ferðamanna- staða ekki síður en mannfólkið AFP Ferðamenn Geta ei látið hjá líða að klappa hrossum sem valsa um. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.