Morgunblaðið - 29.08.2016, Page 14
FRÉTTASKÝRING
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Markaðurinn beið spenntur eftir vís-
bendingum um mögulega hækkun
stýrivaxta í ræðu Janetar Yellen í
Jackson Hole á föstudag. Eins og
fyrirrennarar hennar í starfi talaði
bandaríski seðlabankastjórinn var-
færnislega en sagði þó að „í ljósi
þess að vinnumarkaður heldur
áfram að styrkjast og að horfur eru
góðar fyrir atvinnulíf og verðbólgu,
þá er ég þeirrar skoðunar að rökin
fyrir hækkun stýrivaxta hafi styrkst
á undanförnum mánuðum.“
Tvær hækkanir fyrir árslok?
Aðstoðarseðlabankastjórinn,
Stanley Fisher, var ómyrkur í máli í
viðtali við CNBC á föstudag þegar
hann svaraði því játandi að ræða
Yellen gæfi jafnvel tilefni til að
vænta tveggja vaxtahækkana áður
en árið er á enda. „Við erum þokka-
lega nálægt fullu atvinnustigi og
verðbólgan er hærri en í fyrra,“
sagði hann.
Árleg þriggja daga alþjóðleg ráð-
stefna seðlabankastjóra var haldin
um helgina í Jackson Hole í Wyom-
ing. Meðal gesta voru Haruhiko Ku-
roda, seðlabankastjóri Japans,
Benoît Cœuré, sem situr í stjórn
seðlabanka Evrópu, og Augustin
Carstens frá seðlabanka Mexíkó.
Að sögn Reuters var það hljóð í
stjórnendum bandaríska, japanska
og evrópska seðlabankans að til-
raunir þeirra til að færa aukinn
þrótt í hagkerfið kunni að fara út um
þúfur nema kjörnir fulltrúar hlaupi
undir bagga með djörfum breyting-
um. Í tilviki Japan þurfi t.d. nýja
innflytjendastefnu á meðan kerfis-
lægar breytingar eru aðkallandi í
Bandaríkjunum og Evrópu svo að
framleiðni og hagvöxtur aukist.
Ekkert um neikvæða vexti
Í ræðu sinni fjallaði Yellen um þau
úrræði sem bandaríska seðlabank-
anum standa til boða næst þegar
bregðast þarf við samdráttarskeiði.
Þar vakti athygli að Yellen minntist
ekki einu orði á þann möguleika að
taka upp neikvæða stýrivexti. Stýri-
Rökin fyrir hækk-
un orðin sterkari
Gefið í skyn í Jackson Hole að vænta megi stýrivaxta-
hækkunar Hlutabréfavísitölur lækkuðu lítillega í kjölfarið
AFP
Boli Ferðamenn á Wall Street. Markaðsgreinendur deilir á um hvort vænta má hærri stýrivaxta í september.
vextir eru helsta stjórntæki seðla-
banka og almenna reglan sú að þeir
hækki vexti til að hægja á þenslu í
hagkerfinu þegar vel árar, en lækki
vexti í niðursveiflum til að örva hag-
kerfið. Nú þegar stýrivextir vestan-
hafs hafa um langt skeið verið ná-
lægt núllinu eru fá önnur úrræði
eftir fyrir bandaríska seðlabankann
en að grípa til magnbundinnar íhlut-
unar. Nefndi Yellen að mögulegt
væri að seðlabankinn keypti fleiri
eignaflokka en hingað til hafa orðið
fyrir valinu þegar magnbundinni
íhlutun er beitt.
14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. ÁGÚST 2016
Framtak-Blossi er umboðsaðili
fyrirVOLVO PENTA á Íslandi
Dvergshöfða 27 , 110 Reykjavík | www.blossi.is | blossi@blossi.is
Framtak-Blossi
kappkostar að bjóða
góða þjónustu og
sanngjarnt verð á
varahlutum.
Hafið samband við
Hafþór í síma 895-3144
eða hafthor@blossi.is
Tækni í þína þágu
hitataekni.is
Bjóðum upp á fjölbreyttan
búnað svo sem loftræsingar,
hitakerfi, kælikerfi, rakakerfi
sem og stjórnbúnað
og stýringar.
Smiðjuvegur 10, 200 Kópavogur - Sími 588 60 70 - hitataekni@hitataekni.is
29. ágúst 2016
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 116.23 116.79 116.51
Sterlingspund 153.36 154.1 153.73
Kanadadalur 90.05 90.57 90.31
Dönsk króna 17.608 17.712 17.66
Norsk króna 14.138 14.222 14.18
Sænsk króna 13.825 13.907 13.866
Svissn. franki 120.14 120.82 120.48
Japanskt jen 1.1565 1.1633 1.1599
SDR 163.13 164.11 163.62
Evra 131.13 131.87 131.5
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 163.1309
Hrávöruverð
Gull 1324.9 ($/únsa)
Ál 1624.0 ($/tonn) LME
Hráolía 49.66 ($/fatið) Brent
Tal Yellen og Fisher um mögulega stýrivaxtahækkun
varð til þess að Dow Jones og S&P 500-vísitölurnar
lækkuðu lítillega á föstudag. Er ástæðan sú að hærri
stýrivextir þrengja að fyrirtækjum og neytendum með
ýmsum hætti.
Fyrir hinn almenna neytanda verða hærri stýrivextir
til þess að vaxtabyrðin af t.d. fasteignalánum og
greiðslukortalánum verður hærri, sem svo þýðir að
minna er aflögu til að fjármagna hvers kyns neyslu.
Minnkuð neysla kemur sér illa fyrir fyrirtækin, sem
þurfa í ofanálag að borga hærri vexti af sínum lánum og mögulega setja
fjárfestingar- og stækkunarhugmyndir á hilluna ef fjármögnunin verður
dýrari en gert hafði verið ráð fyrir.
Hærri stýrivextir gera ríkisskuldabréf einnig að fýsilegri fjárfesting-
arkosti, sem þýðir að fjárfestar verða líklegri til að færa eitthvað af fjár-
munum sínum úr hlutabréfum og kaupa í staðinn ríkisskuldabréf. Minnk-
uð ásókn í hlutabréf þrýstir verðum þeirra niður.
Allt virkar þetta saman til að ýta hlutabréfaverði niður á við.
SAMVERKANDI ÞÆTTIR
Janet Yellen
Af hverju lækka hlutabréf
þegar stýrivextir hækka?
● Á fundi með
blaðamönnum á
sunnudag sagði
Sigmar Gabriel,
ráðherra efnahags-
mála og varakansl-
ari Þýskalands, að
viðræður um TTIP-
fríverslunarsamn-
inginn milli Evrópu-
sambandsins og
Bandaríkjanna, „hefðu í reynd mis-
heppnast, þótt enginn vilji viðurkenna
það.“
Vísaði varakanslarinn til þess að eftir
14 samningslotur hafi ekki tekist að ná
samkomulagi um einn einasta af þeim
27 köflum samningsins sem hafa verið
til skoðunar.
Sagði Gabriel einnig að samningarnir
strandi á því að Evrópubúar vilji ekki
lúta kröfum Bandaríkjamanna, að því er
Reuters greinir frá.
Ráðuneyti Gabriels hefur ekki beina
aðkomu að samningsgerðinni, en um-
mæli hans þykja líkleg til að torvelda
viðræðurnar enn frekar.
Evrópsk og bandarísk stjórnvöld hafa
viljað ljúka við TTIP-samninginn á
þessu ári en ólíklegt þykir að það takist.
Þá hafa evrópskir leiðtogar hótað að
hindra það að samningurinn verði sam-
þykktur. Hefur t.d. François Hollande
Frakklandsforseti sagst „aldrei geta
samþykkt“ samninginn í núverandi
mynd, ekki hvað síst eins og hann
snertir landbúnað og menningu.
ai@mbl.is
Sigmar Gabriel
Segir viðræður
við BNA hafa
misheppnast
● Theresa May,
forsætisráðherra
Bretlands, hefur
skipað ráðherrum
sínum að gera drög
að aðgerðaáætlun
fyrir hvert ráðu-
neyti um hvernig
staðið verði að út-
göngu Bretlands úr
ESB. Eiga ráðherr-
arnir að kynna áætlanirnar á miðviku-
dag. Telegraph greinir frá þessu og seg-
ir ætlun May meðal annars að koma í
veg fyrir að stjórnsýslan reyni að tefja
fyrir útgöngunni.
May heldur í framhaldinu til Kína á
fund leiðtoga G20-ríkjanna og er þess
að vænta að hún muni þar þurfa að
svara spurningum um hvernig Bretland
hyggist kveðja ESB. ai@mbl.is
Þrýstir á ráðherra
Theresa May