Morgunblaðið - 29.08.2016, Side 15

Morgunblaðið - 29.08.2016, Side 15
FRÉTTIR 15Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. ÁGÚST 2016 Verkfærasalan - Síðumúla 11 - 560-8888 - www.vfs.is Frábær verð! 99.900 Verð Bandsög 100mm Stærð blaðs 1470x13mm. Geta í 90° 100x150mm. TT 388001 134.900 Verð Bandslípivél 75x2000mm Öflug bandslípivél með 3.000W mótor. Band 75x2000mm TT389001 Jean Ping, mót- frambjóðandi Ali Bongos, forseta Gabon, í forseta- kosningum þjóð- arinnar, sagðist í gær hafa verið kjörinn forseti. Kosningarnar fóru fram á laugardaginn og verða úrslitin tilkynnt á morgun. Fram- bjóðendum er óheimilt samkvæmt lögum að tilkynna um úrslit kosn- inganna með þessum hætti. Bongo forseti sagðist bíða rólegur eftir niðurstöðu kosninganna. „Við virðum lögin þannig að við bíðum rólega eftir því að úrslitin eru til- kynnt,“ segir Bongo sem hefur ver- ið forseti síðan árið 2009. GABON Sagðist hafa unnið kosningarar Tim Kane, vara- forsetaefni demó- krata, fullyrðir að Donald Trump berjist fyrir gild- um Ku Klux Klan. Hann segir að Bandaríkin verði að gera allt til að berjast á móti þeim gildum. Trump svaraði því að Hillary hefði gleymt því að hún hefði kallað Robert Byrd, þingmann sem var meðlimur KKK, læriföður sinn. BANDARÍKIN Segir Trump berjast fyrir gildum KKK Kólumbíska ríkið og Byltingarher Kólumbíu gerðu vopnahlé í nótt og bundu enda á 52 ára langt stríð sín á milli. Byltingarher- inn tilkynnti ein- hliða vopnahlé í júlí árið 2015, en þetta er í fyrsta skiptið sem báðir aðilar hafa lofað að leggja var- anlega niður vopn sín. KÓLUMBÍA Sögulegt vopnahlé í Kólumbíu í nótt Jóhannes Tómasson johannes@mbl.is Tyrkir auka stuðning sinn við Sýrlandsstjórn og voru skriðdrekar sendir inn í landið um helgina til að efla aðgerðir gegn hersveitum Kúrda og Ríkis íslams sem hófust fyrir fimm dögum. Á sama tíma færist vindur í segl viðræðna á milli Tyrklands og Sýrlands um vopnahlé. Fæla Ríki íslams burt og stöðva Kúrda Flutningur skriðdrekanna var enn eitt skrefið í hernaðaraðgerðum Tyrklands innan Sýrlands, sem miða að því að fæla veru Ríkis Íslam úr land- inu, auk þess að stöðva sókn hersveita Kúrda. Tyrkjaher hefur gert stöðugar loftárásir í Sýr- landi um helgina. Á laugardaginn voru vopnabúr og stjórnstöðvar sprengd, en að sögn ríkisfrétta- stofunnar Anadolu voru þau í eigu hryðjuverka- samtaka. Ekki kom fram í tilkynningu fréttastofunnar að hvaða hópi skotunum var beint. Kúrdískir uppreisnarmenn í Sýrlandi segja að tyrkneskar loftárásir hafi beinst að þeim á laugardaginn. Hermenn Kúrda gerðu sprengju- árás á tyrkneska skriðdreka og féll einn tyrk- neskur hermaður. Var hann fyrsti tyrkneski her- maðurinn til að láta lífið síðan hernaðaraðgerðir Tyrkja í Norður-Sýrlandi hófust síðastliðinn mið- vikudag. 35 óbreyttir borgarar fórust í gær Hersveitir Tyrkja gengu enn lengra í gær. Kvaðst Tyrkjaher hafa drepið 25 kúrdíska hryðjuverkamenn eftir loftárásir sem gerðar voru á bæinn Jarabulus. Að minnsta kosti 35 óbreyttir sýrlenskir borgarar fórust í árásunum og er það fyrsta mannfall óbreyttra borgara Sýr- lands síðan Tyrkir hófu aðgerðirnar. Tyrkjaher kveðst reyna eftir bestu getu að koma í veg fyrir mannfall borgara. „Allar mögu- legar ráðstafanir hafa verið gerðar til að koma í veg fyrir að óbreyttir borgarar á svæðinu sær- ist,“ stóð í yfirlýsingu ríkisfréttastöðvarinnar. Leggja allt í sölurnar Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, lof- aði að barist yrði jafn hart gegn hryðjuverka- mönnum Ríkis íslams og hermönnum kúrdískra Sýrlendinga. „Við munum gera hvað sem er til að fæla Da- esh (Ríki íslams) úr Sýrlandi,“ sagði Erdogan í gær. Hann sagði auk þess að Tyrkland væri jafn- ákveðið í aðgerðum gegn hersveitum Kúrda. Auka enn heraðgerðir  Tyrkjaher flutti skriðdreka til Sýrlands um helgina  Loftárásir urðu 25 her- mönnum Kúrda að bana  Mikill fjöldi óbreyttra borgara fórst í árásum í gær Óvissa ríkir meðal afganskra fjöl- skyldna í Pakistan eftir að pak- istönsk yfirvöld gáfu út tilmæli um að víkja skyldi öllum þremur millj- ónum hælisleitenda frá Afganistan úr landi. Margir íbúar Afganistan leituðu hælis í Pakistan á áttunda ára- tugnum og var þeim tekið opnum örmum. En eftir hryðjuverkaárás- irnar í New York 11. september árið 2001 snerist hugur pakist- önsku þjóðarinnar gegn Afganist- an. Hins vegar lá ekkert á að vísa afgönsku hælisleitendunum úr landi fyrr en í desember árið 2015 þegar pakistönsk yfirvöld gáfu hælisleitendum skyndilega sex mánaða frest til þess að yfirgefa landið. Í júní síðastliðnum var fresturinn framlengdur um aðra sex mánuði, og var helstu landa- mærum Afganistan og Pakistan lokað öllum frá Afganistan sem höfðu ekki ferðaskjöl meðferðis. AFP Flutningar Afganskir íbúar Pakistan búa sig undir að flytjast búferlum, margir eftir langa veru í landinu. 3 milljónum gert að yfir- gefa landið Hersveitir líbísku sameiningar- stjórnarinnar, sem nýtur stuðnings Sameinuðu þjóðanna, brutu sér leið inn í síðustu hverfi borgarinnar Sirte sem lúta enn stjórn Ríkis íslams. Sirte, sem var heimaborg einræðis- herrans Muammars Gaddafi, var áð- ur helsta strandvígi Ríkis íslams. Hersveitir hliðhollar sameiningar- stjórninni hófu orrustuna um borg- ina fyrir rúmum þremur mánuðum. Fyrr í ágúst náðu þær höfuðstöðvum Ríkis íslams og króuðu vígamenn þess af við hafið. Grimmilegir bar- dagar áttu sér stað á götum Sirte í gær, en lokaorrustan er nú hafin. Undir Ríki íslams síðan 2015 Ríki íslams náði Sirte í júní árið 2015 og var óttast að ráðist yrði á Evrópu frá borginni, sem liggur við Miðjarðarhafið. AFP Skoti hleypt af Líbíski stjórnarherinn berst við Ríki íslams um Sirte. Lokaorrustan um Sirte er hafin  Ríki íslams missir tökin á borginni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.