Morgunblaðið - 29.08.2016, Page 18
18 UMRÆÐAN Minningar
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. ÁGÚST 2016
Fjölmiðlar
hafa undan-
farið fjallað
um breytingu
á lyfjalögum í
þá veru að
ljósmæður og
hjúkrunar-
fræðingar fái
leyfi til þess að ávísa lyfjum.
Hvað varðar ljósmæður er
um það að ræða að þær geti
ávísað sérstaklega getnaðar-
varnarlyfjum til hraustra
kvenna. Ennfremur að ljós-
mæður sem sinna heimafæð-
ingum hafi auðveldari aðgang
að lyfjum sem þarf að nota við
heimafæðingar til að fyllsta
öryggis sé gætt, eins og lyf
sem stöðva alvarlega blæð-
ingu eftir fæðingu. Í umræð-
unni varðandi getnaðar-
varnarlyf hafa ýmis
sjónarhorn komið fram, t.d.
að fóstureyðingum ungra
kvenna hafi fækkað eða staðið
í stað og að fæðingum ungra
kvenna hafi fækkað.
Ljósmæður fagna því að
fóstureyðingum ungra
stúlkna og kvenna hefur ekki
fjölgað á liðnum árum þó að-
heildarfjöldi hafi haldist
nokkuð stöðugur (sjá töflu á
vef Embættis landlæknis
http://www.landlaeknir.is/
utgefid-efni/skjal/item13094/
).
Umræða um það hvort gefa
ætti fleiri heilbrigðisstéttum
leyfi til að ávísa ákveðnum
lyfjum hefur farið fram meðal
annars hjá Embætti land-
læknis sem sendi frá sér
ályktun varðandi efnið nýlega
og styður þær hugmyndir að
ljósmæður geti ávísað
ákveðnum lyfjum sem falla
innan sérsviðs þeirra. Ljós-
mæður hafa sótt það í mörg
ár að fá leyfi til að ávísa
ákveðnum lyfjum fyrir sína
skjólstæðinga. Málið hefur
aldrei komist alla leið í reglu-
gerð eða lög og ekki ljóst
hvers vegna svo er.
Heyrst hafa þau rök að
menntun ljósmæðra sé ekki
jafn löng og lækna og það sé
ekki góður kostur að færa
verkefni til lægra mennt-
unarstigs nema það geri
meira gagn en ógagn. Hér
verður að benda á að ljós-
mæður ljúka sex ára námi í
háskóla og til þess að verða
sérfræðingar mennta ljós-
mæður sig í að minnsta kosti
tvö ár til viðbótar.
Benda má á að læknanem-
ar fá tímabundið leyfi til þess
að ávísa lyfjum m.a. getn-
aðarvarnalyfjum þegar þeir
leysa t.d. heimilislækna af á
heilsugæslustöðvum á sum-
arleyfistíma og því má spyrja
sig hversvegna ljósmóðir,
sem hefur sex ára
háskólamenntun, jafnvel
tveggja ára viðbótarnám á
sínu sviði, og reynslu af því að
starfa með konum á barn-
eignaraldri geti ekki fengið
slíkt leyfi? Að auki hefur verið
áhersla á að efla grunnþjón-
ustu í heilbrigðiskerfinu og
því má einnig spyrja hvers
vegna heilbrigð kona, sem vill
stjórna sínum barneignum,
þarf að nota til þess sérfræði-
þjónustu.
Ljósmæður hafa góða
þekkingu á heilbrigði kvenna
á frjósemisskeiði og konur á
því skeiði eru líka sá hópur
sem ljósmæður sinna á degi
hverjum. Ljósmæður hitta
nær allar konur í barneign-
arferlinu, bæði á meðgöngu í
fæðingu og eftir fæðinguna.
Þær þekkja vel til konunnar
eftir að hafa sinnt henni í
gegnum alla meðgönguna,
jafnvel nokkrar meðgöngur.
Það liggur því mjög beint við
að hraust og heilbrigð kona
geti kosið það að hafa sam-
band við ljósmóðurina sína og
fá hjá henni ráðgjöf um getn-
aðarvörn og síðan lyfseðil óski
hún þess. Það er ekki sjúk-
dómur að vilja stjórna barn-
eignum og því hvenær heppi-
legt sé að eignast barn.
Að lokum, Ljósmæðrafélag
Íslands starfar náið með
Námsbraut í ljósmóðurfræði
og með ljósmæðrafélögum á
Norðurlöndunum varðandi
þennan málaflokk. Nú er
staðan í þeim löndum, sem við
berum okkur gjarnan saman
við og störfum með, sú að
ljósmæður hafa víða réttindi
til að ávísa
getnaðarvarnarlyfjum. Í Sví-
þjóð hafa ljósmæður haft
slíka heimild til margra ára
og í Noregi var heimild ljós-
mæðra til að ávísa getnaðar-
vörnum nýlega rýmkuð enn
frekar.
Menntun íslenskra ljós-
mæðra er með því besta sem
gerist í heiminum og því er
einkennilegt að við nýtum
ekki menntun og færni ís-
lenskra ljósmæðra betur. Al-
þjóðlegar stofnanir á borð við
WHO hafa mælt með því að
nýta sem best menntun heil-
brigðisstétta.
Það er tími til kominn að
Ísland fylgi þeirri þróun sem
er orðin í kringum okkur og
feti í fótspor nágrannaþjóða
okkar og gefi ljósmæðrum
leyfi til að ávísa lyfjum innan
þeirra sérsviðs. Annað er
gamaldags hugsanagangur,
færum okkur til ársins 2016.
Vegna fyrirhugaðra
breytinga á lyfjalögum
Eftir Ás-
laugu Vals-
dóttur og
Hildi Krist-
jánsdóttur
» Ljósmæður hafa
sótt það í mörg
ár að fá leyfi til að
ávísa ákveðnum
lyfjum fyrir skjól-
stæðinga sína.
Áslaug Valsdóttir
Áslaug er formaður Ljós-
mæðrafélags Íslands, Hildur
er formaður Norðurlanda-
samtaka ljósmæðra og dósent
við Háskóla Íslands.
Hildur Kristjánsdóttir
Á undanförn-
um árum hefur
fámennur en há-
vær hópur fólks,
sem fer fram
með slagorðið
„No Borders
(engin landa-
mæri), ítrekað
reynt að koma í
veg fyrir að
ólöglegum inn-
flytjendum sé vísað af landi
brott. Hópurinn boðar reglu-
lega til mótmæla gegn því að
lögregla framfylgi löglegum
ákvörðunum yfirvalda. Skiptir
þá ekki máli þótt mótmæl-
endur megi telja á fingrum
beggja handa, því vitað er að
fjölmiðlar munu segja fréttir
af mótmælunum og mæta
samviskusamlega á vettvang
atburðanna. Slíkar fréttir
helgast tæplega af áhuga
manna á mótmælunum, heldur
miklu frekar af áhuga fjöl-
miðla á viðbrögðum alþingis-
og embættismanna við slíkum
mótmælum. Þegar sagðar eru
fréttir af þessum toga er mál-
flutningur iðulega í höndum
lögmanna hinna ólöglegu inn-
flytjenda, sem fá greitt fyrir úr
vasa okkar skattborgara og í
því sambandi erum við ekki að
tala um neina „vasapeninga“,
heldur stórfé. Nýlega var upp-
lýst að lögfræðikostnaður rík-
isins vegna hælisleitenda hlypi
á rúmlega 174.000.000 kr. frá
árinu 2014 til loka apríl 2016.
Þá er ótalinn kostnaður vegna
húsnæðis, fram-
færslu og heil-
brigðisþjónustu
o.s.frv. Þessum
fjármunum verð-
ur ekki eytt
tvisvar.
Tilraunir ná-
grannalanda
okkar enduðu
með ósköpum
Krafa þessa
fólks er sú, að
eftirlit á landamærum Íslands
verði lagt niður og að stjórn-
völd hætti að styðjast við regl-
ur ESB, sem fjalla um í hvaða
landi skuli leyst úr hæl-
isumsóknum (Dyflinnarreglu-
gerðin). Eðlilega hefur stærst-
ur hluti þjóðarinnar hrist
hausinn yfir þessum kröfum,
þótt enginn viti hve margir
myndu vilja sækja hér um
hæli. Þeir eru þó án nokkurs
vafa fleiri en við ráðum við. Og
þótt við lifum ekki öll við alls-
nægtir telja hælisleitendur að
íslenskt velferðarkerfi sé eft-
irsóknarvert og að hér drjúpi
smjör af hverju strái, á þeirra
mælikvarða. Þær kynslóðir Ís-
lendinga sem byggt hafa upp
velferðarkerfið vita hins vegar
að það þolir ekki að á skömm-
um tíma streymi hingað þús-
undir manna sem útvega þarf
húsnæði, framfærslu, mennt-
un og heilbrigðisþjónustu.
Samfélagstilraunir af þess-
um toga hafa sem kunnugt er
endað með ósköpum í ná-
grannalöndum okkar og
stjórnmálamenn eru að bregð-
ast við. Skiptir þá ekki máli
þótt um miklum mun fjöl-
mennari samfélög sé að ræða.
Hvort tveggja Svíar og Þjóð-
verjar gáfust upp á síðasta ári.
Ekki var unnt að bjóða öllum
þeim einstaklingum húsaskjól,
sem sóttu þar um hæli og enga
vinnu var að fá fyrir mikinn
fjölda þeirra. Svíar neyddust
þess vegna til þess að taka upp
landamæraeftirlit að nýju.
Sama gerðu Danir. Þá höfðu
Þjóðverjar forgöngu um að
semja við Tyrki um að þeir
flóttamenn sem koma austan
að verði áfram þar. Óþarft er
að rekja þau skelfilegu áhrif
sem þessar samfélagstilraunir
hafa haft á öryggi almennings
í Evrópu.
Píratar vilja gera
sína eigin tilraun
Nú hefur það gerst, að
Helgi Hrafn Gunnarsson,
þingmaður Pírata, hefur lagst
á sveif með fólkinu í „No Bor-
ders“. Helgi Hrafn vill að ís-
lensk stjórnvöld hætti að
styðjast við Dyflinnarreglu-
gerðina og að öll mál hælisleit-
enda verði tekin til efnislegrar
meðferðar. Ástæðan sem
Helgi Hrafn gefur upp er sú að
það kosti svo mikið að hafna
umsóknum hælisleitenda. Áð-
ur en fylgi Pírata tók að rísa
hefði þjóðin hrist hrausinn yfir
þessari afstöðu Helga Hrafns
með sama hætti og hún hefur
hrist hausinn yfir kröfum
þeirra sem æpa „engin landa-
mæri“. Í ljósi þess fylgis sem
Píratar mælast nú með í skoð-
anakönnunum verður hins
vegar að taka afstöðu Helga
Hrafns alvarlega.
Fullyrða má að hugmyndir
hans um að kasta Dyflinnar-
reglugerðinni fyrir róða eiga
sér ekkert fylgi meðal þorra
Íslendinga. Í síðasta mánuði
var nær fjórða hvert mál af tíu
afgreitt á grundvelli
Dyflinnarreglugerðarinnar.
Hugmyndir Helga Hrafns
gætu því valdið því að taka
þyrfti efnislega afstöðu til ná-
lægt tvöfalt fleiri umsókna. Í
frétt mbl.is um málið 17. þessa
mánaðar er haft eftir þing-
manninum: „Ég vil vita hvað
það kostar báknið að halda
fólki frá landinu í stað þess að
taka fleiri mál til efnismeð-
ferðar.“ Helgi Hrafn hefur áð-
ur ýjað að því að opna eigi
landamærin. Ábyrgðarleysið
er algjört. Þetta er sú sam-
félagstilraun sem er í boði Pí-
rata hljóti þeir brautargengi í
næstu kosningum.
Og í þeirri tilraun verður
sömu krónunni ekki eytt tvisv-
ar.
Samfélagstilraun
í boði Helga Hrafns pírata
Eftir Gústaf
Níelsson » Þær kynslóðir
Íslendinga sem
byggt hafa upp vel-
ferðarkerfið vita
hins vegar að það
þolir ekki að á
skömmum tíma
streymi hingað þús-
undir manna
Gústaf Níelsson
Höfundur er sagnfræðingur.
✝ Janus Haf-steinn Eng-
ilbertsson fæddist
í Súðavík 20. des-
ember 1942. Hann
lést á Heilbrigðis-
stofnun Suður-
nesja 19. ágúst
2016.
Hann var sonur
hjónanna Einars
Engilberts Þórð-
arsonar frá
Kambsnesi við Álftafjörð og
Ásu Valgerðar Eiríksdóttur
frá Snæfjöllum við Ísafjarð-
ardjúp. Hann var yngstur af
11 systkinum.
Hann kvæntist Gunnellu Jó-
hannsdóttur árið 1962 og
hefðu þau átt 54 ára brúð-
kaupsafmæli 2. september á
þessu ári. Þau eignuðust sjö
börn. Þau eru: 1) Sigtryggur,
f. 9. júní 1961, kvæntur Jó-
hönnu Halldórsdóttur. 2)
Eygló, f. 20. júní 1962. 3) Agn-
ar, f. 30. júlí 1963, kvæntur
Sigurborgu Þorvaldsdóttur. 4)
Jóhann Óttar, f. 16. maí 1965,
d. 27. mars 1985. 5) Lovísa, f.
18. júlí 1966, gift Massimo
Luppi. 6) Hafdís, f. 6. október
1967, gift Karli
Gústafi Davíðs-
syni. 7) Alda Úlf-
ars, f. 1. febrúar
1971, gift Jóni Þór
Maríussyni. Jó-
hann Óttar var
ættleiddur til ynd-
islegra vina við
fæðingu en var
alltaf hluti af
barnahópnum.
Hafsteinn átti
einnig 22 barnabörn og 10
barnabarnabörn og fór barna-
hópurinn ört stækkandi því
hann átti von á tveimur barna-
barnabörnum á næsta ári og
einu barnabarnabarnabarni
núna á næstu vikum.
Hafsteinn vann við sjó-
mennsku nær allt sitt líf ásamt
ýmsu öðru. Hann var mikið
ljóðskáld og snilldar penni og
er hans þriðja ljóðabók að
koma út á næstu dögum. Hann
var einnig mjög trúaður mað-
ur og var einn af stofnendum
KEFAS.
Útför Hafsteins fer fram frá
Keflavíkurkirkju í dag, 29.
ágúst 2016, og hefst athöfnin
kl. 13.
Elsku pabbi, ég sit hér og
skrifa þér kveðjubréfið og mig
vantar orð. Vildi að ég hefði þína
náðargáfu að geta skrifað og ort
það allra fallegasta sem ég hef
lesið og á ég mörg ljóð og fallega
skrifuð kort sem ég hef fengið
frá þér frá því að ég var lítil
stelpa. Þú varst svo duglegur að
segja mér í skrifum hvað þú
elskaðir mig . Mig langar að
segja þér hversu þakklát ég er
fyrir þig, þú varst kletturinn
minn og fyrirmynd.
Alltaf skein blíðan og góð-
mennskan úr andlitinu þínu og
þó þú hafir verið fámáll oft á tíð-
um þá þurftir þú ekki að segja
neitt, ég las það í augunum þín-
um.
Síðustu dagana þegar þú lást
á spítalanum og ég hvíslaði að
þér allt sem ég vildi segja þér
veit ég að þú heyrðir í mér því þú
kreistir höndina mína.
Það er svo margt sem ég get
sagt um þig hér, elsku pabbi, en
ætla að láta eitt af ljóðunum sem
eru að koma út í bókinni þinni
fylgja með, því það segir allt um
þig og þinn kærleik sem þú barst
til fólksins.
Hvíldu í friði, elsku pabbi, ég
veit að þú hefur fengið hásæti á
himnum og ég ætla að hafa orðin
þín í huga þegar þú sagðir mér
að fagna þegar þú kveddir því þú
værir að fara „heim“.
Þú fæðist sem manneskja
sem hefur tilfinningar og þrár
stöðugar langanir
til að lifa lífinu
í velgengni og hamingju
og vonar að það rætist
En til þess að svo verði
þarftu að lifa lífinu þannig
að þú hafir elsku til meðbræðra
þinna
og berir umhyggju fyrir lítilmagn-
anum
Þá muntu öðlast miskunnsemi
sem kveikir hjá þér gjafmildi
og þú minnt upplifa
leyndardóm lífsins;
að sælla er að gefa en þiggja
Þá mun styrkur þinn
sem þú öðlast með reynslunni
gefa þér þolinmæði
til að takast á við allt mótlæti
og gefa þér þrautseigju og einurð
til að horfast í augu við dagana
sem oftast eru vondir
og það mun færa þér hamingju
(Hafsteinn Engilbertsson)
Þín dóttir,
Alda.
Elsku pabbi. Elsku kletturinn
okkar. Að sitja hérna ein um
kvöld og ætla að skrifa kveðjuorð
til þín er mér um megn. Ég
eyddi mörgum dögum og nóttum
í að kveðja þig, faðma þig,
strjúka, kyssa og nudda hita í
mjúku fæturna þína, fætur sem
alltaf stóðu styrkir og öruggir
fyrir okkur fjölskylduna þína.
Svo kom að því að þeir fóru að
gefa sig, hægt og bítandi, og þá
þurftir þú stoð okkar og styrk.
Það var þér ekki auðvelt, ég veit
það, en mamma gaf þér allt sem
hún á svo þú héldir öllu þínu
stolti til síðasta andardráttar.
Stoltur varstu, stoltur af
mömmu, okkur börnunum ykkar
og öllum afkomendunum.
Pabbi, fallegi og góði pabbi
minn, sem kenndir mér svo
margt um svo marga hluti án
þess að vita af því. Nærvera þín
var svo hlý og einlæg. Það er það
sem þú varst, hlýr, einlægur,
ákveðinn, skemmtilegur og heið-
arlegur. Ég vona að einhverjir af
þínum góðu kostum búi í mér.
Núna ertu kominn til Jesú,
Jesú sem þú elskaðir og hlakk-
aðir til að fá að vera hjá. Trú þín
var sterk og falleg, þess vegna
veit ég að glaður gengur þú núna
með Jesú og ég veit að það hefur
verið tekið fagnandi á móti þér.
Pabbi, takk fyrir að hafa verið
þú, takk fyrir að hafa elskað mig
og fjölskylduna mína svona fal-
lega, takk fyrir að hafa verið vin-
ur minn. Pabbi, ég elska þig.
Góða ferð.
Hafdís.
Elsku Haddi minn, mig langar
að þakka þér fyrir að hafa fengið
að kynnast þér og eiga með þér
margar skemmtilegar stundir í
gegnum árin. Þú varst einstakur
maður, hlýr að utan sem innan,
fjölskyldurækinn og alltaf tilbú-
inn að hjálpa ef eitthvað vantaði.
Ég á eftir að sakna þess að geta
ekki sest niður með þér, hlustað
á þig segja sögur og ræða um allt
milli himins og jarðar, ég tala nú
ekki um fótboltann. Þú hefur
gefið mér svo margt og ert fyr-
irmyndin mín. Ég er heppin að
eiga svona góðan tengdapabba
og vin. Takk fyrir allt. Guð
geymi þig, Haddi minn.
Þinn tengdasonur,
Karl Gústaf Davíðsson.
Janus Hafsteinn
Engilbertsson
Fleiri minningargreinar
um Janus Hafstein Eng-
ilbertsson bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu
daga.