Morgunblaðið - 29.08.2016, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 29.08.2016, Blaðsíða 25
DÆGRADVÖL 25 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. ÁGÚST 2016 Smiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is HAGBLIKK Álþakrennur & niðurföll Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi Þær eru einfaldar í uppsetningu HAGBLIKK Ryðga ekki Brotna ekki Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt silfurgrátt og dökkgrátt Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þér finnst þú alltaf skjóta rétt framhjá markinu. Kannski er það af því að þig langar til að vera innan um fólk sem þú þekkir svona vel til margra. 20. apríl - 20. maí  Naut Vertu þolinmóður gagnvart vini þínum því ekki er allt sem sýnist. Sannfæring þín getur verið afdráttarlaus en hún gerir þig heillandi. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Hugsaðu þig vel um áður en þú læt- ur til skarar skríða. Þú átt of auðvelt með að hrífast af fólki svo farðu þér hægt í að velja þér trúnaðarvini, sérstaklega af hinu kyninu. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Græskulaust gaman er þér að skapi og það er sjálfsagt að lífga upp á tilveruna með þeim hætti. Aðrir líta hann jákvæðari augum en hann gerir sjálfur. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þótt gaman sé að breyta til er fáránlegt að gera það breytinganna vegna. Þig langar að kúvenda lífinu. Ef vinir og ættingjar leyfa það ekki verður þú að tala alvarlega við þá, þangað til þeir skilja þig. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Mörkin milli raunveruleika og ímynd- unar hafa máðst, en það gerir kannski ekkert til. Jafnvel yfirborðslegar samræður geta vakið hjá þér sterkar tilfinningar. 23. sept. - 22. okt.  Vog Forðastu rifrildi við ástvini, ekki síst for- eldra og maka. Njóttu félagsskapar hópsins með bröndurum sem bara þið skiljið, leyndarmálum og ykkar eigin látbragði. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Samvinna er það sem þarf til þess að klára verkið í tíma. Taktu því engu sem sjálfsögðum hlut heldur gaumgæfðu málin frá öllum hliðum. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Það er skelfilegt hvað slúðrið get- ur eyðilagt. Reyndu að láta þetta ekki slá þig út af laginu. Gott! Það er merki um að þú sért að lifa lífinu og ýtir þér áfram í þroska. 22. des. - 19. janúar Steingeit Vinalegt eðli þitt kemur að góðum notum í dag. Allt gengur upp rétt eftir að þú hefur hugleitt að gefast upp og ganga í burtu. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú átt það til að draga þig í hlé til að forðast árekstra við annað fólk. En gott svar getur líka vakið upp fleiri nýjar spurn- ingar. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú gætir fundið fyrir spennu á milli þín og þinna nánustu. Haltu áfram að láta sem allt sé í lagi, alveg eftir dagskránni. Mundu bara að hóf er best á hverjum hlut. Karl Frímannsson sendi okkurPétri syni mínum háttatal og nokkur rímnaerindi, sem hann hafði fundið í skjalabunka hjá sér ekki alls fyrir löngu, og hafði feng- ið hjá Gísla Jónssyni mennta- skólakennara árið 1977. Ekki kvaðst hann vita fyrir víst, hvort Gísli hefði gert plaggið eða Jakob Ó. Pétursson. Mér finnst ég þekkja handbragð míns gamla kennara Gísla á skjalinu en vel má Jakob hafa komið að því líka. Til gamans tek ég nokkrar vísur og birti í Vísnahorni. Fyrst kemur stefjahrun eftir Björn á Botna- stöðum: Viltu smella kossi á kinn, kæra Eyjalín, og vita hvort það vekur minn veiðihug til þín. Indriði á Fjalli orti dverghendu: Ekkert gott um Odd ég hermi, eitt er samt: Sína lofar hann upp í ermi öllum jafnt. Þessi staka eftir Pál J. Árdal varð fleyg á sínum tíma, en hún var ort þegar rætt var um það á Alþingi að taka upp þegnskyldu- vinnu með þeim rökstuðningi að það væri hollt unglingum. Háttur- inn er gagaraljóð: Ó, hve margur yrði sæll og elska mundi landið heitt mætti hann vera í mánuð þræll og moka skít fyrir ekki neitt. Undir sama hætti er þetta hljóm- mikla erindi úr Griðkurímum: Ungdóms viskan oft er ring, enginn hlýðir bernskum dreng, tungan hvorki töm né slyng að tengja saman mærðarstreng. Sigurður Breiðfjörð orti fyrstur undir þessum rímnahætti, – ný- hendu: Engir menn því orkað fá og aldrei heldur munu kunna að halda kvenna hjörtum frá honum sem þær vilja unna. Oft þykjast menn finna tilsvörun í samtímanum þegar þeir heyra gamlar vísur. Jóhannes úr Kötlum orti þessa valhendu: Þegar bágast baslið er með búskapinn hnippir illa sérhvert sinn samviskan í Steingrím minn. Þessi vikhenda er eftir Sigurð Breiðfjörð: Þú mér lánað lukku hefur mína. Ég hef án þín auðnukjör engin fram að tína. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Úr háttatali og nokkur rímnaerindi Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að eiga sér óskastjörnu. HNÚI VAR ALDREI STERKUR Í STÆRÐFRÆÐI. „AUÐVITAÐ ER AÐGERÐIN „ALGJÖRLEGA NAUÐSYNLEG“. ÉG KEMST EKKI Í SUMARFRÍ ÁN HENNAR.“ EINN DAGINN VIL ÉG GANGA Á TUNGLINU! KOMDU TIL BAKA MEÐ PÍTSU MEÐ AUKAOSTI. FLOTT. HRÓLFUR... ÉG ER AÐ MISSA MINNIÐ... ÞETTA GÆTI KOMIÐ MÉR VEL! ÞAÐ ER HROKKIÐ AFTUR UM MÁNUÐ... ...ÞEGAR ÞÚ LOFAÐIR AÐ GERA ÖLL HÚSVERKIN Á LISTANUM! EÐA EKKI! HANN ER TVÖFALT STÆRRI EN ÞÚ OG HELMINGI YNGRI. EINFALT DÆMI. Eldheimar, sýning og safn minningaum eldgosið í Eyjum árið 1973, voru viðkomustaður Víkverja í Eyja- ferð hans í síðustu viku. Frábærlega hefur tekist til með uppsetningu sýn- ingar þessarar, hvar myndir, hljóð og stafræn tækni skapa hughrif svo safngestum finnst þeir vera staddir á vettvangi. Lifandi myndir rúlla á skjá, í hljóðleiðsögn heyrast skellir og drunur frá eldstöðvunum og Jón Múli les fréttir útvarpsins af eldgosinu. Eldheimar eru áhrifarík sýning og þarna eru að mati Víkverjasett ný viðmið um hvernig slíkar skuli vera. x x x Í Eyjum hafa á síðustu árum veriðopnuð ný kaffihús, þar eru góðar verslanir og bærinn er vel hirtur og þrifalegur. Lagður hefur verið góður göngustígur upp á Eldfell og verið er að breyta gömlu vinnsluhúsi Fiskiðj- unnar til samræmis við nýtt hlutverk. Svona má áfram telja og allt helgast þetta af þeirri fjölgun ferðamanna til Eyja, sem fylgdi tilkomu Landeyja- hafnar. Frakkar, Þjóðverjar, Ítalir og Bretar voru á kaffihúsinu. Þar voru líka japanskir spekúlantar að kynna sér sjávarútveginn, enda eru Vesta- mannaeyjar fyrst og síðast verstöð. x x x Raunar er heilmikil drift í sjávar-vegi í Eyjum um þessar mundir; Vinnslustöðin er að færa út kvíar og fjölmennir flokkar iðnaðarmanna eru á svæðinu. Mikið umleikis, langir vinnudagar og rífandi góð laun. x x x En hvað mætti gera betur í Eyjum?Víkverja þætti tilvalið að á Bæj- arbryggjunni svonefndu, austast á hafnarsvæðinu, væri útimarkaður með sjávarfangi. Einnig mætti Strandvegur, neðst í bænum, vera meira aðlaðandi. Og auðvitað verður svo í fyllingu tímans. Hvorki Róm né Eyjar voru byggðar á einum degi. x x x Í siglingu til Eyja var pus og Herj-ólfur vaggaði á öldunum. Undir kvöldið var orðið miklu lygnara svo skipið vaggaði varla. Víkverji sneri heim ánægður eftir góðan dag. víkverji@mbl.is Víkverji Ég skal sýna yður, hvern á að hræðast. Hræðist þann er hefur vald til að deyða og að því búnu varpa í helvíti. Já, ég segi yður, hræðist hann. (Lúk. 12:5)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.