Morgunblaðið - 29.08.2016, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 29.08.2016, Qupperneq 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. ÁGÚST 2016 Rapparinn Vic Mensa, sem mun meðal annars hita upp fyrir Justin Bieber á tónleikum hér á landi í september, var hent úr flugvél Am- erican Airlines um helgina. Þetta var í annað skiptið á þremur mán- uðum sem tónlistarmanninum er hent úr flugvél fyrir óspektir en Mensa var allt annað en sáttur við framferði flugfélagsins að þessu sinni. Að hans eigin sögn var honum hent út úr vélinni eftir að hafa sagt starfsmanni fyrirtækisins að passa hvað hann segði við kvenkyns far- þega en að mati Mensa var kauði einkar dónalegur við farþegana. Flugfélagið American Airlines gaf út tilkynningu þar sem það kveðst harma atburðinn eftir að rapparinn hvatti alla sína fylgjendur til að snið- ganga fyrirtækið. Það var þó flugfélagið United Airlines sem henti honum úr flugvél sinni í fyrra skiptið en Mensa kvaðst þá hafa verið að tala við þunglyndan aðdáanda í símann þegar flugvélin hafði ekki einu sinni tekið á loft. Starfsmenn flugfélagsins vísuðu honum úr vélinni fyrir notkun sím- ans. Rappari Vic Mensa mun hita upp fyrir Justin Bieber í september. Vic Mensa vísað úr flugvél BEN-HUR 8, 10:35 NÍU LÍF 2, 4, 6 HELL OR HIGH WATER 5:50, 8, 10:10 SAUSAGE PARTY 10:30 LEYNILÍF GÆLUDÝRA 2D ÍSL.TAL 2, 4, 6 LEYNILÍF GÆLUDÝRA 2D ENS.TAL 4 JASON BOURNE 8 ÍSÖLD 2D ÍSL.TAL 1:40 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar Miðasala og nánari upplýsingar TILBOÐ KL 2 TILBOÐ KL 2 Lærimeistarinn í Branding Staður: Gamla bíó Tími: Þriðjudagur 20. sept. kl. 8.30-11.30 Fyrirlesari: Kevin Lane Keller, Prófessor við Dartmouth College Skráning á imark.is Kevin Lane Keller, prófessor við Dartmouth College í Bandaríkjunum, er að koma til landsins á ný í sept– ember, en hann vakti mikla lukku hér á landi árið 2010 á fjölsóttum fyrirlestri um vörumerkjastjórnun. Keller fjallar á morgunfundi í Gamla bíói um grundvallaratriði vörumerkjastjórnunar og skoðar um leið vörumerkið Ísland. Keller nýtur virðingar um allan heim fyrir rannsóknir sínar, þ.á m. vinnu sína með dr. Philip Kotler. mbl.is alltaf - allstaðar »Rokkhátíð æskunnar var haldin í fyrsta skipti á Kex hosteli í gær en þar var boðið upp á tónlist- aratriði, gagnvirka fræðslu og vinnusmiðjur. Krakkar á ýmsum aldri fengu að leika sér með hljóðfæri búin til úr ávöxtum, smíða sinn eigin hljóðnema, gera barmmerki, vinna raftónlist og fleira. Tónleikarnir fóru fram í bókahorninu og stigu þar á stokk meðal annars Meistarar dauðans og Hasar Basar. Rokkhátíð æskunnar haldin með pompi og prakt á Kex hosteli Einbeiting Allir aldurshópar fundu eitthvað við sitt hæfi og skein einbeiting af svip stúlknanna. Tónlistarfólk Hæfileikaríkt fólk steig á stokk á Rokkhátíðinni. Áhugi Þessir létu ekkert fram hjá sér fara og hlustuðu af fullri athygli. Morgunblaðið/Golli Trommuleikur Þessi á framtíðina fyrir sér.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.