Morgunblaðið - 29.08.2016, Page 32

Morgunblaðið - 29.08.2016, Page 32
MÁNUDAGUR 29. ÁGÚST 242. DAGUR ÁRSINS 2016 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 517 KR. ÁSKRIFT 5613 KR. HELGARÁSKRIFT 3505 KR. PDF Á MBL.IS 4978 KR. I-PAD ÁSKRIFT 4978 KR. 1. Bannar flutning á laginu sínu 2. Anna Lára Orlowska er … 3. Þetta vissir þú ekki um skapahár 4. Einstök reynsla og mjög jákvæð »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Kristinn E. Hrafnsson býður gest- um upp á leiðsögn um sýningu sína í höfuðstöðvum Arion banka í Borgartúni 19 á morgun kl. 17.15. Mun hann ganga með gestum um sýninguna og segja frá helstu verk- um sínum. Eftir leiðsögnina verður boðið upp á léttar veitingar og óformlegt spjall. Áhugasamir þurfa að skrá komu sína á vef bankans. Sýningin stendur til 2. september nk. og er opin gestum og gangandi alla virka daga kl. 9-16. Kristinn E. Hrafnsson verður með leiðsögn Morgunblaðið/Einar Falur  Fjórði norræni dansvettvangurinn Ice Hot Nordic Dance Platform verður haldinn í Kaupmannahöfn 30. nóvember til 4. desember í ár. Samstarfsaðilar Ice Hot halda einnig opinn fund um alþjóðlegt starf í öllum norrænu höfuðborg- unum til undirbúnings fyrir dans- vettvanginn og verður fyrsti fund- urinn í Reykjavík 29. ágúst í tengslum við Everybody’s Specta- cular-hátíðina. Lene Bang Henn- ingsen, Bush Harts- horn og Kirre Arne- berg tala á fundin- um og Ása Richardsdóttir, einn af skipuleggjendum fundarins, verður um- ræðustjóri. Samtal um hið alþjóð- lega í Reykjavík Á þriðjudag Austan og síðan norðaustan 8-15 m/s, hvassast á Norðvesturlandi. Rigning um allt land og hiti 8 til 13 stig. Á miðvikudag og fimmtudag Breytilegar áttir og skúrir. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Vestlæg átt og dálítil væta á Norðvestur- landi um tíma en léttir síðan til fyrir norðan og austan. Vaxandi austanátt og fer að rigna syðst á landinu. Hiti 6 til 14 stig. VEÐUR Íslandsmeistarar FH eru með sjö stiga forskot á toppi Pepsi-deildar karla í knattspyrnu þegar fimm umferðum er ólokið. FH hafði betur á móti Víkingi Ólafsvík í gær. Valur hélt sigurgöngu sinni áfram með sigri gegn KR, Skagamenn eru á bullandi siglingu eftir sigur á Víkingi Reykjavík og Fylkismenn fengu á sig jöfnunarmark í uppbótartíma. »2-8 Meistararnir eru í sterkri stöðu Íslandsmeistarar KR í DHL-deildinni í körfuknattleik hafa fengið gríðarlega góðan liðsstyrk fyrir komandi leiktíð en landsliðsmaðurinn Jón Arnór Stefáns- son er kominn heim. Jón Arnór samdi til tveggja ára við Vesturbæjar- stórveldið. »1 Jón Arnór til Íslands- meistaranna Íslandsmeistarar Breiðabliks tryggðu sér sæti í 32 liða úrslitum Meistara- deildar Evrópu í knattspyrnu með því að vinna stórsigur á velska liðinu Cardiff Metalist, 8:0, í lokaumferð- inni í riðlakeppninni í Wales í gær. Blikar höfnuðu í efsta sætinu með sjö stig úr þremur leikjum og verða í hattinum þegar dregið verður til 32 liða úrslitanna í vikunni. »1 Blikakonur fóru áfram í Meistaradeildinni ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Segja má að líf Bandaríkjamanns- ins Jennifer Grace Smith hafi tekið miklum breytingum þegar hún ákvað skyndilega að flytja til Ísa- fjarðar, eftir að hafa búið í þéttbýl- um stórborgum allt sitt líf. Hún hafði hvergi fest rætur fyrr en hún hreifst af Vestfjörðum, en þar tekst henni meðal annars að svala helsta áhugamáli sínu, rann- sóknum á matvælakerfum, sér- staklega aðgangi að ferskum mat, einkum fiski. Hefur komið víða við „Ég kem upprunalega frá stórri borg í Bandaríkjunum, Chicago, og stundaði síðar nám og vann í Pek- ing í Kína,“ segir Jennifer, en þar áður hafði hún stundað nám í Frakklandi, í frönskum bókmennt- um. Þar tók hún einnig námskeið í kínversku og kínverskum bók- menntum og fluttist að námi loknu til Kína, þar sem hún útskrifaðist með meistaragráðu í alþjóðasam- skiptum. Síðan fluttist hún til Georgíu þar sem hún starfaði við alþjóðasam- skipti tengd Bandaríkjunum og Kína. „Ég hef alltaf haft þessa útþrá og hafði alltaf hugsað mér að búa í stórborgum,“ segir hún. Tekið opnum örmum á Ísafirði Þegar Jennifer heimsótti Ísafjörð árið 2011 sem ferðamaður varð ekki aftur snúið og fluttist hún þangað árið 2012. Á Ísafirði stundaði hún nám við Háskólasetur Vestfjarða og útskrif- aðist úr haf- og strandsvæðastjórn- un, sem hún kennir nú sjálf við Há- skólasetrið. Einnig hefur hún starfað í hluta- starfi sem leiðsögumaður í ferða- þjónustunni, en sífellt fleiri skemmtiferðaskip hafa nú viðkomu á Ísafirði. Tungumálakunnáttan kemur sér einkar vel þar, að sögn Jennifer. Vinnur líka í fiskbúð Einnig hefur hún í hlutastarfi staðið vaktina hjá Kára Þór Jó- hannssyni í Fiskbúð Sjávarfangs. „Þetta er lítið samfélag, en það er mikið líf hér. Maður situr aldrei auðum höndum og fólkið hér býður alla velkomna, ég hafði ekki upp- lifað þetta. Ég er hamingjusöm hérna á Ísafirði,“ segir Jennifer Grace Smith. Útþráin leiddi til Ísafjarðar  Unir sér vel fyr- ir vestan eftir líf í stórborgunum Ljósmynd/Úr einkasafni Ánægð Jennifer Smith á fjallstindi ofan Skutulsfjarðar. Hún starfar nú við Háskólasetur Vestfjarða, þar sem hún kennir haf- og strandsvæðastjórnun. Hún hefur ferðast um víða veröld, enda alltaf verið haldin útþrá. Rannsóknir Jennifer Smith hafa einkum snúið að innlendum fiskmarkaði á Íslandi. „Þegar ég kom hingað varð ég sífellt áhugasamari um dreifbýl svæði. Þegar ég kom til Ísafjarðar fannst mér áhugavert að fólk, sérstaklega ferðamenn, átti erfitt með að nálgast ferskan fisk,“ segir hún. Svonefndir gjafamarkaðir hafi víða skapast á landsbyggðinni, þar sem þeir sem eigi skyldmenni sem vinna á sjó hafi góðan aðgang að fiski. Þeir sem hafi hann ekki, geti síður náð sér í fisk enda víða ekki fiskbúðir til staðar í smærri plássum. Jennifer skrifaði ritgerð um þessi mál ásamt Catherine Chambers, sérfræðingi hjá Þekkingarsetri Blöndu- óss, og gerði þeim einnig skil í meistaraverkefni sínu. Misjafn aðgangur að fiski MEISTARAVERKEFNI UM FISKVERSLUN Á VESTFJÖRÐUM

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.