Morgunblaðið - 03.10.2016, Qupperneq 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. OKTÓBER 2016
Vistvænna prentumhverfi og hagkvæmni í rekstri
Með Prent+ fæst yfirsýn, aðhald í rekstri og fyrsta flokks þjónusta.
Prent+ er þjónusta fyrir fyrirtæki og stofnanir sem vilja hagræða í
rekstri prentumhverfis. Við aðstoðum þig við val á hagkvæmasta
prentbúnaði í samræmi við kröfur.
www.kjaran.is | sími 510 5520
Kostnaður hvers frambjóðanda í
persónukjöri í tengslum við alþing-
iskosningarnar má að hámarki
nema einni milljón að viðbættu
álagi fyrir hvern íbúa kjördæmis.
Þetta segir á vef Ríkisendurskoð-
unar þar sem frambjóðendur eru
minntir á að skila inn yfirlýsingu
eða uppgjöri í síðasta lagi þremur
mánuðum eftir að persónukjör
þeirra fór fram. Byggist þetta á lög-
um um fjármál stjórnmálasamtaka.
Hámarkskostnaður frambjóð-
enda er því ekki alls staðar sá sami
en álag á íbúa er mismunandi eftir
fólksfjölda í hverju kjördæmi. Á
kjörsvæði með fleiri en 50.000 íbúa,
18 ára og eldri, er álagið 75 kr. fyr-
ir hvern íbúa. Á svæði með 40.000-
49.999 íbúa er álagið hins vegar 100
kr. og fer hækkandi eftir því sem
færri búa á kjörsvæðinu. Þegar íbú-
arnir eru færri en 10.000 er álagið
orðið 175 kr.
Meira álag ef færri íbúar
Frambjóðandi sem bauð sig fram
í sameiginlegum Reykjavíkur-
kjördæmum, norður og suður,
mátti því eyða mestu í sinni baráttu
eða samtals 7.435.450 kr. á meðan
frambjóðandi í Suðvesturkjördæmi
mátti eyða samtals 5.827.600 kr.
Byggist þetta á íbúafjölda 18. ágúst
síðastliðinn þegar íbúar í Reykja-
víkurkjördæmunum voru 85.806 en
64.368 manns bjuggu í Suðvestur-
kjördæmi.
Minnstur mátti kostnaðurinn
vera í Norðvesturkjördæmi eða
3.593.000 en þar búa fæstir eða
20.744 manns. laufey@mbl.is
Mestu mátti eyða í Reykjavík
Morgunblaðið/Ómar
Eyðsla Frambjóðendur í persónukjöri máttu eyða mismiklu í baráttunni.
Frambjóðendum í persónukjöri gert að skila uppgjöri
Þórarinn Snorri
Sigurgeirsson,
28 ára stjórn-
málafræðingur,
var kjörinn for-
maður Ungra
jafnaðarmanna á
16. landsþingi
hreyfingarinnar
á laugardaginn.
Á landsþinginu
var stjórnmála-
ályktun samþykkt þar sem
menntastefna stjórnvalda er
gagnrýnd harðlega, sérstaklega
frumvarp menntamálaráðherra
um Lánasjóð íslenskra náms-
manna sem ungir jafnaðarmenn
segja vega að jöfnuði í samfélag-
inu og draga úr menntunartæki-
færum. „Frumvarpið hyglir þeim
efnameiri á kostnað þeirra efna-
minni og stuðlar að auknum ójöfn-
uði í samfélaginu. Slíkt frumvarp
hefur ekki hagsmuni allra náms-
manna að leiðarljósi,“ segir í
ályktuninni.
Nýr formaður
Ungra jafn-
aðarmanna
Þórarinn Snorri
Sigurgeirsson
Preben Péturs-
son mjólkurfræð-
ingur leiðir lista
Bjartrar fram-
tíðar í Norðaust-
urkjördæmi.
Listinn var lagð-
ur fram á föstu-
daginn og þar
með hefur Björt
framtíð birt fram-
boðslista sína í
öllum sex kjördæmunum.
Í öðru sæti listans er Dagný Rut
Haraldsdóttir, lögfræðingur og for-
maður Félags einstæðra foreldra, og
þriðja sætið skipar Arngrímur Viðar
Ásgeirsson, hótelstjóri, íþróttakenn-
ari og verkefnastjóri. Haukur Logi
Jóhannsson verkefnastjóri er í 4.
sæti og í því fimmta er Jónas Björg-
vin Sigurbergsson, nemi og íþrótta-
maður.
Í neðsta sæti listans, heiðurssæt-
inu, er Brynhildur Pétursdóttir al-
þingismaður sem ákvað að gefa ekki
kost á sér.
Preben leið-
ir BF í NA-
kjördæmi
Preben
Pétursson
Um helgina urðu stjórnarskipti hjá
Kiwanisumdæminu Ísland-
Færeyjar. Nýr umdæmisstjóri er
Haukur Sveinbjörnsson, Kiwanis-
klúbbnum Ósi á Hornafirði.
Hver umdæmisstjórn starfar í
eitt ár og hefur Kiwanishreyfingin
starfað í rúmlega fimmtíu ár á Ís-
landi. Kjörorð nýs umdæmisstjóra
eru: „Styrkjum innra starf, verum
sýnileg.“
Ný umdæmisstjórn
hjá Kiwanis