Morgunblaðið - 03.10.2016, Qupperneq 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. OKTÓBER 2016
Mangójógúrt
Ástæða þess að þú átt að velja lífræna jógúrt:
Lífrænar
mjólkurvörur
• Engin aukaefni
• Meira af Omega-3
fitusýrum
• Meira er af CLA
fitusýrum sem byggja
upp vöðva og bein
• Ekkert undanrennuduft
• Án manngerðra
transfitusýra
www.biobu.is
Einnig úrval
af pappadiskum,
glösum og servéttum
Strikinu 3 • Iðnbúð 2 • Garðabæ • 565 8070 • okkarbakari.is • facebook.com/okkarbakari
FLOTTU
AFMÆLISTERTURNAR
FÁST HJÁ OKKUR
Skoðið
úrvalið á
okkarbakari.is
er nóg að fjarstýring detti í gólfið, þá
getur rafhlaðan hrokkið úr, jafnvel
týnst og fólk veltir því kannski ekk-
ert mikið fyrir sér. En barn getur
fundið hana löngu síðar. Svo eru þær
oft í rafmagnskertum sem margir
vilja nota í skammdeginu frekar en
önnur kerti.“
Herdís gerði könnun síðasta vetur
á rafhlöðuhulstri rafmagnskerta.
Niðurstaðan var að þau væru flest
mjög vönduð þannig að börn eiga
erfitt með að komast að rafhlöðunni.
SVIÐSLJÓS
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
Gleypi barn hnapparafhlöðu getur
það valdið varanlegum skaða, jafnvel
dauða. Þessar rafhlöður verða sífellt
algengari og þær innihalda litíum
sem, að sögn Herdísar Storgaard,
framkvæmdastjóra Miðstöðvar
slysavarna barna, gerir þær talsvert
skaðlegri en aðrar gerðir rafhlaðna
komist þær í munn og maga barna.
Ekki er vitað til þess að börn hér á
landi hafi skaðast alvarlega vegna
þessa.
Hnapparafhlöður er m.a. að finna í
úrum, eldhús- og baðvogum og raf-
magnskertum. Þá eru þær í mörgum
leikföngum og fjarstýringum. Í síð-
ustu viku vakti breski barnaspítalinn
Great Ormond Street athygli
breskra fjölmiðla á þeirri hættu sem
börnum getur stafað af hnapparaf-
hlöðum. Tilefni þess var að læknar
og hjúkrunarfólk spítalans urðu vör
við mikla aukningu á tilfellum þar
sem börn höfðu gleypt rafhlöðurnar.
Í frétt á vef spítalans kemur fram að
að 60% aukning hafi orðið á þessum
tilfellum síðastliðið ár, undanfarið ár
hafi eitt barn á viku komið á sjúkra-
húsið vegna þessa en fyrir fimm ár-
um var það eitt barn á ári. Herdís
segir fyllstu ástæðu til að vekja
reglulega athygli á þeim skaða sem
rafhlöðurnar geta valdið börnum.
„Þessar rafhlöður eru komnar í
miklu fleiri hluti sem eru algengir á
heimilum en áður var. Fjarstýringar
verða sífellt þynnri og minni og í
þeim eru oft hnapparafhlöður. Það
„Engu að síður er mikilvægt að hafa
varann á, margir átta sig líklega ekki
á hættunni,“ segir Herdís.
Vélindað brann í sundur
Hún segir að í Bandaríkjunum
hafi 80 börn hlotið varanlegan skaða
eftir að hafa gleypt hnapparafhlöðu
og 15 börn þar í landi hafi látist
vegna þess, þar af 11 undanfarin sex
ár. Hún nefnir einnig dæmi sem tals-
vert hefur verið til umfjöllunar í
breskum fjölmiðlum. „Lítil stelpa
var að leika sér með baðvog, hnappa-
rafhlaða datt úr voginni og stúlkan
stakk henni upp í sig. Rafhlaðan
festist í vélindanu, það brann í sund-
ur og hún varð fyrir varanlegum
skaða sem aldrei verður bættur,“
segir Herdís.
Hún segist líka hafa heyrt að
gæludýr hafi drepist eftir að hafa
gleypt hnapparafhlöður og segir að
hún hafi séð viðvaranir þessa efnis á
dýralæknastofum. „Það gerist ná-
kvæmlega það sama hjá þeim og
fólki, en þau geta ekki látið vita af
vanlíðan sinni.“
En hvað er það sem gerist þegar
hnapparafhlöður eru gleyptar?
„Plúshliðin á rafhlöðunni, sú sem
gefur strauminn, er með litlum göt-
um,“ segir Herdís. „Með þeim sogar
rafhlaðan sig fasta við líffærin, t.d.
við magavegginn. Þar er bleyta sem
veldur leiðni, brennsla rafhlöðunnar
byrjar og hún fer að leka.. Eftir því
sem hún hefur verið minna notuð,
þeim mun kröftugri er hún og því
meiri verður skaðinn. Ef barn gleyp-
ir hnapparafhlöðu og hún fær að
vera óáreitt, getur það tekið innan
við tvo sólarhringa fyrir rafhlöðuna
að brenna sig í gegnum líffæri.“
Vel fylgst með
„Börn setja allt upp í sig og það
gerist af og til að á deildina til okkar
komi börn sem hafa gleypt svona raf-
hlöður,“ segir Ingileif Sigfúsdóttir,
deildarstjóri bráðamóttöku Barna-
spítala Hringsins. Hún segist ekki
þekkja til þess að börn hér á landi hafi
skaðast alvarlega vegna þessa. „Ef
þetta stendur í hálsi þá þarf að sækja
það, ef rafhlaðan fer ofan í maga þá er
fylgst vel með því og teknar myndir
til að sjá hvort hún hefur fest í mag-
anum. En yfirleitt skilar barnið þessu
sína náttúrulegu leið,“ segir Ingileif.
Margir safna notuðum rafhlöðum
saman í þar til gerða endurvinnslu-
kassa. Oft er um talsvert magn að
ræða og ekki mun þess alltaf gætt að
kassinn sé utan seilingar ungra
barna, að sögn Herdísar. „Það gildir
það sama um þessar rafhlöður og
önnur hættuleg efni og lyf – þetta á
að læsa niðri,“ segir Herdís.
Leynist lífshætta í fjarstýringunni?
Mikill skaði getur hlotist af því að gleypa hnapparafhlöðu Slíkar rafhlöður má m.a. finna í leikföng-
um, rafmagnskertum og fjarstýringum Ekki er vitað til þess að íslensk börn hafi skaðast af þessu
Getty Images/iStockphoto
Hnapparafhlöður „Það gildir það sama um þessar rafhlöður og önnur
hættuleg efni og lyf - þetta á að læsa niðri,“ segir Herdís Storgaard.
Einkenni
» Börn sem hafa gleypt raf-
hlöður vilja oft hvorki borða né
drekka.
» Þá finna þau gjarnan fyrir
sleni og flensueinkennum.
» Helstu einkennin eru ógleði,
uppköst, magaverkir, hósti,
hiti, erfiðleikar við öndun,
verkir í koki og/eða hálsi og
niðurgangur.
Ingileif
Sigfúsdóttir
Herdís
Storgaard
Í kvöld verða haldnir styrktar-
tónleikar fyrir Stefán Karl Stef-
ánsson leikara og fjölskyldu hans á
Stóra sviði Þjóðleikhússins. Stefán
Karl glímir við erfið veikindi sem
kalla á kostnaðarsamar aðgerðir og
meðferðir. Þjóðleikhúsið og starfs-
menn þess standa að tónleikunum.
Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri
segir að vinir og samstarfsfólk Stef-
áns Karls hafi tekið sig saman og
skipulagt þessa styrktartónleika og
viljað með því sýna stuðning sinn til
hans og fjölskyldunnar. Þeir sem
koma fram í kvöld eru Bubbi Mort-
hens, Ný dönsk, Úlfur Úlfur, Salka
Sól, Laddi, Gói, Hansa og Selma,
Jón Ólafsson, Valgeir Guðjónsson og
Stuðmenn. Kynnir verður Edda
Björgvinsdóttir.
Að sögn Ara voru margir lista-
menn sem vildu koma að tónleik-
unum. Hann segir alla sem haft hafi
verið samband við vilja leggja sitt af
mörkum og nefnir hann t.d. auglýs-
ingastofuna sem hannaði plakatið
fyrir tónleikana og veitingarnar sem
verða seldar á tónleikunum ásamt
öllum listamönnunum sem koma
fram og gefi vinnu sína. ,,Allir lista-
mennirnir sem beðnir voru að koma
fram á tónleikunum tóku strax vel í
það og margir þeirra hafa unnið náið
með Stefáni Karli. Við hefðum getað
haft tónleikana miklu stærri og
lengri því það voru svo margir sem
vildu leggja okkur lið en við þurftum
að loka dagskránni einhvers staðar
og hafa á henni eitthvert form,“ seg-
ir Ari.
Nefnir hann að Stefán Karl sé
mikil þjóðargersemi sem sé ekki
bara góður leikari heldur líka söngv-
ari. Einnig hafi hann opnað um-
ræðuna um einelti á sínum tíma,
stofnað samtök í kringum það og sé
mikill hugsjónamaður á mörgum
sviðum. bj@mbl.is
Tónleikar til styrktar Stefáni Karli
Margir listamenn vildu koma fram og gefa vinnu sína á tónleikunum í kvöld
„Við hefðum getað haft tónleikana miklu stærri,“ segir þjóðleikhússtjóri
Morgunblaðið/RAX
Tónleikar Stefán Karl Stefánsson
leikari glímir við erfið veikindi.
Mannvirki sem mun að mestu leyti
verða gróðurhús mun rísa í Elliða-
árdal ef borgarráð Reykjavíkur
samþykkir að veita til þess lóð til
byggingar. Samkvæmt upplýsingum
frá Halldóri Auðar Svanssyni borg-
arfulltrúa var lögð fram tillaga frá
fyrirtækinu Spor í sandinn um lóð-
arvilyrði til byggingar á 1.500 fer-
metra gróðurhvelfingu á borgar-
ráðsfundi síðastliðinn fimmtudag.
Um er að ræða byggingu sem mun
að stærstum hluta verða gróðurhús.
Áður hafði fyrirtækið sótt um að fá
lóð í Laugardalnum en því var hafn-
að og þess í stað reynt að finna ann-
an hentugri stað.
Hugmyndin er að byggja upp
þyrpingu 3-4 gróðurhvelfinga ásamt
torgi sem mynda eina heild. Áhersla
verði lögð á vistvænt og nærandi
umhverfi þar sem verði meðal ann-
ars að finna veitingastað, eldhús,
sameldi, ylrækt, kennslurými og
upplýsingaþjónustu.
Morgunblaðið/Kristinn
Staðsetning Hún fékk jákvæða
niðurstaða skipulagsfulltrúa.
Vilja gróð-
urhvelfingu
í Elliðadal
Áætluð stærð lóðar
er 5.000 fermetrar