Morgunblaðið - 03.10.2016, Side 18
18 UMRÆÐAN Minningar
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. OKTÓBER 2016
Thealoz inniheldur trehalósa sem er náttúrulegt efni
sem finnst í mörgum jurtum og dýrum sem lifa í mjög
þurru umhverfi.
Trehalósi eykur viðnám þekjufrumna
hornhimnunnar gegn þurrki.
Droparnir eru án rotvarnarefna
og má nota með linsum.
Ég fór í laseraðgerð hjá Sjónlagi í lok maí 2015. Keypti mér
Thealoz dropana eftir aðgerðina og var mjög ánægð, ákvað
samt að prufa að kaupa mér ódýrari dropa og fann rosalega
mikinn mun á gæðum. Þessir ódýrari voru bara ekki að
gera neitt fyrir mig og þurfti ég að nota mikið meira magn.
Mælti með dropunum við tengdamömmu og er hún alsæl
með Thealoz dropana.
Elín Björk Ragnarsdóttir
Þurrkur í augum?
Thealozaugndropar
Fæst í öllum helstu apótekum.
Meðeigandi hótels
- fjárfestir
Við leitum að meðeiganda að vönduðu hóteli með góðu
orðspori í nágrenni Reykjavíkur. Hótelið er staðsett á afar
fallegum stað nærri þjóðvegi 1.
Leitað er að meðeiganda sem þekkir til hótelreksturs og vill
taka þátt í rekstri og frekari uppbyggingu í vaxandi umhverfi
ferðaiðnaðar. Fyrir liggja teikningar og rekstaráætlun að
stækkun hótelsins í 62 herbergi. Möguleiki er á enn frekari
stækkun hótelsins.
Einnig kemur til greina að selja hótelið eins og það er núna
með þeim möguleikum, sem þegar eru fyrir hendi.
Frábært tækifæri fyrir réttan aðila/fjárfesti til að hasla sér
völl í ferðaþjónustu, t.d. fyrir aðila, sem er í sambærilegum
rekstri fyrir og vill stækka við sig eða aðila sem er í tengdri
ferðaþjónustu og vill auka möguleika sína með því að færa
út starfsemina.
Áhugasamir sendi upplýsingar um sig til box@mbl.is fyrir
10. október nk. merkt: ,,Viðskiptatækifæri.“
Öllum fyrirspurnum verður svarað gegn trúnaðaryfirlýsingu.
Ljósleiðari Gagna-
veitu Reykjavíkur hef-
ur þá sérstöðu að með
samningum við fjölda
sveitarfélaga hefur öll-
um heimilum innan
þéttbýlis sveitarfélag-
anna staðið til boða að
tengjast Ljósleið-
aranum. Við höfum
getað lofað almenningi
öflugustu gagnateng-
ingu sem heimilum
stendur til boða vegna þess að við
þekkjum möguleika ljóssins til
gagnaflutninga og við tengjum
Ljósleiðarann alla leið, allt inn í
stofu.
Það er rúmur áratugur frá því
fyrstu heimilin á Seltjarnarnesi
tengdust Ljósleiðaranum. Þá þótti
flutningshraðinn 30 megabit á sek-
úndu í báðar áttir bylting-
arkenndur. Fljótlega gátu heimilin
tvöfaldað flutningsgetuna. 500
megabit voru boðin í fyrra og nú
stendur þeim heimilum sem tengd
eru Ljósleiðaranum 1.000 megabita
flutningshraði til boða; eitt gíg á
sekúndu. Það er meira
en þrítugfaldur upp-
haflegi tengihraðinn.
Gagnaveita Reykja-
víkur býður ekki þjón-
ustu um Ljósleið-
arann. Við látum
hinum ýmsu fjar-
skipta- og fjölmiðlafyr-
irtækjum eftir að
bjóða fólki aðgang að
gagnaskýjum, Netflix,
sjónvarpsrásum eða
hverju sem markaður-
inn telur að falli í
kramið. Við erum ekki
í þeirri samkeppni. Þetta viðskipta-
líkan hefur gefist stórvel.
Í lok þessa árs munu þau heimili,
sem geta tryggt sér þetta gæða-
samband, verða orðin 77 þúsund
talsins. Reykjavík er öll tengd og
fjöldi annarra stórra sveitarfélaga.
Þéttbýli Kópavogs verður fulltengt
2017 og Hafnarfjörður og Garða-
bær klárast fyrir árslok 2018.
Við teljum okkur hafa byggt upp
þessa innviði af framsýni. Upplýs-
ingasamfélagið hefur þróast hraðar
en flestir sáu fyrir og þar með
þörfin fyrir flutningshraða á gögn-
um. Sú síaukna þjónusta sem fólk
vill kaupa framkallar flöskuhálsa í
dreifikerfum gagna en með þá
traustu innviði sem Ljósleiðari alla
leið er getum við verið skrefinu á
undan. Uppfærsla okkar í eitt gíg
fyrir þá sem það kjósa er til marks
um það.
Það er furðulega stutt síðan það
heimili og jafnvel sá vinnustaður
þótti vel búinn sem bjó að mótalds-
tengdri tölvu. Nú er algengt að um
tugur tækja á heimilum fólks þurfi
að vera nettengdur. Símar, tölvur
og heimilistæki af ýmsum toga
treysta á öfluga gagnatengingu til
að virka og því öflugri sem teng-
ingin er, því betur þjóna tækin
okkur. Þess vegna uppfærum við
Ljósleiðarann í eitt gíg.
1.000 megabita
tengingar heimila
Eftir Erling Frey
Guðmundsson » Þéttbýli Kópavogs
verður fulltengt
Ljósleiðaranum 2017 og
Hafnarfjörður og
Garðabær klárast fyrir
árslok 2018.
Erling Freyr
Guðmundsson
Höfundur er framkvæmdastjóri
Gagnaveitu Reykjavíkur.
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson| brids@mbl.is
Árni Már og Leifur
unnu Haustmonrad BK
Lokakvöldið í Haustmonrad
Bridsfélags Kópavogs var spilað sl.
fimmtudagskvöld. Besta skori
kvöldsins náðu Hallgrímur Hall-
grímsson og Sigmundur Stefánsson
með 61% en sigurvegarar keppninn-
ar samanlagt eru Árni Már Björns-
son og Leifur Kristjánsson með
115,8% samanlagt úr tveimur kvöld-
um af þremur.
Lokastaðan:
115,8 Árni M. Björnsson - Leifur Kristjánss.
115,4 Bernódus Kristins.-Ingvaldur Gústafs.
113,6 Stefán R .Jónss. - Jón Páll Sigurjónss.
111,9 Júlíus Snorrason - Eiður Mar Júlíuss.
111,6 Hallgr. Hallgrs. - Sigmundur Stefánss.
Næsta mót verður þriggja kvölda
Butler tvímenningur.
Ársþing Bridssambands Íslands
Ársþing BSÍ verður haldið í hús-
næði Bridssambands Íslands sunnu-
daginn 16. okt. og hefst klukkan 13.
Félög innan hreyfingarinnar hafa
setu- og atkvæðarétt á þinginu sam-
kvæmt kvótaútreikningi skilagreina
en áheyrnarfulltrúum er velkomið að
sitja þingið.
Formenn eru beðnir um að senda
útfyllt kjörbréf eða í tölvupósti nöfn
á þeim fulltrúum sem sitja eiga þing-
ið á bridge@bridge.is
Atvinnublað
alla laugardaga
Sendu pöntun á augl@mbl.is eða
hafðu samband í síma 569-1100
Allar auglýsingar birtast bæði í
Mogganum og ámbl.is
ER ATVINNUAUGLÝSINGIN
ÞÍN Á BESTA STAÐ?
mbl.is
alltaf - allstaðar
✝ Gunnlaugur Árnason,frá Gnýsstöðum á
Vatnsnesi, fæddist á
Hvammstanga 11. mars
árið 1923. Hann lést á
Hrafnistu í Reykjavík 14.
september 2016.
Foreldrar Gunnlaugs
voru Árni Jón Guðmunds-
son frá Gnýsstöðum, f.
26.7. 1899, d. 16.11. 1974,
og Sesilia Gunnlaugs-
dóttir frá Geitafelli á
Vatnsnesi, f. 28.1. 1897, d. 10.3. 1992.
Systkini Gunnlaugs voru Guðmundur,
f. 14.6. 1927, d. 14.10. 2009, Skúli, f.
24.5. 1931, d. 16.2. 1994, og Sólveig, f.
23.9. 1946.
Gunnlaugur kvæntist eftirlifandi
eiginkonu sinni, Helgu Guðrúnu
Berndsen, f. 14.5. 1931, frá Karls-
skála á Skagaströnd, 5. október
1974. Fósturdóttir Gunnlaugs var
Guðrún Magdalena Einarsdóttir, eig-
inmaður hennar er Ívar
Bjarnason og eiga þau
tvö börn, Einar Þór og
Helgu Sigríði.
Gunnlaugur ólst upp
við sveitastörf og sjó-
mennsku, sem varð ævi-
starf hans. Hann var ým-
ist skipstjóri, stýrimaður
eða háseti á ýmsum bát-
um frá Hornafirði, Hrís-
ey, Akranesi og Skaga-
strönd. Um tíma gerði
hann út eigin bát, Svan HU7. Hann
var háseti á skipum frá Ríkisskipum á
árunum 1974 til ársins 1985 en eftir
það starfaði hann í landi hjá Ríkis-
skipum þar til Ríkisskip voru lögð nið-
ur árið 1992. Eftir það starfaði hann
við beitningu og fór hann í landróðra
þar til hann varð 80 ára.
Úför Gunnlaugs fer fram frá Grens-
áskirkju í dag, 3. október 2016, og
hefst athöfnin klukkan 13.
Sumt fólk er þannig gert að það
heillar mann. Laugi var einn af þeim
mönnum. Stór, myndarlegur, góðleg-
ur og hlýr en í senn maður festu og
ákveðni. Minningarnar um hann ná
aftur til æskuáranna. Árin sem hann
leigði hjá foreldrum mínum voru eft-
irminnileg. Ég, ungur og óreyndur
drengur, naut leiðbeiningar og frá-
sagna hans. Hann gaf mér líka leyfi
til að vera í herberginu sínu þegar
hann var á sjó. Þar voru allar
sjóarabækurnar sem ég las af áhuga.
Inni í herberginu var líka alltaf
sama góða lyktin sem ég tengdi síð-
an ætíð við, Laugja-ilmurinn af Old
Spice.
Seinna þegar Laugi tók saman við
Bíbí frænku varð samgangur okkar
enn meiri. Ljúft er að minnast allra
þeirra stunda. Dvaldi ég hjá þeim þeg-
ar ég var við nám, eftir að þau fluttu
til Reykjavíkur. Einnig síðar þegar er-
indi voru sunnan heiða. Á sumrin
komu þau norður á Skagaströnd, rétt
eins og farfuglarnir, og dvöldu oft
langtímum saman. Þá gáfust oftar en
ekki tækifæri til að ræða málin,
skiptast á fréttum og oftast voru það
fréttir af aflabrögðum sem vöktu
áhuga hjá Laugja sem og sögur af
gamla tímanum.
Eftir að ég eignaðist fjölskyldu
fengu börnin að kynnast Laugja. Hann
var þeim alla tíð góður vinur, enda
einstaklega barngóður og natinn við
krakka. Þegar komið var í heimsókn á
Háaleitisbrautina voru krakkarnir
ekki fyrr komnir inn úr dyrum en að
Laugi var farinn að spila Olsen Olsen
við þau eða sat með þau í ruggu-
stólnum í stofuhorninu og raulaði göm-
ul lög.
Eftirminnilegar eru líkar ferðirnar
á Vatnsnesið þar sem ræturnar lágu.
Þar fræddi hann ferðafélagana um líf-
ið á Vatnsnesinu og var auðvelt að átta
sig á að æskuárin þar voru góð og
mótuðu persónuhans .
Líf Laugja snerist fyrst og fremst
um sjómennsku. Hann stundaði sjóinn
í yfir 50 ár. Hann var sjómaður af lífi
og sál, já góður sjómaður. Á sjó-
mannsferlinum kynntist hann mörgum
tegundum báta og veiðiskapar, allt frá
árabátum upp í fyrstu skuttogarana.
Heimahöfnin var oftast Skagaströnd.
Það var gaman að heyra hann segja
frá því þegar skuttogaranum Arnari
HU-1 var siglt frá Japan til Skaga-
strandar 1973, för sem líktist ævintýri
fyrir unglinginn og hafði og hefur enn
ævintýraljóma yfir sér. Sjómannsferl-
inum lauk hann síðan á strandferða-
skipum Ríkisskipa.
Laugi talaði ávallt vel um sam-
ferðarmennina sem voru samtíða
honum á sjó. Ungu mennirnir sem
unnið höfðu með honum hafa margir
haft á orði að hann hafi verið góður
leiðbeinandi og gætt þeirra sem
sinna.
Samband Lauga og Bíbíar ein-
kenndist af hlýju og gagnkvæmri
virðingu og voru þau einstaklega
samheldin hjón. Því miður var það
svo að síðustu árin urðu Laugja erfið
í glímu við óvæginn sjúkdóm, alz-
heimer.
Elsku Bíbí frænka, Guðrún og fjöl-
skylda, innilegar samúðarkveður til
ykkar allra.
Með mikilli virðingu, þakklæti og
hlýhug kveð ég Laugja okkar.
Adolf H. Berndsen
og fjölskylda.
Fallinn er frá einstaklega góður
maður með gullhjarta og góða nær-
veru. Laugi minn var vel af Guði
gerður og alltaf reiðubúinn að hjálpa
til og aðstoða. Margar góðar minn-
ingar á ég um hann. Fyrstu minn-
ingar mínar eru frá þeim tíma er
hann leigði herbergi heima hjá for-
eldrum mínum á Skagaströnd. Ég
var þá lítill drengur og þótti mér
herbergi hans búa yfir ævintýra-
ljóma. Mér fannst mikil upphefð að
koma með honum inn í herbergið
hans þar sem hann hafði frá ýmsu að
segja og sýna mér. Laugi starfaði
alla tíð sem sjómaður, hann var
hörkuduglegur og farsæll. Allir þeir
sem ég þekki sem höfðu verið á sjó
með Laugja hældu honum í hástert.
Hann var ungur drengur, innan við
fermingaraldur, þegar hann byrjaði
á sjó. Á hans farsæla sjómannsferli
reri hann á mörgum bátum og skip-
um. Laugi hélt skrá yfir öll þau skip
og báta sem hann réri á, einnig
skráði hann nöfn allra sjómanna sem
hann starfaði með.
Þegar hann sýndi mér þessa merku
bók sína brosti hann breitt og voru
margar skemmtilegar sögur sagðar,
enda hafði Laugi gott minni og góða
frásagnarhæfileika.
Laugi var vel lesinn og uppáhalds-
bækur hans tengdust flestar sjó og
sjómennsku. Margar góðar minning-
ar á ég með Laugja og Ensa afa á sjó
fyrir norðan sem ungur drengur.
Alltaf var hann tilbúinn að sýna og
kenna manni réttu handtökin, sem
ég hef alltaf verið þakklátur fyrir.
Laugi var sterkur maður frá náttúr-
unnar hendi og eru til margar sögur
um hraustmennsku hans, en hann
sagði aldrei frá sínum aflraunum
sjálfur.
Gerði hann lítið úr þessum sögu-
sögnum, enda var sjálfshól ekki til í
hans orðabók. Um fimmtugt giftist
hann föðursystur minni, Helgu Bernd-
sen. Frænka mín hefði ekki geta verið
heppnari með mann og hann með
hana. Þau fluttu frá Skagaströnd til
Reykjavíkur og stofnuðu þar heimili
sitt, sem var hlýtt og snyrtilegt. Mað-
ur var og er alltaf velkominn á þeirra
gestkvæma heimili. Sérstaklega minn-
ist ég veru minnar hjá þeim á skóla-
árum mínum í Reykjavík.
Laugja fannst sérstaklega gaman að
fara á rúntinn niður á bryggju, minn-
isstæðar voru ferðir okkar suður með
sjó eða upp á Akranes. Eitt var alltaf
með í ferð og það var súkkulaði. Laugi
var einstaklega barngóður maður og
vil ég þakka þér fyrir hversu ynd-
islegur þú varst börnum mínum. Minn-
ingin um hjartahlýjan og traustan vin
mun lengi lifa.
Hlýjar kveðjur sendi ég Bíbí og fjöl-
skyldu. Hvíl í friði, elsku Laugi.
Hendrik Berndsen
og fjölskylda.
Gunnlaugur
Árnason