Fréttablaðið - 07.07.2016, Síða 2

Fréttablaðið - 07.07.2016, Síða 2
Veður Norðaustlæg átt eða hafgola í dag og víða sólskin, en fer að rigna við norð- austurströndina um kvöldið. Svalt úti við norður- og austurströndina, en annars ágætis sumarhiti. Sjá Síðu 32 Veðrið hefur leikið við höfuðborgarbúa og nýttu margir tækifærið til að bregða sér í sund eða baða sig á ylströndinni í Nauthólsvík eins og þessir krakkar gerðu. Áfram er spáð hæglætisveðri og léttskýjuðu í dag en á morgun þykknar upp og gert er ráð fyrir að það rigni næstu daga. Fréttablaðið/anton brink Samfélag „Það kemur mikið áfall á eftir en meðan á þessu stóð útilok- aði ég allt nema bara að ná honum til baka,“ segir Ásmundur Kristinn Símonarson einkaþjálfari. Hann bjargaði lífi manns í World Class á Seltjarnarnesi á dögunum. Maðurinn sem er á miðjum aldri fór í hjartastopp á stigvél í tækja- salnum en Ásmundur hnoðaði og blés í hann lífi þar til sjúkrabíll kom. „Ég var að þjálfa annan mann og svo sá ég að maðurinn lá þarna á gólfinu og hljóp að honum. Hann var alveg úti og ég byrjaði strax að hnoða og blása. Ég hélt um stund að ég myndi ekki ná honum til baka en hann datt út tvisvar eða þrisvar,“ segir Ásmundur og bætir við að hann hafi kallað í tvo starfs- menn, annan til að hringja í sjúkra- bíl og hinn til að ná í stuðtæki. Hann segist vera þakklátur því hve hratt ungir starfsmenn stöðvarinn- ar hafi brugðist við. Ásmundur hnoðaði og blés í manninn í fimm mínútur áður en hann fékk stuðtæki í hendurnar. „Mér leið eins og þetta væri klukku- tími. Venjulega pumpar einn í sirka mínútu og svo tekur annar við en þarna var ég einn allan tímann og þetta tók mikið á,“ segir Ásmundur en eftir að sjúkraflutningamenn skoðuðu atvikið í myndavélum World Class sögðu þeir honum að hann hefði brugðist við eins vel og hægt var. „Þeir voru virkilega ánægðir með mig.“ Ásmundi, sem hefur lært skyndi- hjálp, finnst mikilvægt að meiri áhersla sé lögð á blástur en gert er, en hann segir mun meiri áherslu lagða á að kenna hnoð. Í þessu til- felli hafi það verið blásturinn sem bjargaði manninum. „Ég myndi vilja sjá áherslu á hvort tveggja. Það kom mér á óvart hvað var erfitt að blása líka.“ Eftir björgunina fór Ásmundur í göngutúr en hann segir atvikið hafa haft mikil áhrif á sig þrátt fyrir að það hafi endað vel. „Ég er svo heppinn að það er maður sem vinnur hérna sem hefur líka lent í svona og við ræðum mikið saman sem hjálpar.“ nadine@frettabladid.is Meiri áhersla verði lögð á blástur í skyndihjálp Ásmundur Kristinn Símonarson einkaþjálfari bjargaði lífi manns sem fór í hjartastopp á stigvél. Sjúkrabíll var kominn á staðinn átta mínútum eftir at- vikið. Ásmundur segir mikilvægt að leggja meiri áherslu á blástur í skyndihjálp. Maður fór í hjartastopp á stigvél í tækjasalnum en Ásmundur hnoðaði og blés í hann lífi þar til sjúkrabíll kom. Fréttablaðið/EYÞÓr Veðurblíðunnar notið á ströndinni félagSmál Árna Stefáni Árnasyni lögfræðingi hefur verið bannað að nota lénið dyraverndarinn.is. Hann má heldur ekki nota orðmerkið né heldur myndmerkið Dýraverndarinn, samkvæmt úrskurði Neytendastofu. Dýraverndarsamband Íslands kvartaði til Neytendastofu vegna notkunar Árna Stefáns á umræddu léni og myndmerki. Dýraverndarsam- bandið krafðist þess að Árna Stefáni yrði bönnuð notkun auðkennanna þar sem hætta væri á að villst yrði á starfsemi hans og starfsemi Dýra- verndarsambandsins. Neytendastofa taldi að þar sem báðir aðilar máls láti sig dýravernd varða og haldi úti vefsvæði sem miði að dýravernd valdi notkun Árna Stef- áns ruglingshættu milli aðila, og féllst því á kröfuna. – jhh Hætta talin á ruglingi Árni Stefán Árna- son, dýraréttarlög- fræðingur HeilbrigðiSmál Verkjalyfjanotkun á Íslandi hefur farið vaxandi í saman- burði við aðrar þjóðir. Munar þar mestu um lyf sem innihalda ópíóða. Þeim er ávísað gegn svæsnum verkj- um en valda einnig vímuáhrifum. Á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs varð hátt í 20% aukning í ávís- unum á hvern sjúkling á parkódín forte og aðrar gerðir ópíóða hafa einnig sótt á síðustu ár, samkvæmt grein í nýjasta hefti Læknablaðsins. Ef litið er til lengri tíma kemur í ljós að heildarnotkun ópíóða hefur meira en tvöfaldast á 20 árum. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær kom fram að hjá landlæknisembættinu klingi varúðarbjöllur yfir þróuninni, enda hætt við því að þessi lyf séu mis- notuð og fíknin er banvæn. – lvp / jhh Vaxandi notkun verkjalyfja Ég var að þjálfa annan mann og svo sá ég að maðurinn lá þarna á gólfinu. Ásmundur Kristinn Símonarson atvinna Vinnumálastofnun hefur fengið sjö milljóna króna framlag frá velferðarráðuneytinu í verkefni sem hefur þann tilgang að fjölga starfs- tækifærum fyrir fólk með fötlun og auka fjölbreytni starfstilboða. Féð er veitt á grundvelli framkvæmdaáætl- unar í málefnum fatlaðs fólks. Sérstök áhersla verður lögð á atvinnutækifæri fyrir ungt fatlað fólk sem lokið hefur námi á starfsbrautum framhaldsskólanna eða diplómanámi frá Háskóla Íslands. Stefnt er að því að hlutaðeigandi fái starf og stuðning til að sinna því til lengri tíma. Skipulag og undirbúningur verk- efnisins hefst 1. september en verk- lok eru áætluð 1. september 2017. Stefnt er að því að í lok tímabilsins hafi orðið til 30 ný störf fyrir fötluð ungmenni. – jhh Tryggja fólki með fötlun störf 7 . j ú l í 2 0 1 6 f i m m t u D a g u r2 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð 0 7 -0 7 -2 0 1 6 0 4 :1 0 F B 0 5 6 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 9 E F -9 B 5 0 1 9 E F -9 A 1 4 1 9 E F -9 8 D 8 1 9 E F -9 7 9 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 5 6 s _ 6 _ 7 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.