Fréttablaðið - 07.07.2016, Síða 6
heilbrigðismál Læknar hafa
áhyggjur af því að nýjar einkareknar
heilsugæslustöðvar verði ekki til þess
að heimilislæknum fjölgi á höfuð-
borgarsvæðinu heldur flytji heimilis-
læknar sig úr opinbera geiranum yfir
í einkageirann.
„Við viljum auðvitað fjölga lækn-
unum en ekki bara brjóta þá upp
og láta þá fara í eitthvert annað
hús,“ segir Óskar Sesar Reykdalsson,
settur framkvæmdastjóri lækninga
á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðis-
ins. Í Fréttablaðinu í gær var greint
frá því að Ríkiskaup hygðust ganga
til samninga um tvær nýjar einka-
reknar heilsugæslustöðvar á höfuð-
borgarsvæðinu, aðra við Bíldshöfða
í Reykjavík og hina við Urriðahvarf í
Kópavogi. Aðeins þrjú tilboð bárust
í þær þrjár heilsugæslustöðvar sem
auglýst var eftir og var einu tilboðinu
hafnað.
Í stjórn Heilsugæslunnar Höfða,
sem stofnuð var um heilsugæslustöð
á Bíldshöfða, eru fimm læknar sem
allir koma úr heilsugæslustöðvum á
höfuðborgarsvæðinu. Gunnlaugur
Sigurjónsson, stjórnarformaður
félagsins, sem sjálfur starfar sem
heimilislæknir í heilsugæslustöðinni
í Árbæ, sagði við Fréttablaðið í gær að
alls yrðu læknarnir á nýju stöðinni
tíu. Einhverjir þeirra kæmu úr námi
eða störfum að utan.
Hin heilsugæslustöðin sem Ríkis-
kaup féllust á að leita samninga við
er á vegum aðila sem tengjast Heilsu-
vernd sem er fyrir með ýmiss konar
læknisþjónustu í Glæsibæ.
Þá segir Óskar að tryggja þurfi að
nægt fjármagn fylgi breytingunum en
samhliða nýjum stöðvum á að taka
upp nýtt greiðslukerfi til heilsugæslu-
stöðva um næstu áramót. „Flestir
sem ég hef heyrt í hafa verið á því að
fjármagnið sé af skornum skammti
og það sé ein af ástæðunum fyrir því
að ekki hafi verið slegist um þetta
rekstrarmódel,“ segir hann.
Óskar segir flesta heimilislækna
mjög jákvæða fyrir því að gera breyt-
ingar á greiðslufyrirkomulaginu og
fyrir fjölgun heimilislækna en til að
það megi vera sé ljóst að ríkið þurfi
að setja meira fé í rekstur heilsu-
gæslunnar.
„Þetta leiðir vonandi til meira
framboðs á læknum, ekki bara
til þess að læknar taki sig upp af
öðrum stöðvum og flytji sig á nýju
stöðvarnar heldur að það komi nýir
læknar til starfa sem ekki hafa starfað
í þessu kerfi,“ segir Þorbjörn Jónsson,
formaður Læknafélags Íslands, um
breytingarnar á greiðslukerfinu og
nýju stöðvarnar. ingvar@frettabladid.is
Þetta leiðir vonandi
til meira framboðs á
læknum, ekki bara til þess
að læknar taki sig upp af
öðrum stöðvum og flytji sig á
nýju stöðvarnar heldur að
það komi nýir læknar til
starfa sem ekki
hafa starfað í
þessu kerfi.
Þorbjörn Jónsson,
formaður Lækna
félags Íslands
samfélag „Í flestum tilfellum þegar
harmleikur verður á Íslandi er um
að ræða hundaeigendur sem mis-
reikna sig,“ segir Hallgerður Hauks-
dóttir, formaður Dýraverndarsam-
bands Íslands.
Mikil umræða hefur skapast á
Facebook-síðunni Hundasamfélag-
ið um það að hundaeigendur hér
á landi eigi það til að skilja hunda
eftir inni í bíl í miklum hita þessa
dagana.
Hallgerður ítrekar mikilvægi þess
að fólk skilji hunda ekki eftir í bíl
án þess að skilja eftir opnar rúður
þannig að það sé gegnumstreymi
og að bílnum sé lagt í skugga. Nýlega
hafi hundur fundist mjög illa hald-
inn eftir að hafa verið skilinn eftir
í bíl en eigendurnir höfðu verið
lengur frá bílnum en ætlunin var
upphaflega.
„Sá hundur kom til en hann varð
mjög veikur,“ segir Hallgerður og
bætir við að bílar hitni mjög hratt
og að fólk geti ekki reiknað út
hversu lengi það sé í lagi að skilja
hunda eftir miðað við hitastig.
„Ef hundar eru lokaðir í bíl í ein-
hvern tíma eru góðar líkur á því að
það valdi því að dýrinu líði mjög
illa eða jafnvel deyr dýrið. Það á að
skilja hundinn eftir heima ef það á
að fara þangað sem hundar mega
ekki koma og ef stoppa á lengur en
10 mínútur eða svo. Bílar eru engir
geymslustaðir fyrir hunda.“
Katrín Harðardóttir dýralæknir
segir hættulegt að skilja hunda
eftir inni í bíl. „Sérstaklega flatnefja
hunda. Ég veit sjálf um einn bulldog
og einn boxer sem dóu inni í bíl á
Íslandi fyrir nokkrum árum,“ segir
Kristín og bætir við að séu hundar
í heitum bíl geti þeir þornað upp,
fengið hitasjokk og svo hjarta-
stopp í kjölfarið. Að sögn Katrínar
er bannað að skilja hunda eftir í
bíl samkvæmt nýrri reglugerð sem
fylgir dýraverndarlögunum. – ngy
Veikur eftir að hafa verið
látinn bíða inni í bíl
Læknar úr opinberum
störfum á einkastöðvar
Nýjar einkareknar heilsugæslustöðvar virðast ekki skila mörgum nýjum
læknum á höfuðborgarsvæðið frá öðrum löndum. Læknar sem starfa hér fyrir
virðast hins vegar vera að færa sig af opinberum stöðvum yfir á einkareknar.
Áhyggjur eru af því að með einkareknum stöðvum fjölgi ekki heilsugæslulæknum
heldur flytji þeir sig úr opinbera geiranum í einkageirann. nordicphotos/getty
Útför í Bagdad
Syrgjendur fylgja ástvini sínum til grafar og ganga fram hjá árásarstaðnum í verslunarhverfi í Bagdad, höfuðborg Íraks, þar sem sjálfsvígsárásar-
menn urðu að minnsta kosti tvö hundruð og fimmtíu manns að bana um helgina. nordicphotos/AFp
Bannað er að skilja hunda eftir í bíl samkvæmt nýrri reglugerð sem fylgir dýra-
verndarlögunum að sögn dýralæknis. nordicphotos/getty
UmhVerfi Stefnt er að því að draga
úr notkun burðarplastpoka á
Íslandi. Markmiðið er að hver ein-
staklingur noti aðeins 40 slíka poka
árið 2025. Þetta eru tillögur starfs-
hóps fulltrúa Umhverfisstofnunar,
Samtaka verslunar og þjónustu,
Samtaka iðnaðar, Sambands
íslenskra sveitarfélaga og umhverf-
is- og auðlindaráðuneytisins.
Starfshópurinn leggur til að farið
verði eftir breytingum sem gerðar
verða á EES-samningnum um
burðarplastpokanotkun.
Talið er að hver Íslendingur noti
um 105 burðarplastpoka á ári en
það eru um átta pokar á viku fyrir
fjögurra manna fjölskyldu, að því er
segir á vef Umhverfisstofnunar. – ibs
Minni notkun
á plastpokum
sVÍÞJÓð Eftir Brexit, úrsögn Breta
úr Evrópusambandinu, er enn
mikilvægara fyrir Svía að gerast
aðilar að Atlantshafsbandalaginu,
Nató. Þetta er mat Jans Björklund,
formanns Frjálslynda flokksins í
Svíþjóð.
Hann vísar á bug gagnrýni þeirra
sem segja að sameiginleg aðild
Svía og Finna að Nató muni auka
spennuna á Eystrasaltssvæðinu.
Björklund segir rök gagnrýnenda
hlægileg. Það séu Rússar sem auki
spennuna en ekki Svíar.
Björklund segir hlutverk Nató
í sameiginlegum öryggismálum
Vesturlanda verða enn stærra þegar
Evrópusambandið veikist. – ibs
Vill Svía í Nató
í kjölfar Brexit
7 . J ú l Í 2 0 1 6 f i m m T U D a g U r6 f r é T T i r ∙ f r é T T a b l a ð i ð
0
7
-0
7
-2
0
1
6
0
4
:1
0
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
9
E
F
-C
2
D
0
1
9
E
F
-C
1
9
4
1
9
E
F
-C
0
5
8
1
9
E
F
-B
F
1
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
5
6
s
_
6
_
7
_
2
0
1
6
C
M
Y
K