Fréttablaðið - 07.07.2016, Blaðsíða 10
Á vef Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, segir að í flestum tilfellum sé þýðingar-
laust að reyna að hunsa kröfur frá öðrum löndum vegna umferðarlagabrota. Slíkt
leiði til enn meiri kostnaðar.
Óskemmtilegur og óvæntur kostn-
aður vegna bílferðalags um Evrópu
getur bæst við fari ökumenn ekki eftir
umferðarreglum í viðkomandi landi.
Hafi maður verið staðinn að verki
við umferðarlagabrot er sektin víða
innheimt á staðnum en sektarboð
getur líka borist í pósti eftir að heim
er komið. Um háar fjárhæðir getur
verið að ræða en þær eru mismun-
andi eftir löndum.
Íslendingur sem í fyrra ók bíla-
leigubíl á 98 km hraða á þjóðvegi
á Ítalíu þar sem hámarkshraði var
90 km fékk á dögunum sektarboð
í pósti. Þar segir að upphaflega
sektin hafi verið 41 evra en nú sé
upphæðin komin í 131 evru. Bréfið
sem barst á dögunum, ári eftir að
umferðarlagabrotið var framið, var
fyrsta sektarboðið.
Á vef Félags íslenskra bifreiðaeig-
enda, FÍB, segir að í flestum tilfellum
sé þýðingarlaust að reyna að hunsa
kröfurnar. Slíkt leiði til enn meiri
kostnaðar.
„Aðalatriðið við akstur erlendis er
að hlýða umferðarlögum og -reglum
í hvívetna. Menn eiga bara að gera
það sem þeim er sagt og þá fer þetta
vel,“ segir Stefán Ásgrímsson, rit-
stjóri hjá FÍB.
Gæta þurfi þess að fara ekki yfir
hámarkshraða, tala ekki í farsíma í
akstri og hvorki lesa né skrifa smá-
skilaboð undir stýri. Alltaf eigi að
nota stefnuljós þegar við á og forð-
ast eigi vafasaman framúrakstur.
Hæstu sektirnar vegna brota á
umferðarlögum eru í Noregi, að
því er danskir fjölmiðlar greina frá.
Vitnað er í samantekt ADAC, systur-
samtaka FÍB í Þýskalandi, frá því í
mars síðastliðnum. Þar segir að sá
sem verði uppvís að því að aka 20
km yfir hámarkshraða í Noregi
þurfi að greiða að minnsta kosti 420
evrur. Sé ekið 50 km yfir hámarks-
hraða nemur sektin að minnsta
kosti 940 evrum. Sekt fyrir að aka á
rauðu ljósi eða fara fram úr þar sem
það er óleyfilegt nemur 600 evrum.
Í Danmörku kostar frá 135 evrum
að aka 20 km yfir hámarkshraða
en 300 evrur ef ekið er 50 km yfir
hámarkshraða. Sektargreiðsla fyrir
að aka á rauðu ljósi og aka ólöglega
fram úr í Danmörku nemur 270
evrum. Þar er sektin fyrir að aka án
öryggisbeltis 200 evrur.
Danska blaðið Politiken bendir á
að víða í bæjum á Ítalíu séu svæði
þar sem einungis megi aka með
leyfi. Þessi svæði séu oft illa merkt.
Aki menn inn á slíkt svæði sé tekin
mynd af númeraplötu bílsins. Þeir
sem ekki hafa greitt fyrir leyfi þurfi
að greiða sekt. Slík svæði séu einn-
ig í Þýskalandi en þar gildi aðrar
reglur. ibs@frettabladid.is
Víða háar sektir fyrir
of hraðan akstur
Óskemmtilegt er að fá rukkun fyrir umferðarlagabrot í útlöndum, jafnvel ári
eftir sumarfríið. Í Noregi er sektin fyrir að aka yfir á rauðu ljósi 600 evrur.
420
evrur að minnsta kosti þarf
sá að greiða sem ekur 20 km
yfir hámarkshraða í Noregi.
ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is
Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili Mercedes-Benz á Íslandi
Þú finnur „Mercedes-Benz Ísland“
á Facebook
Mercedes-Benz B-Class
Þægindi og öryggi í fyrirrúmi
Í Mercedes-Benz B-Class situr þú hærra en í flestum fólksbílum sem
auðveldar aðgengi og bætir yfirsýn. Lágur mengunarstuðull tryggir
lægri bifreiðagjöld og um leið frábært verð fyrir bifreið í þessum
gæðaflokki og sparneytnin heldur rekstrarkostnaðinum í lágmarki.
Þessi vinsæli bíll er framhjóladrifinn og er einnig fáanlegur með
4MATIC fjórhjóladrifi. Hann fæst sjálfskiptur eða beinskiptur og er í
boði með bensín-, dísil- og metanvélum.
B 160 með 7 þrepa sjálfskiptingu
Verð frá 4.800.000 kr.
Eyðir frá 4,0 l/100 km í blönduðum akstri
Aðalatriðið við
akstur erlendis er að
hlýða umferðarlögum og
-reglum í hvívetna. Menn
eiga bara að gera
það sem þeim
er sagt og þá
fer þetta vel.
Stefán Ásgrímsson,
ritstjóri hjá FÍB.
NeyteNdur
7 . j ú l í 2 0 1 6 F I M M T U D A G U R10 F R é T T I R ∙ F R é T T A B l A ð I ð
0
7
-0
7
-2
0
1
6
0
4
:1
0
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
9
E
F
-D
1
A
0
1
9
E
F
-D
0
6
4
1
9
E
F
-C
F
2
8
1
9
E
F
-C
D
E
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
A
F
B
0
5
6
s
_
6
_
7
_
2
0
1
6
C
M
Y
K