Fréttablaðið - 07.07.2016, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 07.07.2016, Blaðsíða 10
Á vef Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, segir að í flestum tilfellum sé þýðingar- laust að reyna að hunsa kröfur frá öðrum löndum vegna umferðarlagabrota. Slíkt leiði til enn meiri kostnaðar. Óskemmtilegur og óvæntur kostn- aður vegna bílferðalags um Evrópu getur bæst við fari ökumenn ekki eftir umferðarreglum í viðkomandi landi. Hafi maður verið staðinn að verki við umferðarlagabrot er sektin víða innheimt á staðnum en sektarboð getur líka borist í pósti eftir að heim er komið. Um háar fjárhæðir getur verið að ræða en þær eru mismun- andi eftir löndum. Íslendingur sem í fyrra ók bíla- leigubíl á 98 km hraða á þjóðvegi á Ítalíu þar sem hámarkshraði var 90 km fékk á dögunum sektarboð í pósti. Þar segir að upphaflega sektin hafi verið 41 evra en nú sé upphæðin komin í 131 evru. Bréfið sem barst á dögunum, ári eftir að umferðarlagabrotið var framið, var fyrsta sektarboðið. Á vef Félags íslenskra bifreiðaeig- enda, FÍB, segir að í flestum tilfellum sé þýðingarlaust að reyna að hunsa kröfurnar. Slíkt leiði til enn meiri kostnaðar. „Aðalatriðið við akstur erlendis er að hlýða umferðarlögum og -reglum í hvívetna. Menn eiga bara að gera það sem þeim er sagt og þá fer þetta vel,“ segir Stefán Ásgrímsson, rit- stjóri hjá FÍB. Gæta þurfi þess að fara ekki yfir hámarkshraða, tala ekki í farsíma í akstri og hvorki lesa né skrifa smá- skilaboð undir stýri. Alltaf eigi að nota stefnuljós þegar við á og forð- ast eigi vafasaman framúrakstur. Hæstu sektirnar vegna brota á umferðarlögum eru í Noregi, að því er danskir fjölmiðlar greina frá. Vitnað er í samantekt ADAC, systur- samtaka FÍB í Þýskalandi, frá því í mars síðastliðnum. Þar segir að sá sem verði uppvís að því að aka 20 km yfir hámarkshraða í Noregi þurfi að greiða að minnsta kosti 420 evrur. Sé ekið 50 km yfir hámarks- hraða nemur sektin að minnsta kosti 940 evrum. Sekt fyrir að aka á rauðu ljósi eða fara fram úr þar sem það er óleyfilegt nemur 600 evrum. Í Danmörku kostar frá 135 evrum að aka 20 km yfir hámarkshraða en 300 evrur ef ekið er 50 km yfir hámarkshraða. Sektargreiðsla fyrir að aka á rauðu ljósi og aka ólöglega fram úr í Danmörku nemur 270 evrum. Þar er sektin fyrir að aka án öryggisbeltis 200 evrur. Danska blaðið Politiken bendir á að víða í bæjum á Ítalíu séu svæði þar sem einungis megi aka með leyfi. Þessi svæði séu oft illa merkt. Aki menn inn á slíkt svæði sé tekin mynd af númeraplötu bílsins. Þeir sem ekki hafa greitt fyrir leyfi þurfi að greiða sekt. Slík svæði séu einn- ig í Þýskalandi en þar gildi aðrar reglur. ibs@frettabladid.is Víða háar sektir fyrir of hraðan akstur Óskemmtilegt er að fá rukkun fyrir umferðarlagabrot í útlöndum, jafnvel ári eftir sumarfríið. Í Noregi er sektin fyrir að aka yfir á rauðu ljósi 600 evrur. 420 evrur að minnsta kosti þarf sá að greiða sem ekur 20 km yfir hámarkshraða í Noregi. ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili Mercedes-Benz á Íslandi Þú finnur „Mercedes-Benz Ísland“ á Facebook Mercedes-Benz B-Class Þægindi og öryggi í fyrirrúmi Í Mercedes-Benz B-Class situr þú hærra en í flestum fólksbílum sem auðveldar aðgengi og bætir yfirsýn. Lágur mengunarstuðull tryggir lægri bifreiðagjöld og um leið frábært verð fyrir bifreið í þessum gæðaflokki og sparneytnin heldur rekstrarkostnaðinum í lágmarki. Þessi vinsæli bíll er framhjóladrifinn og er einnig fáanlegur með 4MATIC fjórhjóladrifi. Hann fæst sjálfskiptur eða beinskiptur og er í boði með bensín-, dísil- og metanvélum. B 160 með 7 þrepa sjálfskiptingu Verð frá 4.800.000 kr. Eyðir frá 4,0 l/100 km í blönduðum akstri Aðalatriðið við akstur erlendis er að hlýða umferðarlögum og -reglum í hvívetna. Menn eiga bara að gera það sem þeim er sagt og þá fer þetta vel. Stefán Ásgrímsson, ritstjóri hjá FÍB. NeyteNdur 7 . j ú l í 2 0 1 6 F I M M T U D A G U R10 F R é T T I R ∙ F R é T T A B l A ð I ð 0 7 -0 7 -2 0 1 6 0 4 :1 0 F B 0 5 6 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 9 E F -D 1 A 0 1 9 E F -D 0 6 4 1 9 E F -C F 2 8 1 9 E F -C D E C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 0 5 6 s _ 6 _ 7 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.