Fréttablaðið - 07.07.2016, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 07.07.2016, Blaðsíða 14
Lægra gengi sterlingspunds mun endurspeglast í lægra verði breskra vara á Íslandi. Fataverð gæti lækkað um allt að tíu prósent. Gengi sterlingspunds gagnvart íslenskri krónu mældist 159,59 í gær og hefur ekki verið lægra í rúm sjö ár, eða síðan í mars 2009. Frá því að úrslit Brexit-kosninganna um áframhaldandi viðveru Breta í ESB lágu fyrir hefur gengi pundsins gagnvart íslenskri krónu lækkað um 11,4 prósent, úr 180,13 í 159,59. Á síðastliðnu ári hefur gengið lækkað um 23 prósent. Elísabet Inga Marteinsdóttir, rekstrarstjóri Dorothy Perkins, Topshop, Warehouse og Karen Millen, sem allt eru breskar versl- anir, segir að þessi lækkun á gengi pundsins muni klárlega endur- speglast í vöruverðinu á Íslandi. „Við erum mjög ánægð með þetta að geta lækkað vöruverðið hjá okkur,“ segir Elísabet. Svava Johansen, eigandi NTC, segist einnig sjá fram á lækkanir. „Við sjáum alveg klárlega fram á lækkun. Við erum að taka inn ný bresk merki núna, meðal annars Paul Smith, og sjáum fram á um tíu prósenta lækkun. Við erum mjög spennt að geta lækkað bresku vör- urnar og höfum einmitt verið að auka innkaup þaðan. Evran hefur líka lækkað um þrjú eða fjögur pró- sent. Það sem við tókum inn í apríl Íslensku flugfélögin hafa aukið umsvif sín töluvert á árinu. Fréttablaðið/Vilhelm Íslensku flugfélögin WOW air og Icelandair hafa flutt rúmlega tvær milljónir farþega í millilandaflugi á fyrri helmingi ársins 2016, sem er 34,4 prósenta aukning miðað við sama tímabil í fyrra. Icelandair hefur flutt 1,55 millj- ónir farþega. Það er 19,4 prósenta aukning milli ára, en á sama tíma- bili á síðasta ári ferðuðust 1,3 millj- ónir farþega með flugfélaginu í millilandaflugi. WOW air hefur hins vegar flutt 548 þúsund farþega sem er 111 pró- senta aukning milli ára, en á sama tímabili í fyrra flutti flugfélagið 260 þúsund farþega. Bæði flugfélög hafa bætt við sig áfangastöðum á árinu. – sg 34 prósentum fleiri farþegar Fataverð á niðurleið vegna hruns pundsins Gengi pundsins gagnvart íslenskri krónu hefur lækkað um ellefu prósent frá Brexit-kosningunum. Vöruverð í breskum fataverslunum hér á landi mun lækka í takt við gengið. Hlutabréf í bresku netversluninni ASOS hafa hækkað hratt. ✿ Gengi punds gagnvart íslenskri krónu frá Brexit-kosningum 180,13 171,35 165,3 165,31 166,01 165,06 162,89 162,98 161,39 159,59 og núna hefur lækkað þó nokkuð.“ Líklegt er að margir íslenskir neytendur hafi nýtt sér tækifærið og verslað við breskar netverslanir, til dæmis Amazon UK og ASOS. Gengi hlutabréfa í ASOS hefur, ólíkt öðrum breskum fyrirtækjum, hækk- að í kjölfar Brexit-kosninganna um tæplega fimm prósent. Gengi sterlingspunds hefur ekki einungis lækkað gagnvart íslenskri krónu heldur einnig gagnvart Bandaríkjadal og náði 31 árs lægð í gær þegar það nam 1,29 og hafði lækkað um fjórtán prósent frá Brex- it-kosningunum. Erfitt er að spá um þróun punds- ins þar sem mikil óvissa ríkir í bresku efnahagslífi. Sérfræðingar hjá Goldman Sachs áætla þó að gengið gæti lækkað í allt að 1,2 á móti Bandaríkjadal á næstu þremur mánuðum. saeunn@frettabladid.is 23. júní 24. júní 27. júní 28. júní 29. júní 30. júní 1. júlí 4. júlí 5. júlí 6. júlí 159,59 krónur mældist gengi pundsins gagnvart krónu í gær Við erum að taka inn ný bresk merki núna, meðal annars Paul Smith, og sjáum fram á um tíu prósenta lækkun. Svava Johansen, eigandi NTC Skemmtigarðinum Holy Land USA, sem byggður var á biblíusögunum, í Waterbury í Connecticut í Bandaríkjunum, var lokað árið 1984. Nú er lítið annað eftir en skilti sem segir til um hvaða starfsemi var rekin þar. Á 7. áratugnum heimsóttu allt að fjörutíu þúsund manns garðinn á ári. Bæjar- stjóri Waterbury, Neil O’Leary, kom fyrir krossi í garðinum árið 2013 og er nú leitað að fjármagni svo hægt verði að opna garðinn á ný. Fréttablaðið/epa Yfirgefinn aldingarður Fasteignagjöld eru hæst í Borgar- nesi, og lægst í Vopnafirði. Fast- eignamat húss og lóðar er hæst í Reykjavík í Suður-Þingholtum, það er hins vegar lægst á Patreks- firði. Þetta kemur fram í saman- burði fasteignagjalda sem Þjóð- skrá Íslands tók saman fyrir Byggðastofnun. Fasteignamat húss og lóðar, ef miðað er við einbýlishús sem er 161,1 fermetri að grunnfleti og lóðarstærð er 808 fermetrar, er mjög mismunandi eftir því hvar á landinu það er. Fasteignamat húss og lóðar á höfuðborgarsvæðinu er að meðaltali 43,4 milljónir og hefur hækkað um rúm átta pró- sent frá árinu áður. Utan höfuðborgarsvæðisins er matið hæst á Akureyri, 35,4 millj- ónir, samanborið við 33,6 milljón- ir árið áður. Lægsta heildarmat er á Patreksfirði þar sem það er 11,7 milljónir, en matið á Vopna- firði er 12 milljónir. Fasteignamat hefur hækk- að mest milli ára í Suður-Þing- holtunum, um 11,1 prósent, það lækkar mest í Grindavík, eða um 5,1 prósent. Fasteignagjöld eru hæst í Borgarnesi, þar sem þau eru 351 þúsund. Lægstu gjöld eru 180 þúsund á Vopnafirði eins og árið áður. Fasteignagjöld hækk- uðu mest á Siglufirði, eða um 25 prósent. Rétt er að taka fram að sveitarfélög veita mismunandi þjónustu til dæmis hvað varðar sorpurðun og -förgun og er sums staðar rukkað fyrir þjónustu sem er innifalin í gjöldum annars staðar. – sg Fasteignagjöld hækkað um allt að fjórðung Fasteignagjöld hækkuðu mest á Siglufirði, eða um 25 prósent. Fréttablaðið/SteFán 2,2 milljónir farþega hafa ferðast með Icelandair og WOW air á fyrrihluta ársins. VIðSkIPtI 7 . j ú l í 2 0 1 6 F I M M T U D A G U R14 F R é T T I R ∙ F R é T T A B l A ð I ð 0 7 -0 7 -2 0 1 6 0 4 :1 0 F B 0 5 6 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 9 E F -A A 2 0 1 9 E F -A 8 E 4 1 9 E F -A 7 A 8 1 9 E F -A 6 6 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 5 6 s _ 6 _ 7 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.