Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.07.2016, Qupperneq 19

Fréttablaðið - 07.07.2016, Qupperneq 19
Í Múrmansk, stærstu borg heimsins norðan við heim-skautsbaug, sagði gamall Rússi við mig: Við njótum þess hér að eiga góða granna. Hún átti við Norðmenn, Svía og Finna. Orð hennar ylja Íslendingi um hjarta- rætur. Við heimsækjum þá oft, bætti hún við, og förum því oftar til útlanda en flestir aðrir Rússar ef íbúar Moskvu og Sankti Péturs- borgar eru undan skildir. Algeng mánaðarlaun í Múrmansk eru 50 til 60 þúsund krónur og eftirlaun mun lægri. Íslaus höfn Síðari heimsstyrjöldin er enn á allra vörum í Múrmansk sem gegndi þar mikilvægu hlutverki. Borgin var reist frá grunni í fyrri heimsstyrjöldinni, fyrir réttum 100 árum. Þaðan komust rúss- nesk herskip og önnur skip út á opið haf þar eð Golfstraumurinn heldur höfninni íslausri árið um kring. Í síðari heimsstyrjöldinni var Sankti Pétursborg sem hét þá Leníngrað umsetin af Þjóðverjum svo engin skip komust þaðan út. Rússar misstu 27 milljónir mannslífa í stríðinu, telja menn nú, tuttugu sinnum fleiri mannslíf en Bandaríkjamenn, Bretar og Frakkar misstu samanlagt. Fólkinu hefur fækkað í Múr- mansk, íbúarnir eru nú um 300.000, voru áður hálf miljón. Borgin er býsna hrörleg að sjá. Ásýnd hennar virðist ekki hafa tekið miklum breytingum frá því Sovétríkin hrundu fyrir aldar- fjórðungi. Ýmis framfarateikn verða þó á vegi manns. Statoil, norska olíufyrirtækið, rekur bensínstöðvar í Múrmansk. Rúss- nesk olíufyrirtæki þurfa að sæta erlendri samkeppni. Útvegsfyrir- tæki greiða veiðigjöld í almanna- sjóði. IKEA selur ungu fólki sænsk húsgögn. Sumt annað vitnar um stöðnun. Margverðlaunuð rúss- nesk kvikmynd frá 2014, Leviat- han, sem lýsir vonlausri viðureign venjulegrar fjölskyldu við spilltan sveitarstjórnarmann í litlum bæ ekki langt frá Múrmansk, fékkst ekki sýnd í borginni utan einu sinni. Eiga kvikmyndahúsin þó að heita einkafyrirtæki. Jafnvægi í byggð Noregur á landamæri að Rúss- landi. Kirkjunes, einn nyrzti bær Noregs, er steinsnar frá landa- mærunum. Norðmenn leggja fyrir vikið enn ríkari áherzlu en ella væri á jafnvægi í byggð lands síns upp eftir gríðarlangri ströndinni alla leið að mörkum Rússlands og verja í þessu skyni talsverðu fé m.a. til að styrkja bændur og fiskimenn ýmist beint eða óbeint. Byggðastefnan er m.ö.o. her- fræðileg að hluta. Norðmönnum þykir óráðlegt að hafa hluta landsins óbyggðan þar eð þá gætu óboðnir gestir e.t.v. hreiðrað þar um sig óséðir. Langvinn togstreita Norðmanna og Rússa um efna- hagsstarfsemi á Svalbarða vitnar um vandann. Svíþjóð liggur hvergi að Rússlandi. Svíar töldu óhætt að hverfa frá opinberum fjárstuðn- ingi við land og sjó fyrir löngu og kjósa heldur að styðja byggðirnar t.d. með öflugu háskólastarfi um allt land eins og Norðmenn gera raunar einnig. Opinber stuðn- ingur við land og sjó í Svíþjóð einskorðast við sameiginlega landbúnaðar- og fiskveiðistefnu ESB. Nasistar lögðu Finnmörk, nyrzta hluta Noregs, í rúst í stríðslok þegar þeir sáu fram á að verða undir, brenndu Ham- merfest og fleiri bæi til grunna og fluttu fólkið burt. Sviðna jörðin sem nasistar skildu eftir sig markaði djúp spor í Noregi sem hafði misst heilar borgir og bæi í hörmulegum brunum á fyrri tíð. Íslendingar þekkja brunann mikla í Kaupmannahöfn 1728 sem Hall- dór Laxness gerði ógleymanlegan í Íslandsklukkunni. Ósló brann til kaldra kola 1624, Þrándheimur 1681, Björgvin 1702 og aftur 1916, Hammerfest 1890 og Álasund 1904. Þetta voru engir smábrunar, heldur brann næstum allt sem brunnið gat. Bæirnir í Finnmörk voru endurreistir eftir stríð. Samkeppni þrátt fyrir fólksfæð Norsk landsbyggð ljómar af myndarskap. Í litlum bæjum norður eftir öllu landinu rekar danskir og sænskir bankar útibú líkt og Glitnir gerði fram að hruni. Af því má ráða að fólksfæð er engin fyrirstaða í augum þessara banka. Norskir bankar þurfa að sæta erlendri samkeppni til hags- bóta fyrir viðskiptavini sína. Byggðin er fjölbreytt. Samar eru um 100.000 alls, sérstakur þjóðflokkur hreindýrabænda sem hefur búið á norðurslóðum í mörg þúsund ár. Flestir eru þeir í Noregi, eða um 50.000, og flestir hinna eru í Svíþjóð og Finnlandi, en fáir eru eftir í Rússlandi, aðeins um 2.000. Samar tala ólíkar mál- lýzkur, svo ólíkar að þeir tala nú helzt saman á ensku á ættarmót- um. Aukin sjálfstjórn Sama miðar að traustari stöðu þeirra innan Noregs, Svíþjóðar og Finnlands. Vogskornar strendur Þorvaldur Gylfason prófessor Í dag Norsk landsbyggð ljómar af myndarskap. Í litlum bæjum norður eftir öllu landinu rekar danskir og sænskir bankar útibú líkt og Glitnir gerði fram að hruni. Af því má ráða að fólksfæð er engin fyrirstaða í augum þessara banka. Norskir bankar þurfa að sæta erlendri samkeppni til hagsbóta fyrir viðskipta- vini sína. Nú á tímum er til siðs að tala líkingamál knattspyrn-unnar, eftir hina frækilegu Frakklandsferð landsliðsins í fót- bolta. Því er við hæfi að spyrja sig hvort við sem höfum starfað í nefnd um endurskoðun almannatrygginga séum nú að sjá lokamarkið nálgast. Frumvarp um breytingar á lögum um almannatryggingar er komið inn á vef velferðarráðuneytisins. Það er afrakstur mikillar vinnu árum saman og grundvallarbreyt- ingar á kerfinu. Þær breytingar sem lagðar eru til er þokkaleg sátt um, en þær snerta fyrst og fremst kjör eldri borgara. Ekki eru breytingar gerðar hvað varðar öryrkja, en lagt er til að komið verði á tilraunaverkefni um starfsgetumat sem komi í stað örorkumats. Ég ætla ekki í þessari grein að fara nánar út í það mál. Það sem snertir eldri borgara er einföldun kerfisins, sveigjanleiki í lífeyristöku, hækkun á ellilífeyris- aldri á 24 árum og samræming á skerðingarprósentu allra tekna þegar reikna á út réttindi fólks í almannatryggingum. Sameina á grunnlífeyri, tekjutryggingu og framfærsluuppbót í einn ellilífeyri. Framfærsluuppbótin sem hefur verið með 100% skerðingu gagnvart öllum öðrum tekjum verður færð í flokk ellilífeyris þar sem skerðingin verður 45%. Það er stór ávinningur að ná því að þessi uppbót á lífeyri renni nú inn í almennan ellilífeyri. Jafnframt verður meiri sveigjan- leiki í kerfinu sem Landssam- band eldri borgara hefur lagt ríka áherslu á. Hægt verður að byrja að taka ellilífeyri 65 ára, en einnig að geyma það til 80 ára. En jafnframt verður líka hægt á þessu 15 ára tímabili að taka ½ lífeyri hjá bæði lífeyrissjóðum og almannatrygg- ingum og geyma hinn helminginn til allt að 80 ára aldurs, og hækkar þá geymdi lífeyririnn samkvæmt tryggingarfræðilegu mati þangað til viðkomandi tekur fullan lífeyri. Þetta ákvæði þarf þó undirbúnings- tíma og mun ekki taka gildi fyrr en ári seinna en aðrar breytingar sem lagðar eru til. Eftir er að breyta lögum um lífeyr- issjóði til samræmis við almanna- tryggingarnar. Taki fólk hálfan lífeyri getur það haldið áfram að vinna án skerðingar vegna vinnu- launa. Það ætti því að hvetja fólk til atvinnuþátttöku eftir getu og vilja hvers og eins. Með hækkandi meðalaldri þjóðarinnar hefur verið krafa um meiri sveigjanleika til bæði lífeyristöku og lengri starfs- ævi. Þá er einnig verið með þessum breytingum að hækka lífeyristöku- aldur úr 67 árum í 70 ár á 24 árum. Það byrjar á árinu 2018 og hækkar um tvo mánuði á ári í 12 ár og síðan um einn mánuð á ári næstu 12 ár. Bætir verulega hag eldri kvenna Kostnaður ríkissjóðs af þessu frum- varpi verði það að lögum fer að miklum hluta til að bæta hag eldri kvenna, sem hafa verið í meirihluta þeirra sem hafa haft framfærsluupp- bótina og lítið í lífeyrissjóði. Þetta eru oftast konur sem voru heima- vinnandi fram eftir aldri, sinntu heimili og mörgum börnum, en fóru svo að vinna seinna utan heimilis og oft í láglaunastörfum. Jafnframt bætir þetta hag þeirra sem eiga sparifé þar sem skerðingarprósenta vegna vaxtatekna fer einnig í 45%, en frá Hruninu hefur það verið föst fjárhæð eða rúmar 98.000 kr á ári. Ég hvet alla til að kynna sér frumvarpið inn á vef velferðarráðuneytis. Hægt er að slá inn á netið: vel.is og þá kemur vefurinn upp og þar er kynn- ing á efninu. Athugasemdir þurfa að berast fyrir 31. júlí. Vonandi sjáum við frumvarpið verða að lögum fyrir áformaðar þingkosningar í haust. Er lokamarkið í augsýn? Kostnaður ríkissjóðs af þessu frum- varpi verði það að lögum fer að miklum hluta til að bæta hag eldri kvenna, sem hafa verið í meirihluta þeirra sem hafa haft framfærsluupp- bótina og lítið í lífeyrissjóði. Jóna Valgerður Kristjánsdóttir fulltrúi LEB í endurskoðunar- nefnd almanna- trygginga s k o ð u n ∙ F R É T T a B L a ð i ð 19F i M M T u d a g u R 7 . j ú L Í 2 0 1 6 0 7 -0 7 -2 0 1 6 0 4 :1 0 F B 0 5 6 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 9 E F -C 7 C 0 1 9 E F -C 6 8 4 1 9 E F -C 5 4 8 1 9 E F -C 4 0 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 5 6 s _ 6 _ 7 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.