Fréttablaðið - 07.07.2016, Blaðsíða 31
Ljósbláar neglur sjást víða á höndum landskvenna í sumar. Mynd/Hanna
Undanfarið hefur borið mjög
á sérstaklega fallegum túrkís-
bláum lit á nöglum landskvenna
og ýmsu öðru skemmtilegu nagla-
skrauti. Margir hafa velt fyrir
sér hvort það sé sumarsólin sem
kallar fram þessa naglaskreyti-
gleði.
Gyða Agnarsdóttir, nagla-
fræðingur á Deluxe snyrtistof-
unni í Glæsibæ, hefur aðstoðað
Íslendinga við naglaskreyting-
ar um árabil. „Það eru alltaf ein-
hverjir tískulitir í nöglum. Núna
er mjög mikið um natúral, matta
og hlutlausa liti og sumar vilja
setja kannski glimmer eða eitt-
hvert skraut á eina nögl. Í fyrra
voru þetta helst appelsínugulir og
ferskjulitir og svo skærir neon-
bleikir. Núna er þetta meira svona
hlutlausir litir og svo líka allt í
gangi, til dæmis túrkís og bláir.“
Gyða segir að fólk komi frek-
ar í naglasnyrtingu á vorin en
á öðrum árstímum. „Konur fá
sér gjarna gel-lakk á hendur og
fætur á vorin og áður en þær fara
í sumarfrí til útlanda. Margar fá
sér lakk á hendur og fætur í sama
lit eða hlutlausan lit á hendurn-
ar og skærari á tærnar. Það er
eins og það sé almennt samþykkt-
ara að fá sér meira áberandi lit
á tærnar, þær er oftar í felum
en hendurnar sjást alltaf.“ Hún
segir algengt að neglur séu end-
urnýjaðar svona einu sinni í mán-
uði. „Þá hafa þær vaxið fram,
ekkert ónýtar en kannski orðnar
pínu sjúskaðar eða viðskiptavin-
urinn vill fá nýjan lit eða eitthvað
svoleiðis.“
Hún segir að í umræðu um
tískuliti á neglur vilji gleymast
að ekki henti öllum hið sama.
„Litir fara fólki auðvitað mis-
munandi vel og ég ráðlegg þeim
sem eru með æðaberar hendur
til dæmis ekki að fá sér blátóna
naglalakk, heldur frekar hlýrri
liti.“ Hún bætir þó við að það sé
nánast alltaf hægt að finna tón af
tískulit sem passar við húðlit við-
komandi.
En hvernig er með þær sem
naga neglurnar? Geta þær líka
verið með fallegt naglalakk?
Gyða segir nagdísir velja gjarna
að láta setja á sig akrýlnegl-
ur. „Ef þær vilja fá fínar neglur
einn tveir og bingó er akrýllinn
besta lausnin, hann lengir aðeins
en ekki mikið og formar mjög fal-
lega.“
En hvað skyldi Gyða sjálf velja
að hafa á nöglunum í sumar? „Ég
er alltaf að prófa eitthvað nýtt.
Ég er reyndar ekki þessi bleika
týpa svo ég er meira í grátónuð-
um litum. Ég leik mér líka stund-
um, set kannski mismunandi liti á
hverja nögl og ef ég er með lang-
ar neglur þá finnst mér gaman að
setja kannski glimmer eða skraut
á eina og eina.“
Naglaskreytigleði
í sumarsóliNNi
Gyða agnarsdóttir naglafræðingur segir allt leyfilegt í naglatískunni í
sumar en bendir á að ekki henti allir litir öllum höndum.
Gyða agnarsdóttir segir allt leyfilegt í naglatískunni, markmiðið sé að gera neglur
skemmtilegri.
naglalökk eru í öllum litum í sumar.
naglaspá sumarsins hljóðar upp á
hlutlausan grunnlit og glimmer á stöku
stað.
Fa
rv
i.i
s
//
0
61
6
KIMONO
9.495 kr.
KJÓLL
5.995 kr.
GÓÐIR SUNNUDAGAR
Á BYLGJUNNI
FÖSTUDAGSVIÐTALIÐ KL. 08:00 10:00
SPRENGISANDUR KL. 10:00 12:00
F ó l k ∙ k y n n i n g a r b l a ð ∙ X X X X X X X X 7F i M M T U D a g U r 7 . j ú l í 2 0 1 6 F ó l k ∙ k y n i n g a r b l a ð ∙ T í s k a
0
7
-0
7
-2
0
1
6
0
4
:1
0
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
9
E
F
-C
7
C
0
1
9
E
F
-C
6
8
4
1
9
E
F
-C
5
4
8
1
9
E
F
-C
4
0
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
0
5
6
s
_
6
_
7
_
2
0
1
6
C
M
Y
K