Morgunblaðið - 18.10.2016, Side 1
Þ R I Ð J U D A G U R 1 8. O K T Ó B E R 2 0 1 6
Stofnað 1913 244. tölublað 104. árgangur
FRAMTÍÐAR-
HORNAMAÐUR
Í LANDSLIÐINU SUMIR KOMA DAGLEGA
TÓNLEIKAR TIL
HEIÐURS ÞREMUR
ÓPERUDÍVUM
JESÚS OG HALLA Í CAFÉ ROMA 12 BRAUTRYÐJENDUR 30HANDBOLTI ÍÞRÓTTIR
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
Efni úr plastumbúðum utan um mat-
vöru og drykki geta smitast yfir í
matvælin og þannig geta fjölmörg
efni, sum skaðleg, komist í snertingu
við matvæli. Þetta sýnir ný rannsókn
Erlu Ránar Jóhannsdóttur, sem hún
vann til MS-gráðu í matvælafræði
við HÍ.
Erla Rán rannsakaði smit úr ólík-
um tegundum drykkjarbrúsa úr
plasti með því að setja í þá blöndu
kranavatns og metanóls, sem hefur
svipaða virkni á plastið í brúsanum
og súrir íþróttadrykkir. Eftir sólar-
hring í stofuhita höfðu efni úr plasti
brúsanna smitast í vökvann í tíu af
þeim 16 brúsum sem voru notaðir í
rannsókninni. Sum efnin var ekki
hægt að greina, en þau helstu sem
fundust voru fenól, asetamíð og ben-
samíð sem eru mýkingarefni, litar-
efni, blek, sveppa- og bakteríudrep-
andi efni og leysiefni.
Niðurstöðurnar voru áþekkar út-
komu erlendra rannsókna, en að
sögn Erlu Ránar er þetta fyrsta
rannsóknin af þessu tagi, sem gerð
er hér á landi. Hún segir að skaðleg
efni hafi fundist í mismunandi teg-
undum plasts, oft smiti plastið litlu
magni af hverju efni en þegar mörg
efni blandist saman geti þau magnað
hvert annað upp og haft margvísleg
áhrif.
Plastið getur smitað
Ný íslensk rannsókn sýnir að ýmis efni úr plastbrúsum geta borist í vökva sem
settur er í þá Gosflöskur úr plasti ætti ekki að nota oftar en einu sinni
MErtu að drekka leysiefni … »6
Varasamt að nota oft
» Nokkuð algengt er að ein-
nota gosdrykkjaflöskur úr
plasti, svokallaðar PET-flöskur,
séu notaðar oft.
» Plastið í slíkum flöskum er
hrufótt og það býður upp á ör-
veruvöxt, að sögn Erlu Ránar
Jóhannsdóttur.
Fjórtán einstaklingar hafa sótt um
alþjóðlega vernd hér á landi það
sem af er ári og borið því við að
þeir séu börn eða ungmenni án
fylgdar. Í fyrra komu sjö fylgdar-
laus flóttabörn hingað til lands.
Samkvæmt upplýsingum frá Út-
lendingastofnun hafa tvö úr hópi
þessara 14 ungmenna sagst vera
14-15 ára og tólf sögðust vera á
aldrinum 16-18 ára. Þau koma frá
Albaníu, Alsír, Írak, Marokkó, Pak-
istan, Sómalíu og Sýrlandi og í
hópnum eru tvær stúlkur og 12
piltar.
Þrjú ungmennanna hafa nú þeg-
ar fengið vernd, einu hefur verið
synjað og átta mál eru óafgreidd.
Tveir úr þessum hópi reyndust
vera fullorðnir eftir að gerð var á
þeim aldursgreining á vegum Út-
lendingastofnunar.
Barnaverndarstofa auglýsti ný-
verið eftir fósturheimilum fyrir
börn í þessari stöðu, en núna vant-
ar heimili fyrir fjögur börn. Bragi
Guðbrandsson, forstjóri stofunnar,
segir líklegt að þörfin fyrir fóstur-
fjölskyldur muni aukast í takt við
fjölgun hælisleitenda. »4
14 flótta-
börn án
fylgdar
AFP
Hrjáð Fylgdarlaus flóttabörn koma
hingað til lands, m.a. frá Sýrlandi.
Fylgdarlausum
flóttabörnum fjölgar
Strandlengjan við Ægisíðu er ein af vinsælli
göngu- og hjólaleiðum borgarinnar en þar má
víða tylla sér og horfa til sjávar. Veðrið hefur
verið ljúft síðustu daga og margir nýtt sér blíð-
una til útiveru en rétt tæp vika er til fyrsta
vetrardags. Kuldinn er því einhvers staðar hand-
an við hornið þó að veðrið í dag eigi að vera
ágætt. Vindur í kringum 3-5 metra á sekúndu og
skúrir með köflum þegar líða tekur á daginn.
Rólegt haustveður leikur við borgarbúa
Morgunblaðið/Golli
„Ég vænti þess
að útgerðirnar
komi að samn-
ingaborðinu með
öðru hugarfari
núna,“ segir Guð-
mundur Ragn-
arsson, formaður
VM, í kjölfar sam-
þykkis sjómanna
og vélstjóra um
verkfall.
„Það er búið að fækka vélstjórum
og skipin eru að stækka. Við þurfum
því að ræða margt annað en bara
krónur og aura enda snýst þetta
ekki bara um kauptrygginguna.“
»4
Sjómenn í verkfall
ef ekki er samið
Guðmundur
Ragnarsson
Skráð atvinnuleysi hjá Vinnu-
málastofnun í september síðast-
liðnum var 1,9%. Þetta er í fyrsta
skipti síðan „hrunmánuðinn“ októ-
ber 2008 sem atvinnuleysið fer nið-
ur fyrir 2%.
Í október 2008 var atvinnuleysi
skráð 1,9% og var þá búið að vera
innan við 2% markið síðan í ágúst
2005, samkvæmt upplýsingum
Karls Sigurðssonar, sérfræðings
hjá Vinnumálastofnun. Strax í nóv-
ember 2008 fór atvinnuleysið upp í
3,3%. Það jókst smám saman og
náði hámarki mánuðina febrúar og
mars 2010, en þá mánuði mældist
atvinnuleysið 9,3%.
Að meðaltali voru 3.286 skráðir
atvinnulausir hjá Vinnumálastofn-
un í september og fækkaði atvinnu-
lausum um 267 að meðaltali frá
ágúst, þegar atvinnuleysi mældist
2,0%. »10
Atvinnuleysi í landinu mælist minna en
2% í fyrsta skipti síðan í október 2008
Morgunblaðið/Golli
Mæling Hjólin byrjuð að snúast.
Fyrri hluti októbermánaðar var
mjög hlýr en jafnframt úrkomu-
samur. Víðast hvar á landinu er hit-
inn vel yfir meðallagi.
Trausti Jónsson veðurfræðingur
birtir á bloggi sínu stöðuna í
Reykjavík eins og hún var þegar 16
dagar voru liðnir af mánuðinum. Þá
er meðalhitinn rétt undir 10 gráð-
um en meðaltal áranna 1961 til
2010 í október er undir 6 gráðum.
Hæsti viðurkenndi meðalhiti í
október mældist á Reykjanesvita
árið 1946, 8,6 gráður. Trausti upp-
lýsir að nú séu báðar stöðvar Vega-
gerðarinnar við Siglufjarðarveg of-
an 10 stiga meðalhita það sem af er
mánuði og stöðin við Stafá að auki.
Meðalhiti á Seyðisfirði og á Flateyri
er líka rétt við 10 stigin. Úrkoman í
Reykjavík er 126,4 millimetrar
fyrri hluta mánaðar, sem er met.
Gamla metið er nær 100 ára gamalt
eða frá 1920. »18
Október hefur verið hlýr og úrkomusamur
það sem af er og met gætu hæglega fallið
Morgunblaðið/Ófeigur
Úrhelli Rok og rigning hefur ríkt á landinu.