Morgunblaðið - 18.10.2016, Síða 4

Morgunblaðið - 18.10.2016, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 2016 VÍKURVAGNAR EHF. Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is Setjum undir á staðnum Dráttarbeisli undir flestar tegundir bíla Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is „Já, ferðamenn hafa frekar neikvætt viðhorf til raflína, sérstaklega á há- lendinu, þær þykja meðal óæskileg- ustu mannvirkja og fæstir telja þær viðeigandi á víðernum. Andstaða við raflínur er mest meðal íslenskra ferðamanna auk Frakka og Norður- landabúa,“ segir Þorkell Stefáns- son sem nýlega lauk mastersrit- gerð sem fjallar um viðhorf ferða- manna til virkj- ana og raflína. Rannsóknirnar sem verkefnið byggist á voru mjög viðamiklar og var niðurstað- an afgerandi. Eða eins og segir í rit- gerðinni: „Yfir heildina litið voru svarendur frekar neikvæðir en já- kvæðir gagnvart öllum tegundum orkuframleiðslu og mannvirkja sem spurt var um. Neikvæðust viðhorf voru gagnvart frekari lagningu raf- lína á hálendinu sem og frekari upp- byggingu vatnsaflsvirkjana á há- lendinu. Vindmyllur og uppistöðulón á hálendinu hugnuðust ferðamönn- um ekki heldur. Síst neikvæð voru viðhorf gagnvart frekari uppbygg- ingu jarðvarmavirkjana á láglend- inu.“ Viðamikil rannsókn Þetta er ansi viðamikil rannsókn af mastersritgerð að vera? „Já, ég er búinn að vinna mikið uppi í HÍ með tölfræðiúrvinnslu úr spurningalistakönnunum. Verkefnið er hluti af vinnu faghóps tvö í 3. áfanga rammaáætlunar. Þess vegna verður þetta svona viðamikil rann- sókn, því ég nýtti gögnin sem komu úr vinnunni okkar fyrir rammaáætl- un. Í heildina svöruðu 2.075 manns spurningalistanum. Við vorum með einn til tvo spyrla á hverjum stað en rannsóknarstaðirnir voru sjö nátt- úruskoðunarstaðir þar sem fyrir- hugaðar eru virkjanir. Við vorum í viku á hverjum stað, frá byrjun júlí fram í miðjan ágúst,“ segir hann. Önnur niðurstaða Gerði Gallup ekki rannsókn um þetta nýlega? „Jú, Landsvirkjun lét gera könn- un um viðhorf ferðamanna til orku- mannvirkja. Þar kemur skýrt fram að eiginlega allir ferðamenn eru hlynntir hreinu orkunni sem við höf- um hér. Það eru góð rök fyrir því að áframhaldandi orkuvinnsla myndi ekki skaða ferðaþjónustuna. Það er erfitt að segja hvers vegna niður- stöður okkar eru á allt annan veg, en líklegast finnst mér að það liggi í því hvar ferðamenn eru spurðir. Við spurðum þá á áfangastaðnum sjálf- um þar sem aðdráttaraflið er fyrst og fremst náttúran. Þar vill fólk al- mennt ekki sjá þessi mannvirki. Flestir í rannsókn Landsvirkjunar tóku eftir orkumannvirkjunum, en þar kemur ekki fram hvort þau voru á sjálfum áfangastaðnum eða aðeins sýnileg á leið þeirra þangað. Eðlilega eru fæstir á móti hreinni orku al- mennt,“ segir Þorkell. Morgunblaðið/ÞÖK Fegurð Menn sjá raflínur með misjöfnum augum, ferðamenn virðast ekki vera yfir sig hrifnir af þeim. Neikvæð viðhorf ferðamanna til raflína  Ný mastersritgerð með viðamiklum rannsóknum Viðhorf ferðamanna til virkjana Heimild: Skýrsla faghóps 2, HÍ. Mjög jákvætt 2,16 1 2 3 4 5 2,38 2,47 2,50 2,51 2,63 2,65 2,68 2,77 2,91 Mjög neikvætt Frekari lagning raflína á hálendinu Frekari uppbygging vatnsaflsvirkjana á hálendinu Frekari lagning raflína á láglendi Vindmyllur á hálendinu Uppistöðulón á hálendinu Frekari uppbygging vatnsaflsvirkjana á láglendi Jarðvarmavirkjanir á hálendinu Uppistöðulón á láglendi Vindmyllur á láglendi Frekari uppbygging jarðvarmavirkjana á láglendi Þorkell Stefánsson Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Það sem af er þessu ári hafa 14 ein- staklingar sótt um vernd hér á landi og borið því við að vera fylgdarlaus börn eða ungmenni. Þetta er tals- verð fjölgun frá því í fyrra þegar hingað komu sjö fylgdarlaus flótta- börn. Barnaverndarstofa (BVS) aug- lýsti nýverið eftir fósturfjölskyldum fyrir börn í þessari stöðu og segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri BVS, líklegt að þörfin fyrir fósturfjöl- skyldur muni aukast í takt við fjölg- un hælisleitenda. Stofan hyggst bjóða upp á námskeið fyrir áhuga- sama fósturforeldra í næstu viku. Samkvæmt upplýsingum frá Þór- hildi Hagalín, upplýsingafulltrúa Út- lendingastofnunar, hafa tvö úr hópi þessara 14 ungmenna sagst vera 14- 15 ára og tólf segjast vera á aldr- inum 16-18 ára. Þau koma frá Alban- íu, Alsír, Írak, Marokkó, Pakistan, Sómalíu og Sýrlandi og í hópnum eru tvær stúlkur og 12 piltar. Þrjú ungmennanna hafa nú þegar fengið vernd, einu hefur verið synjað á grundvelli Dyflinnarreglugerð- arinnar og átta mál eru óafgreidd. Tveir úr þessum hópi reyndust vera fullorðnir, en þegar umsækjandi um vernd ber því við að vera fylgdar- laust ungmenni, en hefur ekki skil- ríki meðferðis því til staðfestingar, er óskað eftir því að aldursgreining fari fram. Að sögn Braga vantar núna fósturheimili fyrir fjóra ung- linga. Allt eru það strákar, einn er frá Afganistan og þrír frá tveimur löndum í Norður-Afríku. Talsverð umræða var um að- stæður fylgdarlausra barna fyrr á þessu ári. Í kjölfar þess höfðu fjöl- margir samband við BVS og buðust til að gerast fósturforeldrar barna í þessum aðstæðum. Spurður um hvort margir úr þeim hópi hafi helst úr lestinni segir Bragi svo vera. „Fólk vill almennt láta gott af sér leiða. En þegar það fær meiri upp- lýsingar um hvað felst í þessu, þá sjá sumir að þetta hentar þeim ekki. Það er m.a. þess vegna sem við ætl- um að halda námskeið fyrir þá sem hafa áhuga á því að taka þessi börn inn á heimili sín; þá getur fólk áttað sig á hvernig verkefni þetta er.“ Misjafnar þarfir Afar misjafnt er að sögn þeirra Braga og Þórhildar hvar ungmenni í þessari stöðu búa. Sum búa hjá skyldmennum, önnur í ýmsum úr- ræðum á vegum barnaverndaryf- irvalda, þ.m.t. fósturheimilum, og enn önnur búa á vegum Útlend- ingastofnunar að höfðu samráði við BVS. „Við tölum um þennan hóp sem börn vegna þess að þau eru það fram að 18 ára aldri,“ segir Bragi. „En í þessum hópi eru jafnvel 17 ára strákar sem hafa ferðast einir yfir alla Evrópu og eru mjög sjálfstæðir. Sum hafa mikla þörf fyrir að vera hluti af fjölskyldulífi, önnur kjósa að búa sjálfstætt og við virðum það.“ Fleiri fylgdar- laus flóttabörn  Þau koma víða að  Barnaverndar- stofa auglýsir eftir fósturfjölskyldum Bragi Guðbrandsson Þórhildur Hagalín Bragi segir að nú sé verklagið þann- ig að þegar fylgdarlaust barn óski eftir stöðu hælisleitanda fari það til bráðabirgða á Móttökustöð hælis- leitenda. Barnaverndarnefnd sé gert viðvart og í kjölfarið lætur Út- lendingastofnun gera aldursgrein- ingu á viðkomandi með heilsufars- og tannskoðun, þyki ástæða til þess. Slík skoðun er þó aldrei gerð án samþykkis viðkomandi. Á sama tíma er einstaklingurinn í umsjón barnaverndarnefndar sem undirbýr búsetu, sem getur t.d. verið skammtímafóstur, á meðan verið er að vinna í málinu. Að sögn Braga hefur sú hugmynd komið upp að sett verði á stofn sér- stök móttökustöð fyrir fylgdarlaus börn. Sjálfum líst honum ekki vel á þá hugmynd. „Við getum leyst mál- in með því að koma þeim fyrir á einkaheimilum, sem er í samræmi við öll alþjóðleg tilmæli. Það er ekki heppilegt fyrir börn að búa á stofn- unum.“ Börn búi ekki á stofnunum VERKLAG VARÐANDI FYLGDARLAUS BÖRN Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is „Yfirgnæfandi meirihluti sjómanna samþykkti verkfallsaðgerðir sem hefjast 10. nóvember ef ekki tekst að semja fyrir þann tíma,“ segir Val- mundur Valmundsson, formaður Sjó- mannasambands Íslands, en kosið var í gær um ótímabundið verkfall hjá sjómönnum sem starfa samkvæmt kjarasamningi milli Sjómannasam- bands Íslands og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Öll aðildarfélög Sjómannasam- bandsins að einu undanskildu sam- þykktu verkfallsboðun með hátt í 90 prósentum atkvæða en Sjómanna- félag Hafnarfjarðar hafnaði verkfalli. „Þetta er afgerandi niðurstaða og hafa verður í huga að Sjómannafélag Hafnarfjarðar er afar fámennt félag.“ Sjö manns eru skráðir í Sjómanna- félag Hafnarfjarðar til samanburðar við 655 manns í Sjómanna- og vél- stjórafélag Grindavíkur og tóku þrír af sjö þátt í atkvæðagreiðslunni. Fé- lag vélstjóra og málmtæknimanna samþykkti einnig verkfall í gær og segir Guðmundur Ragnarsson, for- maður félagsins, að afgerandi niður- staða kosningarinnar hljóti að vera viðsemjendum félagsins áminning um að setjast að samningaborðinu með öðru hugarfari. „Það er ánægjulegt að sjá hversu góð þátttaka var í kosningu um boðun verkfalls hjá vélstjórum á fiskiskipum og hve niðurstaðan er afgerandi,“ segir Guðmundur en 90,8 prósent kusu með verkfalli. Í yfirlýsingu sem Samtök fyrir- tækja í sjávarútvegi sendu frá sér í gærkvöldi er niðurstaða kosninga um verkfall sögð vonbrigði. Samtökin segja verkfall vera neyðarúrræði og komi til þess að sjómenn og vélstjórar fari í verkfall 10. nóvember muni það valda samningsaðilum og samfélag- inu öllu tjóni. Sjómenn samþykkja verkfall Morgunblaðið/Ómar Vinnudeilur Verkfall samþykkt.  Semja þarf fyrir 10. nóvember til að afstýra verkfalli

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.