Morgunblaðið - 18.10.2016, Síða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 2016
Dagskrá:
13:30 -13:40 Setning málþings
Björn Bjarki Þorsteinsson, varaformaður Samtaka fyrirtækja í
velferðarþjónustu og framkvæmdastjóri Brákarhlíðar
13:40-13:55 Umhverfi og staða fyrirtækja í velferðarþjónustu
Pétur Magnússon, formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu
og forstjóri Hrafnistuheimilanna
13:55-14.25 Stutt erindi frá stjórnmálaflokkum
Eygló Harðardóttir, Framsóknarflokki
Hanna Katrín Friðriksson, Viðreisn
Sigrún Gunnarsdóttir, Björt framtíð
Óli Björn Kárason, Sjálfstæðisflokki
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Samfylkingu
Steinunn Þóra Árnadóttir, Vinstri græn
Jón Þór Ólafsson, Pírötum
Að framsögum loknum verða pallborðsumræður.
Fundarstjóri: Sigmar Guðmundsson, fjölmiðlamaður
Er vilji til
breytinga?
Er raunverulegur vilji hjá stjórnmálaflokkum að bæta
þjónustu við veika einstaklinga og aldraða?
Málþing á vegum Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu.
Björn Bjarki
Þorsteinsson
Pétur Magnússon Eygló Harðardóttir Hanna Katrín
Friðriksson
Sigrún Gunnarsdóttir
Óli Björn Kárason Steinunn Þóra
Árnadóttir
Sigríður
Ingibjörg Ingadóttir
Jón Þór Ólafsson Sigmar
Guðmundsson
Allir velkomnir,
aðgangur ókeypis
Málþingi verður haldið á Hótel Natura (áður Hótel Loftleiðir)
Þingsal 2, þriðjudaginn 18. október kl. 13:30-15:30
Málþing
Hótel Natura
Þriðjudaginn
18. október
13:30-15:30
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Skráð atvinnuleysi hjá Vinnumála-
stofnun í september var 1,9%. Þetta
er í fyrsta skipti síðan „hrunmán-
uðinn“ október 2008 sem atvinnu-
leysið fer niður fyrir 2%.
Í október 2008 var atvinnuleysi
skráð 1,9% og var þá búið að vera
innan við 2% markið síðan í ágúst
2005, samkvæmt upplýsingum
Karls Sigurðssonar, sérfræðings
hjá Vinnumálastofnun. Strax í nóv-
ember 2008 fór atvinnuleysið upp í
3,3%. Það jókst smám saman og
náði hámarki mánuðina febrúar og
mars 2010, en þá mánuði mældist
atvinnuleysið 9,3%.
Að meðaltali voru 3.286 skráðir
atvinnulausir hjá Vinnumálastofnun
í september og fækkaði atvinnu-
lausum um 267 að meðaltali frá
ágúst þegar atvinnuleysi mældist
2,0%.
Í september fækkaði atvinnulaus-
um körlum um 59 frá ágúst en að
meðaltali voru 1.432 karlar á at-
vinnuleysisskrá og var atvinnuleysi
1,5% meðal karla. Atvinnulausum
konum fækkaði um 208 frá ágúst og
voru 1.854 konur á atvinnuleysis-
skrá og var atvinnuleysi 2,3% meðal
kvenna.
Atvinnulausum fækkaði að með-
altali um 260 á höfuðborgarsvæðinu
frá í ágúst og var atvinnuleysi þar
2,2% í september. Á landsbyggðinni
fækkaði atvinnulausum um sjö frá
ágúst og var atvinnuleysi þar 1,4%.
Mest var atvinnuleysið á höfuðborg-
arsvæðinu 2,2%. Minnst var at-
vinnuleysið á Norðurlandi vestra,
0,8%.
750 erlendir ríkisborgarar
eru án atvinnu hér á landi
Alls voru 750 erlendir ríkisborg-
arar án atvinnu í lok september eða
um 21% atvinnulausra. Þar af voru
428 pólskir ríkisborgarar eða um
57% erlendra ríkisborgara sem
voru á skrá í lok mánaðarins.
Mannafli á vinnumarkaði sam-
kvæmt áætlun Vinnumálastofnunar
var 172.756 í september.
Stofnunin spáir því að atvinnu-
leysi í október verði á bilinu 1,9 til
2,2%.
Morgunblaðið/Ófeigur
Atvinnulífið Bjartari horfur eru í atvinnumálum á Íslandi en um langt ára-
bil. Í fyrsta skipti í átta ár er skráð atvinnuleysi undir tveimur prósentum.
Atvinnuleysið
komið undir 2%
Ekki verið minna síðan í október 2008
Mörg laus störf
» Alls voru 505 laus störf í al-
mennri vinnumiðlun hjá Vinnu-
málastofnun í september.
» Flest störfin voru fyrir ósér-
hæft starfsfólk, eða 207. Fyrir
þjónustu-, sölu- og ummönn-
unarfólk voru 166 laus störf.
» Í september í fyrra var fjöldi
lausra starfa hjá Vinnu-
málastofnun 296.
Nemendur úr Kópavogs- og Há-
teigsskóla tóku við fyrstu Micro-
bit forritanlegu smátölvunum
þegar Illugi Gunnarsson, mennta-
og menningarmálaráðherra, og
Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður
Samtaka iðnaðarins, afhentu
nemendunum tölvurnar í gær.
Guðrún Hafsteinsdóttir segir
verkefnið vera sett af stað til að
efla vitund, skilning og áhuga
ungra nemenda á forritun. „Það
er mikilvægt að vekja nemendur
til umhugsunar um mikilvægi for-
ritunar í daglegu lífi og kveikja
áhuga þeirra á iðn- og tækni-
menntun almennt,“ segir Guðrún.
Hún vísar ennfremur til mikil-
vægis forritunarvinnu fyrir rök-
hugsun, hugmyndaauðgi, skap-
andi hugsun og lausnamiðaða
nálgun.
Morgunblaðið/Eggert
Nám Forritunarkennsla efld með afhendingu forritanlegu smátölvunnar.
Nemendur fá forrit-
anlegar smátölvur
Herjólfur siglir þessa dagana í
Landeyjahöfn, eftir að hafa þurft
að sigla til Þorlákshafnar megin-
hluta síðustu viku. Þó hefur þurft
að breyta aðeins áætlun á fjöru
vegna þess hversu grunnt er í
Landeyjahöfn. Veður- og ölduspá
gefur til kynna að erfitt kunni að
vera að sigla til Landeyjahafnar frá
því síðari hluta dags á morgun og
fram yfir helgi.
Belgíska dýpkunarskipið sem
hefur beðið færis í Vestmannaeyja-
höfn vinnur nú að dýpkun hafn-
arinnar. Hefur verið að safnast
sandur inni í höfninni og sér-
staklega á milli hafnargarðanna.
Skipið byrjaði dýpkun í fyrradag og
vonar Gunnlaugur Grettisson,
rekstrarstjóri Herjólfs, að höfnin
komist í samt lag ef skipið getur
verið að í dag og fram á morgun-
daginn.
Gunnlaugur segir að ástandið í
höfninni hafi verið erfitt í um hálfan
mánuð og ekkert verið hægt að
dýpka fyrr en nú. Á stórstraums-
fjöru sé of grunnt fyrir Herjólf.
Þess vegna hafi áætlun verið breytt
fyrri hlutann í þessari viku.
Handboltakrakkar sjóveikir
Stórt handboltamót ungmenna
var í Eyjum um helgina. Stór hópur
íþróttafólks fór með Herjólfi frá
Þorlákshöfn á föstudagskvöld og
urðu margir veikir vegna þess
hversu vont var í sjóinn. Gunn-
laugur segir að krakkarnir hafi
fengið betra veður á sunnudag,
þegar þeir sneru heim, og þá hafi
verið siglt í Landeyjahöfn.
helgi@mbl.is
Breytt áætlun Herjólfs
Unnið að dýpkun Landeyjahafnar Herjólfur siglir
í Landeyjar Slæmt útlit seinni hluta vikunnar
Morgunblaðið/RAX
Landeyjar Herjólfur siglir í Landeyjahöfn þessa dagana.