Morgunblaðið - 18.10.2016, Qupperneq 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 2016
Osta fondue-veisla
Komdu þínum á óvart
4.990,-ámann
bóka þarffyrirfram
Opið 09-23 | Laugavegi 12 | 101 Rvk. | Sími 551 5979 | lebistro.is
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Við höfum eignast margagóða vini hér á kaffihús-inu, enda hafa sumir veriðtryggir viðskiptavinir allt
frá því fyrsta daginn þegar við opn-
uðum,“ segir Baskinn Jesús Rod-
ríguez sem á og rekur kaffihúsið
Café Roma í Kringlunni ásamt konu
sinni, Höllu Sif Guðlaugsdóttur.
„Halla átti sér draum um að
stofna kaffihús og við gripum gæs-
ina þegar tækifærið kom fyrir ellefu
árum og kaffihúsið var auglýst til
sölu,“ segir Jesús og bætir við að
viðskiptavinahópurinn sé fjöl-
breyttur, til þeirra komi fólk sem er
með verslanir í Kringlunni, við-
skiptavinir Kringlunnar og líka fólk
utan af götunni.
„Ég vil meina að við séum með
bestu fastakúnna borgarinnar, það
er margt eldra fólk sem kemur til
okkar daglega og fær sér kaffi og
með því. Þetta fólk hefur sýnt okkur
mikla tryggð sem okkur þykir vænt
um. Þetta eru vinir okkar og við
þekkjum orðið fjölskyldur þeirra.
Það er gaman að sjá hvernig þetta
fólk hefur myndað félagsleg tengsl
sín á milli og þessir fastagestir
kynnast innbyrðis og mæla sér mót
hérna hjá okkur,“ segir Halla og
bætir við að þau verði áhyggjufull ef
einhver sem hefur komið daglega í
áraraðir hættir að koma, þá óttist
þau að viðkomandi sé veikur.
Kjósa tíma með börnunum
Jesús segir að þau Halla séu
natin við viðskiptavini sína, enda
leggi þau mikla áherslu á að vera
með persónulega þjónustu.
„Við þrefölduðum veltuna á
fyrsta árinu okkar hér og ég vil
meina að það hafi fyrst og fremst
verið vegna þess að við lögðum
hjarta okkar í þetta og að við berum
virðingu fyrir starfi okkar og við-
skiptavinum. Ánægðir viðskiptavinir
sem segja öðru fólki frá upplifun
sinni á kaffihúsinu eru alltaf besta
auglýsingin.“
Þau bjóða ekki aðeins upp á
kaffi og bakkelsi, heldur líka heita
súpu og smárétti. „Við erum alltaf
með hádegistilboð og þá er mikið að
gera, og svo kemur aftur margt fólk
í kaffitímanum, milli kl. tvö og fjög-
ur. Okkur hefur staðið til boða að
stækka staðinn, en við viljum það
ekki, af því að við viljum hafa tíma
til að vera með börnunum okkar.“
Þegar Jesús er spurður að því
hver sé helsti munurinn á því að
reka kaffihús á Íslandi og Spáni,
segir hann að allt sé miklu auðveld-
ara og skilvirkara á Íslandi.
„Viðskiptaumhverfi á Spáni er
mjög þungt í vöfum og erfitt. Að
sækja þar um leyfi til að stofna lítið
fyrirtæki getur tekið fjörutíu daga,
en á Íslandi tekur það ekki nema
þrjá daga. Bróðir minn á veitinga-
stað á Spáni og segir að það sé erfitt
að reka fyrirtæki þar. En hér á Ís-
landi gengur það vel, ef maður er
viljugur og duglegur.“
Ást og örlög gripu í tauma
Jesús kom fyrst til Íslands fyrir
sextán árum, þegar hann var aðeins
24 ára, en það kom til af því að bróð-
ir hans sá auglýsingu í skólanum þar
sem hann lærði til kokks, þar sem
óskað var eftir spænskum kokki á
Íslandi til að sjá um eldamennsku á
Kaffi List yfir eitt sumar.
„Hann sló til og sá fljótt að hér
á landi var mikil þörf fyrir fólk í
veitingahúsabransanum, svo hann
hvatti mig til að koma líka til Ís-
Sumir hafa komið
daglega frá fyrsta degi
Kaffihúsið Café Roma var eitt af fáum kaffihúsum og veitingastöðum í Kringl-
unni sem fengu framúrskarandi einkunn í þjónustukönnun Kringlunnar á þessu
ári. Eigendurnir, Jesús og Halla, leggja mikið upp úr persónulegri þjónustu og
hafa eignast marga vini í hópi viðskiptavina sinna og kynnst fjölskyldum þeirra.
Morgunblaðið/Ófeigur
Brosmild fjölskylda Jesús og Halla fyrir framan kaffihúsið sitt í Kringl-
unni með sonum sínum þremur, Daníel Snæ, Antoni Erni og Tómasi Ara.
Sumarfrí Halla, Daníel og Anton í miðaldaþorpinu Frías í sumar.
Færeyingar frændur okkar eru sér-
lega handlagnir og getum við margt
lært af þeim á því sviði. Færeysk sjöl
eru t.d. þekkt fyrir einstaka hönnun
því lögun þeirra er þannig að þau
sitja vel á öxlum og renna ekki auð-
veldlega af, eins og sjöl eiga til að
gera. Þeir sem hafa áhuga á að læra
að prjóna slík sjöl geta skellt sér á
námskeið hjá Handverkskúnst í
kvöld, þriðjudag, kl. 18:30. Farið verð-
ur yfir uppbyggingu færeyskra sjala
og prjónuð dúkkusjöl. Uppskrift að
færeysku sjali fylgir með kaupum á
Navia Uno-garni í sjalið, en hægt er
að velja á milli tveggja sjalaupp-
skrifta. Þeir sem kaupa sig inn á
námskeiðið þurfa að koma með
hringprjón með sér, 60 cm, nr. 5-6.
Námskeiðið er ætlað fyrir þá sem
hafa grunnþekkingu á prjóni. Lág-
marksfjöldi þátttakenda er 4 en há-
marksfjöldi þátttakenda er 8.
Fimmtán prósenta afsláttur á nám-
skeiðskvöldi verður af garni úr versl-
uninni. Vert er að taka fram að mörg
stéttarfélög styrkja félaga sína á
námskeið.
Handverkskúnst er til húsa í
Hraunbæ 102 b í Reykjavík. Nánar á
Facebook-síðu Handverkskúnstar.
Vefsíðan www.facebook/Handverkskúnst
Sjalið Færeysku sjölin eru sögð sitja vel á öxlum og renna ekki auðveldlega af.
Lærið að prjóna færeyskt sjal
Nú þegar haustfrí
skólanna eru að
bresta á er um að
gera að kynna sér
hvað er í boði til
dægrastyttingar fyrir
krakkana. Bókasöfnin
á höfuðborgarsvæð-
inu láta ekki sitt eftir
liggja og þar verður
ýmislegt í boði. Meðal
annars verða þar vís-
indasmiðjur, töfra-
brögð, spilastundir og
margt fleira og flestir
ættu að finna eitt-
hvað við sitt hæfi.
Kristín Arngríms-
dóttir listakona ætlar
að vera í Menningar-
húsinu í Grófinni næsta laugardag,
22. okt. kl. 15-16.30, og leiðbeina um
gerð klippimynda í anda ævintýra
H.C. Andersen. Í tilkynningu segir að
Kristín teikni og máli með vatnslitum
og þurrkrít og að klippimyndir geri
hún gjarnan og noti þá jafnvel vatns-
litapappír sem hún hefur málað á áð-
ur. Á sama stað daginn eftir, sunnu-
daginn 23. okt. kl. 13.20-14.40, geta
börn komið og lesið fyrir hunda sem
hlusta, en þeir eru sérstaklega þjálf-
aðir til þess arna. Vert er að taka
fram að skráning er nauðsynleg í
lestur fyrir hunda. Ótal margt fleira
er á dagskrá bókasafnanna, hægt er
að kynna sér það nánar á vefsíðunni
borgarbókasafn.is.
Ýmislegt í boði hjá bókasöfnunum í haustfríi skólanna
Gæðastund Notalegt er fyrir börn að lesa fyrir hunda.
Morgunblaðið/Ómar
Vísindasmiðjur og spilastundir
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.
Mikið er látið með blessaðar skepn-
urnar sem mannfólkið fer með á svo-
kallaðar kattasýningar, og þá blossar
nú keppnisskapið heldur betur upp í
eigendunum. Sumir þeirra hafa eytt
fúlgum fjár í sín gæludýr og ómæld-
um tíma í að greiða þeim og láta þau
líta sem best út. Kona þessi flaggaði
sínum blúnduklædda ketti með miklu
stolti, rétt áður en hún gekk með
hann til kynningar fyrir dómnefndina
á heimssýningu katta sem og keppni
sem haldin var á dögunum í Tyrk-
landi. Ekki fer sögum af því hvort
konan og hennar köttur hafi hreppt
verðlaun, en gera má ráð fyrir að kisi
hafi verið þeirri stund fegnastur þeg-
ar þessu tilstandi öllu lauk og hann
komst aftur heim til sín í rólegheit.
Af svipnum á honum að dæma virðist
hann hafa litla ánægju af veseninu;
finnist hann jafnvel niðurlægður.
Mikið að gera með kettina sem kepptu í Tyrklandi
Heimssýning
kattanna
AFP
Kattastúss „Sjáið sæta köttinn minn sem ég hef klætt í kjól og fínirí.“