Morgunblaðið - 18.10.2016, Síða 13

Morgunblaðið - 18.10.2016, Síða 13
Blómahaf Hér eru þau Halla og Jesús með drengina sína í sumarfríi umvafin sólblómum í Baskalandi, heimalandi Jesús. lands. Þá starfaði ég á stað á Spáni, sem er menningarhús með allskonar viðburði og ráðstefnur en hýsir líka þingið. Þetta er því mjög fínn staður og þar þjónaði ég meðal annars for- sætisráðherrum Spánar og Baska- lands. Stundum tók ég þátt í því með öðrum að skipuleggja mat fyrir rúmlega tvö þúsund manns, þetta var mjög fjölbreytt starf og krefj- andi. En mig langaði til að freista gæfunnar svo ég ákvað að prófa að koma til Íslands,“ segir Jesús sem ætlaði að fara aftur til Spánar að sumri loknu, en örlögin gripu í taumana, hann varð ástfanginn af ís- lenskri konu, henni Höllu, sem var að þjóna á Kaffi List þar sem hann var að elda. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og þau eignast þrjá drengi. Paradís í 300 ára húsi Jesús og Halla eru meðvituð um að drengirnir þeirra séu tví- tyngdir, tala jafn góða spænsku og íslensku, og þess vegna tala þau allt- af saman spænsku heima. „Okkur finnst skipta miklu máli að þeir geti talað við ömmu sína og afa og annað skyldfólk í mínu heimalandi,“ segir Jesús sem er fæddur og uppalinn í borginni Bilbao sem er í Baskalandi. „Við reynum að fara þangað að minnsta kosti einu sinni á ári til að heimsækja fjölskylduna og fáum þá að vera í yndislegu 300 ára gömlu sumarhúsi fjölskyldunnar, sem er paradís fyrir okkur. Mér finnst erf- iðast við að búa á Íslandi að vera fjarri foreldrum mínum, sem nú eru að eldast,“ segir Jesús og bætir við að hið daglega líf í Baskalandi sé ólíkt því sem er hér í norðri. „Í Baskalandi fer mikill hluti af lífi fólks fram úti á götu, fólk hittist úti með börnin sín eftir vinnu og all- ir spjalla og allir þekkja vel að- stæður og lífi nágranna. Á Íslandi er fólk meira innilokað, fólk býr kannski hlið við hlið árum saman án þess að talast við. Ég sakna þessa félagslífs sem kemur auðvitað til af því að veðrið er gott fram eftir kvöldi heima í Baskalandi. Vissulega getur slúður fylgt þessari miklu nánd, en fólk stendur líka þétt sam- an þegar eitthvað bjátar á.“ Jesús segir Baska vera ólíka öðrum Spánverjum, þeir eigi eld- fornt tungumál sem kennt er í grunnskólanum en tali þó spænsku. „Menningin í Baskalandi er ólík spænskri menningu, Baskar vilja vera sjálfstæðir og stjórna sjálfir sínum málum, heilbrigðiskerfið er til dæmis betra og þróaðra þar en á Spáni. Baskar hafa líka sérstakt út- lit, enda eru þeir genetískt ólíkir öðrum Evrópuþjóðum,“ segir Jesús sem var aukaleikari í heimildar- mynd um Baskavígin á Íslandi, sem verður sýnd á RÚV fljótlega. „Mér finnst merkilegt að Bask- ar hafi komið alla leið hingað til að veiða hvali, og ég veit að til er gömul orðabók sem gerð var á Íslandi og er með mörgum orðum úr basknesku. Þetta kom til af því að Baskar og Ís- lendingar þurftu að geta átt sam- skipti vegna viðskipta, en Baskarnir voru með vinnslustöð í landi til að bræða fituna úr hvölunum, sem var mjög verðmæt þá og notuð sem olía. Þetta var gull þess tíma.“ Gaman Jesús og Halla saman á rúntinum á hjólafák Jesús. Saman Stórfjölskyldan saman að borða paellu á Spáni í sumar. DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 2016 Hringbraut-Fjölmiðlar ehf. | Eiðistorgi 17 | 170 Seltjarnarnesi | www.hringbraut.is | Sími +354 561 3100 Missið ekki af áhugaverðum þætti og viðtali við framkvæmdastjóra ÚA. Hringbraut næst á rásum7 (Síminn) og 25 (Vodafone) ATVINNULÍFIÐ ÁdagskráHringbrautar í kvöld kl. 22.00 Heimsókn til Útgerðarfélags Akureyringa í þættinum Atvinnulífið sem er á dagskrá Hringbrautar kl. 20.00 í kvöld (ath. breyttan frumsýn.tíma). • Eitt af elstu sjávarútvegs- fyrirtækjum landsins • Nýr Kaldbakur EA væntanlegur um áramótin • Fullkomnasta bolfiskvinnsla við N-Atlantshaf • Allt hráefni nýtt úr fisknum sem kemur á land

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.