Morgunblaðið - 18.10.2016, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 18.10.2016, Qupperneq 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 2016 KJARNAGRAUTAR ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA FRÁ 1984 Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á Ólafur Fáfnir Sigurgeirsson olafur@mbl.is Aukin spenna á fasteignamarkaði heldur áfram samkvæmt nýrri skýrslu um húsnæðismarkaðinn, sem Íslandsbanki gaf út í gær, en bankinn spáir um 9,3% hækkun á fasteignaverði í ár og 11,4% hækkun á árinu 2017. Ein af ástæðum hækk- unar húsnæðisverðs er hröð hækkun kaupmáttar launa en Íslandsbanki gerir ráð fyrir að kaupmáttur launa hækki um 10% á þessu ári og 5,2% á því næsta. Þegar fermetraverð er skoðað í samhengi við laun þá sést að íbúðaverð er hæst á höfuðborgar- svæðinu en þar kostar 100 fermetra íbúð 6,8 árslaun en íbúð á Vestfjörð- um kostar ekki nema 1,8 meðaltals- árslaun. Munurinn á milli dýrasta og ódýrasta fermetrans er því 286% en munur milli hæstu og lægstu launa milli landshluta reynist 24%. Því er ljóst að aðrir áhrifaþættir en laun hafa mikið að segja um muninn milli landshluta. Merki þenslu áþreifanleg Heildarfjöldi íbúða á söluskrá hef- ur aukist um 71% frá árinu 2008 þeg- ar 4.450 íbúðir voru til sölu. Á árinu 2016 hafa 1.270 íbúðir verið til sölu að meðaltali. Meðalsölutími íbúða hefur verið 2,13 mánuðir að jafnaði á árinu og er það styttri meðalsölutími en á árinu 2007 þegar meðalsölutíminn var 2,49 mánuðir. Á árinu 2009 var meðalsölutíminn 27,43 mánuðir og hefur því tíminn sem það tekur að selja íbúð dregist saman um 91%. Aukin umsvif í hagkerfinu setja einn- ig þrýsting á fasteignaverð en hlut- fall erlends vinnuafls hefur verið að aukast. Árið 2015 voru 17.700 erlend- ir ríkisborgarar við störf á Íslandi og Íslandsbanki spáir því að fjöldi þeirra setji nýtt met á árinu 2016 og fari yfir þann fjölda sem var í lok síð- ustu efnahagsuppsveiflu árið 2008. Þá voru þeir 18.400 talsins. Þetta kallar á aukna eftirspurn eftir hús- næði og frekari uppbyggingu á íbúð- arhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Ferðamenn þrýsta upp verði Aukinn straumur ferðamanna til Íslands hefur haft umtalsverð áhrif á eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði á síð- ustu árum. Fjárfestingar í hótelrými hafa ekki haldist hönd í hönd við fjölgun ferðamanna. Sérstaklega á það við um vinsælustu gistisvæðin. Með þessu hefur skapast grundvöll- ur fyrir mikinn vöxt deilihagkerfis- ins, segir ennfremur í skýrslu Ís- landsbanka. „Við erum komin með Airbnb í einni af hverjum átta íbúð- um í miðbænum miðað við enga íbúð 2010,“ segir Ingólfur Bender, yfir- maður greiningardeildar hjá Ís- landsbanka. Ferðaþjónustan hefur áhrif með þessum hætti. Útleiga á íbúðarhúsnæði mætir í raun gisti- náttaþörf sem tilkomin er vegna þeirrar fjölgunar ferðamanna sem orðið hefur í landinu. Þetta er komið til vegna þess að fjölguninni hefur ekki verið fylgt eftir með þeirri innri fjárfestingu í hótelrými sem þurft hefði að vera og það þrýstir upp verðinu á þessum íbúðum sérstak- lega. Í ágúst 2016 voru 3.049 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu skráðar á Airbnb en þeim hafði fjölgað um 80% frá ágúst 2015 og 1.000% frá árinu 2010 þegar 3 íbúðir voru skráðar á vef Airbnb. „Áfall í þessari grein gæti haft talsverð áhrif á íbúðamark- aðinn,“ segir Ingólfur. Aukin fjárfesting í íbúðum Talsvert hraður vöxtur var í fjár- festingu í íbúðarhúsnæði á fyrri hluta ársins 2016 en hann nam um 17,3%. Vöxtur hefur verið í fjárfest- ingu í íbúðarhúsnæði frá árinu 2010 ef undanskilið er árið 2015 en þá reyndist samdrátturinn 3,1%. Hann var rakinn til fyrirhugaðrar breyt- ingar á byggingarreglugerð, lóða- skorts, mikillar uppbyggingar á hót- elrými og hás byggingarkostnaðar. Samkvæmt nýjustu tölum frá Sam- tökum iðnaðarins eru um 3.000 íbúðir í byggingu á þessu ári og gerir spá SI ráð fyrir því að um 8.000 íbúðir verði byggðar á árunum 2016 til 2019. Þetta gerir tæplega 2.000 íbúðir á ári sem er ennþá undir áætlaðri upp- safnaðri þörf að mati samtakanna, sem nemur um 2.500 til 3.000 nýjum íbúðum árlega. Skortur á smærri íbúðum Þrátt fyrir að hlutfall smærri íbúða sem eru minni en 110 fermetr- ar sé hæst á höfuðborgarsvæðinu þá bendir verðþróun til þess að skortur sé á slíkum íbúðum og að hlutfall þeirra þyrfti að vera enn hærra en það er í dag. Hlutfall smærri íbúða á höfuðborgarsvæðinu nemur 55% af heildarfjölda íbúða en það er lækkun úr 60% frá árinu 2000. Þannig hefur verð íbúða í stærðarflokknum að 70 fermetrum hækkað um 42% frá árinu 2010 og íbúðir í stærðarflokkn- um 70 til 110 fermetrar hækkað um 32%. Til samanburðar hefur íbúða- verð á höfuðborgarsvæðinu hækkað að meðaltali um 29% yfir sama tíma- bil. Skýrirst þetta af því að hlutfall smærri íbúða er hátt í miðbæ Reykjavíkur og nálægum hverfum þar sem verðið er hátt og svo að skortur er á framboði smærri íbúða. Með nýrri byggingarreglugerð hefur sveigjanleiki og hagkvæmni við byggingu smærri íbúða aukist. Það gæti stuðlað að fjölgun þeirra á kom- andi misserum og þar með snúið við þeirri þróun sem hefur verið ráðandi síðustu ár, segir í skýrslu Íslands- banka. Meiri þensla í kortunum Morgunblaðið/Sigurður Bogi Fasteignamarkaður Áframhaldandi hækkanir á fasteignaverði eru í pípunum, samkvæmt skýrslu Íslandsbanka  Íslandsbanki spáir því að fasteignaverð muni hækka um 11,4% á árinu 2017  3.049 íbúðir í boði hjá Airbnb í Reykjavík  Airbnb þrýstir upp fasteignaverði Umfangsmikill markaður » Velta á húsnæðismarkaði var 304 milljarðar árið 2015. » 2,5 íbúar voru á hverja íbúð árið 2015. » 135 þús. íbúðir á öllu land- inu og þar af eru 62% þeirra á höfuðborgarsvæðinu. » 18 til 24 mánuði tekur að fullklára íbúð til afhendingar. » Meira byggt af stærri íbúð- um frá árinu 2000. » Fermetraverð smærri íbúða í vinsælustu hverfunum eins og 101 er komið í 462 þús. krónur. » Fasteignaverð lægst í Bol- ungarvík þar sem fermetrinn kostar 74 þúsund krónur. ● Arion banki mun bera kostnað sem fellur til vegna nýrra neytendalána sem tekin voru hjá bankanum á tímabilinu frá því að Hagstofan gerði mistök á út- reikningi vísitölu neysluverðs og til þess tíma er upplýst var um mistökin. Þannig tekur bankinn á sig kostnað sem að öðrum kosti hefði fallið á lán- takendur. Um er að ræða lán hátt í 1.000 viðskiptavina og ber bankinn kostnað sem nemur hátt í 50 milljónum króna vegna þessa. Þegar Hagstofan greindi frá því í september að mistök hefðu átt sér stað við útreikning vísitölunnar í mars síð- astliðnum kom í ljós að mánaðarbreyt- ing vísitölunnar í september reyndist 0,48% í stað 0,21% og munaði þar 0,27 prósentustigum. Arion banki tekur á sig mistök Hagstofunnar 18. október 2016 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 114.14 114.68 114.41 Sterlingspund 138.86 139.54 139.2 Kanadadalur 86.78 87.28 87.03 Dönsk króna 16.861 16.959 16.91 Norsk króna 13.883 13.965 13.924 Sænsk króna 12.937 13.013 12.975 Svissn. franki 115.37 116.01 115.69 Japanskt jen 1.0958 1.1022 1.099 SDR 157.14 158.08 157.61 Evra 125.45 126.15 125.8 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 156.8875 Hrávöruverð Gull 1252.7 ($/únsa) Ál 1252.7 ($/tonn) LME Hráolía 1252.7 ($/fatið) Brent Fjármálaeftirlitið í Liechtenstein hefur skipað slitastjórn yfir tryggingafélagið Gable Ins- urance AG. Hinn 15. september síðastliðinn hafði stofnunin gert félaginu að stöðva sölu nýtrygg- inga og endurnýjun eldri samn- inga. Fjármálaeftirlitið íslenska greinir frá þessu, en í frétt Fjár- málaeftirlitsins í Liechtenstein kemur fram að systurstofnunum þess hafi verið gert viðvart í þeim löndum þar sem Gable Ins- urance hafi stundað sölu trygg- inga. PricewaterhouseCoopers í Liechtenstein var falið hlutverk slitastjórnar yfir fyrirtækinu og ber þeim sem hafa fyrirspurnir er varða réttindi tryggingataka að beina þeim til fyrirtækisins. Stöðva sölu trygginga  Slitastjórn skipuð yfir Gable Insurance ● Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands lækkaði um tæp 0,9% í viðskiptum gærdagsins. Hefur hún með því lækkað um rétt rúm 8% það sem af er ári. Viðskipti með hlutabréf í Kauphöllinni námu rúmum 1,4 milljörðum í gær. Mest voru viðskipti með bréf Icelandair, rúmar 400 milljónir og lækkuðu bréf fé- lagsins um tæpt eitt prósent. Mest lækkun varð á bréfum HB Granda sem fóru niður um tæp 3,6% í ríflega 130 milljóna viðskiptum. Ekkert félag hækk- aði í viðskiptum þennan mánudag. Úrvalsvísitala Kauphall- arinnar lækkaði í gær STUTT

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.