Morgunblaðið - 18.10.2016, Page 18

Morgunblaðið - 18.10.2016, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 2016 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Þegar horfter til skrifaAmbrose Evans-Pritchard frá misserunum fyrir hið al- þjóðlega „hrun“, svo ekki sé talað um séu þau skrif borin við orð og yfirlýs- ingar annarra, þá verð- skuldar hann viðurkenningu og aðdáun. Samanburðar- mennirnir sáu ekki einu sinni aðvörunarbjöllur úr fjar- lægð, en Ambrose Evans- Pritchard hringdi þeim mörgum. Í nýlegri grein vek- ur fréttaskýrandinn athygli á orðum Otmars Issing pró- fessors, sem hann og fleiri hafa kallað arkitekt evr- ópska myntkerfisins. Issing segir nú að evran gangi ekki upp í núverandi mynd. Þessi fyrsti aðalhagfræðingur Seðlabankans í Frankfurt segir nú „að þessi spilaborg muni hrynja einhvern dag- inn“. Otmar Issing gagnrýnir Seðlabanka evrunnar, sem hann átti svo drjúgan þátt í að ýta úr vör, fyrir að hafa þanið valdsvið sitt út, langt umfram það sem stofnað var til í upphafi. Fleiri áhrifa- menn í þýskum efnahags- málum lýsa svipuðum skoð- unum. En hagfræðingurinn leggur þó ekki alla sök á ógöngum evrunnar á bank- ann. Evrópskir stjórnmála- leiðtogar hafi flestir brugðist myntinni með óeðlilegum af- skiptum sínum af þróun hennar. Hann bendir á að myntinni hafi aðeins verið fleytt frá einni krísu í aðra og slíkt muni aldrei standast til lengdar. Áður hafði Issing sagt að sjálfsagt hefði verið að veita Griklandi öflugan stuðning í erfiðleikunum. En það hefði þó ekki mátt gera fyrr en það hefði sagt sig frá evrunni og tekið sína gömlu mynt, drök- muna, upp aftur. En Pritchard nefnir ekki aðeins þessi sjónarmið þýska hagfræðingsins til sögunnar. Hann vitnar einnig í nýleg ummæli annars risa sam- starfs ESB-ríkjanna. Sá er Jacques Delors, sem kalla má hinn stjórnmálalega föð- ur evrunnar, ef einhver verð- skuldar þann titil. Áhyggjur Delors séu síst minni en Otmars Issing, en þó nokkuð annars eðlis. Hans sakbend- ingar beinast annað og hann sér lausnir sem geti orðið til bjargar. Þeim spilar hann út eftir að hafa „krufið“ hina dauðu eða deyj- andi mynt (post mortem). Delors sér lausnina í stórstökki sam- þjöppunar valds í álfunni, allt upp í það að aðeins sé einn raunverulegur fjár- málaráðherra í Evrópu og hann sitji í Brussel. Vera má að eitthvað sé til í því, að slík útfærsla gæti vakið hina dauðu mynt aftur til lífsins. En vandinn er sá, að því fer fjarri að samstaða sé um það í álfunni að gera slíkar breyt- ingar. Afstaða margra þjóða ESB, jafnvel stórs meiri- hluta þeirra, gengur í þver- öfuga átt um þessar mundir. Þessi umræða fyrrnefndra merkismanna, sem ekki er hægt að kalla óvini Evrópu- samstarfsins, ætti að vekja eftirtekt. Líka hér á landi. Allir aðrir en þeir sem hvorki sjá né heyra neitt þegar ESB á í hlut græddu á því að kynna sér hana. Ekki síst í aðdraganda kosninga sem menn hrutu út í. Það er búið og gert. Áhyggjuefni er að kosningabaráttan er mun ómarkvissari en oftast hefur verið. Vandséð er hvar skurðlínur flokkanna liggja. Flokkar og framboð hafa auðvitað reynt að kynna um- ræðuefni og áherslur, hver með sínum hætti. En um hvað er tekist á? Hvað er í húfi? Hvaða hættur blasa við? Nú eru aðeins tæpar tvær vikur til kosninga og helsta mál síðustu daga er „tilboð“ um að taka upp viðræður um stjórnarmyndun fyrir kosn- ingar. Þrátt fyrir gagnsæis- hjal veit þó enginn um hvað þessar viðræður eiga að snú- ast. Það kemur ekki fram í boðsbréfinu. Í gær áréttaði þó einn af handhöfum stjórn- armyndunarumboðs Pírata, Smári McCarthy, að Píratar myndu ekki í viðræðunum slá af kröfu um að næsta kjör- tímabil yrði stutt. (Píratar hafa nefnt 9 mánuði.) Það er umhugsunarefni þegar horft er til boðslista í umræður að það virðist skil- yrði til að teljast boðlegur að flokkur hafi stutt fyrstu Ice- save-samningana og sé, eins og Píratar, viljugur til að sturta sér inn í brennandi bústað Evrópusambandsins. Þetta sýnir með öðru hversu ruglingsleg stjórnmála- umræðan er orðin á Íslandi. Þær eru grátlegar andstæðurnar í stjórnmálaumræðu á háu plani og hinu} Út á þekju og inn í brennandi mygluhús Þ að er kunnara en frá þurfi að segja að alþingiskosningar eru á næsta leiti. Stjórnmálaflokkarnir kepp- ast við að sannfæra okkur kosn- ingabæra einstaklinga um að at- kvæðinu sé hvergi eins vel varið og hjá einmitt þeim, með misjöfnum árangri eins og gengur. Sumir flokkar njóta minna trausts en aðrir en engu að síður er það svo að í nánast öllum flokkum er að finna ærlega og hæfi- leikaríka einstaklinga, sem láta hugsjónir en ekki hagsmuni ráða för. Að sama skapi er að finna misjafna sauði í flokksfé því sem í boði er, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Það verður því ekki bæði sleppt og haldið; ef þér líst á Kötu Jak (sem á við um ansi marga og það réttilega) þá geturðu samt ekki kosið hana án þess að kjósa ýmsa aðra hjá VG yfir þig með í pakkanum. Hafirðu trú á Ragnari Þór Ingólfs- syni hjá Dögun (sem er í hæsta máta eðlilegt; kappinn virkar í málflutningi eins og ungur Bernie Sanders og betri meðmæli er vart hægt að fá í pólitík) þá geturðu ekki splæst atkvæðinu á hann án þess að veita um leið óþekktari stærðum flokksins brautargengi. En hvers vegna er það svo? Ýmsir hafa talað fyrir persónukjöri hin seinni misseri og það má spyrja sig hvers vegna slíkar hugmyndir hafa ekki fengið meira vægi í umræðunni. Hamingjan veit að stór hluti kjósenda hefur fengið sig fullsadda á flokka- kerfinu, og Fjórflokknum svokallaða þar með, og margir gripu það án vafa feginshendi að geta kosið fólk í stað flokka; væri ekki freistandi að geta kosið sjálfstæðisfólk sem vill náttúrunni vel án þess að fá þið-vitið-hvern með í dílnum? Í framhaldi af þessu má velta fyrir sér hvaða réttlæti sé í því að sá sem fær atkvæð- ið mitt er stikkfrí í fjögur ár til að fara með það eins og honum/henni sýnist en sama gild- ir ekki um mig? Viðkomandi má taka U- beygju í afgerandi máli án þess að hafa burðugri útskýringar haldbærar en „pólitísk- an ómöguleika“ svo nærtækt dæmi sé tekið. Er þarna komið fordæmi sem hægt verður að bera við allar götur síðan, eftir því sem pólitíkusum hentar? Það er til lítils að lofa öllu fögru fyrir kosningar ef þessi tvö töfra- orð fría mann frá ábyrgð að kjördegi loknum. Hvers vegna virkar samningurinn um greitt atkvæði ekki í báðar áttir? Hverslags díll er þetta eig- inlega? Það er almenn regla í viðskiptum að samningar skuli standa og ef samningsaðili stendur ekki við sinn hluta samkomulagsins eru forsendur fyrir atkvæðinu brostnar; greiðandi þess hefur verið svikinn um efndir og það á ekki að líðast. Það líðst ekki annars staðar. Á þessum vettvangi er eðli máls samkvæmt sérstaklega áríðandi að staðið sé við gefin loforð og það er of löng hefð fyrir því hér á landi að svikin kosningaloforð séu umborin möglunarlaust. Þarna þarf að herða tjóðrið með afgerandi hætti. jonagnar@mbl.is Jón Agnar Ólason Pistill Að kjósa fólk en ekki flokka STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Fyrri hluti októbermánaðarvar mjög hlýr en jafn-framt úrkomusamur. Víð-ast hvar á landinu var hit- inn vel yfir meðallagi. Trausti Jónsson veðurfræð- ingur birtir á bloggi sínu stöðuna í Reykjavík eins og hún var þegar 16 dagar voru liðnir af mánuðinum. Þá er meðalhit- inn rétt undir 10 gráðum en með- altal áranna 1961 til 2010 í október er undir 6 gráð- um. Aðeins tvö ár hafa verið hlýrri, 1959 og 2010. „Október á enn eftir að ná 8 stiga meðalhita í Reykjavík – takist það væru það töluverð tíðindi – og sjö stiga októ- ber hefur ekki komið í bænum síðan 1965,“ segir Trausti. Ekki er að sjá kuldaspá í kortunum enn og því gæti dregið til tíðinda áður en mán- uðurinn er allur. Hæsti viðurkenndi meðalhiti í október mældist á Reykjanesvita árið 1946, 8,6 gráður. Trausti upp- lýsir nú séu báðar stöðvar Vega- gerðarinnar við Siglufjarðarveg of- an 10 stiga meðalhita það sem af er mánuði og stöðin við Stafá að auki. Meðalhiti á Seyðisfirði og á Flateyri er líka rétt við 10 stigin. „Enn eru tæplega 15 dagar til mánaðamóta og tölur fljótar að breytast,“ segir Trausti. Úrkoma hefur einnig verið óvenjumikil á nokkrum stöðvum það sem af er mánuði – meiri en áður á sama tíma. „En taka verður fram að keppni er hörð í október og þarf síð- ari hluti mánaðarins að verða blaut- ur líka til að þessi „met“ haldi sér,“ segir Trausti. Úrkomusumma dag- anna 1. til 14. október 2016 er meiri en áður hefur mælst á sama tíma á nokkrum stöðum. Trausti tiltekur 11 veðurstöðvar þar sem úrkoman er meiri en áður hefur mælst fyrri hluta októbermánaðar. Athyglisvert að úrkoman í Reykjavík er 126,4 millimetrar. Gamla metið er nær 100 ára gamalt eða frá 1920. Það var 110,2 millimetrar. Mest hefur rignt á Nesjavöllum, 599 millimetra. Þar féll met frá 1981, sem var 532 millimetrar. Margir Íslendingar hafa upplifað það að lenda í rign- ingu á Keflavíkurflugvelli. Þar féll met sem staðið hefur frá árinu 1952 eða í 64 ár. Nú rigndi 172,3 milli- metra en gamla metið var 130,3 millimetrar. Hita- og úrkomumet gætu fallið í október Morgunblaðið/Ófeigur Ferðamenn í stormi Hífandi rok og rigning settu mikinn svip á höfðuðborgina í síðustu viku. Trausti Jónsson Október í fyrra var einnig hlýr og úrkomusamur en þó ekkert í líkingu við það sem lands- menn hafa upplifað það sem af er þessum októbermánuði. Meðalhiti í Reykjavík mæld- ist 5,2 stig, 0,8 stigum yfir meðallagi áranna 1961 til 1990 og 0,6 stigum ofan meðallags síðustu tíu ára. Á Akureyri var meðalhitinn 4,8 stig, 1,8 stig- um ofan meðallags 1961 til 1990. Úrkoman í Reykjavík mæld- ist 159,5 millimetrar í október í fyrra og var það um um 86 prósent umfram meðalúrkomu áranna 1961 til 1990. Þetta var mesta úrkoma í október í Reykjavík síðan 2007 og sú 5. mesta í október frá upphafi samfelldra mælinga í Reykja- vík, 1920. Úrkoma mældist alla daga mánaðarins nema einn og höfðu þeir aldrei verið jafn- margir eða fleiri í október. Október var samur við sig ÁRIÐ 2015 HLÝTT OG RAKT

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.