Morgunblaðið - 18.10.2016, Side 36

Morgunblaðið - 18.10.2016, Side 36
ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 292. DAGUR ÁRSINS 2016 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 517 KR. ÁSKRIFT 5613 KR. HELGARÁSKRIFT 3505 KR. PDF Á MBL.IS 4978 KR. I-PAD ÁSKRIFT 4978 KR. 1. Alvarlegt umferðarslys … 2. Ben Needham lést í slysi 3. Níðingsverk framið á Austurlandi 4. Auglýsir eftir talnaglöggum manni »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Harpa gengst fyrir komu sýndar- veruleikaverkefnisins Stafrænn heimur Bjarkar eða Björk Digital til Íslands í samvinnu við Iceland Air- waves. Sýningin verður opnuð um leið og hátíðin hefst, en Björk verður þar með tvenna tónleika. Stafrænn heimur Bjarkar í Hörpu  Kvöldstund með Sigríði Thorlacius nefnist dagskrá sem efnt verður til í Hannesarholti í kvöld klukkan 20. Sigríður Thorla- cius tónlistarkona staldrar við um stund, horfir á fer- ilinn og deilir með gestum sögu sinni, tónlist og áhrifavöldum. Guðmundur Óskar Guðmundsson, meðlimur hljómsveitarinnar Hjaltalín, verður viðmælandi hennar. Kvöldstund með Sigríði Thorlacius  Samkór Kópavogs fagnar fimm- tugsafmæli sínu í dag en kórinn var stofnaður 18. október 1966. Af þessu tilefni heldur kórinn tvenna afmælistónleika í Hjallakirkju í Kópa- vogi á laugardaginn kemur. Einsöngvari á tónleikunum verður Diddú, en þar verður frum- flutt nýtt verk eftir Hreiðar Inga Þor- steinsson. Samkór Kópavogs fimmtugur Á miðvikudag Gengur í sunnan 15-23 m/s, en hægari á Austur- landi. Talsverð rigning sunnan- og vestanlands, en úrkomulítið norðaustantil. Hlýnandi veður, hiti 8 til 14 stig síðdegis, hlýjast norðaustantil á landinu. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Vestanátt, 5-13 m/s, hvassast syðst. Skúrir en úrkomulítið eystra og léttir til suðaustanlands. Hiti 5-11 stig. VEÐUR Skagamaðurinn Arnór Smárason skoraði langþráð mark fyrir Hammarby í 4:2- sigri á Djurgården í miklum grannaslag í Stokkhólmi í gær í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Gera þurfti hálftíma hlé á leiknum í seinni hálfleik eftir að grímu- klæddir stuðningsmenn Djurgården ruddust að vellinum og köstuðu blysum og öðru laus- legu inn á völlinn. »1 Arnór skoraði í ólátaleik í Svíþjóð „Ég sætti mig við mitt hlutverk í landsliðinu. Þótt ég hefði viljað spila meira þá ætla ég ekki að vera eitraða eplið í hópnum. Stór þáttur í vel- gengni landsliðsins er liðs- heildin, alveg frá fyrsta manni og niður í fjór- tánda,“ segir Grind- víkingurinn Ólafur Ólafsson, sem kominn er heim frá Frakklandi, meðal annars í spjalli við Morgunblaðið. »3 Tekur sitt hlutverk í landsliðinu alvarlega Aðsókn á leiki í efstu deild karla í fót- bolta dróst töluvert saman á milli ára. Þar má nefna að KR dettur niður í þriðja sætið með 1.163 áhorfendur á leik, tapaði um 260 áhorfendum á leik frá 2015. Þetta er í fyrsta skipti frá árinu 1990 sem KR er ekki í öðru tveggja efstu sætanna yfir flesta áhorfendur á heimaleikjum í efstu deild karla. »4 Aðsókn á leiki dróst verulega saman ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Erla Rún Guðmundsdóttir erlarun@mbl.is Fjórum eplatrjám var komið fyrir í skógrækt Sveins Ólafssonar í Dalvíkurbyggð í síðustu viku. Trén eru fyrstu eplatré í landi sveitarfélagsins en Valur Þór Hilmarsson, umhverfisstjóri Dal- víkurbyggðar, telur að ágætar lík- ur séu á að þau muni una sér vel fyrir norðan. Eplatré eru heldur sjaldséð hér á landi en þeim hefur þó farið fjölgandi síðustu árin, mest á suðvesturhorninu. Spurður um tilkomu epla- trjánna sagði Valur: „Okkur lang- aði aðallega til þess að auka fjöl- breytni skógarins. Bæði til fróðleiks og til að gera þessa til- raun hér á norðurhjara.“ Svæðið sem um ræðir er vinsælt úti- vistarsvæði en þar er fyrir bland- aður skógur. Eplatrén eru merkt með merkimiðum og var þeim komið fyrir við göngustíg á svæð- inu svo áhugasamir geti fylgst með þroska þeirra. Segir Valur að fólk gangi mikið um svæðið og sýni þessu töluverðan áhuga. Framleidd í Nátthaga Eplatrén í Dalvíkurbyggð koma frá garðplöntustöðinni Nátthaga í Ölfusi og eru þau ræktuð sér- staklega fyrir íslenskar aðstæður. Ólafur Sturla Njálsson, eigandi Nátthaga, framleiðir þau sjálfur og sérvaldi hann trén sem flutt voru norður. „Þau eru valin fyrir svæðið. Orðin fjögurra ára og komin með íslenskan styrk í sig.“ Ólafur hóf ávaxtatrjárækt árið 2011. Hann segir að flinkasta fólkinu gangi vel með eplayrki í lokuðum og skjólgóðum görðum en að sig hafi langað að prófa annað. „Mig langaði að prófa þetta og fá svör fyrir venjulega fólkið sem langar að eiga eplatré en kann lítið á þetta. Ég vildi byggja þetta upp af öryggi og festu og bjóða upp á íslenskt efni af yrkjum sem ég er búinn að prófa sjálfur.“ Ólafur segir að fyrstu fjögur sumrin hafi veðurað- stæður verið fremur óhagstæðar en að vissu leyti sé gott að erfiðu árin hafi komið strax í byrjun. Nú viti hann hvaða sortir geti vaxið eðlilega þó að veðurfar sé óhag- stætt. Í dag eru um 160 ávaxtatré í til- raunareitum Ólafs í Ölfusi en hann segist vanta pláss fyrir 90 til viðbótar. Auk eplatrjáa býður Nátthagi upp á margskonar ávaxtatré, alls um 100 sortir af eplum, perum, plómum og kirsu- berjum. Eplatré í Dalvíkurbyggð  Tré úr íslenskri ávaxtatrjáafram- leiðslu í Ölfusi Gróðursett Valur Þór Hilmarsson og Jón Arnar Sverrisson gróðursetja eplatrén í Dalvíkurbyggð. Íslensk eplatré þurfa að vera á sól- ríkum og skjólgóðum stöðum svo vel fari um þau. Hitastig hér á landi er með því lægsta sem eplatrén komast af með og því er mikilvægt að þau séu í skjóli fyrir rokinu. „Eplatrén setjum við á þann stað þar sem maður getur annars legið í sólbaði. Það er eini rétti staðurinn fyrir ávaxtatré,“ segir Ólafur. Þá er mikilvægt að jarðveg- urinn sé vel unninn svo að trén svelti ekki. „Gott er að blanda hrossa- eða sauðataði alveg niður á 60 cm dýpi og gefa áburð í byrj- un maí ár hvert.“ Þá er mikilvægt að eplatrjám sé ekki komið fyrir á stað þar sem safnast upp mikill snjór að vetri, þar sem þau geta auðveldlega brotnað og skemmst undan snjó- þunga. Sól, skjól og hrossatað HVAÐ ÞARF AÐ HAFA Í HUGA VIÐ GRÓÐURSETNINGU EPLATRÉS?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.