Morgunblaðið - 28.10.2016, Síða 2

Morgunblaðið - 28.10.2016, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 2016 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Helstu forystumenn í samtökum tónlistarmanna hér á landi héldu kveðjuhóf í Hannesarholti í gær fyrir Illuga Gunnarsson, sem lætur af störf- um sem mennta- og menningarmálaráðherra og hverfur af þingi. Að sögn Jakobs Frímanns Magnússonar var þetta gert til að þakka Illuga fyrir framlag hans til tónlistarinnar á liðnu kjör- tímabili. Illugi settist við flygilinn og spilaði nokkur létt lög við góðar undirtektir viðstaddra. Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari lék einnig á hljóðfærið við sama tækifæri og tók m.a. lög eftir tónskáldið og píanóleikarann Philip Glass. Tók lokalagið sem menntamálaráðherra Morgunblaðið/Eggert Tónlistarmenn þökkuðu Illuga Gunnarssyni fyrir framlag sitt til listarinnar á kjörtímabilinu Verð fyrir innvegna mjólk umfram kvóta lækkar um áramót um 15 krónur á lítrann. Stjórn Auðhumlu, móðurfélags Mjólkursamsölunnar, ákvað það í gær. Verðið verður samt sem áður yfir verði sem útfluttar af- urðir skila að meðaltali. Bændur hafa fengið fullt afurða- stöðvaverð fyrir alla innlagða mjólk síðustu árin, hvort sem hún er innan kvóta eða umfram. Framleiðsla jókst mjög á síðasta ári og fyrstu mánuðum þessa árs og er talsvert umfram þarfir innanlandsmarkaðar. Auðhumla hóf innheimtu á 20 króna innvigtunargjaldi á lítra 1. júlí sl. til að slá á framleiðslu. Jafnframt hefur verið búist við að frá komandi áramótum yrði aðeins greitt það verð fyrir umframmjólk sem útflutn- ingur skilar. Í ákvörðun Auðhumlu nú felst að verðskerðingin er aukin um 15 krónur á lítrann og verður 35 krónur. Miðað við verð á mjólk til bænda í dag þýðir það að þeir fá 51 krónu fyrir umframmjólkina í stað 86 króna afurðastöðvarverðs. Að auki fá bændur beingreiðslur sam- kvæmt samningum við ríkið. Gerð málamiðlun Egill Sigurðsson, formaður stjórna Auðhumlu og Mjólkursam- sölunnar, segir að það verð sem greitt er fyrir umframmjólkina sé hærra en útflutningurinn skili að jafnaði. Gerð hafi verið ákveðin málamiðlun sjónarmiða til að slökkva ekki alveg á framleiðsluvilja þeirra sem framleiði mjólk umfram kvóta. Framleiðslan hefur verið að minnka undanfarna mánuði og salan að aukast og á Egill von á því að jafnvægi framboðs og eftirspurnar náist jafnvel um áramót. Fylgst verður vel með þróuninni á næst- unni og ákvörðun um verð fyrir um- frammjólk endurskoðuð reglulega allt næsta ár. helgi@mbl.is 51 kr. fyrir mjólkina  Stjórn Auðhumlu vill ekki slökkva á framleiðsluvilja bænda  Verð fyrir mjólk umfram kvóta hærra en útflutningur skilar Kýr Nyt kúnna og sala mjólkur á næsta ári hefur áhrif á verðið. Áætlað er að kísilverksmiðja Thor- sil taki til starfa í Helguvík á fyrsta ársfjórðungi 2019. Ógilding starfs- leyfis Umhverfis- stofnunar ætti ekki að hafa áhrif á það. Hún er þó ein af forsendum fjármögnunar sem nú er unnið að og gæti þess vegna seinkað undirbúningi, að sögn John Fen- ger, stjórnarformanns Thorsil. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi úr gildi starfs- leyfi sem Umhverfisstofnun hafði gefið út fyrir reksturinn. Ástæðan var formgalli. Stofnunin hafði fyrir mistök ekki gefið almenningi alveg nægan frest til að gera at- hugasemdir þegar hún auglýsti starfsleyfið. Þurfum að fá þetta í höfn Umhverfisstofnun getur þess í til- kynningu að úrskurðurinn gefi ekki til kynna að starfsleyfið sé haldið efnislegum ágöllum. Hafinn sé undirbúningur að nýrri auglýsingu. John Fenger segir að þetta sé óheppileg útkoma. „Þetta gæti vald- ið seinkun en hefur ekki áhrif að öðru leyti. Við vorum komnir ansi langt með að klára hlutina en fyrst verðum við að fá þetta í höfn,“ sagði John við mbl.is í gær. helgi@mbl.is Gæti tafið undirbúninginn John Fenger  Formgalli á starfsleyfi fyrir Thorsil Líkamsleifar fundust í fjörunni við Selatanga skammt frá Grindavík á miðvikudag. Þetta staðfesti lög- reglan í Reykjanesbæ. Brak af skútu fannst á sama svæði, en fréttavefur DV greindi fyrst frá málinu. Verið er að rannsaka líkamsleif- arnar, en ekki svo langt frá fannst neyðarsendir úr frönsku seglskút- unni Red Héol, sem hafði verið sakn- að frá í sumar. Um borð í skútunni var einn maður. Þyrluáhöfn Land- helgisgæslunnar fann neyðar- sendinn í fjöru austur af Hópsnesi við Grindavík á miðvikudags- morgun. Ekkert annað fannst þar en björgunarsveitir voru sendar út til að ganga fjörur. Eftir skamma leit fundust líkamsleifarnar. Líkfundur skammt frá braki af skútu Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is „Við vitum það þótt við séum ekki gömul í pólitík að málamiðlanir eru á dagskrá. Þetta er bara niðurstaðan úr samningaviðræðunum,“ segir Einar Aðalsteinn Brynjólfsson, odd- viti Pírata í Norðausturkjördæmi og einn þriggja fulltrúa Pírata í samn- inganefnd flokksins við aðra flokka til að ræða samstarfsfleti og hugsan- legt samstarf eftir kosningar. Í gær lauk fundi þeirra með Sam- fylkingunni, Bjartri framtíð og Vinstri grænum og eftir þann fund gáfu Píratar það út að það væri ekki lengur ófrávíkjanlegt skilyrði að næsta kjörtímabil yrði stutt, þótt for- ystumenn flokksins hafi margsagt að það væri ófrávíkjanlegt skilyrði. Ekki er langt síðan Birgitta Jóns- dóttir sagði að enginn afsláttur yrði gefinn af þeirri kröfu og stutt er síð- an Smári McCarthy ítrekaði að þau myndu ekki víkja frá þeirri kröfu. En frá og með gærdeginum horfa málin öðruvísi við. „Það er núna mat okkar að við eigum ekki að gera kröfu um stutt kjörtímabil,“ segir Einar. - Er þá meginmarkmiðið að ná saman við Bjarta framtíð, Vinstri græn og Samfylkingu? „Við viljum breyta þessu samfélagi og til þess þurfum við að komast að og án þess að vera með Sjálf- stæðisflokknum eða Framsóknar- flokknum. Það þarf stundum að gera málamiðlanir til að ná slíkum mark- miðum. Við erum ekki síst í pólitík til að hafa áhrif og ég tel okkur þegar vera farin að hafa áhrif. Til dæmis í þessum samningavið- ræðum erum við þrjú frá flokknum sem höfum þetta samningavald, ég, Birgitta Jónsdóttir og Smári McCarthy, en vanalega hafa þetta bara verið formenn flokkanna að hittast. Hinir flokkarnir eru líka með fleiri en einn á fundunum, þetta eru góð áhrif sem við erum að hafa, þótt í litlu sé.“ - Hvað finnst þér um tilkynn- inguna frá Bjartri framtíð sem hljómaði eins og þau væru að segja að þau vildu alls ekki binda sig við ykkur eða aðra flokka fyrir kosn- ingar? „Þetta er bara þeirra leið í þeirra kosningabaráttu. Þau eru að marka sér sérstöðu. Fundurinn gekk mjög vel og við náðum vel saman,“ segir Einar. Björt framtíð gaf út yfirlýsingu eftir fundinn í gær sem áréttaði að flokkurinn stæði á gildum sínum og pólitísku prinsippum þegar gengið yrði til kosninga og stjórnar- myndunarviðræðna. Óttarr Proppé, formaður BF, segir að þau hafi viljað benda á það með þessari yfirlýsingu að þetta væru ólíkir flokkar og að Björt framtíð væri frjálslyndur miðjuflokkur. „Eins og við höfum sagt frá upphafi í þessum viðræðum við stjórnarandstöðuflokkana lítum við á þetta sem samtal og að málefnin munu ráða eftir kosningar. Þetta er engin breyting af okkar hálfu. Okkur finnst eðlilegt að ef stjórnin fellur muni þessir flokkar ræða saman,“ segir Óttarr. Krefjast ekki lengur styttra tímabils  Píratar eru ekki lengur á því að kjörtímabilið þurfi að vera stutt  Formaður Bjartrar framtíðar er ánægður með samstarfið við stjórnarandstöðuflokkana en bendir á að þetta séu ólíkir flokkar Morgunblaðið/Styrmir Kári Samráð Flokkar stjórnarandstöð- unnar ræða saman fyrir kosningar. Lögreglumenn víðast hvar um land eru ósáttir við starfsaðstæður sínar og kjör. Lögreglufélag Austurlands sendi í gær frá sér yfirlýsingu þar sem segir meðal annars: „Mannekla, búnaðarskortur, fjár- skortur og áralangt skilningsleysi gagnvart störfum lögreglu er ekki til komið vegna vankunnáttu stjórnmálamanna, heldur vegna viljaleysis þeirra til að bæta stöðu lögreglunnar.“ Skorar félagið á frambjóðendur allra flokka að láta sig löggæslu- málin varða og hefja vinnu við að endurreisa lögregluna á Íslandi. Mannekla og fjár- skortur lögreglu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.