Morgunblaðið - 28.10.2016, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 28.10.2016, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 2016 Audi Q7 e-tron var valinn jeppi ársins 2017 af bílablaðamönnum á Íslandi. Hann er fjórhjóladrifinn tengiltvinnbíll sem sameinar krafta rafmagnsmótors og dísilvélar. Q7 e-tron quattro er sparneytinn, umhverfismildur og eldsneytis- notkunin er aðeins 1,9 lítrar á hverja 100 km. Mættu nýrri árstíð með grænni samvisku og allt að 56 km drægni á rafmagni. Komdu við og upplifðu Q7 e-tron quattro í hversdagslífinu. Jón Þórisson Kristján H. Johannessen Stjórnarandstöðuflokkarnir fjórir, Björt framtíð, Samfylking, Vinstri græn og Píratar, myndu fá samtals 33 þingmenn og meirihluta á þingi yrðu úrslit kosninga í samræmi við niðurstöður nýrrar skoðanakönnun- ar sem Félagsvísindastofnun Há- skólans gerði fyrir Morgunblaðið. Afstaða svarenda var könnuð jafnt og þétt dagana 20. til 27. október. Í súluriti hér að ofan sést þróun fylgis hvers framboðs fyrir sig í þeim fjórum könnunum sem Fé- lagsvísindastofnun hefur gert fyrir Morgunblaðið og samanburður sýndur við úrslit síðustu kosninga. Af því sést að Sjálfstæðisflokkur mælist nú með mest fylgi framboða, eða tæp 23%. Það er heldur meira en í síðustu könnunum en minna en í kosningum. Það myndi skila flokknum 16 þingmönnum. Píratar mælast lægri en áður en kæmu næstir með 21% fylgi og 14 þing- menn. Næst væru Vinstri græn með 17% fylgi og 11 þingmenn en það er minna en í síðustu könnunum. Því næst Viðreisn með rúmlega 11% fylgi og 7 þingmenn. Þá kemur Framsóknarflokkur með 10% fylgi og 7 þingmenn og hækkar aðeins. Björt framtíð mælist með tæplega 7% fylgi og Samfylkingin með tæp- lega 6%. Báðir flokkar fengju 4 þingmenn, yrðu þetta úrslit kosn- inga. Önnur framboð mælast með 2% fylgi eða minna og koma ekki mönnum að. Fleiri ungir styðja Pírata Frá síðustu könnun Félagsvís- indastofnunar hafa Sjálfstæðisflokk- ur, Framsókn, Viðreisn, Björt fram- tíð og Dögun bætt við sig fylgi. Sjálfstæðisflokkur og Framsókn- arflokkur fá hlutfallslega meira fylgi frá körlum en konum en VG á áber- andi meiri stuðning meðal kvenna. Píratar eru með þriðjungs til fjórðungs fylgi fólks undir 44 ára aldri en stuðningur við flokkinn fer minnkandi þegar ofar dregur í aldri. Viðreisn á einnig meiri stuðning hjá yngsta aldurshópnum en þeim elsta. Þessu er öfugt farið hjá Framsókn- arflokki, Sjálfstæðisflokki og VG. Könnunin var net- og símakönn- un. Úrtakið var 4.000 manns. Þar af svöruðu 2.428 og er svarhlutfallið um 61%. Rúmlega 83% þeirra sem svöruðu tóku afstöðu til framboða. Fylgi flokka fyrir alþingiskosningar H ei m ild :F él ag sv ís in da st of nu n H ás kó la Ís la nd s Niðurstöður skoðanakönnunar Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið Úrslit kosninga 2013 Skoðanakönnun 6. okt. Skoðanakönnun 13. okt. Skoðanakönnun 20. okt. Sjálfstæðisflokkurinn 26 ,7 % 26 % 21 ,5 % 21 ,1% 22 ,5 % Píratar 21 ,2 % 19 ,8 % 5, 1% 17 ,5 % 22 ,6 % Vinstri Græn 16 ,8 % 16 ,5 % 10 ,9 % 17 ,7 % 18 ,6 % Viðreisn 11 ,4 % 11 ,7 % 11 ,4 % 8, 8% Framsóknarflokkurinn 10 ,2 % 9, 7% 24 ,4 % 8, 6% 9, 1% Samfylkingin 5, 7% 6, 3% 12 ,9 % 6, 9% 6, 5% Björt framtíð 6, 7%4 ,1% 8, 2% 7,7 % 6% Flokkur fólksins 2, 1%3,2 % 3% 3 ,8 % Ísl. þjóðfylkingin 0, 4%2 ,2 % 2, 7% 1,6 % Dögun 2, 2%3,1 % 0, 3% 1 ,9 % 1,2 % Alþýðufylkingin 0, 3% 0, 3% 0, 1% 0, 8% 0, 5% Fl. heimilanna 0 % 0% 3% 0% 0 ,2 % Húmanistaflokkurinn 0, 1% 0%0, 1% 0, 1% 0% Fjögurra flokka stjórn í meirihluta  Sjálfstæðisflokkur, Framsókn, Viðreisn, Björt framtíð og Dögun bæta við sig frá síðustu könnun ALÞINGISKOSNINGAR 2016 Morgunblaðið/Árni Sæberg Flokkar Fulltrúar flokkanna tóku til máls á þingi ASÍ í gær.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.