Morgunblaðið - 28.10.2016, Side 5

Morgunblaðið - 28.10.2016, Side 5
5 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 2016 „Við erum auðvitað ánægð með þessa könn- un, en fylgið þarf einnig að skila sér á kjörstað,“ segir Katrín Jakobs- dóttir, formaður Vinstri grænna, og bætir við að flokkur hennar hafi að undanförnu fundið mjög fyrir góðum meðbyr og þau fengið jákvæð við- brögð meðal kjósenda. Aðspurð segist Katrín ekki óttast að fjögurra flokka ríkisstjórn verði veik yrði hún stofnuð. „Það er ekki náttúru- lögmál að fjölflokka stjórnir séu veikari fyrir en tveggja flokka ríkis- stjórnir. Ég minni nú bara á að það hefur all- mikið gengið á í síðustu tveggja flokka stjórnum sem við höfum haft hér í landinu,“ segir hún. Katrín Jakobsdóttir Óttast ekki veika stjórn „Þetta er ánægjuleg nið- urstaða og við erum mjög kát með hversu vel hefur gengið og finnum fyrir auknum byr í segl- in,“ segir Benedikt Jó- hannesson, formaður Viðreisnar, og bætir við að valkostir kjósenda séu skýrari fyrir þessar kosningar en áður. „Uppi er hugmynd um vinstri stjórn, önnur um óbreytta stjórn og svo er þriðji kosturinn, Við- reisn, ef menn vilja breytingar með fram- sæknum miðjuflokki.“ Samkvæmt könnun- inni er Benedikt ekki inni. „Maður vonar þó auðvitað að þetta fari betur, en þá verðum við að sækja í okkur veðrið fyrir norðan og munum nýta lokasprettinn vel.“ Benedikt Jóhannesson Finna fyrir auknum byr Einar Aðalsteinn Brynj- ólfsson, oddviti Pírata í Norðausturkjördæmi, segist bara sáttur við niðurstöður könnunar- innar, en þar eru þeir með 21,2% fylgi, en höfðu í síðustu könnun mælst með 22,6% fylgi. „Ég veit ekki hvernig ég á að svara þér, þetta fylgi í könnunum fer stundum upp og stund- um niður,“ segir Einar. „Við tökum þessu bara af æðruleysi. Það er bara ein könnun sem skiptir máli á endanum og það er sú sem verður á laugardaginn.Við erum bara hin kátustu. Þetta er meira en fjórföldun á fylginu frá síðustu kosn- ingum, þannig að við er- um ánægð með viðtök- urnar.“ Einar Aðalsteinn Brynjólfsson Tökum þessu af æðruleysi Þegar Óttarr Proppé, formaður Bjartrar fram- tíðar, er spurður út í við- brögð sín við 6,7% fylgi úr könnuninni, en flokk- ur hans hafði mælst með 6% í síðustu könnun, seg- ir hann að það sé ánægjulegt að þetta sé að færast í rétta átt. „En þetta sýnir að fylgið er á einhverri ferð,“ segir Óttarr. „Við þurfum að berjast fram á síðustu stundu til að ná árangri. En við höfum verið að finna fyrir aukn- um stuðningi. Það eru verulega mikil og sterk viðbrögð við því sem við höfum verið að segja. Þessi hreyfing upp á við kemur því ekki á óvart. En það er ekkert gefið í þessu, þannig að við megum ekki slaka á.“ Óttarr Proppé Finnum auk- inn stuðning Viðbrögð Lilju Alfreðs- dóttur utanríkis- ráðherra við nýrri könn- un, sem sýnir að Framsóknarflokkurinn er með 10,2% fylgi sem er rúmu prósenti betra en í síðustu könnun, voru skýr: „Við sjáum að við erum að ná árangri,“ segir Lilja. „Tölurnar eru að þokast uppá við. Ég er sannfærð um að við munum ná betri ár- angri. Það eru tveir dag- ar í kosningar og við munum gera okkar til að auka fylgið enn frek- ar. Málflutningur okkar er að nást í gegn. Við nýtum þessa síðustu tvo daga til að auka fylgið. Ég hvet alla fram- sóknarmenn til að nýta tímann fram að kosn- ingum.“ Lilja Alfreðsdóttir Við erum að ná árangri „Þetta veldur okkur verulegum áhyggjum, en við vitum ekki af hverju þetta er. Við vit- um þó fyrir víst að þetta er ekki út af stefnunni því fólk tekur mjög vel í hana,“ segir Oddný G. Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, og bætir við að sigurvegari kosningabaráttunnar nú sé jafnaðarstefnan. „Því flestir flokkar þykjast vera jafnaðar- flokkar rétt fyrir kosn- ingar, en við erum það allt árið um kring.“ Samkvæmt könnun- inni er Oddný G. úti. „Þetta er ekki gott, en munum bara að niður- staða kosninga ræður úrslitum. Og við tökum á þessum vanda þá, ef hann er enn uppi.“ Oddný G. Harðardóttir Stefnan skýr- ir ekki hrun „Samkvæmt þessu stefn- ir í vinstri stjórn hér á Íslandi og vegna þess hve mikið atkvæðin dreifast er ljóst að fjóra flokka þarf til að hnoða þeirri stjórn saman,“ segir Bjarni Benedikts- son, formaður Sjálf- stæðisflokksins, og bæt- ir við að slík ríkisstjórn sé afar vond tíðindi fyrir landsmenn. „Ég vil í raun ekki trúa því að þetta verði niðurstaðan. En þetta myndi þýða mjög veika ríkisstjórn fjögurra flokka sem hafa boðað uppstokkun á stjórnar- skrá, aðildarviðræður við Evrópusambandið, skattahækkanir og stór- aukin ríkisútgjöld. Þessi blanda getur reynst dýr- keyptur kokteill.“ Viðbrögð stjórnmálaflokka sem ná inn þingmanni í nýrri könnun Félagsvísindastofnunar Bjarni Benediktsson Stefnir allt í vinstri stjórn ALÞINGISKOSNINGAR 2016

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.