Morgunblaðið - 28.10.2016, Side 6

Morgunblaðið - 28.10.2016, Side 6
6 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 2016 Jón Þórisson Kristján H. Johannessen Nokkrar breytingar hafa orðið milli vikna á hópi þeirra sem könnun Fé- lagsvísindastofnunar sýnir að ná muni manni inn á þing í kosningum á morgun, laugardag. Verði úrslit kosninga í samræmi við niðurstöður þessarar nýjustu könnunar er ljóst að formaður Við- reisnar, Benedikt Jóhannesson, nær ekki kjöri í Norðausturkjördæmi. Þá sýnir þessi nýjasta könnun að Oddný G. Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, nær ekki kjöri í Suðurkjördæmi en sú var einnig raunin í fyrstu könnun sem Fé- lagsvísindastofnun gerði fyrir Morg- unblaðið. Hins vegar sýndi niður- staða könnunarinnar í síðastliðinni viku að hún næði kjöri. Lilja úti en Karl inni Könnunin sýnir jafnframt að verði úrslit kosninga á laugardag í samræmi við hana verður Lilja Dögg Alfreðsdóttir, utanríkisráð- herra og varaformaður Fram- sóknarflokksins, án þingsætis, en hún býður sig fram í Reykjavíkur- kjördæmi suður. Af fleiri þingmönnum má nefna að niðurstaða könnunarinnar sýnir að Karl Garðarsson, oddviti Framsókn- ar í Reykjavík norður, nær kjöri en það var ekki reyndin í síðustu könn- un. Sama má segja um þingmenn Sjálfstæðisflokksins, þau Vilhjálm Árnason og Unni Brá Konráðsdótt- ur í Suðurkjördæmi og Sigríði Á. Andersen í Reykjavík suður. Könnunin sýnir enn sem fyrr að Samfylkingarþingmennirnir Össur Skarphéðinsson, Valgerður Bjarna- dóttir og Helgi Hjörvar nái ekki kjöri í Reykjavíkurkjördæmunum. Þá eru enn utan þings þeir Birgir Ármannsson og Vilhjálmur Bjarna- son í Sjálfstæðisflokki. Sömu sögu segir af Óla Birni Kárasyni í Suð- vesturkjördæmi fyrir Sjálfstæðis- flokkinn. Breytingar milli vikna Helstu breytingar í þingmanna- fjölda á landsvísu eru þær að Vinstri græn missa tvo þingmenn, séu niðurstöður þessarar könnunar bornar saman við könnunina fyrir viku. Fara þingmenn Vinstri grænna úr 13 í 11. Sjálfstæðisflokk- ur bætir við sig einum þingmanni frá síðustu könnun, það er úr 15 í 16 þingmenn. Píratar missa einn mann, fara úr 15 þingmönnum í 14. Þá bætir Framsóknarflokkur við sig manni frá síðustu könnun, fer úr 6 þingmönnum í 7. Sömu sögu er að segja um Viðreisn, sem bætir við sig einum manni frá síðustu könnun, fer úr 6 þingmönnum í 7. Björt framtíð mælist með 4 þingmenn eins og í síðustu viku. Sömu sögu segir af þingmannafjölda Samfylkingar, sem mælist með 4 þingmenn eins og fyr- ir viku. Verði úrslit kosninganna í takt við skoðanakönnunina myndi 31 nýr þingmaður taka sæti á Alþingi. Af 63 þingmönnum yrðu 35 karlar og 28 konur. Það er mjög svipað kynja- hlutfall og er á þingi í dag, eða 34 karlar á móti 29 konum. Sumir væru þó ekki alveg nýir þingmenn. T.d. hafa Þorgerður Katr- ín Gunnarsdóttir og Jón Þór Ólafs- son áður setið á Alþingi og nokkrir aðrir verið varaþingmenn. ALÞINGISKOSNINGAR 2016 Lilja Dögg Alfreðsdóttir Óli Björn Kárason Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Píratar Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Björt framtíð Viðreisn Silja Dögg Gunnarsdóttir Oddný G. Harðardóttir Fá ekki þingsæti skv. skoðanakönnun Birgir Ármannsson Vilhjálmur Bjarnason Páll Valur Björnsson Suðurkjördæmi – 10 þingsæti Páll Magnússon Ásmundur Friðriksson Sigurður Ingi Jóhannsson Ari Trausti Guðmundsson Smári McCarthy Oktavía Jónsdóttir Jóna Sólveig Elínardóttir Vilhjálmur Árnason Unnur Brá Konráðsdóttir Pawel Bartoszek Reykjavíkurkjördæmi suður – 11 þingsæti Ólöf Nordal Brynjar Níelsson Ásta Guðrún Helgadóttir Viktor Orri Valgarðsson Gunnar Hrafn Jónsson Hanna Katrín Fiðriksson Nichole Leigh Mosty Kolbeinn Óttarsson Proppé Svandís Svavarsdóttir Sigríður Andersen Össur Skarphéðinsson Valgerður Bjarnadóttir Helgi Hjörvar Willum Þór Þórsson Suðvesturkjördæmi – 13 þingsæti Bjarni Benediktsson Bryndís Haraldsdóttir Jón Gunnarson Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Jón Steindór Valdimarsson Rósa Björk Brynjólfsdóttir Ólafur Þór Gunnarsson Jón Þór Ólafsson Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Andri Þór Sturluson Árni Páll Árnason Óttarr Proppé Eygló Þóra Harðardóttir Reykjavíkurkjördæmi norður – 11 þingsæti Birgitta Jónsdóttir Björn Leví Gunnarsson Halldóra Mogensen Katrín Jakobsdóttir Steinunn Þóra Árnadóttir Guðlaugur Þór Þórðarson Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Þorsteinn Víglundsson Björt Ólafsdóttir Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Karl Garðarsson Líneik Anna Sævarsdóttir Benedikt Jóhannesson Gylfi Ólafsson Haraldur Benediktsson Eva Pandora Baldursdóttir Lilja Rafney Pétursdóttir Bjarni Jónsson Gunnar Bragi Sveinsson Elsa Lára Arnardóttir Guðjón Brjánsson Norðvesturkjördæmi – 8 þingsæti Þórunn Egilsdóttir Norðausturkjördæmi – 10 þingsæti Steingrímur J. Sigfússon Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Kristján Þór Júlíusson Njáll Trausti Friðbertsson Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Logi Einarsson EinarAðalsteinn Brynjólfsson Guðrún Ágústa Þórdísardóttir Valgerður Gunnarsdóttir Tveir formenn án þingsætis  Könnun Félagsvísindastofnunar sýnir nokkrar tilfærslur þingmanna innan kjördæma  Formenn Samfylkingar og Viðreisnar ekki inni á þingi  Varaformaður Framsóknarflokksins ekki heldur Morgunblaðið/Eggert Alþingi Óvissa ríkir um hverjir munu setjast í þingstóla að loknum kosningum helgarinnar. Verði úrslitin í takt við niðurstöðu nýrrar könnunar Félagsvísindastofnunar mun 31 nýr þingmaður ná kjöri til Alþingis.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.