Morgunblaðið - 28.10.2016, Side 10

Morgunblaðið - 28.10.2016, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 2016 Opið 09-23 | Laugavegi 12 | 101 Rvk. | Sími 551 5979 | lebistro.is Moules Frites Bière Bláskel með frönskum og bjór 3490,- alla fimmtudaga www.smarativoli.is / Sími 534 1900 / Smáralind SKEMMTUN FYRIR ALLA! ER AFMÆLI FRAMUNDAN? VERÐ FRÁ 1.99 0,- Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Öryggis- og samvinnustofnun Evr- ópu (ÖSE) sendir ekki fulltrúa hing- að til lands til þess að hafa eftirlit með framkvæmd alþingiskosning- anna á morgun. Urður Gunnarsdóttir, upplýsinga- fulltrúi utanríkisráðuneytisins, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að nýverið hefði ráðuneytinu borist til- kynning frá ÖSE um að stofnunin teldi ekki þörf á að senda hingað til lands fulltrúa til eftirlits með fram- kvæmd kosninganna. Ekki þörf á eftirliti „Fulltrúar frá ÖSE komu hingað til eftirlits með framkvæmd þing- kosninganna 2009 og 2013. Þeir gerðu jafnframt forkönnun á því hvort senda bæri eftirlitsmenn hing- að vegna forsetakosninganna í sumar,“ sagði Urður, „en að þeirri könnun gerðri ákváðu þeir að þess gerðist ekki þörf eða ástæða til þess að fylgjast sérstaklega með kosn- ingum hér á landi. Ekkert hefði komið á daginn frá því þeir voru hér síðast sem sýndi fram á að ástæða væri til þess að senda hingað eftir- litsmenn og nýverið hafa þeir sent okkur tilkynningu um þessa ákvörð- un stofnunarinnar.“ Fjöldi erlendra fjölmiðla Töluverður fjöldi erlendra fjöl- miðla hefur boðað komu sína hingað til lands til þess að fylgjast með kosningunum á morgun og senda fréttir til heimalanda sinna, bæði sjónvarpsfréttir, útvarpsfréttir og fréttir í prentmiðla. Meðal erlendra fjölmiðla sem boð- að hafa komu sína eru Danmarks Radio, Yle Finnland, Daily Tele- graph, Politiken, AFP, Washington Post, AP, japanska ríkissjónvarpið (NHK), Le Monde, Al-Jazeera og Radio France. Ekki lá fyrir í gær, þegar Morgunblaðið hafði samband við Ríkisútvarpið, hversu margar er- lendu sjónvarpsstöðvanna myndu óska eftir aðstöðu og samstarfi við RÚV um útsendingar til heimalanda sinna á kosningadag og kosninga- nótt. Það mun að líkindum skýrast þegar líða tekur á daginn í dag. Sömu upplýsingar fengust á fréttastofu Stöðvar 2, en þar á bæ telja þeir að þær erlendu sjónvarps- stöðvar sem muni leita eftir sam- starfi við þá muni gera það í dag. Flutningur kjörgagna af kjörstað á talningarstað er á ábyrgð yfirkjör- stjórna hvers kjördæmis og ákveða þær með hvaða hætti hann fer fram. Almenna reglan er sú að flutningur er ýmist í höndum kjörstjórna eða lögreglu en þó hefur það í einhverj- um tilvikum gerst að flutningur kjörgagna sé í höndum öryggis- fyrirtækja. Í Norðvesturkjördæmi eru 50 kjördeildir, samkvæmt Kristjáni G. Jóhannssyni, formanni yfirkjör- stjórnar. Í hverri kjördeild er þriggja manna kjörstjórn, þannig að þar eru 150 manns í stjórnum undir- kjördeilda, auk þess sem þriggja manna yfirkjörstjórnir eru á fimm stöðum, og þar bætast við 15 manns í kjörstjórnir. Kristján sagði að í Norðvesturkjördæmi sæi lögreglan að langmestu um flutning kjörgagna á talningarstaði. Sams konar fyrirkomulag er í öll- um kjördæmum, þannig að fjöldi í kjörstjórnum hvers kjördæmis tek- ur mið af fjölda kjördeilda og fjölda yfirkjörstjórna. Karl Gauti Hjaltason, formaður yfirkjörstjórnar Suðurlandskjör- dæmis, sagði í gær að í kjördæminu væru 39 kjördeildir og kjörstjórnar- menn væru því 117. Auk þeirra væru nokkrar yfirkjörstjórnir, sem hver væri skipuð þremur mönnum. Meginreglan væri sú að hver kjörstjórn annaðist flutning kjör- gagna á talningarstað, en ef lengra væri að fara, eins og t.d. í tilfelli Hornafjarðar og Vestmannaeyja, annaðist lögreglan flutning kjör- gagna. Morgunblaðið/RAX Kjörstaður Fjölmargir lögðu leið sína í Perluna í gær að kjósa. Undirbúningur er á lokastigi  ÖSE sér enga ástæðu til að senda eftirlitsmenn hingað  Margir erlendir fjölmiðlar mættir Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Þeir sjö stjórnmálaflokkar sem lík- legastir eru til að eiga fulltrúa á Al- þingi eftir komandi þingkosningar eru allir hlynntir breytingum á stjórnarskrá Íslands. Einn þeirra telur hins vegar brýnt að þær séu gerðar af yfirvegun og í áföngum til að skapa þverpólitíska sátt. Björt framtíð segist á heimasíðu sinni leggja þunga áherslu á að breytingar verði gerðar á stjórnar- skrá „í samræmi við vilja þjóðar- innar, eins og hann birtist í þjóðar- atkvæðagreiðslu um stjórnar- skrárbreytingar haustið 2012“. Framsóknarflokkurinn telur mik- ilvægt að fyrst sé horft til breytinga er snerta auðlindaákvæði og beint lýðræði, en flokkurinn hafnar hins vegar hugmyndum um að landið verði gert að einu kjördæmi. „Frek- ar þarf að horfa til þess að fjölga kjördæmum frá því sem nú er,“ seg- ir í svari til Morgunblaðsins. Forðast skal umturnun Samfylkingin vill breytingar á grundvelli stjórnlagaráðs. „Við vilj- um raunverulegt þingræði og jafnt vægi atkvæða allra kjósenda. Stjórnarskrá skal leggja áherslu á kvenfrelsi og fyllstu mannréttindi, þ.m.t. efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi,“ segir í svari. Sjálfstæðisflokkurinn telur að fara skuli varlega í breytingar á stjórnarskránni. „Heildarendur- skoðun og umturnun á öllum ákvæð- um stjórnarskrárinnar samræmist illa sjónarmiðum um réttaröryggi, stöðugleika og fyrirsjáanleika,“ seg- ir á heimasíðu flokksins. Flokkurinn telur að þær tillögur sem liggja fyrir frá stjórnarskrárnefnd séu „góður grunnur að breytingum,“ en kallar eftir víðtækri pólitískri sátt í ferlinu. Píratar vilja setja nýja stjórnar- skrá í forgang á næsta kjörtímabili og „uppfæra“ þannig Ísland. Flokk- urinn segist vilja „efna það loforð sem þjóðinni hefur verið gefið allt frá lýðveldisstofnun […] um nýja stjórnarskrá sem tekur mið af breyttum stjórnarháttum.“ Viðreisn vill endurskoðun í áföng- um og „í heildstæðu, skýru og tíma- settu ferli.“ Vinstri græn segjast vilja „ljúka þeirri vinnu sem hófst með þjóðfundinum 2010 og klára nýja stjórnarskrá sem byggist á til- lögum Stjórnlagaráðs.“ Enginn gegn breyting- um á stjórnarskrá  Einn flokkanna vill „uppfæra Ísland“ en annar varar við Morgunblaðið/Ómar Alþingi Almennar þingkosningar munu fara fram á morgun. Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Stjórnmálaflokkarnir sjö sem líkleg- astir eru til að eiga fulltrúa á Alþingi eftir komandi þingkosningar leggja allir áherslu á sjálfbæra nýtingu auðlinda og vilja flestir þeirra sann- gjarnt nýtingargjald. Sumir flokk- anna leggja áherslu á aukið raforku- gjald til stóriðju. Björt framtíð vill auka virðisauka með því að „nýta betur“ auðlindir. Á heimasíðu flokksins segir m.a. að „gjald fyrir afnot af sjávarauðlind- um [sé] í mýflugumynd“ og að tekjur af orkusölu geti „aukist veru- lega“ greiði stóriðja hærra raforku- verð. Framsóknarflokkurinn vill að auðlindaákvæði verði sett í stjórnar- skrá Íslands og að landsmönnum verði tryggður sanngjarn arður af sameiginlegum auðlindum. „Lög- festa þarf hvað flokkast til auðlinda hér á landi, eins og kostur er, og hvaða auðlindir Íslands skulu vera í þjóðareign,“ segir í svari til Morgunblaðsins. Fiskveiðikvótinn fari í uppboð Samfylkingin telur nauðsynlegt að hækka auðlindagjöld til að „létta byrðum“ almennings. „Við viljum bjóða út kvótann og fá meiri tekjur af þeim mikla fjölda ferðamanna sem hingað koma,“ segir í svari, en sérstakur raforkuskattur á stóriðju hugnast flokknum einnig. Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á víðtæka sátt um nýtingu náttúruauðlinda. Flokkurinn er fylgjandi gjaldtöku til að „vernda og stýra aðgangi ferðamanna að við- kvæmum svæðum“ og að ráðstöfun nýtingarréttinda sé gagnsæ. Píratar leggja áherslu á að auð- lindir verði í þjóðareign og að al- menningur fái „sanngjarnan arð“ af nýtingu þeirra. Viðreisn vill að náttúra njóti ávallt vafans þegar kemur að nýtingu auð- linda og að tekið verði upp markaðs- tengt afgjald fyrir nýtingu auðlinda í almannaeigu. „Afgjaldið nemi að lágmarki þeim umhverfiskostnaði sem nýtingin veldur. Viðreisn legg- ur til að í sjávarútvegi verði tekið upp markaðstengt auðlindagjald.“ Vinstri græn vilja að „arðurinn af sjávarauðlindinni renni til þjóðar- innar til uppbyggingar innviða og reksturs velferðarkerfisins“ og að almennt gjald verði innheimt af nýt- ingu náttúruauðlinda. Sjálfbær nýting og sanngjarnt gjald  Sumir vilja aukinn skatt á stóriðju Morgunblaðið/Kristinn Þingsalur Eftir kosningar kemur í ljós hvaða fólk tekur sæti þar. ALÞINGISKOSNINGAR 2016

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.