Morgunblaðið - 28.10.2016, Side 12

Morgunblaðið - 28.10.2016, Side 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 2016 AUKIN ÞJÓNUSTA VIÐ EIGENDUR SKODA • Bílson er sérhæft og vottað þjónustuverkstæði sem uppfyllir allar ströngustu kröfur Skoda. • Fullkomin forgreiningarstöð þar sem greina má flest allt um ástand bílsins og gæði. • Bílson hefur gæðavottun Bílgreinasambandsins með gæðaúttekt frá BSI á Íslandi auk starfsleyfis til endurskoðunar frá Samgöngustofu. Við leitumst við að vera samstíga því besta í Evrópu. Komið, sjáið og sannfærist. Kletthálsi 9 • Sími 568 1090 - V E R K S T Æ Ð I Ð - Kletthálsi 9 • 110 Reykjavík • Sími 568 1090 • bilson@bilson.is • bilson.is Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Ég vissi ekki að þettaværi til fyrr en árið 2007en eftir að ég prófaði svif-vængjaflug fyrst varð ekki aftur snúið,“ segir Anita Hafdís Björnsdóttir, sem ásamt Róberti Bragasyni stofnaði fyrirtækið Happyworld sem hefur boðið ferða- mönnum upp á svifvængjaflug, fis- flug og svifflug frá árinu 2014. „Ró- bert kenndi mér árið 2007 að fljúga og ég varð alveg hugfangin af þessu flugi og vildi ekki gera neitt annað. Svo vatt þetta upp á sig þegar fólk spurði okkur hvort það mætti ekki koma með og smám saman byrj- uðum við kynningarflug áður en þetta fyrirtæki var stofnað,“ segir Anita. Ný vídd í útivistina Hún segir að veður hamli svif- flugsíþróttinni á veturna og fyrir vikið hafa þau einnig boðið upp á norðurljósaferðir ásamt stjörnu- skoðun á veturna. „Þeir sem koma til okkar í svifvængjaflugið eru flest- ir útlendingar. Þetta er nokkuð sem maður gerir frekar sem ferðamaður. Síðan er nokkuð um að fólk komi eft- ir að hafa fengið stórafmælisgjöf. Gjarnan eru kærustupör að gefa hvort öðru þetta í gjöf þegar Íslend- ingar koma,“ segir Anita. Viðskiptavinir fara yfirleitt í svifvængjaflug og þurfa enga sér- þekkingu á fluginu áður en farið er af stað því þeir eru ávallt með reyndri manneskju í för. „Þessi lífs- reynsla verður oft til þess að fólk fer á námskeið og lærir handtökin Eins konar hug- leiðsla í háloftunum Anita Hafdís Björnsdóttir og Róbert Bragason stofnuðu svifflugsfyrirtæki árið 2014. Þvert á það sem þau ætluðu fyrir fram hafa einhleypar konur verið stærstur hópur viðskiptavina. Sjálf kynntist Anita íþróttinni árið 2007 og varð hugfangin af henni um leið. Hún líkir svifvængjaflugi við eins konar hugleiðslu, þar sem hraðinn er ekki aðalmálið heldur að njóta umhverfisins frá nýjum sjónarhóli. Selaskoðun Margt má sjá úr lofti sem alla jafna er erfitt að komast að á landi, eins og þessir selir sem sáust úr svifvængjaflugi eru gott dæmi um. Svifvængjaflug Hægt er að skoða landið frá nýju sjónarhorni við svif- vængjaflug. Fyrirtækið Happyworld hefur verið starfrækt síðan 2014. Fjalla á um það sem efst er á baugi í rannsóknum á sviði félagsvísinda á Íslandi, á ráðstefnu í Háskóla Ís- lands undir heitinu Þjóðarspegillinn. Ráðstefnan hefst klukkan 9 í dag og verða um 150 fyrirlestrar fluttir í u.þ.b. 45 málstofum. Í ráðstefnuvik- unni er veggspjaldasýning þar sem fjölmargir fræðimenn, meistara- og doktorsnemar kynna rannsóknir sínar. Gert er ráð fyrir að hver fyr- irlestur í málstofu taki u.þ.b. 15-20 mínútur og í framhaldi gefst ráðrúm fyrir umræður í 5 mínútur. Á milli málstofa er 15 mínútna hlé. Sérstök athygli er vakin á því að sérstakur gestur kemur fram á Þjóðarspegl- inum, Cheikh Ibrahima Niang, pró- fessor í mannfræði við Cheikh Anta Diop-háskólann í Dakar í Senegal, sem mun halda lykilerindi í Hátíða- sal um ebólufaraldurinn í Vestur- Afríku. Fyrirlestrarnir fara fram á fimm stöðum; Háskólatorgi, Aðalbyggingu, Hátíðarsal, Lögbergi og Odda. Áhugasömum er þó bent á að nánari útlistun á þeim stofum sem fyrir- lestrarnir fara fram í má nálgast á vef Háskóla Íslands, hi.is. Fyrirlestr- arnir hefjast klukkan 9.00 og standa til 16.45. 150 fyrirlestrar í 45 málstofum Morgunblaðið/Ómar Háskóli Íslands Þjóðarspegillinn tekur á hinum ýmsu málum. Ebólufaraldurinn og fleira Málþing í tilefni af því að 100 ár eru frá því að hornsteinn var lagður að Listasafni Einars Jónssonar fer fram á safninu á morgun laugardag kl. 14. Benedikt Hjartarson mun fjalla um þann hugmyndaheim sem verk Einars eru sprottin úr, en Ólafur Rastrick fjallar um safnhúsið og hugmyndina um menningarmiðju á Skólavörðu- holtinu. Einar Jónsson myndhöggvari og Anna kona hans fluttu inní húsið 1919 en þá var það rétt fokhelt. Þau hófu að koma sér fyrir og koma hús- inu í þokkalegt stand og opnuðu listasafnið árið 1923. Húsið er gjarn- an nefnt Hnitbjörg í daglegu tali. Að- gangur er ókeypis á málþingið og all- ir eru velkomnir. Öld síðan hornsteinn var lagður að Listasafni Einars Jónssonar Hugmynda- heimur Einars Hnitbjörg Listasafn Einar Jónssonar. Bubbi Morthens og Dimma leiða saman hesta sína í tónleikaferð um landið þessa dagana og í kvöld er komið að Sjallanum á Akureyri. Samstarfið er tilkomið vegna út- gáfu tónleikaplötu þar sem lög Egó eru spiluð. Gaf Egó út tvær plötur og má segja að hún sé afsprengi Utan- garðsmanna sem vart þarf kynningar við þar sem þrír meðlimir Egó voru áður í Utangarðsmönnum. Verða m.a. leikin lög Utangarðsmanna á tónleikunum. Tónleikaplatan Minnismerki með Bubba Morthens og Dimmu þar sem lög Egó voru spiluð er komin út, en tónleikarnir sem hljóðritaðir voru á plötuna voru teknir upp í Háskólabíói fyrr á árinu. Tónleikarnir á Akureyri fara hins vegar þannig fram að Dimma mun hefja leik og flytja helstu lög sín áður en Bubbi kemur á sviðið og rennt verður í prógramm sem mun innihalda helstu lög Utan- garðsmanna, Das Kapital og Egó. Á morgun verða Dimma og Bubbi svo á Valaskjálf á Egilsstöðum. Miðasala fer fram á enter.is og kostar miðinn 4.500 krónur. Lög Egó, Das Kapital og Utangarðsmanna leikin Bubbi og Dimma með rokktón- leika í Sjallanum á Akureyri Morgunblaðið/Árni Sæberg Bubbi og Dimma Tónleikar verða í kvöld á Akureyri og á morgun á Egilsstöðum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.