Morgunblaðið - 28.10.2016, Qupperneq 13
Yfir sig hrifnar Að sögn Anitu eru þeir sem prófa svifvængjaflugið alla jafna í skýjunum með upplifunina.
sjálft,“ segir Anita. Að sögn hennar
er fólk nær undantekningarlaust yf-
ir sig hrifið af upplifuninni. „Það eru
ekki allir að sækjast eftir adrenalín-
inu, margir eru bara að sækjast eftir
útivistinni og þeirri nýju vídd sem
þessi útivist gefur lífinu,“ segir
Anita.
Oftar konur
Hún segir að þvert á það sem
þau höfðu haldið fyrir fram séu kon-
ur í miklum meirihluta viðskipta-
vina. „Oftast eru þetta einhleypar
konur sem eru í leit að ævintýrum á
ferð sinni um heiminn. Til okkar hef-
ur líka komið nírætt fólk og krakkar.
Þetta er fólk af öllum stigum lífs. Við
héldum kannski að oftast yrðu þetta
ungir strákar í leit að „adrenalín-
kikki“ en reynslan hefur sýnt okkur
annað,“ segir Anita.
Þegar haldið er í svifvængjaflug
er hlaupið fram af fjalli og eru
nokkrir staðir umhverfis Reykjavík
notaðir til þess eftir því hvernig
vindar blása. „Adrenalínið felst að
sjálfsögðu í því að hlaupa fram af
fjalli og það er enginn mótor sem þú
styðst við, heldur notast við upp-
streymið og vinda til að svífa, líkt og
fuglar gera. Svo fer þetta ekkert
rosalega hratt, heldur snýst upplif-
unin um að svífa og njóta umhverf-
isins. Í hugum margra er þetta eins
konar hugleiðsla,“ segir Anita.
Hægt er að nálgast upplýsingar
um svifflug á happyworld.is
DAGLEGT LÍF 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 2016
Af öryggisástæðum er ávallt
varafallhlíf fest við búnaðinn.
Að sögn Anitu hefur hún aldrei
þurft á henni að halda, þeir sem
notist við hana séu aðallega
þeir sem færa út mörkin og eru
að æfa fyrir keppni. Hún veit
ekki til þess að neinn sem hún
þekkir til hafi þurft að notast
við þennan öryggisbúnað.
Fallhlífin er
með í för
ÖRYGGISBÚNAÐUR
Ljósmynd októbermánaðar birtir
óvænta sýn á ljósmyndarann Jón Kal-
dal sem þekktastur er fyrir svipmikl-
ar portrettljósmyndir af þjóðþekkt-
um einstaklingum.
Myndin er hluti af myndskurðar-
verkefni hjá Litla ljósmyndaklúbbn-
um sem unnið var 27. janúar 1954.
Klúbburinn var einn af merkustu
klúbbum áhugaljósmyndara á Íslandi
um miðbik 20. aldar. Verkefnin voru
margvísleg: Myndatökur, skurðverk-
efni og klippimyndagerð þar sem fé-
lagsmenn æfðu formskyn og mynd-
byggingu.
Í þessu verkefni var nokkrum gest-
um boðið að taka þátt og var Jón Kal-
dal einn þeirra. Hluti af verkefninu
var að gera skriflega grein fyrir því
hvernig menn höguðu skurðinum en
rökstuðningur Kaldals fyrir sinni út-
færslu hefur ekki varðveist.
Ljósmyndin er annars eðlis en Kal-
dal fékkst jafnan við. Skurðurinn er
ekki langt frá frumgerðinni svo Kal-
dal fór ekki jafn tilraunakennda leið
og einhverjir félaganna í klúbbnum.
Margir skáru þannig að drengirnir
þrír lengst t.h. urðu þungamiðjan en
nokkrir fóru lengra inn í myndina og
gerðu manninn með tunnuna að við-
fangsefni. Það að Jón Kaldal skyldi
taka þátt í verkefninu er til vitnis um
samgang félagsmanna við hann og
um sjálfsmynd Kaldals sem listræns
ljósmyndara og fordómaleysi hans
sem atvinnuljósmyndara gagnvart
áhugaljósmyndurum.
Ljósmynd mánaðarins í Þjóðminjasafninu
Óvænt sýn á einn þekktasta
ljósmyndara þjóðarinnar
Ljósmyndari/Jón Kaldal
Myndskurðarverkefni Þessi mynd er hluti af myndskurðarverkefni hjá Litla
ljósmyndaklúbbnum sem unnið var 27. janúar árið 1954.