Morgunblaðið - 28.10.2016, Side 18

Morgunblaðið - 28.10.2016, Side 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 2016 BAKSVIÐ Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Haukur C. Benediktsson, fram- kvæmdastjóri Eignasafns Seðla- banka Íslands, sem stofnað var til að halda utan um og stýra kröfum og fullnustueignum í fórum Seðlabank- ans, neitar að svara spurningum Morgunblaðsins um tilurð þess að ESÍ eignaðist að fullu lyfjaversl- anakeðju í Úkra- ínu á árinu 2014, sama ár og stríð braust út í land- inu. Fjárfestingin hefur leitt af sér að minnsta kosti 250 milljóna króna tap fyrir Seðla- banka Íslands en rekstur lyfjaversl- ananna hefur verið færður milli dótt- urfélaga bankans á síðustu árum. Í dag eru rekstrarfélög lyfjaverslan- anna skráð sem bein eign ESÍ en þó utan samstæðureiknings félagsins. Þannig einskorðast svör Hauks við þá staðreynd að ESÍ var meðal stærstu kröfuhafa í EA fjárfesting- arfélagi, sem stofnað var í kringum slitameðferð gamla MP banka. EA fjárfestingarfélag var tekið til slita- meðferðar árið 2012 en þá voru fyrr- nefndar lyfjaverslanir í eigu þess fé- lags. Haukur segir að ESÍ hafi gætt hagsmuna sinna í hvívetna á síðustu árum og af þeim sökum „þurft að taka yfir ýmsar eignir og styðja við ákvarðanir slitastjórna í hinum ýmsu félögum“. Segir hann um lyfjaversl- anakeðjuna í Úkraínu: „Ein þeirra eigna sem um ræðir er meðal annars eignarhluti í fyrrnefndri apóteka- keðju í Úkraínu en hagsmunir EA fjárfestingarfélags ehf. voru ríkir í tengslum við það félag.“ Þegar samþykktir ESÍ eru skoð- aðar kemur fram að tilgangur félags- ins er skilgreindur á þann hátt að það eigi að halda utan um „eignarhald og stýringu á kröfum og fullnustueign- um Seðlabanka Íslands sem stafa af bankahruninu á Íslandi og fellur ekki undir reglubundna starfsemi Seðla- banka Íslands“. Ekki er að sjá að fé- lagið hafi, samkvæmt sömu sam- þykktum, heimildir til að fjárfesta í rekstrarfélögum á borð við lyfja- verslanakeðjuna fyrrnefndu. Í kjölfar þess að framkvæmda- stjóri ESÍ neitaði að svara ítrekuðum fyrirspurnum Morgunblaðsins, hafði Stefán Jóhann Stefánsson, ritstjóri á skrifstofu bankastjóra Seðlabank- ans, milligöngu um að koma spurn- ingum í 17 liðum á framkvæmda- stjórann. Að undanskildum þeim upplýsingum sem í svörum hans fól- ust, og raktar eru hér að ofan, til- kynnti framkvæmdastjórinn að hann myndi ekki tjá sig að öðru leyti „um einstakar eignir umfram það sem fram kemur í ársreikningum ESÍ og dótturfélaga sem eru opinberir enda félagið bundið trúnaði gagnvart sín- um mörgu mótaðilum“. Meðal spurninga sem fram- kvæmdastjóri ESÍ neitar að svara lýtur ein að því í hverju sú skekkja fólst sem uppgötvaðist í ársreikningi félagsins M8 árið 2014 sem leiddi til þess að færa þurfti 150 milljónir króna úr bókum þess á árinu 2015. Þar kemur fram að nauðsynlegt hafi reynst að leiðrétta skekkju að fjár- hæð 150 milljónir króna en að sú skekkja hafi komið fram í ársreikn- ingi fyrir árið 2014. Þegar gengið var eftir frekari skýringum tjáði Stefán Jóhann blaðinu að spurningalistinn yrði áfram til skoðunar og að bankinn yrði í sambandi við blaðið á næstu dögum í tengslum við vinnsluna á honum. Tjá sig ekki um rekstrarkostnað Þær spurningar sem Morgunblað- ið hefur lagt fyrir framkvæmdastjóra ESÍ snúa m.a. að ársreikningum þeirra eignarhaldsfélaga sem haldið hafa utan um hlut ESÍ í lyfjaversl- anakeðjunni. Þannig hefur hann neit- að að upplýsa af hverju reikningarnir hafa ekki verið endurskoðaðir og þá veitir hann engar upplýsingar um hvar kostnaður af rekstri félaganna hefur verið bókfærður. Ekkert bend- ir til að hann sé færður í bækur félag- anna sjálfra. Hins vegar er erfitt að sjá hvað veldur því þar sem ekki fást svör við því hver kostnaður af rekstri félaganna hefur verið. Gera má ráð fyrir því að hann sé verulegur, meðal annars af þeirri ástæðu að Steinar Þór Guðgeirsson, sem setið hefur sem eini stjórnarmaðurinn í þeim, mun hafa rekið erindi ESÍ í Úkraínu á síðustu mánuðum, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Svara engu um lyfjaverslanirnar Uppgjör Eignasafnið fer með fullnustueignir Seðlabankans fyrir hans hönd.  Dótturfélag Seðlabankans hefur tapað minnst 250 milljónum vegna lyfjaverslanakeðju í Úkraínu  Engin efnisleg svör hafa fengist við því af hverju dótturfélag bankans ákvað að kaupa fyrirtækið Staða málsins » ESÍ á verslanakeðju sem rek- ur nærri 90 apótek í Úkraínu. » ESÍ keypti fyrirtækið skömmu áður en stríð braust út í landinu. » ESÍ segir að kaupin hafi verið gerð til að tryggja hagsmuni fé- lagsins. » Kaupin hafa leitt af sér hund- raða milljóna tap í bókum dótt- urfélaga Seðlabankans. » ESÍ neitar að upplýsa af hverju fyrirtækið var keypt en segir að það hafi verið gert til að verja hagsmuni ESÍ. Haukur C. Benediktsson Tryggingafélögin þrjú sem skráð eru í kauphöll hafa nú birt uppgjör sín fyrir fyrstu þrjá fjórðunga árs- ins. Hagnaður VÍS nam 354 millj- ónum króna á þriðja ársfjórðungi, en hann var 570 milljónir króna á sama fjórðungi í fyrra. Fjárfesting- artekjur lækkuðu verulega á milli ára og námu 403 milljónum króna nú í samanburði við 908 milljónir á þriðja ársfjórðungi í fyrra. Eigin ið- gjöld jukust hins vegar og námu 4,6 milljörðum króna, sem er um 11% aukning á milli ára. Samsett hlut- fall í fjórðungnum var 97,2%. Á fyrstu níu mánuðum ársins nam hagnaður VÍS 592 milljónum króna en var tæpir tveir milljarðar yfir sama tímabil í fyrra. Samsett hlutfall frá janúar til september í ár var 102,1%. Hagnaður TM nam um 810 millj- ónum króna á þriðja ársfjórðungi en var 1,4 milljarðar yfir sama fjórðung í fyrra. Fjárfesting- artekjur lækkuðu einnig verulega milli ára, en þær námu um 546 milljónum á þriðja ársfjórðungi en voru tæpir 1,3 milljarðar á sama fjórðungi í fyrra. Eigin iðgjöld hækkuðu í 3,8 milljarða króna á ársfjórðungnum, sem er um 13% aukning milli ára. Samsett hlutfall reyndist 93% fyrir fyrstu níu mán- uði ársins, en það er lækkun úr 102% fyrir sama tímabil í fyrra. Á fyrstu níu mánuðum ársins nam hagnaður TM um tveimur millj- örðum króna, en það er nánast sami hagnaður og var yfir sama tímabil í fyrra. Hagnaður Sjóvár nam 858 millj- ónum á þriðja ársfjórðungi. Felur það í sér lækkun um 34% frá sama ársfjórðungi í fyrra, þegar hann nam tæpum 1,3 milljörðum króna. Fjárfestingartekjur lækkuðu um- talsvert, en þær námu 789 millj- ónum á þriðja ársfjórðungi sam- anborið við 1,4 milljarða á sama fjórðungi í fyrra. Eigin iðgjöld voru rúmir 3,8 milljarðar króna á þriðja ársfjórðungi og jukust um 9% milli ára. Samsett hlutfall Sjóvá var 95% á þriðja ársfjórðungi og hefur ekki verið lægra síðan á fjórða ársfjórð- ungi 2014. Á fyrstu níu mánuðum ársins nam hagnaður Sjóvár tæpum 1,6 milljörðum króna og er það um- talsverð lækkun samanborið við fyrstu níu mánuði ársins 2015 þegar hagnaður nam tæpum 2,7 milljörðum króna. Dregur úr hagnaði tryggingafélaganna  Fjárfestingartekjur lækka milli ára Morgunblaðið/Ómar Tryggingafélög Heldur dregur úr hagnaði félaganna það sem af er þessu ári. Hagnaður Ný- herja nam 93 milljónum króna á þriðja fjórð- ungi ársins. Það er rúmlega 13% aukning frá þriðja ársfjórð- ungi í fyrra, þeg- ar hagnaðurinn eftir skatta nam 82 milljónum króna. Framlegð nam 860 millj- ónum króna, en hún var 828 millj- ónir á þriðja fjórðungi 2015. Hagn- aður fyrir afskriftir og fjármagnsliði, EBITDA, nam 247 milljónum, en það er hækkun um sjö milljónir króna frá þriðja árs- fjórðungi í fyrra. Rekstrarkostn- aður Nýherja jókst um 68 milljónir króna milli ára og nam 746 millj- ónum króna á fjórðungnum. Sala á vöru og þjónustu nam 3,4 milljörðum króna á þriðja ársfjórð- ungi og fyrir fyrstu níu mánuði árs- ins nemur sala á vöru og þjónustu 10,6 milljörðum króna. Þegar hagnaður eftir skatta er skoðaður fyrir fyrstu níu mánuði ársins nam hann 204 milljónum króna. Það er aukning um rúm 4% milli ára, en hagnaður nam 193 milljónum fyrstu níu mánuði ársins 2015. „Rekstur Nýherjasamstæðunnar var á áætlun á þriðja fjórðungi og jákvætt að tekjuvöxtur var meiri á fjórðungnum heldur en fyrripart árs,“ segir Finnur Oddsson, for- stjóri Nýherja, í afkomutilkynningu til Kauphallar. „Almennt gengur rekstur Nýherja og dótturfélaga vel, sérstaklega í hugbúnaðar- tengdri starfsemi þar sem tekju- vöxtur hefur verið umtalsverður.“ Hagnaður Nýherja 93 milljónir  Góður tekju- vöxtur í hugbúnaði Finnur Oddsson majubud.is Hagnaður Landsbankans á þriðja ársfjórðungi nam 5,1 milljarði króna samanborið við 12 milljarða yfir sama tímabil í fyrra. Hreinar vaxta- tekjur lækkuðu um 200 milljónir milli samanburðartímabila og reyndust 8,6 milljarðar. Virðis- breyting útlána var jákvæð um 2,1 milljarð en var jákvæð um 10,5 milljarða á sama ársfjórðungi í fyrra. Hreinar þjónustutekjur hækkuðu milli tímabila og reyndust 2 milljarðar, samanborið við 1,7 milljarða í fyrra. Arðsemi eigin fjár fyrir skatta reyndist 8,2% á fjórð- ungnum, samanborið við 19,5% á sama fjórðungi 2015. Hagnaður bankans á fyrstu níu mánuðum ársins nemur af þessum sökum 16,4 milljörðum í stað 24,4 milljarða á fyrstu níu mánuðum síð- asta árs. Hreinar virðisbreytingar reyndust 4,4 milljarðar en voru 12,4 milljarðar yfir sama tímabil í fyrra. Hreinar þjónustutekjur námu 5,9 milljörðum og jukust um 15% á milli ára. Arðsemi eigin fjár fyrir skatta er 8,5% á fyrstu níu mán- uðum ársins, samanborið við 13,5% yfir sama tímabil í fyrra. Heildareignir bankans námu 1.135 milljörðum króna í lok sept- ember. Eigið fé nam í lok sept- ember 251 milljarði króna og hafði lækkað um 5,1% frá áramótum. Segir bankinn skýringuna fyrir lækkuninni þá að á árinu hafi hann greitt 28,5 milljarða króna í arð í tveimur greiðslum. Eiginfjárhlutfall bankans var 29,1% í lok september en var 29,2% í lok september í fyrra. Eiginfjárviðmið FME gera ráð fyrir því að hlutfallið sé að lág- marki 22,1%. Hagnaður Landsbank- ans dregst saman

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.