Morgunblaðið - 28.10.2016, Qupperneq 25
UMRÆÐAN 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 2016
VÖNDUÐ JEPPADEKK
FYRIR ÍSLENSKAR AÐSTÆÐUR
DICK CEPEK dekkin eru amerísk gæðavara
og þekkt fyrir frábæra endingu, auk þess að
vera afar hljóðlát. DICK CEPEK dekkin fást
í þremur mismunandi útfærslum í stærðum
frá 29 til 44 tommu, og passa því undir
flestar gerðir jeppa og jepplinga.
NOKIAN er einn virtasti framleiðandi í heimi
á vetrardekkjum. Arctic Trucks hefur átt
gott samstarf við Nokian sem skilað hefur
frábærum árangri, enda koma hér saman
tveir sérfræðingar í vetrarakstri.
AT315 35 tommu dekkið er afrakstur
þessa samstarfs og í byrjun næsta árs er
væntanlegt á markað nýtt 44 tommu dekk
sem sérstaklega er hannað til aksturs við
afar erfiðar aðstæður að vetri til.
ÖLL ALMENN
DEKKJAÞJÓNUSTA
TÍMABÓKANIR
Í SÍMA 540 4900
EXPLORE WITHOUT LIMITS
®
ARCTIC TRUCKS ÍSLAND EHF.
KLETTHÁLSI 3
110 REYKJAVÍK
SÍMI: 540 4900
NETFANG: info@arctictrucks.is
www.arctictrucks.com
Samfylkingin hefur
metnað fyrir hönd
heilbrigðisþjónustu á
Íslandi og lítur á úr-
bætur í heilbrigðis-
málum sem algjört
forgangsmál næstu
ára. En við vitum líka
að það dugir ekki eitt
og sér að leggja meiri
fjármuni til heilbrigð-
ismála, það er nauð-
synlegt að endurskoða skipulag allr-
ar heilbrigðisþjónustu, á hvaða stigi
hún er veitt og hvert er hlutverk
hinna ýmsu stofnana. Við viljum
bæði skoða heilsugæsluna og sjúkra-
húsþjónustuna sjálfa, skilgreina bet-
ur hlutverk Landspítala og tryggja
að heilbrigðisstofnanir utan Reykja-
víkur fái stærra hlutverk og verði
nýttar betur í þágu íbúa á lands-
byggðinni. Þannig náum við betri ár-
angri, hagkvæmni og sátt.
Biðlistar eru meinsemd í íslensku
heilbrigðiskerfi og meðal áherslna
Samfylkingarinnar er að stytta bið-
lista niður í þrjár til sex mánuði að
jafnaði. Við höfum séð átak fara af
stað til styttingar biðlistum í lið-
skiptaaðgerðir en þær aðgerðir eru
framkvæmdar á Landspítala, Akra-
nesi og á Akureyri. Framkvæmd
átaksins gengur eftir atvikum vel en
engar ákvarðanir hafa verið teknar
um framhaldið. Það dugir nefnilega
skammt að fara í átak þó það létti á
mesta álaginu um stundarsakir. Það
mun ekki komast á sæmilegt jafn-
vægi í þessari þjónustu með tíma-
bundnu átaki sem þessu. Við verðum
að auka afköst og anna eftirspurn til
framtíðar.
Nýtum betur heilbrigðis-
stofnanir á landsbyggðinni
Liðskiptaaðgerðir eru ekki flokk-
aðar sem bráðaaðgerður, heldur
sem valaðgerðir, oftast skipulagðar
með fyrirvara. Fagfólk er sammála
um að það fari miður vel á því að val-
aðgerðir og bráðaaðgerðir séu fram-
kvæmdar á Landspítala, hvar flestar
bráðaaðgerðir fara fram. Oft þarf að
aflýsa eða færa til valaðgerðir vegna
óvæntra atvika, slysa eða bráðatil-
vika. Þetta veldur sjúklingum óþæg-
indum og er kostnaðarsamt í heild-
ina. Hér mætti skilgreina betur í
sátt við alla aðila hlutverk og
áherslur Landspítala annars vegar
og heilbrigðisstofnanna á lands-
byggðinni hins vegar. Víða mætti
nýta heilbrigðisstofnanir betur, þar
er góður aðbúnaður, mikil reynsla
og þjálfað fagfólk. Á sjúkrahúsinu á
Akranesi er t.a.m. sterkur vilji til að
koma á fót sérstakri liðskiptadeild
með lágmarks tilkostnaði. Með
skipulags- og áherslubreytingum
væri hægt að fjölga valaðgerðum
verulega, til hagsbóta fyrir alla aðila.
Á Suðurnesjum og á Suðurlandi sem
og fleiri stöðum eru öflugar heil-
brigðisstofnanir sem axlað geta
ábyrgð á ýmsum valaðgerðum, um-
fram það sem nú er. Þetta er mikil-
vægt byggðamál, jafnréttis- og
sanngirnismál fyrir íbúa
landsbyggðarinnar. En þetta er
einnig til hagsbóta fyrir Landspít-
alann og léttir á álagi þar á bæ, sem
engum dylst að hefur verið mikið
undanfarin misseri.
Konur bíða og konur
sinna umönnun
Sumar aðgerðir fara hærra í um-
ræðunni en aðrar. Það er ekki oft
sem við heyrum um allstóran hóp
kvenna sem bíða eftir úrlausn sinna
mála en um 500 konur bíða eftir að-
gerðum vegna legnáms, legsigs og
blöðrusigs. Margar hafa þær beðið í
tvö ár eða lengur með tilheyrandi
skerðingu lífsgæða, sársauka og
óþægindum. Fáir orða hagsmuni
þessara kvenna í umræðu um stytt-
ingu biðlistanna.
Kynjuð hagstjórn er mikilvægt
tæki til að auka jafnrétti. Þegar rík-
isstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur tók
við völdum árið 2009 var ákveðið að
kynjuð hagstjórn yrði leiðarljós við
fjárlagagerð og efnahagsstjórn. Ein
af þeim greiningum sem
unnin var leiddi einmitt í
ljós að konur biðu lengur
á biðlistum eftir hjúkr-
unarrými, konur á
hjúkrunarheimilum báru
minna úr býtum fjár-
hagslega og umönnun
lenti frekar á kvenkyns
aðstandendum. Þetta
eru dæmi um skekkju og
ójafnvægi í heilbrigðis-
kerfinu okkar sem verð-
ur að taka alvarlega og
vinna bót á. Við eigum að
gera gangskör að því að stytta bið-
lista verulega eftir aðgerðum sem
konur bíða eftir, sem tengjast leg-
námi, legsigi og blöðrusigi. Aðgerð-
irnar er margar hægt að gera á
minni sjúkrahúsunum og með góðu
skipulagi og mönnun fagfólks er
hægt að ráðast í þetta verkefni, vilji
er allt sem þarf.
Eyðum biðlistum, í alvöru talað
Stefna heilbrigðisyfirvalda mótast
af fjárlögum en einnig framtíðarsýn.
Ef einhver alvara er að baki um-
ræðunni um að stytta skuli biðlista,
verðum við að líta á heildarmyndina
og nýta betur þá frábæru innviði og
aðgerðarteymi sem við eigum, í
nánu samstarfi við Landspítala.
Landlæknir og fleiri aðilar hafa
hvatt til þess að til þjóðarsjúkra-
hússins ráðist í ríkari mæli læknar í
heilar stöður. Með því gæti skapast
lag til betri þjónustu við lands-
byggðina, bæði varðandi valaðgerðir
og aðra sérfræðiþjónustu sem setið
hefur á hakanum í fjöldamörg ár,
fyrir karla og konur. Það er óvið-
unandi.
Konur bíða
Eftir Guðjón S.
Brjánsson
» Samfylkingin hefur
metnað fyrir hönd
heilbrigðisþjónustu á Ís-
landi og lítur á úrbætur
í heilbrigðismálum sem
algjört forgangsmál
næstu ára.
Guðjón S. Brjánsson
Höfundur skipar 1. sæti á lista Sam-
fylkingar í Norðvesturkjördæmi.
Atvinnublað
alla laugardaga
Sendu pöntun á augl@mbl.is eða
hafðu samband í síma 569-1100
Allar auglýsingar birtast bæði í
Mogganum og ámbl.is
ER ATVINNUAUGLÝSINGIN
ÞÍN Á BESTA STAÐ?