Morgunblaðið - 28.10.2016, Side 26
26 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 2016
Öryrkjar sem voru
á lágum launum fyrir
veikindi eða slys
halda eftir um 0 til
20% af greiðslum frá
lífeyrissjóðnum eftir
skatta og skerðingar.
50 þúsund króna líf-
eyrissjóðsgreiðslur
eru skattaðar og
skertar 100% eða í
núll og skila öryrkj-
anum bara 186 þús-
und króna lífeyri frá TR.
Hvers vegna eru þá 212.776
króna lífeyrislaun sköttuð og skert
til fátæktar? Bannar ekki Stjórn-
arskráin mismunun? Skatta og
skerða þannig að við lífeyr-
islaunþegar höfum bara 186.000
krónur eftir skatt, sem er langt
undir fátæktarmörkum.
Lágmarksframfærsluuppbótin
er 11% fyrir ofan íslensk fátækt-
armörk, sem er 60% af miðgildi
ráðstöfunartekna fyrir einstakling.
Þetta kemur fram í skýrslu frá
2014 sem nefnist „Nægjanleiki líf-
eyrissparnaðar á Íslandi“ og út-
gefandi er Fjármálaeftirlitið.
Árið 2012 er í skýrslunni lág-
mark almannatrygginga 201.682
krónur og fátæktarmörkin 181.086
krónur og mismunurinn 11%. Þessi
11% mismunur yfir fátækt-
armörkum í skýrslunni er fenginn
með því að heimili þar sem annar
eða báðir einstaklingar fengu ör-
orkulífeyri eru undanskilin. Þetta
stafar af mjög flóknum tekjuteng-
ingum eða þaki á slíkan lífeyri eftir
núgildandi reglum, segir þar orð-
rétt. Heimili þar sem annar eða
báðir einstaklingar fengu örorku-
lífeyri eru undanskilin og með
þeirri reikningsbrellu er hægt að
ná stórum hópi lífeyrisþega sem fá
lífeyri frá lífeyrissjóðunum yfir
„fátæktarmörkin“ og nefna ekki á
nafn í skýrslunni yfir 20 þúsund
manns sem voru og eru undir fá-
tæktarmörkum og lifa við fátækt
og um 6000 við sára fátækt.
Lesandi góður, það sem þú
borgar í lífeyrissjóð í dag er ávís-
un á fátækt, nema þú sért með
ráðherralaun eða yfir 700.000 þús-
und krónur í mánaðarlaun.
Skylduaðild að lífeyrissjóði gerir
að sparnaðurinn í sjóðnum er lög-
þvingaður sparnaður og þar af
leiðandi eign sem
ætti ekki að skatta
fyrr en heildartekjur
lífeyrisþegans eru
komnar yfir mann-
sæmandi framfærslu.
Hvað kosta þessi
nýju almannatrygg-
ingalög fyrir ríkið? Í
frumvarpinu segir:
Kostnaðaraukning
ríkissjóðs af nýju
kerfi er áætluð um 10
milljarðar króna á
árinu 2017. Þetta er
ekki allur sannleik-
urinn, því hverju skilar þetta til
baka með skerðingum? Skerðing á
grunnlífeyrinum vegna lífeyr-
issjóðslauna hefst við 400.000
krónur og hverfur við 500.000
krónur. Þetta gefur ríkisjóði um 5
milljarða króna.
En hvað gefur þá afnám
frítekjumarkanna ríkinu upp á
109.000 krónur? Jú, þar koma í
ríkisjóð um 12 milljarðar króna.
Þá er einnig eftir hvað ríkið fær í
formi skerðingar á lífeyrissjóðs-
launum okkar. Þar eru einnig um
12 milljarðar króna fyrir ríkið.
Hvað er ríkið að græða á
skerðingunum í heild sinni? Eru
það 30 eða yfir 70 milljarðar
króna og erum við því að halda
kerfi Tryggingastofnunar ríkisins
uppi með þessum glórulausu
eignaupptöku á lífeyrinum og öðr-
um tekjum með ólöglegar keðju-
verkandi skerðingum á alla bóta-
flokka, sem leiða okkur til sárrar
fátæktar?
Þetta lítur enn verr út ef við
tökum inn í þetta kjaragliðnunina,
sem er ekkert annað en lögbrot
og eignaupptaka. Frá 2006 til
dagsins í dag hafa útvaldir rík-
isstarfsmenn og aðrir fengið 100%
launahækkun. Útvaldir fóru úr
900.000 krónur í 1,8 milljón krón-
ur.
Forsætisráðherra fékk sjálfur
118.000 króna hækkun eða 70.000
eftir skatt sem er 10 sinnum
hærra en ég fékk. Þá fékk hann
einnig rúmlega 1 milljón króna í
afturvirka eingreiðslu á sama
tíma, en við ekki krónu.
Þingmenn fengu 60 þúsund
króna hækkun og eingreiðslu upp
á um 550 þúsund krónur. Við
fengum ekki krónu í afturvirka
eingreiðslu og hvað þá rétta
hækkun.
Heilar 5.000 krónur eftir skatta
verður hækkun mín um næstu
áramót og dugar ekki fyrir hækk-
unum á húsnæðisgjöldum. Hvað
þá fyrir öllum öðrum hækkunum
á t.d. mat, læknisþjónustu, lyfj-
um.
Græðgin er góð, segja þeir hjá
verkalýðshreyfingunni og
Samtökum atvinnulífsins og krefj-
ast hækkunar upp á 3,5% í viðbót
í lífeyrissjóðsgreiðslur, eða úr
12% í 15,5%. Með séreignarsparn-
aði eru þetta 21,5% af launum eða
um 65.000 krónur af 300.000
króna mánaðarlaunum. 780.000
krónur á ári af lægstu launum í
lífeyrissjóðina.
3.700 milljarðar eru í lífeyr-
issjóðunum í dag og ávöxt-
unarkrafan upp á 3,5% skilar 120
milljörðum í viðbót inn í sjóðina
og 10% ávöxtun heilum 360 millj-
örðum frá almenningi og skerðir
lífkjör okkar til fátæktar.
Skattur af 3.700 milljörðum
króna er um 1.000 milljarðar
krónur og þar af eiga sveitarfélög
um 150 milljarða króna. Með
þessum peningum er hægt að
koma öllu í lag á Íslandi og það á
öllum sviðum þjóðlífsins.
Hvað segir þetta okkur? Jú, að
græðgi er ekki góð. Græðgi sem
meiðir aðra er aldrei réttlætanleg
og þá sérstaklega ekki fyrir
lífeyrissjóðina okkar. Græðgi skil-
ar engum árangri en heldur okk-
ur í vaxtaokri á húsnæðislánum
okkar og kemur í veg fyrir að
fólk geti keypt íbúð.
Spilling og græðgi sem felur í
sér að við höfnum allri samúð og
hjálpsemi og skilur börn og veikt
fólk eftir í „algjörri fátækt“ er
aldrei réttlætanleg. Ætlum við að
sætta okkur við þetta? Nei, við
viljum strax 300 þúsund króna líf-
eyrislaun, skatta- og skerð-
ingalaust. Flokkur fólksins X-F.
300 þúsund krónur í
lífeyrislaun eftir skatt strax
Eftir Guðmund
Inga Kristinsson » Skattur af 3.700
milljörðum króna er
um 1000 milljarðar
króna og þar af eiga
sveitarfélög um 150
milljarða króna.
Guðmundur Ingi
Kristinsson
Höfundur er formaður Bótar og í 1.
sæti fyrir Flokk fólksins í
Suðvesturkjördæmi (Kraganum).
Mörgum verður tíð-
rætt um góðærið, en
þegar betur er að gáð
upplifa mörg fyrirtæki
hvorki stöðugleika né
hagsæld heldur þvert
á móti hríðfallandi
vöruverð og versnandi
samkeppnisstöðu.
Gengi krónunnar
styrkist dag frá degi
og sjávarútvegsfyr-
irtækin og ferðaþjón-
ustan fá 12% færri krónur fyrir
evrur en um áramót og 27% færri
krónur fyrir bresku pundin. Á móti
innlendum launahækkunum fá fyr-
irtækin tekjulækkun. Auk þess
borga þau svo miklu hærri vexti en
samkeppnisaðilar handan hafsins.
Allir sjá að þetta leiðir í óefni, en
Viðreisn er eini flokkurinn sem
kemur með lausn vandans.
Lausnin
Lausnin felst í því að festa gengi
krónunnar, annaðhvort við gengi
ákveðins gjaldmiðils (miðil kjarna-
ríkis) eða myntkörfu. Gengið má þá
aðeins hreyfast innan þröngra
marka og Seðlabankinn fær það
hlutverk að halda því stöðugu. Árið
2012 fjallaði bankinn um svonefnt
myntráð í mikilli skýrslu sinni um
valkosti Íslands í gjaldmiðils- og
gengismálum. Hér er vitnað til
þeirrar skýrslu.
Fast gengi „hefur ýmsa kosti ef
stjórnvöld hafa vilja og getu til að
stýra efnahagsmálum þannig að
þau styðji við gengismarkmiðið.
Gengissveiflur minnka að jafnaði
ásamt því að aðhald og trúverð-
ugleiki innlendrar hagstjórnar get-
ur aukist þar sem kjarnaríkið tekur
í raun yfir innlenda peninga-
stefnu.“
Hvers vegna lækkar
myntráð vexti?
Mörg ríki hafa valið þá leið að
verja gengisstefnu sína með því að
koma sér upp stórum gjaldeyr-
isforða. Lesum áfram: „Við það að
taka upp gengismarkmið við skil-
yrði frjálsra fjármagnshreyfinga er
að því leyti ekki lengur um sjálf-
stæða innlenda peningastefnu að
ræða, þ.e. ekki verður
hægt að beita innlendu
vaxtastigi til að bregð-
ast við innlendum
efnahagsskellum. Inn-
lendu vaxtastigi verð-
ur því eingöngu beitt
til að tryggja fram-
gang gengismark-
miðsins og í raun
ákvarðast þá innlent
vaxtastig af vaxtastigi
kjarnaríkisins. Ef
verðbólga kjarnarík-
isins er lítil og pen-
ingastefna þess trúverðug, má
segja að hægt sé að flytja inn trú-
verðugleika peningastefnu kjarna-
ríkisins með trúverðugu geng-
ismarkmiði.“
Lækkun vaxta
Enn fremur segir: „Árangursríkt
gengismarkmið gæti þannig leitt til
lækkunar verðbólguvæntinga og
hjöðnunar verðbólgu og þar með til
lækkunar innlends nafnvaxtastigs.“
Stöðugleikinn er því ekki það eina
sem myntráðið áorkar. Vextirnir,
sem eru miklu hærri á landi en í
nágrannalöndum, myndu lækka.
Útgjöld þeirra sem eru að kaupa
íbúð lækka um tugi þúsunda á
mánuði hverjum. Fyrirtækin keppa
við erlenda samkeppnisaðila nær
jafnréttisgrunni og vaxtagjöld ríkis
og sveitarfélaga lækka og geta far-
ið í þarfari málefni.
Föstu gengi með myntráði fylgja
ýmsir kostir:
1. Stöðugleiki í gengismálum
2. Minni hagsveiflur.
3. Verðbólga verður í takt við
kjarnaríkið.
4. Vextir lækka í átt að alþjóð-
legum vöxtum.
5. Samkeppnishæfni fyrirtækja
eykst.
6. Hagur heimilanna batnar.
7. Ríkið borgar minna í vaxtagjöld.
Myntráð er auðvitað ekki töfra-
lausn sem leyfir óráðsíu og gáleysi
heldur krefst það þvert á móti ag-
aðrar hagstjórnar og samráðs allra
hagsmunaaðila.
Ábyrgð og áhætta
Um fast gengi þarf að nást víð-
tæk samvinna milli ríkisstjórnar og
aðila vinnumarkaðarins. Rík-
issjóður þarf að vera í jafnvægi og
launahækkanir mega ekki verða
umfram það sem gerist í kjarna-
ríkinu. Þetta kallar því á mikinn
aga í hagkerfinu, en fellur vel að
hugmyndum um svonefnt SALEK-
samkomulag.
Miklu skiptir að stefnan hafi trú-
verðugleika og hætta á spákaup-
mennskuárásum sé lágmörkuð. Þá
tapast hagstjórnartæki þegar ekki
er lengur hægt að reka sjálfstæða
peningastefnu. Margir telja reynd-
ar að það sé einmitt kostur við
myntráð. Kostnaður fylgir því að
viðhalda stórum gjaldeyrisforða, en
hann er nú að verðmæti um 700
milljarðar króna, sem líklega er
nóg. Með lækkandi vöxtum myndi
sá kostnaður minnka.
Myntráð er fljótvirkasta leið að
gengisstöðugleika sem Íslandi
stendur til boða. Við eigum ekki að
bíða með leið sem leiðir til lægri
vaxta. Stígum fyrstu skrefin strax
með myntráðsleið Viðreisnar.
Viðreisn hagkerfis-
ins – Lægri vextir
og stöðugt gengi
Eftir Benedikt
Jóhannesson
Benedikt
Jóhannesson
» Fastgengisstefna er
fljótvirkasta leið til
stöðugleika í efnahags-
kerfinu og vaxtalækk-
unar hér á landi, fólki og
fyrirtækjum til hags-
bóta.
Höfundur er formaður Viðreisnar.
Pólitískum hreyfing-
um á borð við þá sem
Eva Joly tilheyrir, Eu-
rope Écologie – Les
Verts, hefur stundum
verið líkt við hinn tign-
arlega ávöxt, vatns-
melónu, grænar út á
við, rauðar inn á við og
fræin svört.
Á hinum pólitíska
vettvangi hérlendis
virðist nú í farvatninu
stofnun eins konar vatnsmelónu-
bandalags með endurreisn á flest-
um sviðum að leiðarljósi. Ekki er
ástæða til að ætla annað en að slík
fyrirheit reynist göfug og bandalag-
inu gangi gott eitt til. En hvað þarf
í raun að „endurræsa“ hjá okkur
svo notað sé orðalag bandalagsins?
Tilraunir til að gera hafsvæðið um-
hverfis Ísland að ESB-auðlind? Að
færa valdið til „venjulegs fólks“ eins
og Eva Joly orðaði það í viðtali við
Kastljós RÚV nýlega? Að koma í
veg fyrir að „alþjóðafjármálakerfið
og fjölþjóðafyrirtæki yfirtaki lýð-
ræðið“ svo aftur sé vitnað í Joly?
Hverfa frá fyrirhuguð-
um tilraunaborunum á
Drekasvæðinu? Hér
eru nefndar fáeinar
spurningar af fjöl-
mörgum sem tengjast
fyrirhugaðri upp-
færslustefnu vatnsmel-
ónubandalagsins. Tvær
þeirra eru skoðaðar
nánar hér að neðan.
Spurningunni um
ESB-auðlindina hljóta
allir að svara neitandi.
Varla finnst sá Íslend-
ingur sem vill að auð-
lindum, sem nú eru í eigu íslensku
þjóðarinnar, verði fórnað í vafasöm-
um samningum við ESB. Upp-
færslan, ef við viljum nefna hana
svo, verður því að hafa það í för
með sér að yfirráð yfir auðlindum í
náttúru Íslands verði áfram í hönd-
um þjóðarinnar; alþjóða-
fjármálakerfið, sem Joly nefndi svo,
nái aldrei að læsa krumlum sínum
um það. En er það ekki einmitt
stefna okkar allra að fyrirbyggja
slíkt, líka núverandi stjórnarflokka?
Eða með öðrum orðum: Hlýtur það
ekki að vera eðlileg stefna okkar
allra að forðast ESB og ráða sjálf
áfram yfir auðlindunum?
Spurningin um að hverfa frá til-
raunaborunum á Drekasvæðinu er
öllu snúnari, enda tengist hún mun
flóknari utanríkispólitískum vanda
en margir gera sér grein fyrir. Í
janúar 2013 skálaði ríkisstjórn VG
og Samfylkingar við fulltrúa olíufé-
laga vegna samninga sem hún gerði
um tilraunir til olíuvinnslu á Dreka-
svæðinu. Tæpum tveimur árum síð-
ar undirritaði núverandi ríkisstjórn
aftur á móti Parísarsamkomulagið
góðu heilli, sem felur í sér loforð um
að draga úr útblæstri gróðurhúsa-
lofttegunda samkvæmt tilteknum
viðmiðum. Drekasvæðið er skiljan-
lega þyrnir í augum okkar flestra,
einkum vegna þess að þáverandi
vinstri stjórn flækti okkur þar í net
sem erfitt verður að losna frá. Par-
ísarsamkomulagið felur í sér loforð
um að vinda ofan af loftslagsbreyt-
ingum. Þar er okkur annar öllu al-
varlegri vandi á höndum sem vatns-
melónubandalagið virðist ekki gefa
gaum. Ef öll orkunýting ferðaþjón-
ustunnar hér á landi er tekin sam-
an, þar með talin orkunýting svo-
kallaðra menningarviðburða á borð
við Airwaves-hátíðina marglofuðu,
sem félagi eins af vatnsmel-
ónuflokkunum stendur fyrir, kemur
í ljós að þar brennur meira jarð-
efnaeldsneyti en nokkurn tíma mun
mögulega fást upp úr olíulind af því
tagi sem hugsanlega finnst á
Drekasvæðinu. Ef vistspor Íslend-
inga er rannsakað og þar með óhóf-
leg notkun jarðefnaeldsneytis kem-
ur í ljós að við erum meðal mestu
umhverfissóða veraldar. Samt
göngum við með þá glýju í augum
að við séum græn eins og vatnsmel-
óna af því við framleiðum rafmagn
og hitum húsin okkar með end-
urnýjanlegum orkugjöfum og eigum
hálendisþjóðgarð.
Vatnsmelónubandalagið
Eftir Meyvant
Þórólfsson » Við göngum með þá
glýju í augum að við
séum græn eins og
vatnsmelóna af því við
framleiðum rafmagn og
hitum húsin okkar með
endurnýjanlegum
orkugjöfum.
Meyvant
Þórólfsson
Höfundur er dósent
við Háskóla Íslands.