Morgunblaðið - 28.10.2016, Síða 29
MINNINGAR 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 2016
✝ Friðmey Eyj-ólfsdóttir
fæddist í Reykja-
vík 14. nóvember
1923. Friðmey lést
20. október 2016.
Foreldrar henn-
ar voru Eyjólfur
Björnsson, f. 1883,
d. 1941, vélstjóri,
og Guðrún Guð-
mundsdóttir, f.
1895, d. 1973, hús-
freyja. Systkini Sigurrós, f.
1918, og Kristófer, f. 1920,
uppeldisbróðir Björn Gunn-
laugsson, f. 1917.
Friðmey giftist Ástgeiri
Ólafssyni (Ása í Bæ), f. 1914, d.
1985, skáldi, skipstjóra o.fl. frá
Vestmannaeyjum. Börn þeirra:
1. Tvíburadrengir, f. 1947, sem
dóu skömmu eftir fæðingu. 2.
Gunnlaugur, f. 1949, mennta-
skólakennari. Maki Ósk Magn-
úsdóttir, f. 1949, fv. móttöku-
stjóri og skrifstofustjóri. Börn
þeirra eru: a. Kári Gunn-
um að Laxnesi í Mosfellssveit
og bjó þar til fullorðinsára.
Hún flutti til Vestmannaeyja
með Ása 1947 þar sem þau
bjuggu til 1968. Þá fluttu þau í
Mávahlíð 22 í Reykjavík þar
sem hún bjó til æviloka.
Friðmey lauk námi frá
Kvennaskólanum í Reykjavík
1940. Hún útskrifaðist frá
Hjúkrunarskóla Íslands 1946
og stundaði síðan framhalds-
nám í skurðhjúkrun. Á náms-
árunum vann hún á Landspít-
alanum, Sjúkrahúsinu á Ísafirði
og á Vífilsstöðum. Starfaði við
Sjúkrahús Vestmannaeyja 1948
og 1964-1968. Hjúkrunarfræð-
ingur við geðdeild Borgarspít-
alans 1968 til 1994.
Friðmey hafði mikinn áhuga
og yndi af óperutónlist og sótti
flestar óperusýningar sem í
voru í boði hér á landi. Hún
hafði góða söngrödd og söng
m.a. með Samkór Vestmanna-
eyja. Hún hafði mikla ánægju
af ferðalögum og ferðaðist
mikið á efri árum, fór m.a. til
Kína og í heimsreisu með Út-
sýn.
Útför hennar fer fram frá
Fríkirkjunni í Reykjavík í dag,
28. október 2016, kl. 15.
Meira: mbl.is/minningar
laugsson, f. 1975,
kvikmyndaleik-
stjóri og leið-
sögumaður, maki
Árný Björg Bergs-
dóttir, f. 1974,
sölustjóri, og er
sonur þeirra, Bald-
ur Kárason, f.
2014, leik-
skólanemi. b.
Freyja, f. 1979,
klarínettuleikari
og aðstoðarskólastjóri Tónlist-
arskólans í Reykjavík, sam-
býlismaður Egill Arnarson, f.
1973, ritstjóri. 3. Kristín, f.
1951, jafnréttisstýra og fv.
þingmaður Kvennalistans. 4.
Eyjólfur, f. 1957, d. 1984. 5.
Ólafur, f. 1960, byggingatækni-
fræðingur. Maki Aldís Einars-
dóttir, f. 1966, viðskipta-
lögfræðingur. Sonur þeirra er
Ástgeir, f. 1995, háskólanemi.
Friðmey fæddist á Skóla-
vörðustíg 4C í Reykjavík og
fluttist ung með foreldrum sín-
Þegar ég var barn dreymdi mig
eina nótt að mamma væri að
deyja. Ég hrökk upp af martröð-
inni og koddinn flóði í tárum. Ég
var alveg í öngum mínum þar til
mér var sagt að svona draumur
væri fyrir langlífi mömmu. Og það
rættist svo sannarlega því mamma
lifði tæp fimmtíu ár eftir þetta.
Það vantaði aðeins tæpar þrjár
vikur upp á að hún næði því að
verða 93 ára þegar hún dó.
Mamma fæddist í allt aðra veröld
en við lifum nú í. Afi og amma
bjuggu neðst á Skólavörðustíg þar
sem afi hafði járnsmiðju úti í skúr
og nágrannarnir voru með kýr og
hesta í skúrum og kjöllurum. Á
þeim tíma var verið að reisa ný-
byggingar við göturnar kringum
Skólavörðuholtið og vestast í Vest-
urbænum. Fjögurra ára flutti hún
með foreldrum sínum að Laxnesi í
Mosfellsdal og þar hófst skóla-
gangan við 10 ára aldur. Þá fóru
þær saman tvær frænkur á sama
aldri með mjólkurbílnum á morgn-
ana í skólann og gengu síðan heim
síðdegis um 5,5 kílómetra leið.
Mamma fór í Kvennaskólann í
Reykjavík og síðan í hjúkrunar-
nám á Landspítalanum tvítug. Þá
bjuggu hjúkrunarnemarnir í her-
bergjum á háaloftinu á spítalanum
þar sem voru strangar kröfur um
aga og siðferði. Námið var skóli og
vinna til skiptis og voru nemarnir
sendir víða um land til vinnu. En
mest unnu þær á Landspítalanum
þar sem hún vann síðan að námi
loknu. Og það var einmitt þar sem
örlög hennar réðust þegar inn
lagðist sjúklingur með veika löpp,
sjóari frá Vestmannaeyjum sem
hún kolféll fyrir. Þar var kominn
Ási í Bæ í eina af sínum fjölmörgu
sjúkrahúsaferðum. Svo ástfangin
varð hún að hún flutti með honum
til Vestmannaeyja og bjó þar í
rúma tvo áratugi. Mínar fyrstu
minningar um mömmu eru um
hlýjan móðurfaðm í birtu æsku-
daganna. Mamma var ólík mörg-
um öðrum mömmum því hún vann
úti á spítalanum en líka af því að
hún var menntuð hjúkrunarkona.
Hún átti alltaf plástur og sáraum-
búðir og hún rétti mér gjarnan
plástur til að hafa í vasanum ef ein-
hver skyldi meiða sig. Og það kom
sér oft vel fyrir uppátækjasama
stráka. Við fluttum til Reykjavík-
ur þegar ég var átta ára. Ég held
að það hafi verið léttir fyrir
mömmu að flytja. Þar fór hún að
vinna á hátæknisjúkrahúsi og Eyfi
bróðir fékk þau úrræði sem þurfti.
Mamma skipti sjaldan skapi og
tók flestum hlutum með ró. Nám
og þjálfun hjúkrunarkonunnar
hefur haft þar sitt að segja. Í eina
skiptið sem ég sá hana bugast var í
jarðarförinni hans Eyfa bróður
þar sem hún brotnaði saman og ég
leiddi hana út áður en athöfninni
lauk. Mamma var reglu- og hóf-
semdarkona og fór vel með sitt.
Hún reykti aldrei og ég held að
hún hafi ekki smakkað vín fyrr en
eftir fertugt. Hún hætti að vinna
um sjötugt en fékk skömmu síðar í
hendur rauðhærðan strák, hann
Ása minn, sem dvaldi hjá henni
löngum stundum. Hún sagði okk-
ur að hann mætti vera hjá sér eins
og hann vildi en það væri ekkert
uppeldi innifalið sem var þó í raun
besta uppeldið. Ég hef alltaf verið
mjög stoltur af þeirri konu sem
móðir mín var. Hún var vel gerð
og góð kona, bráðgáfuð, skemmti-
leg og falleg. Blessuð sé minning
hennar.
Ólafur Ástgeirsson.
Látin er í hárri elli Friðmey
Eyjólfsdóttir hjúkrunarkona.
Fjölskylda Friðmeyjar hefur allt-
af verið nátengd okkur. Ási í Bæ,
eiginmaður Friðmeyjar og Svava
Guðjónsdóttir, ættmóðir okkar, ól-
ust upp á sama blettinum við
Strandveginn í Vestmanneyjum.
Síðar bættist við vinátta og sam-
starf Ása og Oddeirs Kristjáns-
sonar, eiginmanns Svövu, við tón-
listar- og menningarstörf í Eyjum.
Friðmey fluttist ung til Vest-
mannaeyja. Hún var sjálf Reykja-
víkurmær og bar með sér heims-
borgaralegt fas sem fylgdi henni
alla tíð. Við börnin þekktum ekki
bakgrunn Friðmeyjar en merki-
legt þótti okkur að hún átti bróður
í Ameríku og sumarhús í Mosfells-
sveit. Fyrstu kynni okkar af fjöl-
skyldunni voru af Heiðarveginum
í Vestmannaeyjum. Friðmey og
Ási bjuggu á neðri hæð húss
Stebba pól sem var yfirlögreglu-
þjónn bæjarins, en heimili okkar
stóð hinum megin við götuna. Eitt
og annað er minnisstætt frá þess-
um árum og kemur fyrst upp í
hugann ristaða brauðið sem Frið-
mey bauð krökkunum í götunni
upp á. Brauðrist var sjaldséður
gripur í þá daga.
Seinna fluttu Friðmey og Ási
ásamt börnum sínum „inn í Bæ“
sem kallað var, en það var lítið hús
sem stóð stakt vestan við bæinn,
þar sem íþróttamannvirkin við
Hásteinsvöll eru nú. Eftirminni-
legar eru afmælisveislur barnanna
í Bæ og ævintýralegt umhverfið,
með hraunklettum og lautum þar
sem við undum okkur tímunum
saman á góðviðrisdögum.
Ógleymanlegur er viðurgjörn-
ingurinn við þessi tækifæri.
Djöflatertur með „frosting“ kremi
og marengstertur voru sérgrein
Friðmeyjar en svona góðgæti var
ekki alls staðar á boðstólum.
Báðar fjölskyldurnar fluttu á
höfuðborgarsvæðið í kringum
1970 og þar var vináttu og góðum
samskiptum fram haldið, í afmæl-
isveislum og á stórhátíðum.
Áföll dundu á fjölskyldu Frið-
meyjar með árs millibili. Eyjólfur,
sonur þeirra hjóna lést af völdum
umferðarslyss, aðeins 27 ára gam-
all og árið 1985 varð Ási bráð-
kvaddur á heimili sínu.
Að leiðarlokum er okkur efst í
huga þakklæti fyrir vináttu og
ljúfar samverustundir í gegnum
tíðina. Eftirlifandi fjölskyldu Frið-
meyjar sendum við samúðarkveðj-
ur.
Afkomendur Oddgeirs og
Svövu,
Hildur Oddgeirsdóttir.
Friðmey
Eyjólfsdóttir
HINSTA KVEÐJA
Friðmey mín. Það var
gaman að koma til þín um
jólin og þegar við töluðum
saman um daginn og veg-
inn. Þú varst alltaf svo
hress og kát. Þú tókst alltaf
vel á móti mér þegar ég
kom í heimsókn og þú áttir
fallegt heimili. Nú ert þú
farin og ég veit að Guð
geymir þig.
Stefán Konráðsson, sendill.
✝ GuðveigBjarnadóttir
fæddist í Kötlu-
holti í Fróðár-
hreppi á Snæfells-
nesi 27. ágúst
1926. Hún lést á
dvalarheimilinu
Grund 19. október
2016.
Foreldrar henn-
ar voru Ósk Guð-
mundsdóttir frá
Ólafsvík, f. 11. ágúst 1898, d.
15. nóvember 1987, og Bjarni
Jóhannesson frá Litlu-Lág í
Eyrarsveit á Snæfellsnesi, f. 11.
nóvember 1897, d. 16. sept-
ember 1967.
Systkini Guðveigar sam-
mæðra Pálsbörn sem komust á
legg eru: Sigurjón, f. 1921, d.
2015, Júlíus, f. 1922, d. 2004,
Kristján, f. 1928, d. 1965, Lauf-
ey, f. 1931, d. 1995, Sólveig
og bjuggu þau í Reykjavík til
ársins 1953, en þá hófu þau bú-
skap í Bölta í Skaftafelli, Öræf-
um. Þau eignuðust fimm börn,
1) Sigurður Þórarinn, f. 10.7.
1945. Maki Ragnheiður Þórar-
insdóttir, f. 22.12. 1951. Börn
þeirra eru: a) Guðjóna Björk,
b) Jakob Veigar og c) Berglind.
2) Þorsteinn, f. 13.9. 1951.
Maki Rosario G. Dugong, f.
28.4. 1962. Þeirra sonur er a)
Jakob og dóttir Rosario er b)
Dalrós Dungog. Fyrir átti Þor-
steinn þrjú börn, c) Jóhönnu
Guðnýju, d) Hrefnu Dögg og e)
Þröst Ránar.
3) Bjarni Þór, f. 17.7. 1955.
Maki Kristbjörg Jónsdóttir, f.
9.7. 1958. Börn þeirra eru a)
Jón Atli, b) Baldur og c) Sól-
veig.
4) Guðlaugur Heiðar, f. 7.5.
1958. Maki Diana Jakobsson, f.
17.11. 1955. Fyrir átti Guðlaug-
ur Heiðar einn son, a) Jakob.
Fyrir átti Diana börnin b) Tina
Maree og c) David John Kilm-
ister.
5) Guðlaug Matthildur, f. 4.2.
1967. Maki Hilmar Oddsson, f.
19.1. 1957. Fyrir átti Guðlaug
börnin a) Leu Karítas, b) Victor
Jakob og c) Baldur Snæ. Börn
Hilmars eru d) Hera og e) Odd-
ur Sigþór.
Guðveig átti fjórtán barna-
börn, sextán barnabarnabörn
og eitt barnabarnabarnabarn.
Þau hjónin, Guðveig og Jak-
ob, stunduðu búskap í Skafta-
felli til ársins 1974. Upp úr
1970 fór Guðveig að selja gist-
ingu til ferðamanna á heimili
þeirra í Bölta og hélt því áfram
til ársins 2012. Ásamt því að
reka gistiheimili þá vann hún í
þjónustumiðstöð þjóðgarðsins
um árabil. Hún var mikil hann-
yrðakona, saumaði út og prjón-
aði lopapeysur sem hún seldi til
ferðamanna. Þegar Jakob,
maður hennar, féll frá árið
1992 hélt Guðveig áfram
rekstri gistiheimilisins með
hjálp barna sinna. Hún fluttist
til Reykjavíkur árið 2012, þá 86
ára. Í Reykjavík átti hún heim-
ili á Fálkagötu 10. Síðasta árið
sem Guðveig lifði bjó hún á
dvalarheimilinu Grund.
Útför Guðveigar verður gerð
frá Hofskirkju í Öræfum í dag,
28. október 2016, kl. 13.
Lilja, f. 1932, d.
1966, Aðalheiður,
f. 1934, Hinrik, f.
1938, og Guð-
mundur Kristófer,
f. 1938.
Fárra mánaða
var Guðveig send í
fóstur á Bern í
Ólafsvík til Þóru
Egilsdóttur og Vig-
fúsar Eyjólfssonar.
Fimm ára gömul
fór hún í umsjá föður síns til
Reykjavíkur, en þar var henni
komið fyrir hjá Þóru Sigríði
Einarsdóttur, sem hún kallaði
að jafnaði fóstru sína. Guðveig
lauk gagnfræðaprófi frá Aust-
urbæjarskóla ásamt því að
nema ensku og myndlist í
kvöldskóla.
Árið 1944 giftist hún Jakobi
Guðlaugssyni frá Vík í Mýrdal,
f. 7. júlí 1917, d. 4. júní 1992,
Við erum mjög þakklát fyrir
allar góðu stundirnar sem við átt-
um með ömmu. Alltaf tók hún vel
á móti okkur þegar við komum í
heimsókn, hvort sem það var í
Böltanum, á Fálkagötu eða á
Grund. Þegar við vorum lítil og
fjölskyldan var á ferð milli Hafn-
ar og Reykjavíkur var oftast
stoppað í Böltanum, en þá bakaði
amma pönnukökur ofan í liðið á
meðan hún spjallaði við okkur.
Böltinn var ævintýralega spenn-
andi hús fyrir litla, forvitna fing-
ur en amma leyfði okkur að skoða
hlutina og sagði okkur hvaðan
þeir kæmu. Þegar við stukkum
svo út að leika okkur kallaði hún
á eftir okkur: „Ekki í gilið!“
Amma var að vissu leyti svolítið
ólík hinni „hefðbundnu ömmu“ í
okkar augum, hún kunni ensku
og tók á móti ferðamönnum frá
öllum heimshornum. Hún gat
líka verið svolítið uppátækjasöm
og oft höfum við brosað yfir því
sem á daga hennar dreif. En hún
gat líka hlegið að því sjálf enda
gat hún verið mikill húmoristi.
Hún vildi líka allt fyrir okkur
gera og ein jólin var hún svo leið
að geta ekki boðið okkur í mat
vegna heilsunnar. Hún var þó í
raun alveg búin að finna út
hvernig við gætum samt komið í
mat og úr varð að við systkinin
og Gullý og fjölskylda slógum
upp hangikjötsveislu á Fálkagöt-
unni.
Amma var hin ánægðasta með
veisluna og við líka, og þessi
minning er dýrmæt núna. Svona
var amma nefnilega, hún fór sín-
ar eigin leiðir og lét fátt stoppa
sig.
Elsku amma, takk fyrir allt
saman.
Jón Atli, Baldur og Sólveig.
Guðveig
Bjarnadóttir
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
HEIÐRÚN KRISTJÁNSDÓTTIR,
Svansvík,
Súðavíkurhreppi,
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði 25.
október 2016. Jarðarförin verður auglýst síðar.
.
Jóhanna R. Kristjánsdóttir,
Pétur S. Kristjánsson, Rakel Þórisdóttir,
Þorgerður H. Kristjánsdóttir, Hermann S. Gunnarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar og
tengdafaðir,
ÞÓRIR HAUKUR EINARSSON,
fyrrv. skólastjóri,
Fiskinesi, Drangsnesi,
andaðist föstudaginn 21. október.
Útförin fer fram frá Drangsneskapellu laugardaginn 5. nóvember
klukkan 14.
.
Lilja Sigrún Jónsdóttir
Hólmfríður Þórisdóttir Pétur Örn Pétursson
Þóra Þórisdóttir Sigurður Magnússon
Guðbjörg Þórisdóttir Ágúst Þór Eiríksson
Ásta Þórisdóttir Svanur Kristjánsson
Einar Haukur Þórisson Kristjana Pálsdóttir
og fjölskyldur.
Ástkær eiginkona mín, dóttir, móðir,
tengdamóðir og amma,
SOFFÍA WEDHOLM GUNNARSDÓTTIR,
lést í faðmi fjölskyldunnar á líknardeild
Landspítalans að kvöldi miðvikudagsins
26. október.
.
Helgi Björnsson,
Jóna Jóhannesdóttir Wedholm,
Gunnar Wedholm Helgas., Þóra Björk Eysteinsdóttir,
Ólöf Helgadóttir, Guðmundur J. Kristjánsson,
Erlen Björk Helgadóttir, Kristinn Ottason
og barnabörn.
Yndislegur faðir okkar, sonur og bróðir,
ÓLAFUR BJÖRN BALDURSSON,
lést 24. október. Útförin fer fram frá
Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 4.
nóvember klukkan 13.
Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem
vildu minnast hans er bent á Thorvaldsensfélagið.
.
Emil Örn, Alma María og Kári Freyr Ólafsbörn,
Baldur Ólafsson og María Frímannsdóttir,
Rósa Kristín Baldursdóttir.
Elsku pabbi okkar, sonur, bróðir, frændi
og mágur,
SIGURBERGUR ARNBJÖRNSSON
frá Hornafirði,
lést á Landspítalanum í Fossvogi þann 24.
október í faðmi fjölskyldu. Útförin verður
frá Hafnarkirkju laugardaginn 5. nóvember klukkan 14.
.
Jón Óli og Árni Björn,
Arnbjörn Sigurbergsson, Arnbjörg María Sveinsdóttir,
Sveinn Arnbjornsson, Marie Arnbjornsson,
Jóhanna Valgerður Arnbjörnsdóttir og börn,
Bjarki þór Arnbjörnsson, Svala Brynja Þrastardóttir.