Morgunblaðið - 28.10.2016, Page 31

Morgunblaðið - 28.10.2016, Page 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 2016 ✝ Teitur Árna-son fæddist 28. september 1983. Hann lést 2. októ- ber 2016. Foreldrar hans eru Hildur Krist- jánsdóttir og Árni Ibsen Þorgeirsson, d. 2007. Bræður hans eru Kári Ib- sen Árnason, f. 1973, kvæntur Sigurrósu Jóns Bragadóttur og Flóki Árnason, f. 1976, kvænt- ur Jennýju Guðmundsdóttur. Synir Kára og Sigurrósar eru Darri og Jón Árni. Dætur Flóka og Jennýjar eru Bríet, Gígja og Sölva. Teitur lauk grunnskólanámi úr Öldutúnsskóla og útskrifaðist sem stúdent frá Flens- borgarskóla í Hafnarfirði. Hann lærði hljóðupp- tökutækni og framleiðslu við SAE institute í Glasgow, Skot- landi, og síðar meir fór hann í framhaldsnám við fagið í London, þar sem hann starfaði og bjó síðan 2007. Teitur lætur eftir sig sam- býliskonu, Carolina Thorbert, f. 1973. Útför Teits fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 28. október 2016, kl. 13. Frændi minn, hann Teitur litli/ stóri Árnason, hefur kvatt þenn- an heim aðeins 33 ára og okkur öll svo snögglega að við stöndum stjörf eftir. Skiljum ekki hvers vegna þessi hæfileikaríki og hjartahlýi, ungi vinur okkar var hrifinn svona á brott. Ég ætla aðeins að bregða upp fáum myndum af okkar kynnum í orðum, til þess að þið getið ímyndað ykkur persónuleikann hans Teits að einhverju leyti. En það var svo miklu, miklu meira í þessum dreng heldur en ég get sagt hér. Þegar hann var lítill drengur hittum við hann oft, við komum oft við á heimili hans á leið okkar til eða frá Reykjavík. Alltaf svo hlýr og hýr, hann var ekki hár í loftinu þegar hann ákvað að hann vildi vera með Benna-greiðslu, önnur hár- greiðsla kom ekki til greina. Þeir sem þekktu til vissu að það var erfitt að framfylgja því, Teitur minn með þetta mikla krullaða hár. Enda gafst hann svo upp á því. Á unglingsárum hans sáum við hann ekki svo oft, en fylgd- umst við með honum í gegnum foreldra hans. Svo varð hann fullorðinn og fór í nám til Skotlands og þaðan til Englands. Sáum hann lítið á þeim árum. En þegar pabbi hans var á Skógarbæ vegna veikinda sinna þá kom hann heim til að hjálpa honum að setja saman bókina sína „Á stöku stað með einnota myndavél“, en pabbi hans var ákveðinn í að koma þeirri bók frá sér, þrátt fyrir mikil veikindi. Þar hittumst við oft og endurnýjuðum gömul kynni. Mér fannst yndislegt að hitta Teit þar og fá að kynnast honum fullorðnum manni. Nokkrum vikum eftir að pabbi hans lést hringdi hann til mín frá London. Við áttum langt og kær- leiksríkt samtal, þar sem við spjölluðum um alla heima og geima. Á þessum tíma var hann kvíð- inn fyrir framtíðinni, en jafn- framt mjög spenntur að byrja að vinna í stórborginni London. Svo kom það fljótlega í ljós að honum gekk mjög vel í starfi og eign- aðist þar stóran vinahóp, festi þar rætur. Þarna var hann svo til nýbúinn að hitta hina sænsku Caroline og varð hún samferða- kona hans í London. Aðrir kunna betur frá því að segja. Elsku Hildur, Caroline, bræð- ur og fjölskyldur, innilegar sam- úðarkveðjur kæru vinir, minn- ingin um góðan dreng lifir. Hvíl í friði, elsku vinur og frændi, Teit- ur Árnason. Heiðrún Þorgeirsdóttir. Enn einn fallegur drengur bættist í fjölskyldu þeirra Árna og Hildar á haustdögum árið 1983. Þessi strákur var þó tals- vert ólíkur bræðrum sínum, ekki síst fyrir rauða hárið. Eftir nokkrar vangaveltur hlaut hann nafnið Teitur sem reyndist sann- kallað réttnefni á þessum fjör- lega dreng. Hann var yngsta systkin og yngstur í hópi frænd- systkina. Árin liðu, strákurinn stækkaði og var ekki lengur sá minnsti í fjölskyldunni. Hann fór snemma að velta framtíðinni fyr- ir sér, hafði leitandi persónuleika og var ýmislegt til lista lagt en fyrir valinu varð nám í hljóð- tæknifræði, sem hann lagði stund á í Glasgow og London, og starf- aði hann síðan við það fag í Lund- únaborg þar sem hann var bú- settur síðustu árin. „Bara að þú sért ánægð, mamma mín, þá er ég ánægður,“ sagði Teitur þegar fermingar- undirbúningur hans stóð sem hæst og verið var að máta ferm- ingarfötin. Slík orð frá unglingi hljóta að vera sem fögur tónlist í eyrum foreldris, enda var Teitur fyrirmyndarsonur og skemmti- legur bróðir sem skilur eftir sig góðar minningar. Teitur náði því að verða þrjátíu og þriggja ára gamall, þremur dögum síðar var hann allur. Laufblöð fölnuðu og féllu til jarðar á einni nóttu þegar þessi góði drengur var skyndi- lega og allt of snemma kallaður burt frá vinum og vandamönn- um, sem nú hugsa til hans með söknuði, kærleik og hlýju. Með þessum fáu orðum kveð ég Teit frænda minn, með innilegri sam- úð til fjölskyldu hans. Brynhildur Þorgeirsdóttir. Ég var svo heppinn að geta kallað Teit vin minn allt frá því ég kynntist honum í London árið 2007. Hann var þá nýfluttur frá Glasgow með Sveini vini sínum til að halda áfram námi í SAE, þar sem ég stundaði nám líka. Það var gaman að vera í kringum þá félaga og vorum við spenntir yfir lífinu í stóru borginni. Teitur var einstaklega lífs- glaður, hjartahlýr og ljúfur mað- ur. Hann var hæfileikaríkur tón- listarmaður og lagahöfundur, frábær bassaleikari og vel spil- andi á gítar og píanó. Hann var líka lunkinn við strengjaútsetn- ingar, eitthvað sem hann hafði mikinn áhuga á. Eftir hann liggja mörg frábær verk, m.a. fyrir stuttmyndir og einnig með hljómsveitunum Blindfold og Neon Impossible. Ég og Teitur sömdum mikið af tónlist saman og spilaði hann inn á ýmsar útgáfur sem við unnum að, m.a. fyrir listamanninn Skepta. Fyrsta útgáfa okkar beggja í Englandi var lag sem við sömdum fyrir söngkonuna Ca- millu Kerslake. Þetta var ógleymanlegur tími, þegar við læstum okkur inni í hljóðveri heilu næturnar, staðráðnir í að komast áfram í hörðum heimi músíkbransans. Þetta held ég að hafi mótað vinnueðli okkar beggja. Milli okkar ríkti bræðralag, við fundum styrk hvor í öðrum á erfiðum tímum, þegar lítið annað virtist komast að en vinna. En alltaf fylltumst við eldmóði aftur eftir gott spjall og eru þessar stundir einstaklega kærar í minningunni. Það var því afar erfitt að kveðja hann og Carolinu þegar ég og kærasta mín ákváðum eftir átta ár í borginni að flytja aftur til Íslands. Bless- unarlega héldum við góðu sam- bandi og var ég ánægður að heyra frá honum þegar við Aníta eignuðumst okkar fyrsta barn. Teitur var einstaklega vel lið- inn í vinnunni sinni hjá Soho Voi- ces. Þar umturnaði hann fyrir- tækinu á stuttum tíma með Peter vin sinn sér við hlið. Hann byggði upp stóran og tryggan hóp við- skiptavina sem komu aftur og aftur. Þótt Teitur hafi elskað Ís- land var líf Teits í London. Þar kynntist hann sinni heittelskuðu Carolinu og saman bjuggu þau á Downs Road, í huggulegu hverfi í austurhluta Lundúna með ná- grönnum sem urðu nánir vinir þeirra. Teitur var mjög gestris- inn og lunkinn í eldhúsinu þar sem hann var oft að gera tilraun- ir og nutu vinir hans góðs af því. Hann hjólaði oftast í vinnuna, spilaði körfubolta og lifði heilsu- samlegu lífi. Það var því mikið áfall fyrir alla að heyra af svip- legu fráfalli hans. Fallinn frá er einstaklega góð- ur og hjartahlýr drengur, tekinn frá okkur alltof snemma. Ég vil votta Hildi, Kára, Flóka og Carolinu samúð mína á þess- um erfiða tíma. Ég vona að með tímanum finnið þið huggun í öll- um þeim kærleik og ást sem fólk ber til Teits. Elsku besti vinur minn, þú ert kannski farinn úr þessu lífi en í gegnum minningarnar og tónlist- ina muntu lifa á ný. „Ég held og vona að þú veifir til mín á andartökum sem sólin síst skín. Stundum held að fjöllin færi mig nær svo ég horfi upp og stend upp á tær. Eins og tónlist, þú hjálpar oft svo til Þegar þú róar mig og leggur mig á ský svo hér er tónlist svo þú lifir á ný.“ (Fræ, „Tónlist svo þú lifir“, 2006.) Sigurður Kristinn Sigtryggsson. Það er erfitt að kveðja hann Teit með aðeins nokkrum orðum, enda væri það til lítils þar sem minningar um svo einstakan öð- ling og hæfileikaríkan dreng munu lifa með öllum þeim sem þekktu hann ævina alla. Við Teit- ur þekktumst frá fornu fari, fyrst frá yngri flokkunum í körfu- knattleiksdeild Hauka, svo sem skólabræður í Flensborg og síðar sem góðir félagar sem hittust af og til í kvöldmat í London þar sem Teitur var búsettur með Carolinu konu sinni. Það var allt- af mikið tilhlökkunarefni að fara til London í eina af fjölmörgum vinnuferðum þangað frá Münc- hen, hitta þau tvö, og eiga von á því að heimsækja stúdíóið í SoHo þar sem Teitur starfaði sem upp- tökustjóri og tónsmiður, heyra sögur um heimsfræga tónlistar- menn og leikara sem lögðu leið sína þangað og fá að hlusta á tón- list sem Teitur var að vinna að með hljómsveitinni sinni Neon Impossible. Þeir höfðu gerst svo frægir að fá lag spilað í dagskrá BBC og voru byrjaðir að spila á tónleikastöðum í nágrenninu. Ég man eftir lagi sem heitir Be Alone, það fannst mér vera sum- arsmellur enda söng Carolina bakraddirnar. Síðast þegar við hittumst seint í sumar töluðum við um alheimsósómann, Brexit og Donald Trump og hvar væri best að búa ef við flyttum ein- hvern tímann aftur til Íslands. Kom þar ekkert annað til greina en Hafnarfjörðurinn í hans huga, enda minningarnar þaðan marg- ar. Við kvöddumst síðan með hlýju faðmlagi að vanda og þau hjónin héldu heim á leið. Við ætl- uðum svo að hittast aftur í októ- ber en af því verður ekki. Á meðan ég skrifa þessar fá- einu línur verður mér hugsað til föður Teits, Árna Ibsen, sem dó líka langt fyrir aldur fram, og þegar hann heimsótti Lækjar- skóla til að tala við okkur nem- endur um leikrit sitt, Himnaríki, sem nýbúið var að setja upp í Hafnarfjarðarleikhúsinu og við vorum að fara að sjá. Ég vona að þeir feðgar séu nú sameinaðir í einhverjum víddum alheimsins. Ég sendi mínar dýpstu samúðar- kveðjur til eiginkonu, móður, bræðra og annarra aðstandenda. Hvíl í friði kæri vinur, Þórður Þ. Gunnþórsson. Teitur Árnason, oddviti nem- endafélags Flensborgarskólans 2002-2003, er látinn. Teitur hóf nám við Flensborg- arskólann haustið 1999. Fljótlega var hann orðinn virkur í félagslífi nemenda, sérstaklega í vöskum hópi sem undirbjó kvikmynda- sýningar, setti saman skaup, og á stundum smá ádeilu á skólann. Þeir útbjuggu margar sýningar og útfærðu oft á tíðum skemmti- legar hugmyndir. Teiti gekk vel í námi og var öflugur í félagsmálum. Vorið 2002 vann hann svo kosningar um oddvitasætið í nemendafélag- inu. Hann gegndi því starfi af hógværð og samviskusemi og stóð uppi í hárinu á stjórnendum ef þurfa þótti. Engu að síður þá var traustið ávallt mikið milli stjórnenda skólans og hans. Hann var því mikilvægur hlekk- ur í að byggja upp traust til Nemendafélags Flensborgar- skóla og styrkja framtíð þess. Teitur brautskráðist sem stúdent vorið 2003, hafandi verið oddviti það skólaár. Hlutur hans í að efla nemendafélagið var mikill og hann og félagar hans lögðu grunn að starfi vídeóráða seinni tíma. Teitur fór utan stuttu eftir að hann lauk námi í Flensborg. Hann lagði stund á nám í hljóð- upptökum í Skotlandi en starfaði í London þegar hann lést. Það er sárt að þurfa að horfa á eftir manni eins og Teiti. Meðal þeirra sem unnu með honum, kennara, samnemenda og stjórn- enda býr góð minning um öflug- an og skapandi mann. Starfsmenn Flensborgarskól- ans og forysta Nemendafélagsins senda fjölskyldu Teits hugheilar samúðarkveðjur á þessum erfiðu dögum. Kristinn Snær Guðmunds- son, oddviti Nemendafélags Flensborgarskólans. Magn- ús Þorkelsson, skólameistari Flensborgarskólans. við sátum í stofunni kvöldið sem mað- urinn kom að flyta okkur fregnina svo stóðst þú upp og fórst fram að hella uppá en ég fór útað glugganum að horfa á heiminn meðan síðasta kaffið suðaði á könn- unni úti var sólgullið eins og maurildi á gráu kvöldhafinu teygði sig til mín og æpti af kvöl uns það sökk fyrir augum mér í nóttina og eilífðardjúpið maðurinn lokaði hliðinu á eftir sér og gekk tröðina útí svartnættið (Árni Ibsen.) Sólin kepptist við af veikum mætti að hlýja föstudagsmorgn- inum en seint í september er bara kalt þrátt fyrir ítrekaða til- burði hennar. Ég, tíu ára strák- ur, í landsliðstreyju Argentínu með slitinn tangóbolta hljóp eins og fætur toguðu niður á Víðista- ðatún – ég var að springa úr stolti: „Strákar! Ég var að eign- ast nýjan bróður.“ Teitur, bróðir minn, var ávallt kátur og bar hann svo sannarlega nafn með rentu, glaður og fé- lagslyndur; alltaf til í eitthvert stuð og helst með nóg af fólki í kringum sig. Hann fór ekki í manngreinarálit því allir gátu orðið vinir hans og hann var tryggur sínum vinum og þurfti mikið til að slíta þeim vinskap. En þetta voru eiginleikar sem hann bar fram á síðasta dag. Snemma fannst mér ég bera mikla ábyrgð á þessum síkáta og skríkjandi gaur. Stundum þegar ég sótti hann til dagmömmunnar var best að leggjast við gamla plötuspilarann og hlusta á tónlist, syngja með og slá taktinn og róa strákinn því fjörið var oft yfir- gengilegt meðan við biðum eftir að mamma og pabbi kæmu heim. Þetta voru dýrðarstundir í mín- um huga. Ég man að ég hugsa oft hvað á hann eiginlega marga vini? Strákastóðið sem bankaði upp á til að spyrja eftir þér var þvílíkt. En Teitur virtist eiga tíma fyrir þá alla. Teitur hafði þann fágæta eig- inleika að fylgja eftir draumum sínum og láta þá verða að veru- leika. Draumurinn togaði hann út fyrir landsteinana, fyrst til Skot- lands og svo til Englands. Það getur verið löng ganga og sjaldn- ast greiðfær, sérstaklega þegar draumarnir eru stórir, að elta drauma sína en Teitur af seiglu og jákvæðni virtist nálgast tak- mark sitt. En lífið er skrýtið og ósanngjarnt. Sem betur fer vit- um við ekki hversu langur lífs- þráður okkur hefur verið spunn- inn en Teitur vann og lifði eins og hann vissi að hann hefði ekki jafn langan tíma og við flest vildum, stöðugt að í leik og starfi eins og hann hafði alltaf verið og líkleg- ast orðið ef honum hefði ekki ver- ið kippt jafn snögglega frá okkur eins og þennan örlagaríka sunnu- dagsmorgun. Fallegi bróðir minn, mann- gæska, ljúfmennska og tryggð einkenndu þig og þína fáu daga hér. Söknuðurinn eftir þér er stærri en nokkur orð geta lýst, sorgin miskunnarlaus rífur í hjartasárið sem dauði þinn olli. Ég veit að það verður tekið vel á móti þér í sumarlandinu og ég veit að einn daginn verð ég að fara í þessa ferð – ég mun þá taka stefnuna á þig og bjarta ljósið þitt, minn kæri. Kári Ibsen Árnason. Teitur Árnason  Fleiri minningargreinar um Teit Árnason bíða birting- ar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ÚTFARARÞJÓNUSTA Vönduð og persónuleg þjónusta athofn@athofn.is - www.athofn.is ATHÖFN ÚTFARAÞJÓNUSTA - s: 551 7080 & 691 0919 Inger Steinsson Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐNÝ MARGRÉT GUNNARSDÓTTIR bóndi, Bakkárholti í Ölfusi, verður jarðsungin frá Kotstrandarkirkju sunnudaginn 30. október klukkan 14. . Helga Guðný Kristjánsdóttir, Björn Birkisson, Fanný Margrét Bjarnardóttir, Eiríkur G. Johansson, Sindri Gunnar Bjarnarson, Þórunn Ólafsdóttir, Aldís Þórunn Bjarnardóttir, Geir Gíslason, Hólmfríður María Bjarnardóttir, Guðrún María, Sigubjörg Ólöf og Rakel Ósk. Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, MARÍA JÓNSDÓTTIR, Tjarnargötu 43, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli 24. október. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík laugardaginn 29. október klukkan 11. . Hólmfríður Vignisdóttir, Lars Jörn Larsen, Maja Stefánsdóttir, Sigurður Kári Jakobsen, Alva Garcia. Elsku móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN LÚÐVÍKSDÓTTIR, Eyravegi 20, Selfossi, áður Kvistum, Ölfusi, lést föstudaginn 21. október. Útförin verður gerð frá Selfosskirkju miðvikudaginn 2. nóvember kl. 13.30. Jarðsett verður að Kotströnd. . Júlíus Sigurbjörnsson Ingibjörg Einarsdóttir Stefán Sigurbjörnsson Hjördís Högna Sigurður J. Sigurbjörnsson Geirþrúður Sigðurðard. Jórunn K. Sigurbjörnsdóttir Rúnar Sigurjónsson Guðbjörg Katrín Sigurbjörnsdóttir Júlíana S. Hilmisdóttir barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.