Morgunblaðið - 28.10.2016, Qupperneq 34
34 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 2016
Jakob Þórir Möller, sem á 80 ára af-mæli í dag, hefur varið mestumhluta ævi sinnar utanlands, lengst
af yfirmaður kærudeildar mannrétt-
indaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna,
fyrst í New York, en svo í Genf. „Ég fékk
launalaust leyfi frá dómsmálaráðuneyt-
inu til að vera hjá Sameinuðu þjóðunum
í tvö ár en verkefnið sem ég var ráðinn í
var að hrinda í framkvæmd fyrstu kæru-
málaleiðinni hjá SÞ vegna mannrétt-
indabrota. Ég fékk síðan framlengingu í
önnur tvö ár en þessi fjögur ár urðu að
25 árum. Þegar ég lauk starfi voru orðn-
ar til 10 leiðir sem einstaklingar, hópar
og félagasamtök gátu nýtt sér vegna
meintra mannréttindabrota. Fjölmargar sérfræðinganefndir innan
SÞ taka málin til skoðunar og kveða upp úrskurð um hvort mannrétt-
indabrot hafi verið að ræða. Ef svo er beina þær tilmælum til viðkom-
andi ríkis um úrbætur. Mörg ríki taka þessi tilmæli mjög alvarlega og
fara eftir þeim meðan önnur ríki láta þau sem vind um eyrun þjóta.“
Jakob vann hjá SÞ 1971-1996 en var kosinn af ráðherranefnd Evr-
ópuráðsins til að vera dómari í alþjóðlegum mannréttindadómstól í
Sarajevo. Þar starfaði hann til loka árs 2004. Dómstóllinn var hluti af
Dayton-friðarsamkomulaginu sem batt enda á ófriðinn í Bosníu
Hersegóvínu. Þegar friðarsamkomulagið var gert lágu 250.000
manns í valnum, 27.000 höfðu horfið og 2,6 milljónir höfðu flúið land
eða voru á vergangi, höfðu misst heimili sín eða vinnu. „Í dómstólnum
voru 14 dómarar, sex innanlandsdómarar og átta erlendir. Meginhlut-
verk dómstólsins var að sjá til þess að þeir sem höfðu verið flæmdir
frá heimilum sínum eða reknir úr vinnu sinni fengu að snúa aftur.
15.000 mál voru þingfest, flestir þeirra sem höfðu verið flæmdir frá
heimilum sínum eða misstu vinnu vegna uppruna fengu heimili sín og
voru ráðnir í fyrrverandi vinnu. Aðrir fengu skaðabætur vegna illrar
meðferðar og ólögmætrar frelsisskerðingar.“
Eftir að Jakob lét af störfum hefur hann haldið fyrirlestra um
mannréttindi víða um heim og var útnefndur heiðursprófessor með
kennsluskyldu við Háskólann á Akureyri.
Nú er Jakob fluttur heim til Íslands ásamt konu sinni, Mariu Isabel
Contreras. „Fyrir mörgum árum ákvað ég að fara ekki á öldr-
unarheimili erlendis því mig langaði að mæla hnökralaust á íslensku.
Ég vona samt að ég haldi heilsu og það dragist eitthvað öldrunar-
heimilið. Nú er ég að láta mér líða vel og er að dunda mér við skriftir
sem eru yfirleitt um mannréttindamál.“ Greinargóða lýsingu á starfi
Jakobs í Bosníu Hersegóvínu er að finna í Tímariti Lögréttu, 2. hefti,
10. árgangi, sem kom út í fyrra. Jakob ætlar að halda upp á áttræðis-
afmælið sitt ásamt skólabróður sínum úr MR 56.
Dómarinn Jakob Þ. Möller.
Starfaði lengst af við
mannréttindamál
Jakob Þ. Möller er áttræður í dag
J
ónas Jónasson fæddist í
Hafnarfirði 28.10. 1956 og
ólst þar upp. Hann gekk í
Lækjarskóla, lauk stúd-
entsprófi frá MR 1977,
BSc-prófi í líffræði frá HÍ 1983,
stundaði framhaldsnám í fiskeldi við
Landbúnaðarháskólann á Ási í Nor-
egi og varði doktorsritgerð við skól-
ann í fiskeldi og kynbótafræði 1994.
Jónas kenndi líffræði við Garða-
skóla og FG 1981-83, var sérfræð-
ingur í fiskeldi og erfðafræði hjá
Veiðimálastofnun frá 1986 og stund-
aði þar rannsóknir á hafbeit frá
Kollafirði til 1996. Hann var sér-
fræðingur í kynbótum laxfiska hjá
Stofnfiski frá 1996 og hefur verið
framkvæmdastjóri þar frá 2006.
Fyrirtækið hefur verið brautryðj-
andi í kynbótum laxa og í fram-
leiðslu laxahrogna allt árið um kring
og selur laxahrogn út um allan
heim. Nýlega hóf fyrirtækið fram-
leiðslu á hrognkelsaseiðum sem
flutt eru til Færeyja í þeim tilgangi
að éta laxalús af löxum í þarlendu
sjókvíaeldi. Jónas hefur tekið þátt í
alþjóðastarfi á vegum fiskeldis, sat
um árabil í erfðanefnd Alþjóða-
hafrannsóknaráðsins (ICES) situr í
stjórn Landssambands fiskeldis-
stöðva og sat í ráðgjafanefnd Veiði-
málastofnunar. Hann sat í stjórn
Rannís og stjórn um Aukinn virðis-
auka í sjávarútvegi (AVS) en situr
nú í ýmsum stjórnum móðurfélags
Stofnfisks, Benchmark í Bretlandi.
Jónas Jónasson framkvæmdastjóri – 60 ára
Brúðkaup Jónas og Eiríksína, ásamt brúðhjónunum, Guðbjörgu Oddnýju og Gísla Má, og loks Helgu Dagnýju.
Fékk þá flugu í höfuð-
ið að hnýta Frances
Með afa Jónas og Gabríela Björg.
Sigrún Ásta Jónsdóttir og Ásta Fanney Pétursdóttir héldu tombólu fyrir utan
Garðsapótek í Reykjavík og söfnuðu 1.548 kr. sem þær gáfu Rauða krossinum til
góðverka.
Hlutavelta
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
Ný vefverslun: www.donna.is
Erum nú á Facebook: donna ehf
Sími 555 3100 www.donna.is
Honeywell keramik hitarar sem
blása hita allt í kring.
Úrval af hiturum
frá Honeywell