Morgunblaðið - 28.10.2016, Qupperneq 35
ÍSLENDINGAR 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 2016
Má þar nefna framkvæmdastjórn
og stjórn yfir kynbótamálum ýmissa
fiskeldistegunda fyrirtækisins.
Einnig hefur Jónas setið í fulltrúa-
ráði Stangaveiðifélags Reykjavíkur
um árabil.
Jónas var í sveit í nokkur sumur
m.a. hjá Moniku á Merkigili í
Skagafirði er hann var sex ára með
systur sinni, Helgu. Hann var síðan
á ýmsum bæjum, s.s. hjá Guðmundi
á Ási í Vatnsdal. Þar kynntist hann
enskum veiðimönnum sem veiddu
eingöngu á flugu. Áður hafði afi
Jónasar, Tryggvi Ófeigsson, leigt
Vatnsdalsá um árabil og þar kynnt-
ist Jónas laxveiði með foreldrum
sínum.
Dvöl Jónasar við veiðikofa afa
hans, við Hólakvörn, eru honum
ógleymanlegar: „Ég var um 12 ára
er ég hjálpaði enskum veiðimanni
að háfa yfir 20 punda lax í Hnausa-
streng eftir að laxinn hafði dregið
hann einn kílómetra niður ána.“
Þarna hófst ævilangur áhugi Jón-
asar á fluguveiði. Á háskólaárum
var hann leiðsögumaður í laxveiði-
ám, einkum í Norðurá, Laxá í Kjós
og Haffjarðará sem hann telur
fallegustu laxveiðiá landsins.
Jónas lærði fluguhnýtingar og
notaði ófáar stundir á bökkum lax-
veiðiánna til að hanna og betrum-
bæta laxveiðiflugur. Hann hannaði á
þessum árum fluguna Frances sem
almennt er talin ein besta laxveiði-
fluga sem notuð hefur verið á Ís-
landi. Hann var í mörg ár afkasta-
mikill fluguhnýtari, hnýtti eitt árið
yfir 14.000 flugur en í dag rekur
fjölskyldan netverslunina
www.frances.is þar sem seldar eru
laxa- og silungaflugur úti um allan
heim.
Jónas og fjölskylda hans stunda
laxveiði um allt land og hafa veitt
víða erlendis, m.a. í Argentínu, Síle
og víða í Evrópu. Auk þess stundar
hann skotveiði og gönguferðir og
gekk Jakobsveginn fyrir nokkrum
árum með konu sinni, en þau hafa
ferðast víða um heim og má þá sér-
staklega nefna veiði- og gönguferðir
til Evrópu og Suður-Ameríku.
Fjölskylda
Eiginkona Jónasar er Eiríksína
Kr. Ásgrímsdóttir, f. 1.6. 1960,
myndlistamaður og bókmennta-
fræðingur. Foreldrar hennar: Ás-
grímur Björnsson, f. 22.2. 1927, d
14.1. 1999, vélstjóri frá Siglufirði, og
Guðbjörg Oddný Friðriksdóttir, f.
19.4. 1936, verkakona frá Siglufirði.
Dætur Jónasar og Eiríksínu eru
Guðbjörg Oddný Jónasdóttir, f. 5.2.
1985, stjórnmálafræðingur og
mannauðsstjóri en maður hennar er
Gísli Már Gíslason hagfræðingur og
er dóttir þeirra Gabríela Björg, f.
2015, og Helga Dagný Jónasdóttir,
f. 10.2. 1987, viðskiptafræðingur.
Systkini Jónasar eru Bjarni Jón-
asson, f. 21.5. 1947, heimilislæknir í
Garðabæ, búsettur í Hafnarfirði;
Tryggvi Jónasson, f. 22.3. 1951,
kírópraktor í Reykjavík; Helga Jón-
asdóttir, f. 17.2. 1955, fjármálastjóri
í Kópavogi; Herdís Jónasdóttir, f.
8.11. 1958, hjúkrunarkona í Kópa-
vogi; Jóhanna Jónasdóttir, f. 4.8.
1964, leikkona og Brennan leiðbein-
andi í Hafnarfirði; Jonna Jónas-
dóttir, f. 4.8. 1964, d. sama dag, og
Ásgeir Jónasson, f. 2.4. 1971, húsa-
smiður á Ísafirði.
Foreldrar Jónasar voru Jónas
Bjarnason, f. 16.11. 1922, d. 26.12.
1998, yfirlæknir á St. Jósepsspítala í
Hafnarfirði, og Jóhanna Tryggva-
dóttir, f. 29.1. 1925, d. 28-12-2011,
húsfreyja, frumkvöðull og athafna-
kona. Þau bjuggu í Hafnarfirði.
Úr frændgarði Jónasar Jónassonar
Jónas
Jónasson
Jóhanna Guðrún Frímannsdóttir
húsfr. í Ráðagerði, af Hafnaætt
Ófeigur Ófeigsson
b. í Ráðagerði í Leiru, af
Fjallsætt og Reykjaætt
Tryggvi Ófeigsson
útgerðarm. í Rvík
Herdís Ásgeirsdóttir
húsfr. í Rvík
Jóhanna Tryggvadóttir
húsfr., frumkvöðull og
athafnakona í Hafnarfirði
Rannveig Sigurðardóttir
húsfr. í Rvík
Ásgeir Þorsteinsson
skipstjóri í Reykjavík
Bjarni Bjarnason
framkv.stj. Stefáns
Thorarensen og aðalendur-
skoðandi Rvíkurborgar
Málfríður Bjarnadóttir
lyfjafræðingur að Reykjum
í Mosfellssveit
Elísabet María Jónasdóttir
kennari við Kvennaskólann í Rvík
Rannveig Tryggvadóttir
húsfr. í Rvík
Páll Ásgeir
Tryggvason
sendiherra
Ragnheiður Erla
Bjarnadóttir
guðfr., líffræðingur
og fornleifafr. í Rvík
Guðmundur Jónsson
MSc í fóðurfr. og
b. á Reykjum
Jónas
Aðalsteinn
Aðalsteinss.
hrl.
Guðrún
Nikulásdóttir
húsfr. í Rvík
Herdís Hallvarðsdóttir
tónlistarmaður
(var í Grýlunum)
Sólveig Pálsdóttir
rith. og leikkona
Dóra Pálsdóttir
kennari
Tryggvi Pálsson
fyrrv. bankastj.
Sigríður
Júlíusdóttir
húsfr. í Rvík
Sigríður Dúna
Kristmundsdóttir
prófessor við HÍ
Málfríður Júlía
Bjarnadóttir
húsfreyja í
Reykjavík
Bjarni Snæbjörnsson
læknir og alþm. í Hafnarfirði
Helga Jónasdóttir
húsfr. í Hafnarfirði
Jónas Bjarnason
læknir í Hafnarfirði
Guðný Jónsdóttir
húsfr. á Bakka í Hnífsdal
Jónas Marías
Þorvarðarson
b. og útgerðarm.
á Bakka í Hnífsdal
Nikulás Jakobsson
sjóm. í Litla-Steinsholti
Snæbjörn Jakobsson
steinsmiður í Rvík
Ingólfur Jónsson frá Prestsbakkafæddist á Kvennabrekku í Döl-um 28.10. 1918, sonur Jóns
Guðnasonar, prests á Kvennabrekku
og Prestbakka og síðast þjóðskjala-
varðar í Reykjavík, og k.h., Guð-
laugar Bjartmarsdóttur húsfreyju.
Systkini Ingólfs: Guðrún, kennari
og rithöfundur í Reykjavík; Torfi,
kennari, lögreglufulltrúi og rithöf-
undur í Reykjavík; Eiríkur, lektor í
Reykjavík; Leifur, rannsóknarlög-
reglumaður í Reykjavík; Soffía, hús-
freyja í Reykjavík, og Anna, hús-
freyja í Reykjavík sem er ein eftir-
lifandi systkinanna.
Eiginkona Ingólfs var Margrét
Fjólu Guðmundsdóttur skólaritari,
sem lést 1998, og eignuðust þau þrjú
börn auk þess sem Ingólfur átti son
frá því áður.
Ingólfur ólst upp á Kvennabrekku
til 1928 og síðan að Prestsbakka.
Hann var í Reykjaskóla í Hrútafirði
og lauk kennaraprófi 1941. Hann var
afgreiðslumaður á Bifreiðastöðinni
Geysi 1941-43, póstafgreiðslumaður
1943-45, kaupfélagsstjóri hjá Kaup-
félagi Hrútfirðinga 1945-46, skrif-
stofumaður í Reykjavík 1959-67 en
helgaði sig ritstörfum frá 1985.
Ingólfur var kennari við Laugar-
nesskóla 1946-59, við Vopnafjarðar-
skóla 1967-70 og loks við
Réttarholtsskóla í Reykjavík 1970-
85.
Ingólfur sendi frá sér ljóðabæk-
urnar Bak við skuggann, Vængir
draumsins, Við, Blikar jólastjarna,
Litir regnbogans og Feykishólar.
Hann skrifaði skáldsöguna Láttu
loga drengur og bækurnar Rang-
skinna, Þjóðlegar sagnir og ævintýri,
og barnabækurnar Dvergurinn með
rauðu húfuna, Álfabörnin, Fóstur-
sonur tröllanna. Hann las eigin fram-
haldsþætti í útvarpi og samdi sjón-
arpsleikrit fyrir börn, skrifaði sögu
og félagatal Vörubílstjórafélagsins
Þróttar og félagatal Hreyfilsmanna.
Ingólfur hlaut viðurkenningar úr
Rithöfundasjóði og frá Þjóðkirkj-
unni.
Ingólfur lést 9.3. 1993.
Merkir Íslendingar
Ingólfur
Jónsson
90 ára
Magnús Pálsson
85 ára
Delia Gaviola Garcia
Hörður Þórarinsson
Kristján Jónsson
Þorgerður
Dagbjartsdóttir
80 ára
Ingibjörg Hinriksdóttir
Jakob Þ. Möller
Karólína Ingólfsdóttir
Sveinbjörn Björnsson
75 ára
Anna E. Oliversdóttir
Arnar Árnason
Brynhildur Gísladóttir
Davíð Herbertsson
Florencio Barita
Calderon
Karl Grönvold
Kolbrún Halldórsdóttir
Ólafur Emil Ólafsson
Þórarinn Ölversson
70 ára
Jófríður Guðjónsdóttir
Ragna Kristín Hjaltadóttir
60 ára
Elín Elísabet Halldórsdóttir
Erla Doris Halldórsdóttir
Guðrún Gunnarsdóttir
Guðrún Jónsdóttir
Hjörleifur Már Jónsson
Jónas Jónasson
Jón Baldursson
Kristján Jónatansson
Linda Lou Arthur
Ólöf Kristín Ólafsdóttir
Sigþór Harðarson
50 ára
Alma Lilja Ævarsdóttir
Ásta María Ástvaldsdóttir
Leifur Björn Björnsson
Maya Jill Einarsdóttir
Vigfús Þorsteinsson
40 ára
Arnar Þorvarðsson
Dagrún Íris
Sigmundsdóttir
Dagur Indriðason
Hrefna Björnsdóttir
Iðunn Elsa Kristinsdóttir
Ingibjörg Helga Jónsdóttir
Jacinto Joao Da Silva
Monteiro
Jónas Heiðar Birgisson
Pálmi Alfreðsson
Sigurður Grétar
Halldórsson
Sigurður Kristinn
Ármannsson
Troy Andrew Porter
Örn Geirdal
Steinólfsson
30 ára
Allan Már Newman
Anna K. Mytkowska-
Sobczak
Daníel Sigurður
Eðvaldsson
Einar Sigurbjörn
Kristjánsson
Elín Áslaug Ormslev
Heiða Ósk Garðarsdóttir
Jóhannes Stígur
Arnarsson
Jónína Sigríður Grímsdóttir
Kolbrún Dögg
Sigmundsdóttir
Laufey Sif Lárusdóttir
Patryk Popiolek
Stefanía Ásgeirsdóttir
Sunna Dís Jónasdóttir
Þóra Hjörleifsdóttir
Ævar Þór Magnússon
Til hamingju með daginn
30 ára Laufey býr í
Hveragerði, lauk BSc-
prófi í umhverfis- og
skipulagsfræði, starfar
hjá Kjörís og er form. um-
hverfis- og samgöngun.
Sjálfstæðisflokksins.
Maki: Elvar Þrastarson, f.
1983, bruggmeistari
Ölvisholts.
Sonur: Haraldur Fróði, f.
2013.
Foreldrar: Lárus I. Frið-
finnsson, f. 1962, og Aldís
Hafsteinsdóttir, f. 1964.
Laufey Sif
Lárusdóttir
30 ára Jóhannes ólst upp
á Brekkum í Mýrdal og á
Selfossi, býr á Selfossi og
starfar hjá Securitas.
Systkini: Unnur Halla, f.
1978, starfsmaður á
Ljónsstöðum, og Guð-
mundur Ingi, f. 1980,
vinnumaður í Úthlíð á
Klaustri.
Foreldrar: Arnar Viggó
Halldórsson, f. 1958, og
Hrafnhildur S. Guð-
mundsdóttir, f. 1958. Þau
búa á Selfossi.
Jóhannes Stígur
Arnarsson
40 ára Pálmi ólst upp í
Reykjavík, býr í Hafnar-
firði og er verslunar-
maður við Bílanaust í
Hafnarfirði.
Maki: Tinna Björnsdóttir,
f. 1981, starfsm. hjá N1.
Synir: Jóhann Alexander,
f. 1997, og Jökull Már, f.
2005. Fóstursonur: Gabrí-
el Dagur, f. 2003.
Foreldrar: Alfreð Guð-
mundsson, f. 1948, og
Sveinbjörg Þóra Brynj-
ólfsdóttir, f. 1950.
Pálmi
Alfreðsson
Plasmaskurðar-
vélar
Dalshrauni 14 • 220 Hafnarfjörður • Sími 555 2035 • jak.is
Powermax 30 Air
með innbyggðri loftpressu
• Sker allt að 16 mm þykkt járn
• Einfasa 120-240V – Aðeins 13,5 kg.
• 3 ára ábyrgð