Morgunblaðið - 07.11.2016, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.11.2016, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. NÓVEMBER 2016 SVIÐSLJÓS Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „Við erum fyrst og fremst að vekja athygli á stöðunni eins og hún er, því að það tekur tíma að bregðast við. Það er mikilvægt að sveitarfélögin séu vel meðvituð um hvert stefnir og hvar við stöndum, þannig að þau geti með einhverjum hætti brugðist við. Markaður með raforku er frjáls og þar geta jafnvel falist tækifæri fyrir sveitarfélögin, að vera sjálfbær um sína orku eða geta selt út fyrir svæðið,“ segir Erla Björk Þor- geirsdóttir, verkefnisstjóri hjá Orkustofnun, en hún hefur átt fundi með nokkrum sveitarfélögum að undanförnu þar sem staða orkumála hefur verið kynnt og óskað hefur verið eftir samvinnu Orkustofnunar og sveitarfélaga um að kanna mögu- leika á virkjunum á viðkomandi svæðum. Engir verkferlar til Ný raforkulög hafa verið í gildi frá árinu 2003 og síðan hefur raf- orkuframleiðsla og sala verið sam- keppnisstarfsemi. Erla segir ganga illa að koma virkjunarkostum í gegnum ramma- áætlun og nú sé verið að tala um að friðlýsa hálendið. Bendir hún á að í skýrslu verkefnisstjórnar þriðja áfanga rammaáætlunar komi fram í niðurstöðum samfélagshóps að Orkustofnun megi eiga í meira sam- tali við fólk úti um land. Af þeim sök- um m.a. hafi verið ákveðið að efna til þessara funda með sveitar- félögunum. Hins vegar séu ekki til neinir verkferlar til að tryggja orkuöryggi og -framboð. „Stóri bróðir“ geti ekki tryggt framboðið og því sé mik- ilvægt að Orkustofnun veki athygli á vandanum. „Við höfum áhyggjur af orku- öryggismálum, ekki bara með tilliti til framboðs heldur liggur það til dæmis fyrir að tæplega 70% af virkj- unum á Íslandi eru á gosbeltinu. Þess vegna hefði Orkustofnun gjarnan viljað sjá verkefnisstjórn þriðja áfanga rammaáætlunar setja orkukosti í vatnsafli að minnsta kosti öðru hvoru megin við gosbeltið, eins og í Skagafirði eða á norðaust- urhorni landsins, í nýtingarflokk. Það hefur ekki gerst,“ segir Erla Björk og bendir jafnframt á að flutn- ingskerfi raforku sé nánast sprung- ið. Allir vilja fá rafmagn „Ef við ætlum að tryggja orku- öryggi og framboð verðum við að líta til smærri virkjana, sem ekki þurfa að fara í gegnum rammaáætlun og/ eða tengjast flutningskerfinu,“ bæt- ir hún við og vísar þar til virkjana undir 10 MW að stærð. Erla segir Orkustofnun telja það farsælla að sveitarfélögin finni álit- lega virkjunarkosti þar sem landeig- endur séu áhugasamir. Bendir hún á að uppbygging á flutningskerfinu hafi gengið treglega þar sem enginn vilji fá þessi mannvirki í bakgarðinn hjá sér. „Allir vilja rafmagn og líta á það sem sjálfsagðan hlut en fáir tala fyr- ir flutningsmannvirkjum og virkj- unum. Við þyrftum að taka höndum saman um að snúa þessari þróun við. Mörg svæði á landinu eru orðin illa stödd því ekki er hægt að flytja meiri raforku þangað,“ segir Erla Björk, en uppsett afl í landinu er um 2.760 MW. Flutningsgeta flutnings- kerfisins, eða byggðalínunnar, er hins vegar aðeins um 100 MW. Tak- markaðir möguleikar eru á álags- aukningu í flestum landshlutum, að suðvesturhorninu undanskildu. Þetta sést nánar á meðfylgjandi korti, sem byggir á kerfisáætlun Landsnets. Erla Björk segir að smávirkjanir kringum landið myndu hjálpa mikið upp á orkuöryggi og -framboð. „Það myndi einnig dreifa álagi á flutn- ingskerfið ef hver landshluti væri meira sjálfbær með eigin orku.“ Erla hefur átt fundi með sveitar- félögum á Austurlandi, Suðurlandi og Vesturlandi og vonast til að kom- ast á fund með öðrum landshlutum á næstu vikum. Ef í ljós kemur í samstarfi sveitar- félaga og Orkustofnunar að ein- hverjir virkjunarkostir séu stærri en 10 MW mun Orkustofnun leggja þá fram í rammaáætlun, í samvinnu við viðkomandi sveitarfélög. „Aðallega erum við að leita að hugmyndum og virkja sveitarfélögin til að fara að hugsa um orkumál. Þú byggir ekki upp atvinnulíf ef þú hefur ekki orku,“ segir Erla en það er ekki bara vatnsaflið sem Orkustofnun bendir á, heldur einnig jarðvarma og vind- orku. Þar séu mikil tækifæri víða um land, þannig hafi tækninni fleytt fram í nýtingu lághita og mögulegt sé að nýta þá orku jafnframt til hús- hitunar eða heilsutengdrar ferða- þjónustu. Vindorkan samkeppnishæf Þó að þessir kostir séu til staðar bendir Erla á að vatnsaflið sé eini virkjunarkosturinn sem geti fylgt orkunotkun á hverjum tíma og raf- orkuþörf breytist innan dagsins og árstíða. Því sé miðlun með vatnsafli mjög nauðsynleg. „Vindorkan er líka orðin vel sam- keppnishæf og tilraunir Landsvirkj- unar við Búrfell og BioCraft í Þykkvabæ hafa gefist mjög vel. Víða um land sýna mælingar að vind- aðstæður séu álíka góðar og úti á hafi. Á mörgum stöðum er stífur vindur í eina átt. Gosbeltið myndar nokkurs konar vindgöng í gegnum landið og frá Melrakkasléttu og suð- ur í Þykkvabæ er stíf norðaustanátt ríkjandi,“ segir Erla Björk, sem tel- ur það óneitanlega sérstakt að verk- efnisstjórn rammaáætlunar hafi fært vindorkugarð Landsvirkjunar við Búrfell í biðflokk. Þar séu kjör- aðstæður fyrir vind og hvort eð er búið að virkja á svæðinu, ekki sé um friðlýst svæði að ræða og tæplega sé hægt að friðlýsa það gegn raf- orkuframleiðslu. Áhyggjur af orkuöryggi  Orkustofnun fundar með sveitarfélögum um orkumál  Bent á smærri virkj- unarkosti í heimahéraði  Flutningskerfið sprungið  Mörg svæði illa stödd Morgunblaðið/ÞÖK Staðan í orkumálum Mat á mögulegri álagsaukningu afhendingarstaða í núverandi flutningskerfi H e im ild :K e rfi sá æ tl u n L a n d sn e ts Miðast við að SN2 sé komin 0 MW 10-30 MW 30-70 MW 70-150 MW Erla Björk Þorgeirsdóttir „Við höfum til nokkurra ára haft áhyggjur af af- hendingaröryggi raforku og tak- markaðri flutn- ingsgetu og höf- um ályktað um það. Þetta er virkilegt áhyggjuefni því byggðalínan ræð- ur ekki við þetta,“ segir Anna Alex- andersdóttir, forseti bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs, sem fundað hefur með Erlu Björk ásamt fleiri sveitar- stjórnarmönnum á Austurlandi. Anna telur að miðað við ramma- áætlunina virðist virkjunarkostir þar ekki mjög raunhæfir. „Eftir þennan fund höfum við ver- ið með þessi mál í vinnslu hjá okkur og þau verða líka til umræðu á næsta fundi bæjarráðs. Við höfum fullan áhuga á að skoða áframhaldandi nýt- ingarkosti virkjana á svæðinu,“ seg- ir Anna og bendir á að ótrygg raf- orka hafi á undanförnum árum haft áhrif á fyrirtæki á Héraði og búnað þeirra. Hún telur að horfa megi til virkj- ana á svæðinu sem nýta megi betur og nefnir í því sambandi Lágafoss- virkjun og Grímsárvirkjun. Einnig séu nokkrir aðilar komnir með rann- sóknarleyfi fyrir mögulegar virkj- anir. Þá sé full ástæða til að skoða vindorkuna, mælingar sýni að nokkrir staðir henti til þess, eins og Jökulsárhlíð og Héraðssandar. Hefur haft áhrif á fyrirtækin  Orkumál til skoðunar á Héraði Anna Alexandersdóttir Töluvert er um smávirkjanir í landinu og hefur Orkustofnun fjölda slíkra virkjana á skrá sem ekki eru tengdar flutn- ingskerfinu en eru notaðar til heimabrúks, eins og Erla Björk hjá Orkustofnun orðar það. Því er ekki vitað hve mikla raforku þær fram- leiða. Hefur Erla í ferðum sínum óskað eftir því að ef komið verði á samstarfi milli sveitarfélaga og Orkustofnunar verði það eitt af sam- eiginlegum verkefnum að afla nánari upplýsinga um þessar virkjanir. Í einhverjum tilvikum getur verið að hægt sé að stækka þessar virkj- anir en flestar eru það smáar að þær skipta litlu fyrir raforkukerfið í heild sinni. Smávirkjanir víða um land Orka Vatnsaflið er virkjað víða. Mest seldu ofnar á Norðurlöndum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.