Morgunblaðið - 07.11.2016, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.11.2016, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. NÓVEMBER 2016 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Ekki þarf aðkoma áóvart að Recep Tayyip Er- dogan og stjórn hans hafi gripið til aðgerða gegn valdaráns- mönnum síðastliðið sumar. Þeim var ekki aðeins rétt heldur einnig skylt að grípa til varna fyrir lýðræðið í landinu, lög og rétt. Þetta hefðu öll lýðræðislega kjörin stjórnvöld gert. En annars konar stjórn- völd hefðu raunar gert hið sama, og eftir því sem tíminn líður og tyrknesk stjórnvöld herða tökin vakna óhjá- kvæmilega spurningar um hvers eðlis stjórnarfarið er þar í landi um þessar mund- ir. Eru stjórnvöld í Tyrk- landi lýðræðisleg og ein- ungis að reyna að verja lýðræði og réttarríki í land- inu, eins og þau sjálf halda fram, eða hafa þau leiðst út á braut ofríkis og hafa meðal annars tekið réttarríkið úr sambandi? Augljóst virðist að stjórn- völd í Tyrklandi ætli ekki að- eins að refsa þeim sem stóðu að valdaránstilrauninni í sumar, heldur nota tækifær- ið og ryðja úr vegi fjölda annarra sem grunaðir eru um samúð með sjónarmiðum þeirra sem andsnúnir eru Erdogan og hans mönnum. Þar eru Kúrdar og allir sem þá styðja, til að mynda þing- menn og fjölmiðlar, ofarlega á blaði, og eru sakaðir um stuðning við hryðjuverka- starfsemi. Aðrir sem fengið hafa að kenna á hreinsunum stjórn- valda eru dómarar og sak- sóknarar í landinu, en mikl- um fjölda þeirra, líklega um fimmtungi, hefur verið vikið frá störfum. Þetta getur ver- ið hentugt þegar stjórnvöld vilja stuðning dómstóla við að loka fjölmiðlum eða fang- elsa þingmenn, en um leið verða þær aðgerðir afar ótrúverðugar, svo ekki sé meira sagt, og engin ástæða til að ætla að þær fylgi lög- málum réttarríkisins. Dómarafélag Íslands hef- ur lýst miklum áhyggjum af stöðu dómsmála í Tyrklandi og hefur formaður félagsins, Skúli Magnússon, bent á að það „getur ekkert eiginlegt lýðræði þrifist án þess að þar sé sjálfstætt dómsvald sem hægt er að bera traust til“. Hann fundaði með Lilju Al- freðsdóttur utan- ríkisráðherra fyr- ir helgi og hvatti til þess að íslensk stjórnvöld beittu sér vegna hreinsananna í tyrkneska dómskerfinu. Utanríkis- ráðherra hyggst koma þeim skilaboðum á framfæri við tyrknesk stjórnvöld að stjórnvöld hér á landi líti þessi mál alvarlegum augum. Það er jákvætt skref og verður vonandi til að góðs þó að það muni vissulega ekki skipta sköpum í Ankara hvað íslenskum stjórnvöld- um finnst um ástandið. Meiri athygli mun senni- lega vekja þegar Evrópu- sambandið birtir á miðviku- dag árlega skýrslu sína vegna aðlögunarviðræðna Tyrklands og ESB. Þýska blaðið Frankfurter Allge- meine greindi frá því í gær að þar yrðu verulegar að- finnslur vegna ástandsins í Tyrklandi og gagnrýnt að þar hefði orðið bakslag, sem kemur ekki á óvart. Augljóst er, og hefur frá upphafi verið, að Tyrkland er ekki á leið inn í Evrópu- sambandið, hvað sem skrykkjóttu aðlögunarferl- inu líður. Jafn augljóst er að tyrknesk stjórnvöld meta ekki mikils ráðleggingar Evrópusambandsins. Morgunverður sendiherra ESB með tyrkneskum ráð- herra, sem áformaður er í dag, eða fyrrnefnd skýrsla breyta sennilega ekki miklu þar um. Ein skýring þess að tyrknesk stjórnvöld hlusta ekki mikið á ríki Evrópu- sambandsins er viðbrögð þeirra við valdaránstilraun- inni í sumar. Skortur á stuðningi við lýðræðislega kjörin stjórnvöld þá hafa leitt af sér tortryggni og gera aðfinnslur nú ótrú- verðugri. Engu að síður er ástæða til að halda í þá von að tyrknesk stjórnvöld sjái að sér og reyni að byggja aftur upp grunnstoðir lýðræðis í land- inu. Fyrir Evrópu, Mið-- Austurlönd og heimsbyggð- ina alla er afar þýðingarmikið að Tyrkland standi með lýðræðisríkj- unum en falli ekki ofan í svartnætti ofríkis og innan- landsófriðar. Meira en nóg er af slíku á þessum slóðum. ESB reynir að þrýsta á Erdogan en hætt er við að tortryggni eftir valdaránstil- raunina spilli fyrir} Mikilvægt að halda Tyrklandi réttu megin F átt er sennilega eins mikilvægt fyrir gott og farsælt samstarf og traust. Jafnvel þótt skiptar skoð- anir kunni að vera fyrir hendi á einstökum málum. Ef traust er til staðar er mögulegt að yfirstíga ýmislegt og finna lausnir á því sem leysa þarf. Takmarkað gagn er á hinn bóginn af því þótt tiltölulega stutt kunni að vera á milli skoðanalega ef litlu eða engu trausti er fyrir að fara. Persónulegt traust á milli Ólafs Thors, for- manns Sjálfstæðisflokksins, og Einars Olgeirs- sonar, formanns Sósíalistaflokksins, hug- myndafræðilegs forvera Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs, gerði nýsköpunarstjórnina 1944-1947 mögulega. Sérstakar aðstæður voru fyrir hendi. Ut- anþingsstjórn hafði verið skipuð 1942 þar sem stjórnmálaflokkarnir höfðu ekki getað komið sér saman um myndun ríkisstjórnar. Taka þurfti enn fremur mik- ilvægar ákvarðanir fyrir framtíðina. Ekki sízt að ráðstafa með ábyrgum hætti miklum erlendum innistæðum sem safnast höfðu upp á árum síðari heimsstyrjaldarinnar og síðan voru nýttar til þess að nútímavæða íslenzkt atvinnu- líf. Við þessar aðstæður þótti nauðsynlegt að koma á lagg- irnar starfshæfri ríkisstjórn. Til þess þurfti að hugsa út fyrir kassann. Sjálfstæðisflokkurinn og róttækir vinstri- menn hafa ekki starfað saman í ríkisstjórn síðan. Sér- stakar aðstæður kölluðu á breiða pólitíska samstöðu við stjórnarmyndun árið 1944 og að skoðaðir væri möguleikar sem annars teldust ófærir. Það sama er uppi á teningnum núna og verkefnin sem takast þarf á við eru sömuleiðis af hlið- stæðum toga. Vera kann að eitthvað styttra sé til að mynda á milli VG og Pírata málefnalega séð en þar verður hins vegar ekki séð að fyrir sé að fara því trausti sem nauðsynlegt er í ríkis- stjórnarsamstarfi. Með einum eða öðrum hætti. Sama á við um Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn. Þar er alvarlegur skortur á trausti vegna forsögunnar. Bæði Píratar og Viðreisn hafa engu að síður stefnumál sem erfitt gæti reynzt að koma til móts við. Í tilfelli Viðreisnar vegur þyngst vilji flokksins til að koma Íslandi inn í Evrópusambandið. Þar getur Sjálfstæð- isflokkurinn engan afslátt gefið stefnu sinnar og kjósenda vegna. Þar með talið varðandi þjóðaratkvæði um nýja umsókn um inngöngu í sambandið, sem í eðli sínu væri skref í þá átt. VG vill vafalaust vera laus við það líka. Forsenda þess að frekari skref verði tekin í átt að Evr- ópusambandinu er ríkisstjórn sem getur framfylgt þeirri stefnu með þingmeirihluta á Alþingi og þjóðina á bak við sig. Það er lærdómurinn af umsókninni sem send var 2009. Þær aðstæður eru ekki fyrir hendi nú. Þær að- stæður sem eru hins vegar fyrir hendi kalla á það að þeir tveir stjórnmálaflokkar sem fengu mest fylgi í síðustu þingkosningum taki höndum saman í þágu lands og þjóð- ar. hjortur@mbl.is Hjörtur J. Guðmundsson Pistill Fyrir land og þjóð STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Forsetakosningarnar íBandaríkjunum fara framá morgun. Áhugi um-heimsins er enn meiri nú en oft áður, þar sem ólíkindatólið Do- nald Trump á raunhæfan möguleika á sigri fyrir hönd repúblikana sam- kvæmt skoðanakönnunum. Hins vegar er demókratinn Hillary Clin- ton þó enn talin líklegri til sigurs. Magnús Sveinn Helgason, sagn- fræðingur og stundakennari við Há- skólann á Bifröst, sem hefur sérhæft sig í hagsögu og bandarískum stjórn- málum, segir að sigurvon Trumps sé lítil þrátt fyrir allt. „Hillary hefur verið með forskot allan tímann nema þegar Trump hefur fengið meðbyr á eftir landsfund repúblikana og í kjöl- far fréttaflutnings af tölvupóstum Hillary. Hann hefur hins vegar dott- ið strax niður aftur. Hillary er enn með góða stöðu í nokkrum lykil- ríkjum,“ segir Magnús Sveinn. Niðurstaðan ræðst í ríkjunum Nýlegar skoðanakannanir NBC, Washington Post og LA Times hafa sýnt Trump með meira fylgi, en aðr- ar hafa sýnt þau jöfn eða Clinton einu til fimm prósentustigum á und- an. „Kannanirnar sýna stöðuna á landsvísu. Kosningarnar ráðast í ríkjunum og það er það sem skiptir enn meira máli þótt að sjálfsögðu sé fylgni þarna á milli,“ segir Magnús. Eins og fram hefur komið hefur dregið saman með frambjóðend- unum eftir að alríkislögreglan FBI tilkynnti 28. október að fulltrúar á vegum hennar hefðu fundið nýjan skammt tölvupósta sem gætu fallið undir rannsókn embættisins á með- höndlun Clinton á trúnaðargögnum. „Þrátt fyrir það er Trump enn með mun neikvæðari ímynd. Þetta er spurning um það hvort hann nái að vinna í Virginíu, Flórída og Suður- Karólínu. Þá er hann kominn með raunverulega von til sigurs. Þetta eru þau ríki þar sem hann á mögu- leika á að snúa taflinu sér í hag,“ seg- ir Magnús en bætir við: „Það eru ekki nein dæmi um að frambjóðandi með jafn neikvæða ímynd og hann hafi unnið. Það þarf eitthvað rosalegt að gerast. Eins yrði það algjörlega einstakt ef frambjóðandi sem hefur verið eins langt undir í könnunum og hann var myndi vinna. Sagan segir því að Clinton ætti að vinna,“ segir Magnús. Að sögn hans virðist sem Clinton sé að tapa kjósendum fremur en að Trump sé að bæta við sig fylgj- endum og telur hann að það gæti orðið Trump til tekna að kjósendur Clinton séu orðnir fráhuga því að mæta á kjörstað. „Almennt er kjós- endahópar demókrata ólíklegri til að mæta á kjörstað. Ástæðan er sú að kjósendahópur repúblikana er eldra fólk og hvítt fólk, en kjósendur demókrata eru frekar ungt fólk eða minnihlutahópar sem alla jafna eru ólíklegri til að mæta á kjörstað,“ seg- ir Magnús. Hvað mun gerast? Spurður hvað muni gerast eftir því hvaða frambjóðandi vinnur segir Magnús líklegt að Trump muni fara eigin leiðir en nái Clinton kjöri séu líkur á því að stjórnarfar verði svipað og það hefur verið. „Ég held að það segi sína sögu að öldungar Repúblikanaflokksins hafi varað við honum. Þeir hafa lýst hon- um sem yfirvofandi stórslysi fyrir Bandaríkin og fyrir heimsbyggðina. Bush-fjölskyldan er meira að segja jafnvel að fara að kjósa Clinton. Ástæðan er sú að menn hafa áhyggj- ur af því hvað hann muni gera. Eitt er að forseti þarf ekki að vera inni í öllum málum, en annað er að hann hefur sýnt að hann hlustar ekki á ráðgjöf. Hann hefur t.a.m. talað um að beita kjarnorkuvopnum og draga Bandaríkin út úr viðskiptasamn- ingum og virðist nánast óútreiknan- legur,“ segir Magnús. Svipað stjórnarfar ef Clinton nær kjöri AFP Hart barist Kjósendur velja nýjan Bandaríkjaforseta á morgun. ,,Eitt sem getur haft áhrif er að Trump hefur hvatt kjós- endur sína til þess að mæta á kjörstað og fylgjast með fram- kvæmd kosninga í hverfum minnihlutahópa. Hann hefur haldið því fram að stórfellt kosningasvindl muni eiga sér stað. Þetta er mikið áhyggjuefni því KKK-öfgahreyfingin hefur flykkt sér að baki honum. Ef hópar vopnaðra manna mæta á kjörstað er það ekki ávísun á neitt gott. Þetta getur orðið hættulegt. Af sömu ástæðum er áhyggjuefni hvað gerist ef hann tapar,“ segir Magnús. Vill manna kjörstaði ELDFIMT ÁSTAND KKK Öfgahreyfingin KKK styður Donald Trump.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.