Morgunblaðið - 07.11.2016, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.11.2016, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. NÓVEMBER 2016 Vertu upplýstur! blattafram.is FELST AÐGERÐALEYSI ÞITT Í AÐ SAMÞYKKJA KYNFERÐISOFBELDI? Í fréttum mbl.is sagði í gær aðkomin væri út bók þar sem rakið væri að Hillary Clinton væri skyld Hollande, forseta Frakklands.    Forsetinn er númeð minnsta stuðning sem nokk- ur forseti hefur haft á þessum tíma for- setatíðar sinnar.    Svo ekkert skalfullyrt um hvort frúin muni hampa skyldleikanum.    En þessi frásögnminnir á sanna litla smásögu:    Fyrir áratugum sat borgar-fulltrúi Sjálfstæðisflokksins við borð í Kökuhúsinu við Austurvöll og drakk kaffi með vini sínum Jónasi Guðmundssyni, stýrimanni, rithöf- undi og málara.    Þar kom að Eysteinn Jónsson,fyrrverandi formaður Fram- sóknarflokksins og ráðherra til margra ára.    Hann ávarpaði borgarfulltrúannmeð nafni og sagðist telja sig vita fyrir víst að þeir tveir væru all- skyldir.    Áður en borgarfulltrúinn gatsvarað sagði stýrimaðurinn:    Ég tek hundraðkall frá hvorumykkar fyrir að segja ekki nokkrum manni frá þessu.“    Eysteinn snerist á hæli og hafðiekki fleiri orð um frændsem- ina. STAKSTEINAR Jónas Guðmundsson Satt má kyrrt liggja Eysteinn Jónsson 7. nóvember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 9:33 16:51 ÍSAFJÖRÐUR 9:53 16:41 SIGLUFJÖRÐUR 9:37 16:23 DJÚPIVOGUR 9:06 16:17 Veður víða um heim 6.11., kl. 18.00 Reykjavík 9 alskýjað Bolungarvík 12 alskýjað Akureyri 9 skýjað Nuuk -1 skýjað Þórshöfn 3 skýjað Ósló 9 skýjað Kaupmannahöfn 2 skúrir Stokkhólmur -2 skýjað Helsinki -5 snjókoma Lúxemborg 3 skýjað Brussel 5 skúrir Dublin 7 skýjað Glasgow 7 skýjað London 5 skúrir París 5 léttskýjað Amsterdam 7 skúrir Hamborg 5 skýjað Berlín 6 skúrir Vín 7 rigning Moskva -3 snjóél Algarve 19 léttskýjað Madríd 10 skýjað Barcelona 15 léttskýjað Mallorca 17 léttskýjað Róm 18 þrumuveður Aþena 19 léttskýjað Winnipeg 9 léttskýjað Montreal 6 léttskýjað New York 13 heiðskírt Chicago 16 heiðskírt Orlando 24 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL.12 Í DAG Tvær af þremur þyrlum Land- helgisgæslunnar eru ekki í notk- un, önnur vegna bilunar en hin er í reglubundinni skoðun eftir 500 flugtíma. Þriðja þyrlan aðstoðaði við leit að rjúpnaskytt- unum tveimur á Snæfellsnesi í fyrrinótt. Hún var hins vegar ekki send aftur út í gærmorgun, þar sem skyggni var afar lélegt og þyrlan hefði ekki komið að neinu gagni. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni bilaði önnur þyrlan á æfingu síðastliðinn föstu- dag. Búið er að panta varahluti í hana og gert er ráð fyrir að hún komist í lag í dag. Gæslan með eina þyrlu í notkun Gæslan Tvær af þremur í notkun. Samtökin Hugarafl vilja að stofnað- ur verði vinnuhópur sérfræðinga sem hafi það markmið að minnka lyfjanotkun vegna geðraskana um 50% á næstu fimm árum. Sami hópur myndi einnig setja reglur um lyfja- gjöf auk þess sem notendur fengju skýrar upplýsingar um virkni og aukaáhrif lyfjanna. Hugarafl sendi frá sér ályktun þessa vegna fréttar í Morgunblaðinu fyrir helgina um Norðurlandamet Íslendinga í lyfjanotkun. Þar segir að í engu norrænu landanna séu örv- andi lyf eins og rítalín og önnur þeim skyldi notuð í sama mæli og hér. Þá er Ísland hæst í notkun örvandi svo og róandi og kvíðastillandi lyfja sem og svefn- og flogaveikilyfja, en þau eru öll ávanabindandi. Um mikla geðlyfjanotkun segir Hugarafl að hún hafi áhrif á færni og þátttöku fólks í samfélaginu og geti hamlað bata. Reynslan sé líka sú að lyf sem vinna eigi á geðsjúkdómum og röskunum þeim skyldum séu gjarnan notuð í of miklu magni og yf- ir of langan tíma. „Hér teljum við mannréttindi vera brotin og tilgangur með ofnotkun þessara lyfja óljós í lækningaskyni. Læknastéttin ber hér mikla ábyrgð sem ekki er nægjanlegt eftirlit með frá stjórnvöldum,“ segir í ályktun Hugarafls. Er þar bent á að t.d. í Finnlandi þurfi þriðjungur fólks sem veikist af geðrofi ekki á lyfjum að halda, enda sé viðeigandi meðferð til staðar. Talar Hugarafl fyrir slíkum úrræðum í ályktun sinni og kallar þar eftir umræðu eða aðgerðum af hálfu stjórnvalda. sbs@mbl.is Geðlyfjanotkun minnki um helming Morgunblaðið/Kristinn Geðlyf Notkunin eykst en Hugarafl vill að þróunin verði í hina áttina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.