Morgunblaðið - 07.11.2016, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 07.11.2016, Blaðsíða 22
22 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. NÓVEMBER 2016 Það er alltaf nóg að gera í bæði stórum og litlum verkefnum semmaður er að takast á við,“ segir Una Steinsdóttir, fram-kvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Íslandsbanka, en hún á 50 ára afmæli í dag. „Eitt af þeim verkefnum sem standa upp úr þessa stundina er að sameina þrjú útibú í Norðurturninum en það eru útibúin í Garðabæ, Kópavogi og í Mjóddinni og við stefnum á að opna nýtt og glæsilegt útibú þar í desember. Svo erum við að flytja höfuðstöðvar okkar af Kirkjusandi í Norðurturn. Útibúið á Kirkjusandi mun flytjast og sam- einast útibúinu á Suðurlandsbraut og fá nýtt nafn sem er Laugardalur. Það er alltaf nóg að gera á stóru heimili.“ Áhugamál Unu eru margvísleg, t.d. að sækja menningartengda við- burði og er hún nýbúin að sjá óperuna Évgení Onegin eftir Tsjaíkovskí. „Það var mikil veisla bæði fyrir eyrað og augað. Ég hef mikinn áhuga á klassískri tónlist og myndi vilja gera miklu meira af því að sækja tón- leika. Það er frábært að eiga svona stórbrotið menningarhús eins og Hörpuna og ótrúlegt hversu blómlegt listalíf við búum við hér á Íslandi. Ég hef líka afskaplega gaman af því að elda góðan mat og sæki mikið í að vera í bústaðnum okkar í Borgarnesi en fyrst og fremst hef ég gaman af því að vera með fjölskyldunni og stórum hóp góðra vina. Síð- an er ég lent í því eins og margir á þessum aldri að vera algjörlega dott- in í golfið og er að vinna upp mörg töpuð ár í spilamennskunni. Næstu 50 árin ætla ég að spila mikið þessa skemmtilegu íþrótt sem hefur dálít- ið heltekið mann.“ Una hélt afmælisboð heima hjá sér um helgina, „en í kvöld ætla ég að skella mér í bústaðinn minn og svo er að sjálfsögðu golfferð fram und- an.“ Eiginmaður Unu er Reynir Valbergsson, fjármálastjóri Öryggis- miðstöðvarinnar, og tvíburadætur þeirra eru Sóley og Stefanía, sem stunda nám við Háskóla Íslands. Fjölskyldan Við útskrift Unu í AMP-stjórnendanámi í fyrra í IESE- viðskiptaháskólanum í Barcelona. Á fullu við að vinna upp töpuð ár í golfinu Una Steinsdóttir er fimmtug í dag F innur Torfi fæddist á Sólvöllum á Flateyri 7.11. 1936 og ólst þar upp. Hann lauk stúd- entsprófi frá MA 1956, stundaði nám í íslenskum fræðum við HÍ 1958-61, lauk cand.phil.-prófi 1958 og fyrrihlutaprófi í íslensku vorið 1960, sótti námskeið fyrir ís- lenskukennara 1965, lauk prófi í upp- eldis- og kennslufræði við HÍ 1971, dvaldi viðnám í Hardanger folkehög- skole og víðar í Noregi 1973, stund- aði nám í lögfræði við HÍ frá 1980, lauk embættisprófi þaðan 1985 og stundaði framhaldsnám við Institutt for privatrett við Oslóarháskóla 1985-86. Finnur Torfi var kennari við Hér- aðsskólann á Núpi í Dýrafirði, stundakennari við Víghólaskóla í Kópavogi, við Héraðsskólann í Skóg- um undir Eyjafjöllum, við Hagaskóla í Reykjavík, var kennari við Mennta- skólann á Ísafirði og stundakennari við Gagnfræðaskólann á Ísafirði, við Gagnfræðaskólann í Garðabæ, stundaði sjómennsku 1974-76, var útbreiðslustjóri Þjóðviljans, blaða- maður við Sjómannablaðið Víking 1978-80, var settur fulltrúi hjá bæjarfógetanum í Hafnarfirði, Garðabæ og á Seltjarnarnesi og sýslumanninum í Kjósarsýslu 1986- 90, settur héraðsdómari við sama embætti 1990, skipaður héraðsdóm- ari þar 1991, héraðsdómari við Hér- aðsdóm Reykjaness 1992 og síðan dómstjóri í Borgarnesi þar til hann lét af störfum fyrir aldurssakir 2003. Finnur Torfi sinnti ýmsum störf- um fyrir Æskulýðsfylkinguna í Reykjavík og síðar fyrir Alþýðu- bandalagið. Þá var hann landvörður Finnur Torfi Hjörleifsson, skáld og fyrrv. hérðasdómari – 80 ára Með afkomendum Finnur Torfi með börnum, barnabörnum og langafabörnum á Reykjum í Fnjóskadal 2014. Dómstjóri og róttækur náttúruverndarsinni Veiðimaðurinn Hér er Finnur Torfi í essinu sínu við Hítarvatn. Sara Sif Kristinsdóttir og Eydís Eik Sigurðardóttir tíndu ber í Þingahverfi með dyggri aðstoð Elísabetar Sunnu Scheving og Andreu Elínar Ólafsdóttur og gáfu Rauða krossinum á Íslandi ágóðann af sölunni. Þær söfnuðu 13.050 kr. Hlutavelta Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.