Morgunblaðið - 07.11.2016, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.11.2016, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. NÓVEMBER 2016 Framtak-Blossi er umboðsaðili fyrirVOLVO PENTA á Íslandi Dvergshöfða 27 , 110 Reykjavík | www.blossi.is | blossi@blossi.is Framtak-Blossi kappkostar að bjóða góða þjónustu og sanngjarnt verð á varahlutum. Hafið samband við Hafþór í síma 895-3144 eða hafthor@blossi.is Vöruhús veitingamannsins allt á einum stað Höfðabakka 9 | 110 Reykjavík | Sími 595 6200 | bakoisberg.is Opið virka daga kl. 8.30-16.30 ...Margur er knár þótt hann sé smár Nýji SX Rational 2/3 GN ofninn gerir allt það sama og stærri gerðirnar. Markaðsgreinendur segja styrk- ingu breska pundsins í síðustu viku aðeins tímabundið frávik og spá að gjaldmiðillinn muni halda áfram að veikjast. Svenska Handelsbanken býst við nærri 3% lækkun fram í mars, en þá er reiknað með að Theresa May forsætisráðherra virki út- gönguákvæði Lissabon-sáttmál- ans. Að sögn Bloomberg hefur bankinn verið mjög sannspár um þróun breska pundsins til þessa. Gengi pundsins styrktist um 2,8% í síðustu viku eftir að dóm- stóll komst að þeirri niðurstöðu á fimmtudag að ríkisstjórnin mætti ekki hefja útgönguferli Bretlands úr Evrópusambandinu án þess að fá fyrst samþykkis þingsins. Þetta gæti leitt til þess að út- ganga Bretlands úr ESB frestist, eða að ríkisstjórnin verði að fara málamiðlunarleið til að fá grænt ljós hjá þinginu. Hyggst rík- isstjórnin áfrýja dómsúrskurð- inum. Þrátt fyrir styrkinguna er pundið enn um 16 % veikara en það var í júní þegar þjóð- aratkvæðagreiðslan um úrsögn úr ESB var haldin. Lengra óvissutímabil Bloomberg hefur eftir gjald- miðlasérfræðingi hjá Saxo Bank að úrskurður fimmtudagsins minnki líkurnar á „harkalegri út- göngu“ en að enn ríki mikil óvissa og gæti dómurinn orðið til þess að framlengja óvissu- tímabilið. Einnig hjálpaði það pundinu á fimmtudag að Englandsbanki greindi þá frá því að ólíklegt væri að bankinn myndi grípa til frekari lækkunar stýrivaxta á þessu ári. Tók bankinn þó ekki með öllu fyrir inngrip og gætu t.d. niðurstöður bandarísku for- setakosninganna á morgun aukið óstöðugleika á mörkuðum um all- an heim og kallað á aðgerðir af hálfu bankans. ai@mbl.is Spá áframhaldandi veikingu pundsins AFP Álag Mark Carney seðlabankastjóri með fimm punda seðil. Lækkun pundsins virðist fjarri því á enda. Gjaldmiðlaviðskipti á egypska milli- bankamarkaðinum voru mjög róleg á sunnudag, vegna óvissu um eftir- spurn og framboð á Bandaríkja- dölum. Var sunnudagur fyrsti heili viðskiptadagurinn eftir að stjórnvöld ákváðu að setja egypska pundið á flot. Að því er Reuters greinir frá hélst gengi gjaldmiðilsins nokkuð stöðugt; var 15,50 pund á dollarann í upphafi dags en 15,30 þegar mörk- uðum var lokað. Í Egyptalandi, eins og í mörgum öðrum múslimalöndum, er fjármála- markaðurinn opinn frá sunnudegi til fimmtudags. Felldu gengið á fimmtudag Stjórnvöld settu egypska pundið á flot til að fullnægja skilyrðum sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur sett fyrir afgreiðslu 12 milljarða dala láns. Seðlabanki Egyptalands felldi gengi gjaldmiðilsins á fimmtudag um 48%, svo að það fór úr nærri 9 pund- um í 13 pund fyrir hvern Bandaríkja- dal. Í byrjun síðustu viku kostaði dal- urinn mest um 18 pund á svörtum markaði, að sögn New York Times. Veiking egypska pundsins þýddi að ýmsar neysluvörur hækkuðu snarlega í verði. Eldsneyti varð 30- 47% dýrara og olli það keðjuverkun sem meðal annars hækkaði verðið á flutningum og ýmsum matvælum. Stjórn AGS og ríkisstjórn Abdel- Fattah el-Sissi gerðu bráðabirgða- samkomulag í ágúst og er reiknað með að bankastjórnin samþykki lánið í árslok. Binda egypsk stjórnvöld vonir við að lánið muni auka tiltrú fjárfesta og koma efnahag landsins á rétta braut. ai@mbl.is Egypska pundið stöðugt eftir að hafa verið sett á flot  Flotið eitt af skilyrðum AGS fyrir 12 milljarða dala láni AFP Óvissa Gjaldeyrissali telur egypska seðla. Gengið var fellt á fimmtudag og gjaldmiðillinn í framhaldinu settur á flot. Búist er við sveiflum á næstunni. Síðust níu viðskiptadaga á Banda- ríska verðbréfamarkaðinum hefur S&P 500 vísitalan lækkað jafnt og þétt. Þarf að leita allt aftur til ársins 1980 til að finna annað dæmi þess að S&P 500 vísitalan hafi lækkað í svo marga daga samfellt. Heildarlækkunin nú nemur þó að- eins um 3,1% en í desember 1980 lækkaði vísitalan um 9,4% á jafn- mörgum dögum. Er hlutabréfavísi- talan núna jafnlág og hún var dagana eftir niðurstöðu Brexit-kosningar- innar í júní. Von á kipp á miðvikudag Virðist það einkum vera óvissa um niðurstöður bandarísku forsetakosn- inganna á þriðjudag sem skýrir lækkunina, en nýjustu skoðanakann- anir sýna að Donald Trump hefur saxað á forskot Hillary Clinton. Óvissan veldur því að fjárfestar hafa fært fjármagn sitt úr hlutabréfum og fyrirtækjaskuldabréfum og leitað skjóls í ríkisskuldabréfum og gulli. Greinir FT frá að þróunin á mark- aði bendi til þess að megi vænta allt að 3% hækkunar eða lækkunar á S&P 500 næstkomandi miðvikudag, þegar niðurstöður forsetakosning- anna liggja fyrir. Að sögn afleiðusér- fræðings hjá Credit Suisse væri það í fyrsta skipti í 58 ár sem bandaríski hlutabréfamarkaðurinn myndi bregðast við niðurstöðu kosninga með svo afgerandi hætti. Frá 1928 hefur það gerst þrettán sinnum að S&P 500 hafi lækkað í níu daga samfleytt. Að sögn Market- Watch bendir reynslan til þess að ef það gerist að vísitalan lækki sam- fleytt í átta daga eða lengur megi vænta nokkuð góðrar hækkunar næstu 6 og 12 mánuðina þar á eftir. ai@mbl.is S&P 500 vísitalan á niður- leið níunda daginn í röð  Fjárfestar leita skjóls í aðdraganda forsetakosninga AFP Kosið Frá kauphöllinni í New York. Forsetakosningarnar valda titringi. Þýski bílarisinn Volkswagen AG greindi frá því á sunnudag að rannsókn saksóknara á útblásturs- hneykslinu svokallaða beindist nú einnig að mögulegum brotum Hans Dieter Pötsch, sem í dag er formaður eftirlitsstjórnar fyrir- tækisins. Pötsch var fjármálastjóri Volkswagen þegar í ljós kom að fyrirtækið hafði svindlað á útblást- ursprófunum. Áður hafði rann- sóknin aðallega beinst að Martin Winterkorn, forstjóra VW, og Herbert Diess, sem fer fyrir vöru- merkjastjórnun samsteypunnar, að því er FT greinir frá. Í september á síðasta ári við- urkenndi Volkswagen að allt að 11 milljón bílar sem seldir voru um allan heim hefðu að geyma hug- búnað sem gat breytt gangi véla í útblástursprófunum til að gefa ranga mælingu. Í stað þess að full- nægja mengunarstöðlum reyndust sumir bílar fyrirtækisins menga allt að 40 sinnum meira en leyfi- legt er í venjulegum akstri. Í júní ákvað saksóknari í Brúns- vík (þ. Braunschweig) að hefja rannsókn á því hvort stjórnendur VW hefðu gerst sekir um mark- aðsmisnotkun með því að draga það af ásettu ráði að upplýsa hlut- hafa um útblásturssvindlið. Segjast hafa fylgt lögum Í tveimur dómsmálum sem höfð- uð voru í Þýskalandi fyrir tveimur mánuðum er Volkswagen sakað um að hafa valdið hluthöfum tapi sem hleypur á mörgum milljónum evra fyrir að hafa ekki upplýst nógu snemma um notkun svindl- hugbúnaðarins. Volkswagen neitar ásökununum og segir að eftir ít- arlegt mat hafi sérfræðingar bæði innan og utan fyrirtækisins komist að þeirri niðurstöðu að stjórnend- ur Volkswagen hafi starfað í sam- ræmi við kröfur þýskra laga. ai@mbl.is Rannsaka formann eftirlits- stjórnar vegna útblástursmáls  Var fjármálastjóri þegar upplýst var um útblásturssvindlið AFP Skaði Hans Dieter Pötsch á fundi með blaðamönnum í desember.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.