Morgunblaðið - 07.11.2016, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 07.11.2016, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. NÓVEMBER 2016 Gríptu með úr næstu verslun Þjóðlegt, gómsætt og gott N Ý F O R M H Ú S G A G N A V E R S L U N Komið og skoðið úrvalið Opið virka daga 10-18 laugardaga 11-15 Klassísk gæða húsgögn á góðu verði Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Andri Steinn Hilmarsson ash@mbl.is Heimsbyggðin fylgist grannt með Bandaríkjunum þar sem gengið verður til kosninga á morgun og stóra spurningin að sjálfsögðu: „Hver verður næsti forseti Banda- ríkjanna?“ Allt bendir til þess að það verði Hillary Clinton skv. nýjustu skoð- anakönnunum. Þannig mælist hún með fimm prósentustiga forskot á Donald Trump í nýjustu stóru könn- uninni sem ABC og Washington Post létu vinna fyrir sig og birt var í gær. Hillary mælist þar með 48 pró- sent en Trump með 43. Könnun NBC News og Wall Street Journal segir Clinton aftur á móti hafa fjögurra prósentustiga forskot með 44 prósent á móti 40 prósentum Trumps. Sé litið til meðaltals stóru skoð- anakannananna sem gerðar hafa verið vestanhafs undanfarna viku mælist Clinton með 1,8 prósentu- stiga forskot á Trump samkvæmt Realclearpolitics.com þar sem haldið er utan um meðaltal kannananna. Clinton skorar mun betur hjá kon- um og minnihlutahópum, en Trump nýtur meiri hylli karla, hvítra kjós- enda og eldri borgara. Fyrstu kjörstöðum verður lokað á miðnætti annað kvöld en þeim síð- ustu í Alaska klukkan sex að morgni miðvikudags. FBI mælir ekki með ákæru James Comey, forstjóri FBI, greindi í gærkvöldi frá því að athug- un stofnunarinnar á tölvupóst- notkun Clinton hefði ekki leitt í ljós neitt saknæmt og afstaða FBI um að mæla ekki með ákæru því óbreytt. Kosningateymi Clinton fagnaði nið- urstöðu FBI og sagði það gott að bú- ið væri að leysa þessi mál. Clinton hafði í nógu að snúast um helgina, m.a. með bandarískum ofur- stjörnum. Í Cleveland fór hún á svið með einu frægasta pari heims; Beyoncé og Jay-Z, og á laugardag var það Katy Perry sem hvatti kjós- endur í Fíladelfíu til að kjósa Clin- ton. Í gær heimsótti hún svo Cleve- land með körfuboltakappanum LeBron James. Þar að auki voru tónlistarmennirnir James Taylor og Jon Bon Jovi á öðrum viðburðum Clinton í gær. Í dag kemur hún fram með Bar- ack Obama Bandaríkjaforseta í nokkrum lykilríkjum sem skipt geta sköpum við úrslit kosninganna. Trump heimsækir lykilríkin Trump hefur aftur á móti verið á miklu ferðalagi og mun heimsækja nokkur lykilríki til viðbótar í dag. Fjölmiðlar vestra segja dagskrá frambjóðenda nú rétt fyrir kosn- ingar gefa til kynna að mjórra sé á munum en frambjóðendurnir tveir hafa gefið í skyn. Í gær heimsótti Trump t.a.m. Minnesota, ríki sem hefur ekki verið hliðhollt repúblikönum um langt skeið. Vonast Trump eftir því að stefna hans um að herða á fríversl- unarsamningum muni ná til kjós- enda Minnesota og annarra ríkja efri Miðvesturríkja Bandaríkjanna. Á laugardag varð uppi fótur og fit á kosningafundi Trumps í Reno í Nevada-ríki þegar hrópað var orðið „byssa“ úr salnum. Trump var færð- ur samstundis í öruggt skjól af fulltrúum bandarísku leyniþjónust- unnar, maður var handtekinn og leitað var að vopninu. Engin byssa fannst og sleppti leyniþjónustan manninum sem var handtekinn. Enn heldur Clinton forskoti  Forsetakosningarnar í Bandaríkjunum fara fram á morgun  Clinton heldur forskotinu á Trump í könnunum gærdagsins  FBI sagði í gærkvöldi ekkert saknæmt hafa fundist í tölvupóstum Clinton AFP Stórstjarna Fjöldi þekktra einstaklinga hefur á undanförnum dögum komið fram með Hillary Clinton. Á laugardag hvatti Katy Perry kjósendur til þess að kjósa Clinton og á föstudag komu Beyoncé og Jay-Z fram með Clinton. AFP Lokaspretturinn Donald Trump ásamt eiginkonu sinni Melaniu Trump. Kosningar » Clinton er með forskot á Trump í nýjustu könnunum » Báðir frambjóðendur með þétta dagskrá um helgina » Beyoncé, Katy Perry og fleiri stjörnur með Clinton í liði » Fyrstu kjörstöðum lokað á miðnætti annað kvöld að ís- lenskum tíma Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, ætlar að vinna áfram að útgöngu Breta úr Evrópusamband- inu þrátt fyrir úrskurð Hæstaréttar Englands og Wales í síðustu viku um að leggja þurfi útgöngu Breta úr Evrópusambandinu fyrir þingið. Þetta kemur fram í grein sem hún skrifaði í Sunday Telegraph um helgina, og var það í fyrsta skipti sem hún tjáði sig um framhaldið eftir að úrskurður dómstólsins féll. Í greininni segir May að ríkis- stjórnin verði að halda áfram og þingið eigi að virða niðurstöðu þjóðaratkvæða- greiðslunnar þar sem rétt tæp 52 prósent kjósenda vildu úr sam- bandinu en 48,1 prósent vildi vera áfram í samband- inu. Kjörsókn var 72,2 prósent. Í úrskurði dómstólsins sem May fjallar um í grein sinni segir að bresk stjórnvöld geti ekki virkjað 50. grein Lissabonsáttmálans og hafið samn- inga um útgöngu nema að undan- gengnu samþykki þingsins. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verka- mannaflokks Bretlands, hefur gefið það út að hann muni kjósa gegn úr- sögn Breta úr Evrópusambandinu takist May ekki að tryggja aðgengi Bretlands að innri markaði Evrópu- sambandsins. Í grein May segir hún að svo gæti virst að verið væri að deila um ferli og aðferðir, og lagadeilan sé flókin, en í raun og veru snúist þetta um grundvallarreglu. Þingið hafi ákveðið að leggja málið í dóm þjóð- arinnar og því sé það á ábyrgð ríkisstjórnarinnar að halda vinnunni áfram og virða ósk lands- manna. Segir May þá sem séu ósammála niðurstöðunni þurfa að sætta sig við að þetta sé ákvörðun þjóðarinnar og hvetur til samstöðu þjóðarinnar. Vinna eftir vilja þjóðarinnar  Forsætisráðherra Bretlands segir Breta stefna áfram að útgöngu úr ESB Theresa May Til átaka kom milli lögreglunnar í Hong Kong og mótmælenda í gær þegar hundruð manna komu saman til þess að mótmæla afskiptasemi kínverskra stjórnvalda af því hvort útiloka ætti tvo þingmenn sem styðja sjálfstæði Hong Kong og vilja að sjálfsstjórnarhéraðið slíti sig frá Kína. Mótmælendur rifu niður grind- verk sem lögregla setti upp fyrir utan skrifstofu kínverskra stjórn- valda í borginni. Mótmælendur skýldu sér á bak við regnhlífar til að forðast piparúða lögreglu. Að minnsta kosti einn mótmæl- andi var handtekinn, að því er fram kemur í frétt AFP um málið. Þar kemur enn fremur fram að mót- mælin hafi verið friðsamleg í fyrstu og er áætlað að um 13 þúsund manns hafi tekið þátt í göngunni í fyrstu en um fjögur þúsund hafi haldið mótmælunum áfram. AFP Mótmæli Þúsundir manna komu saman vegna afskipta Kínverja. Átök vegna mótmæla í Hong Kong  Beittu piparúða

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.