Morgunblaðið - 08.11.2016, Síða 26

Morgunblaðið - 08.11.2016, Síða 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. NÓVEMBER 2016 Í tilefni afmælisins ætla ég að vera með kaffi og partí þann 19. en ídag verður þetta bara vinna og rólegheit klárað með kóræfingu,“segir Davíð Ásgeirsson, sem á 40 ára afmæli í dag. Hann starfar hjá A. Óskarsson verktaka og vinnur á Keflavíkurflugvelli. „Við sjáum um rafmagnið, færibandakerfi og fleira, einnig þjónustum við flug- eldhúsið, sjáum um rafmagnið þar líka.“ Davíð er rafeindavirki og Megatróník hátæknifræðingur að mennt, útskrifaðist úr því námi í fyrra og hóf störf hjá A. Óskarsson verktaka í sumar. „Námið er BS-nám í Megatróník hátæknifræði, sem er góður grunnur fyrir stýringar á róbótum, en svo er einnig forritun í þessu námi og lært á ýmsan vélbúnað. Ég hef einnig verið að starfa með sprotafyrirtækinu GeoSilica inni á milli, en það vinnur heilsuvörur úr kísil.“ Davíð býr í Garði, er uppalinn þar og hefur búið þar mestalla tíð. „Ég fór að byggja hús þar 2006 og flutti inn 2008 og á meðan bjó ég í Sand- gerði og svo bjó ég í Reykjavík meðan ég var í náminu.“ Davíð stundar körfubolta og skotveiði í frístundum. „Ég fer á gæs en hef ekki farið á hreindýraveiðar síðan 2012. Svo erum við í Garði að byggja upp körfuboltalið, erum í utandeildinni núna og það eru æfingar tvisvar sinnum í viku, en ég spilaði með Reyni Sandgerði á sínum tíma.“ Eiginkona Davíðs er Jóhanna Pálsdóttir, kennari í Gerðaskóla, en þau hafa verið gift í 13 ár. Börn þeirra eru Amelía Björk 13 ára, Sólveig Hanna 10 ára og Hjörtur Páll 5 ára. Hjónin Davíð og Jóhanna í Brighton í ágúst síðastliðnum. Vinna og rólegheit en veislan verður síðar Davíð Ásgeirsson er fertugur í dag E ymundur fæddist í Reykjavík 8.11. 1966 og ólst upp í Skjól- unum í Vesturbænum: „Það er nú líklega eitt mesta rangnefni á hverfi á Íslandi því þar var alltaf næðingur, ef ekki hávaðarok – svolítið sambærilegt því að kalla Grænland Grænland. En ég var nú líka í sveit á sumrin, í Flögu, austur í Skriðdal. Þar var hins vegar sólskin og alltaf gott veð- ur, a.m.k. í minningunni. Þar var ég hjá góðu fólki, Stefáni og Þórunni, sem reyndust mér vel í alla staði. Eftir stutt stopp í Ljósheimum flutti fjölskyldan í Garðabæ og ég er nú búsettur á Sunnuflöt í Garðabæ og er ekkert á förum úr því góða sveitarfélagi. Ég gekk í hinn rómaða Landa- kotsskóla, var síðan í Hagaskóla, Eymundur Sveinn Einarsson endurskoðandi – 50 ára Mæðgin Eymundur og Birna Dís á leik Arsenal og Tottenham, 8.11. 2015, en honum lauk með jafntefli, 1-1. Styður Stjörnuna og er alsæll í Garðabæ Í Eyjum Eymundur, Ása og Birna Dís í gönguferð í Herjólfsdal 2015. Ásta Dísa Hlynsdóttir hélt tombólu í Álfheimum og seldi dótið sitt. Hún safnaði 4.938 kr. sem hún gaf Rauða krossinum til góðverka. Hlutavelta Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.isTunguhálsi 10 | 110 Reykjavík | S: 415 4000 | kemi@kemi.is | www.kemi.is ÖRYGGISSKÓR OG ÖRYGGISSANDALAR GÓÐIR SKÓR Á FRÁBÆRU VERÐI Verð: 7.990 kr.- Verð: 4.990 kr.-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.