Morgunblaðið - 08.11.2016, Page 33
MENNING 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. NÓVEMBER 2016
Verðlauna-
vertíðin í Holly-
wood er hafin
með afhendingu
Hollywood Film
Awards. Mel Gib-
son hlaut verð-
laun sem besti
leikstjórinn fyrir
drama úr heims-
styrjöldinni síð-
ari, Hacksaw Ridge. Natalie Port-
man var valin besta leikkonan fyrir
leik sinn í Jackie, þar sem hún leik-
ur Jacqueline Kennedy, og Tom
Hanks var verðlaunaður fyrir leik
sinn í Sully.
Verðlaunavertíðin
hafin í Hollywood
Mel Gibson
Að óska þess að allt verði allt-af eins og það er núna“ erskilgreining Maríönnu áhamingjunni í upphafi.
Segja má að þetta sé það sem heitir á
alþjóðamálinu „jinx“, nokkurskonar
ranghverf áhrínisorð. Því upp frá
þessu rekur verkið hrun hjónabands
þeirra Jóhanns, kryfur ástæður þess
og tilraunir þeirra hvors um sig til að
fóta sig í nýrri tilveru.
Í Brotum úr hjónabandi vinnur
Ingmar Bergman úr hinni miklu
raunsæishefð Ibsens og Strindbergs
á sinn hátt. Hann stillir sínu hvers-
dagslega fólki upp við krossgötur,
leggur fyrir það óleysanlegar þrautir,
hnúta sem ekki verða leystir og skoð-
ar hvað gerist þegar höggvið er á þá.
Aðallega lætur hann fólkið tala. Og
af því hann er að skoða augnablik í
kringum stórar ákvarðanir og
straumhvörf í lífi þess fer lítið fyrir
hversdagshjali. Hér er fólk ekki að
spjalla um veðrið og láta sér leiðast
meðan lífið þýtur hjá að hætti
raunsæishefðar Tsékovs. Það þarf að
ræða stóru málin: ástina, hamingj-
una, traustið, kynlífið. Þetta er ákaf-
lega sérvalin sneið af raunveruleika
þessara vel stæðu og vel menntuðu
millistéttarhjóna. Það hefur reyndar
þá sérkennilegu afleiðingar að við
fáum ekki mjög heildstæða mynd af
persónunum sem slíkum, kynnumst
þeim ekki við „hversdagslegar að-
stæður“. Það er varla að við getum
lagt neinn trúnað á það sem þau
segja hvort um annað, eða um eigið
innra líf. Allt verður að skoðast í ljósi
hinna krefjandi aðstæðna, barátt-
unnar sem stendur óslitið frá því Jó-
hann tilkynnir eiginkonu sinni að
hann sé á förum.
Þetta er, eðli málsins samkvæmt,
enn meira áberandi í tveggja tíma
sviðsgerð en í upprunalegu sex tíma
sjónvarpsútgáfunni, þar sem tími og
rúm gefst fyrir fyllri myndasmíð,
meðal annars samskipti við annað
fólk. Það er eftirsjá að mörgu sem fer
forgörðum við flutninginn upp á svið.
Annað sem líður fyrir formið er til-
finningin fyrir framrás tímans, árin
sem líða frá því við hittum þau Jó-
hann og Maríönnu fyrst þar til þau ná
lendingu sinni í lokin. Ekkert er gert
í gervum, útliti eða líkamsmáli sem
hjálpar til við þetta, enda óhægt um
vik með leikarana báða á sviðinu nán-
ast allan tímann. Sjálf senuskiptin
eru sköpuð með því að láta persón-
urnar ávarpa salinn og greina frá
hvar við grípum næst niður. Þetta er
einföld og hagkvæm lausn á form-
vandanum sem skapast þegar efni er
flutt af skjá á svið, en virkaði trufl-
andi á mig. Verkið fékk á sig
ankannalegan „upprifjunarblæ“, sem
vann enn frekar gegn upplifun af því
að langur tími liði. Ekki veit ég hvort
Bergman gerði ráð fyrir þessari að-
ferð eða hvort hún er frá aðstand-
endum sýningarinnar komin, fyrir
liggur að handritið er „leikgerð“ leik-
stjórans Ólafs Egils Egilssonar á
handriti Bergmans. Alla vega fannst
mér þetta ekki góð lausn.
Þau Björn Thors og Unnur Ösp
Stefánsdóttir eru eins og fiskar í
vatni í þessum texta, skapa afar
sannfærandi persónur þegar á heild-
ina er litið og ná sterkri innlifun og
öruggum samleik þrátt fyrir áður-
nefnd uppbrot. Áhrifarík augnablik
þar sem kvikan sést kvikna oft þessa
rúmu tvo tíma sem sýningin stendur.
Samfélagsbreytingar og þróun í
stöðu kynjanna vinnur á hinn bóginn
á móti leikurunum, dregur úr áhrifa-
mætti verksins í heild. Ef til vill má
rekja það til þess hve sjálfsörugg og
kröftug Maríanna verður strax frá
upphafi í túlkun Unnar. Þetta er
sannfærandi gert og trúverðugt að
þessi velgengniskona hafi þetta yfir-
bragð, en fletur óneitanlega út ferða-
lag Maríönnu í gegnum þann sjálfs-
þroska sem verkið greinir frá. Eins
má sennilega túlka þann hlátur sem
óspart hljómaði í salnum á frumsýn-
ingunni yfir tilsvörum og látæði Jó-
hanns sem vitnisburð um að afstaða
hans til eiginkonu sinnar og eigin til-
vistarvanda sé ansi hreint karl-
rembulituð. En hitt er líka ljóst að
Björn Thors sækir sumt af þessum
hlátrum með sinni umtalsverðu gam-
anleikarafimi, með tímasetningum og
mótun setninga. Hvort það er hlát-
ursins virði í samhengi innihalds
verksins er svo annað mál. Sama má
segja um þá einkennilegu ákvörðun
að hafa Jóhann áberandi drukkinn í
fyrsta atriði eftir hlé, þar sem hann
heimsækir Maríönnu í fyrsta sinn
eftir að hann gekk á dyr á vit ástkonu
sinnar. Ekkert í textanum styður
þessa lögn, og afstaða Maríönnu til
hans í kringumstæðunum verður fyr-
ir vikið eiginlega alveg óskiljanleg.
Að frátöldum þessum aðfinnslum
eru tök Ólafs Egils á flæði og heildar-
hugsun sýningarinnar til fyrir-
myndar. Praktískt séð tekst flutn-
ingur verksins til hins tölvu- og
snjalltækjavædda nútíma prýðilega.
Umgjörð Ilmar Stefánsdóttur er
ágætlega heppnuð. Bakveggirnir fal-
legir í sínum skandinavíska léttleika
og búa til hæfilega gisinn bakgrunn
fyrir falleg myndverk Elmars Þór-
arinssonar. Ég veit reyndar ekki
hvað þúfurnar sem þekja sviðið í fyrri
hluta sýningarinnar eiga að segja
mér, og er almennt frekar lítið fyrir
að leikmyndir reyni að segja mér
eitthvað mikið og merkilegt. En sem
umgjörð fyrir líf persónanna og túlk-
un leikaranna er þetta prýðilegt
verk.
Það er nokkuð óvenjulegt að hér
rati upp á svið áratugagamalt erlent
verk sem tæpast telst til „kanón-
unnar“ – klassískra verka sem tekin
eru til meðferðar aftur og aftur í
krafti erindis síns, vinsælda eða list-
rænnar dýptar. Helstu ástæðurnar
fyrir því að setja Brot úr hjónabandi
á svið hér og nú eru að þau gefa
tveimur af hæfileikaríkum leikurum
okkar tækifæri til að sýna hvað í
þeim býr. Það gera þau og fyrir vikið
á áhugafólk um framúrskarandi leik
fyllsta erindi í Borgarleikhúsið næstu
vikurnar.
Ljósmynd/Grímur Bjarnason
Örugg „Þau Björn Thors og Unnur Ösp Stefánsdóttir eru eins og fiskar í vatni í þessum texta,“ segir í leikdómi um
uppfærslu Borgarleikhússins á Brotum úr hjónabandi eftir Ingmar Bergman í leikstjórn Ólafs Egils Egilssonar.
Borgarleikhúsið
Brot úr hjónabandi bbbnn
Eftir Ingmar Bergman. Íslensk þýðing:
Þórdís Gísladóttir. Leikstjórn og leik-
gerð: Ólafur Egill Egilsson. Leikmynd og
búningar: Ilmur Stefánsdóttir. Lýsing:
Kjartan Þórisson. Tónlist: Barði
Jóhannsson. Hljóð: Baldvin Þór
Magnússon. Myndband: Elmar Þór-
arinsson. Leikgervi: Margrét Benedikts-
dóttir. Leikarar: Björn Thors og Unnur
Ösp Stefánsdóttir. Frumsýning á Litla
sviði Borgarleikhússins föstudaginn 4.
nóvember 2016.
ÞORGEIR
TRYGGVASON
LEIKLIST
Haltu mér slepptu mér
Tilkynnt hefur
verið um tilnefn-
ingar til 29. Evr-
ópsku kvik-
myndaverðlaun-
anna og hlýtur
engin íslensk
kvikmynd tilnefn-
ingu að þessu
sinni.
Kvikmynd
þýska leikstjórans
Maren Ade, Toni Erdmann, hlýtur flestar tilnefningar eða fimm, meðal
annnars sem kvikmynd ársins. Kvikmyndin hreppti á dögunum Gyllta
írisinn á kvikmyndahátíðinni í Brussel og var afar vel tekið á Cannes-
hátíðinni. Hún verður framlag Þýskalands til Óskarsverðlaunanna. Aðrar
myndir sem tilnefndar eru sem kvikmynd ársins eru I, Daniel Blake eftir
Ken Loach, sem hreppti Gullpálmann í Cannes, Elle eftir Paul Verhoeven,
Julieta eftir Pedro Almodóvar og Room eftir Lenny Abrahamson.
Toni Erdmann tilnefnd
til flestra verðlauna
Tilnefnd Sandra Hüller í hlutverki sínu í Toni Erdmann.
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
HACKSAW RIDGE 5.20, 8, 10.45 (P)
DR. STRANGE 3D 8, 10.30
TRÖLL 2D ÍSL.TAL 6
BRIDGET JONES’S BABY 5.30, 8, 10.25
POWERSÝNING
KL. 22.45
Miðasala og nánari upplýsingar
ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ
ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ
ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ