Morgunblaðið - 18.11.2016, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.11.2016, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2016 Hinn magnaði Antaeus frá Chanel er 35 ára um þessar mundir og er ríkulegur og umvefj- andi, karlmannlegur og ógleymanlegur. Ilm- urinn, heitir eftir syni sjávarguðsins Pósei- don og jarðargyðjunni Gaiu, er kryddaður með dökkum leð- urtónum og patchouli. Sígildur 80’s ilmur sem hefur engu gleymt. Antaeus Code ilmurinn frá Giorgio Armani er löngu orðinn sígildur og hér kemur há- punkturinn hingað til; tælandi ilmur sem færir með sér hlið að heimi glæsileika og velgengni að hætti Armani. Þessi dáleið- andi herrailmur er blanda viðar- og ambertóna með hæfilega sætri tonkabaun sem setur punktinn yfir i-ið. Armani Code Profumo BOSS Bottled var samstundis sígildur er hann kom fyrst fram árið 1998 og hefur elst eins og eð- alvín allar götur síð- an. Intense Eau de Parfum útgáfan er eins og efsta stig af þessum tímalausa ilmi, sem er í senn glæsilegur og flók- inn. Viðartegundir, kryddtónar og ilmkjarnaolíur í bland við græn epli og vanillu. Ilmur fyrir nútíma- manninn sem sækist eftir lífsfyllingu og tekur fagnandi þeirri reynslu sem lífið hefur upp á að bjóða með staðfestu og dýpt. BOSS Bottle Intense EDP Biotherm vörurnar eru í fremstu röð og henta nútímamanninum sem lifir virkum lífsstíl. 48 klst deodorant, úði eða roll-on og mýkjandi rakfroða er eitthvað sem ætti að vera í hverri snyrtitösku. Biotherm Homme raksápa og svitavörn Létt og frískandi rakakrem sem hentar sérstaklega fyrir viðkvæma húð. Aðeins 10 innihaldsefni í ein- faldri en áhrifaríkri blöndu sem tryggir 12 tíma sam- felldan raka í andlitinu. Kremið hentar líka mjög vel eftir rakstur. Solution 10 de Chanel Þegar þessi magnaði ilmur frá Chanel kom fyrst fram árið 1990 fór tísku- heimurinn á hlið- ina enda hlýleg en fram- úrstefnuleg sam- setning sandalv- iðar, vanillu og tóbakslaufa eitthvað sem ekki hafði áður komið fram. Fantaflott sjónvarps- auglýsing (sem var mikið sýnd í bíóhúsum borgarinnar) jók á áhrifin og egóistinn er alltaf jafn heillandi. Égoïste Þessi skarpari og ferskari útgáfa af hinum klassíska Égoïste kom fram árið 1993 og nú aftur, og felur í sér jafnvægi, kraft og karlmennsku. Lavender og sedrusviður er meðal helstu ilm- tóna. Platinum Égoïste Þessi rakaboma fyllir vanga og andlit karl- mannsins krafti og ljóma þegar veður gerast verri. Áferðin er létt, kremið smýgur fljótt inn og skilur við húðina mjúka og fitufría. Þetta þurfum við að bera á okkur kvölds og morgna ef veturinn á ekki að taka of mikinn toll af andlitinu. Guerlain Super Aqua Serum Light „Lífið er of stutt fyrir vont sánd“ sagði einhver; „Lífið er of stutt til að ég nái að safna mér fyrir almennilegum lampamagnara,“ sagði þá einhver annar. Ekki lengur. Monoprice kynnti ekki alls fyrir löngu til sögunnar „Mo- noprice Stereo Hybrid Tube Amp“ og Wall Street Journal kallar tækið hreinasta kraftaverk; ekki bara af því að sándið er dúnmjúkt, hlýtt og fallegt heldur kostar græjan – haldið ykkur – 149 bandaríkjadali! Bætið 50 dölum við og fyrir 199 fæst magnarinn með pari af fínum hátölurum. Þetta hljómar vitaskuld gersamlega fráleitt en dómarnir á netinu eru á einn veg og einhvers staðar þarna úti er fyrirtæki að nafni Monoprice með það að markmiði að gera oss daglaunamönnum kleift að hlusta á frábært sánd fyrir skikkanlegan pening. Rúsínan í magn- araendanum? Tækið er Bluetooth-tækt í ofanálag. Vinsamlegast myndið röð á síðunni monoprice.com Lampamagnarinn frá Monoprice Innilegur og fágaður ilmur með sént- ilmannslegum jurta- og viðartónum. Innblásturinn að ilminum er rykfrakk- inn víðfrægi, einkennisilmur tísku- hússins sem sjálfur Thomas Bur- berry hannaði fyrir 100 árum. Mr Burberry er uppreisnargjarn, fullur af andstæðum og hefur eigin stíl. Mr Burberry Þeir kallað það „glasið sem mun breyta því hvernig við upplifum vískí“. Stór orð, en þegar að er gáð gæti hér verið bylting á ferðinni; glas sem sameinar félagslega þáttinn sem tumbler- glasið býður upp á (hægt að dreypa á án þess að missa augnkontakt og detta úr samræðum) og svo líka bragðupplifun smökkunarglassins. Botninn er skorinn þannig að hægt er að halda um glasið án þess að káma sjálfan belginn út með fingraförum og sérstök hönnun innan í botni Norlan-glassins gerir það að verkum að ilmur og bragð finnst af viskíinu sem önnur glös ná ekki að magna upp. Mögulegur leikbreytir þarna á ferð. Okkar sett er í póstinum. Norlan-viskíglasið Í hópi allra sígildustu herra- ilma er þessi fágaði sítr- usilmur frá Chanel með hlýj- um viðarnótum sem fyrst kom fram á sjónarsviðið árið 1955 og hefur í engu glatað aðdráttarafli sínu. Margir af helstu fyrirmennum heims hafa notað Pour Monsieur og séntilmannslegri gerast herrailmir ekki. Pour Monsieur Þessi kryddaði við- arilmur er í senn kraftmikill og karl- mannlegur. Kyn- þokkafullur ilmur í fallegu glasi sem kallast á við gríska myndheiminn sem Gianni heitinn Ver- sace gerði að sín- um. Dylan Blue frá Versace Á óskalistanum er þetta helst: Girndargripir mánaðarins Fyrir dagana sem við feng- um ekki alveg nægan svefn er Eye De-Puffer frá Biot- herm töfralyf, með sam- stundis kælandi áhrif sem draga úr þrota og pokum, gefur raka og hressir. Raka- kremið gefur 48 klst. raka, frískar og nærir samstundis og hentar líka fullkomlega eftir rakstur. 4 stykki eru seld á hverri mínútu! Biotherm Aquapower Tvær af allra bestu útfærsl- unum af þessum klassíska ilmi frá Yves Saint- Laurent. Ultime er í senn ferskur, dulur og seið- andi, blágrár að lit – Parfum Intense er fullur losta og tilfinningahita og með djúpan amber-lit eins og dýrasta koníak. L’Homme Ultime og L’Homme Parfum Intense frá YSL Hvernig á því stend- ur að herramenn þessa lands hafa ekki vanið sig á að eiga herrabakka (e. valet tray) skal ósagt látið, en hitt blasir við að tími er kom- inn til. Að eiga af- markaðan stað – hreyfanlegan að auki – þar sem hægt er að leggja frá sér símann, veskið, pennann, lyklana, lukkupeninginn, gleraugun og hvað annað sem vera skal er einfaldlega nauðsyn- legt fyrir okkur sem notum ekki veski. Fyrir utan það að betri helmingurinn er ekki að ergja sig á því að dótið okkar er ann- aðhvort týnt eða dúkkar upp á ólíklegustu stöðum. Bakkarnir frá Vorhus Living, hannaðir af Sveinbjörgu Hallgrímsdóttur, eru af hár- réttri stærð, skarta lágstemmdri hönnun og eru prýði þegar þeir eru tómir. Herrabakki frá Vorhus Living

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.